Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 1
I Handj ámuðu J)iug- menu stj ómanunar Sjávarútvegsnefnd Al- þingis vildi gera iníkl ar breytingar á þrí- höfðafrumvörpunum. Niðurstaðan varð minniliáttar breyting eftir stanslaus funda- höld í allan gærdag. Stjómarþingmenn vom handjámaðir í málinu. „Eg er efnislega óánægður með þessa niðurstöðu, en ég tel nauðsynlegt að afgreiða frum- vörpin til þess að leysa kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Staðreyndin er hins vegar sú að allir þingmenn sem vilja sjá sjáv- arútveginn ganga vel eru áhyggjufullir um afleiðingar frumvarpanna; verði þau að lög- um,“ sagði Arni R. Árnason, starfandi formaður sjávarútvegs- nefndar, eftir löng og ströng fundahöld ríkisstjórnar og þing- flokka í gær, en þar tókst ráð- herrum að handjárna þingmenn sína og tryggja afgreiðslu sjó- mannafrum- varpanna. Sjávarútvegs- nefnd Alþingis ákvað í fyrrinótt að Ieggja fram tillögur um mikl- ar breytingar á kvótaþings-hluta frumvarpanna, 50% veiðiskyld- unni og ýmsum fleiri atriðum. Ríkisstjórnin var síðan kölluð saman til fundar í gærmorgun um breytingatillög- urnar. Þar var ákveðið að hafna þeim öllum nema hvað gerð var breyting á 50% veiðiskyldureglunni. Skip þurfi ekki að veiða 50% af kvóta sínum árlega heldur annað hvert ár, og að ekki verði heimilt að selja nema 50% kvótans og það megi gera hvenær sem er ársins. „Aðrar breytingar eru smá- vægilegar og aðeins tæknilegs eðlis," sagði Þorsteinn Pálsson, sj ávarútvegsráðherra. Rafmagnað andnunsloft Þingfundi var hvað eftir annað frestað í gær og gríðarleg spenna lá í loftinu í þinghúsinu meðan beðið var eftir niðurstöðu ríkisstjórnar- fundar. Þegar hún lá fyrir braust út mikil reiði meðal margra stjórnar- þingmanna en þó mest hjá Sjálfstæðis- flokknum. Nokkrir þingmenn hans höfðu á orði að spila bara frítt í málinu. Þá hótuðu óá- nægðir þingmenn Framsóknar- flokksins að gera það líka. Sjálfstæðismenn boðuðu til þingflokksfundar fyrir hádegi í gær og stóð hann í um tvo klukkutíma og var greinilega mikill hiti í mönnum þegar hon- um lauk. Hins vegar kom í ljós að búið var að handjárna menn að mestu. Framsóknarmenn héldu líka þingflokksfund en hann stóð styttra og þar virtist meiri ró yfir mönnum þó nokkrir þeirra væru óánægðir. Loforð ráðherra „Eg er eins og allir aðrir ósáttur við niðurstöðuna," sagði Hjálmar Arnason, fulltrúi Framsóknar- flokksins í sjávarútvegsnefnd. „Eg er mjög óánægður með málalok. I fyrsta lagi er ég á móti því að leysa kjaradeilur með laga- setningu. Og í annan stað vil ég ekki að hróflað verði við þeim frumvörpum sem sjómenn höfðu samþykkt," sagði Guðmundur Hallvarðsson í samtali við Dag. „Eg er mjög óánægður með þessa niðurstöðu. En ég hef lof- orð forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra fyrir því að það verði fylgst með þessu kvótaþingi ífá degi til dags og gripið inn í ef menn sjá að það leiði til hruns á ákveðnum svæðum," sagði Krist- ján Pálsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi. -S.DÓR Hógvær hetja „Eg myndi ekki segja að ég hefði verið neinn máttar- stólpi,“ segir Hafþór Ein- arssson mark- vörður, ný stjarna KA. Hafþór snéri töpuðum leik KA gegn Stjörnunni með frammistöðu sinni: „Það var frá- bært að koma inn á, mér er sagt að ég hafi haldið hreinu í 10 mínútur og tekið 16 skot.“ _Frammistaða Hafþórs tryggði honum frí úr kennslustund í VMA í gær. Hann hefur lengst- um setið á varamannabekk, en tvisvar í vetur komið inná til að bjarga liði sínu frá tapi. — BÞ Hafþór Einarssson Ný yfirbyggd skautahöll í Reykjavík verður formlega tekin í notkun í dag með landsleik Finna og Kanadamanna i íshokkí. Þessir krakkar tóku forskot á sæiuna í gær og skautuðu undir þaki af miklu listfengi. Friðrík hættir inii páskana „Ég vil ekkert um þetta segja,“ sagði Friðrik Soph- usson fjár- málaráðherra þegar hann var spurður að því í gær hvort það væri rétt að hann væri að hætta sem Fjár- málaráðherra um páskana. Almennt er gengið út frá því sem vísu meðal þingmanna og ráðamanna í stjörnkerfinu að Friðrik sé á förum. Dagur hefur fyrir því jafn sterkar heimildir og mögulegt er meðan hvorki for- sætisráðherra né fjármálaráð- herra vilja tala út. Umræðan magnaðist eftir að Geir H. Haar- de, sem sagður er eiga að taka við af Friðrik, hætti við mikla ut- anlandsferð á vegum erlends þingmannasambands dagana 1. til 12. apríl næstkomandi. Þá hefur fjármálaráðherra boðið fjárveitinganefnd Alþingis til samkvæmis í byijun næsta mán- aðar. Fullyrt er að það verði kveðjuveislan. Og loks berast þær fréttir úr fjármálaráðuneyt- inu að Friðrik sé byrjaður að taka til hjá sér fyrir brotthvarfið. Friðrik Sophusson á rétt á 9 mánaða biðlaunum. — S.DÓR Sjá spumingu dagsins bls. 6. Friðrik: vill ekkert segja, en al/ir aðrir gera það. Verkfallsbrot kostar 900 þúsirnd krónur „Við kærum verkfallsbrjóta fyrir Félagsdómi þar sem útgerð hvers skips verður að greiða 900 þús- und krónur í sekt að viðbættum lögfræði- og innheimtukostn- aði,“ segir Kristinn Pálsson á verkfallsvakt sjómanna. Frystitogarinn Gissur AR hélt til veiða í gær sem er klárt verk- fallsbrot að mati sjómanna. Þá lék grunur á að frystitogarinn Hersir AR væri einnig að reyna að brjóta lög um verkföll sjó- manna. Nokkrir aðrir verða ein- nig kærðir fyrir verkfallsbrot. Kristinn segir að sektirnar renni til stéttarfélaga sjómanna hjá viðkomandi áhöfn. Það þýðir að hvert félag fær um 300 þús- und krónur í hlut. — GRH L » BUCKDECKER Handverkfæri SINDRI % -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.