Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 - 7 RIT STJ ÓRN ARSPJ ALL Hver eru skilin? Árið 1978 unnu A-flokkarnir báðir mikinn kosningasigur. Alþýðubandalagið fékk 22.9 af hundraði atkvæða, en Alþýðuflokkurinn 22 af hundraði. En hvað varð úr þessum mikia sigri A-flokkanna? Akkúrat ekki neitt. Þeir settust að vísu í ríkisstjórn rrieð Framsóknarflokknum en splundruðu henni sjáifir eftir rúmt ár. ELIAS SNÆLAND JÖNSSON RITSTJÚRI SkRIFAR Tvennt þarf öðru fremur til að vinna kosningar. Dugmikla og vinsæla foringja og skýr stefnu- mál sem eiga hljómgrunn meðal kjósenda. Stundum dugar hið fyrrnefnda eitt og sér, það er að hafa skel- eggan Ieiðtoga sem nær til fólks- ins. Hann þarf ekki endilega að hafa skýr stefnumál, heldur al- menna afstöðu og fas sem vekur traust almennings sem sannfær- ist þá um að forystumaðurinn sé á réttri leið í málefnum þjóðar sinnar og ákveður að treysta hon- um fyrir sínum málum. Hitt er ljóst að án slíks foringja og án almennrar stefnu sem höfðar til almennings nær eng- inn árangri á kjördag á okkar tím- um, jafnvel þótt hann hafi ná- kvæmlega afmörkuð stefnumál í þúsund liðum. Trúboðsstjórnmál eiga ekki upp á pallborð með þjóðinni nú um stundir. Þarf völd til að breyta Eitt hið sérkennilega við póli- tíska umræðu á vinstri væng stjómmálanna er sú fyrirlitning sem stundum skín í gegn á þeim stjórnmálamönnum sem ná ár- angri í kosningum. Nú um stundir á þetta einkum við um Tony Blair sem varð fyrstur leið- toga breska Verkamannaflokks- ins til að komast i ríkisstjórn eft- ir sextán ára eyðimerkurgöngu jafnaðarmanna þar í Iandi. I eftirtektarverðu viðtali við Svavar Gestsson, fyrrum for- mann Alþýðubandalagsins, í Degi um síðustu helgi, kallaði hann slíka menn „hugsjónalausa töffara." Lýsing hans á kosninga- sigri Ieiðtoga breska Verka- mannaflokksins var þessi: „Blair lofaði því fyrir síðustu kosningar að breyta engu. Þess vegna fékk hann völdin. En erum við ekki í stjórnmálum til þess að breyta einhverju?" Ágreiningur um hverju Tony Blair hefur breytt í breskum þjóðmálum verður að liggja á milli hluta að sinni. En spurn- ingin um til hvers menn eru í stjórnmálum snertir auðvitað kjarna málsins. Og það liggur beinast við að svara henni með annarri spurningu: Hvernig ætla íslenskir vinstri menn að breyta einhveiju ef þeir komast ekki til valda? Eða ef þeir komast aðeins til valda með því að keppa hvor við annan um vertíðarpláss hjá Sjálfstæðisflokknum, eins og reyndin verið hefur - með ör- stuttum hléum - síðustu hálfa öldina eða svo? Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Til að „breyta einhverju" verða stjórnmálamenn að kom- ast í aðstöðu til að ráða ferðinni, til að láta verkin tala. Það dugar ekki að vera í stjórnarandstöðu. Það dugar heldur ekki að vera á hjáleigu Sjálfstæðismanna. Þetta vita reyndir stjórnmálamenn að sjálfsögðu manna best. Allir inn á miðjuna? Annars vefst það fyrir mörgum hverju vinstri menn vilja breyta. Að hluta til vegna forsögunnar, verkanna, þess sem þeir gerðu þegar þeir voru þó í ríkisstjórn. En einnig vegna hins að það blasir alls ekki við almenningi um hvaða breytingar á þjóðfélag- inu vinstri menn eru sammála. Það skýrist kannski í þeirri mál- efnavinnu sem nú er farin í gang á vegum stjórnarandstöðuflokk- anna. Sem leiðir hugann að gömlum hugtökum og merkingu þeirra í samtímanum. Hægri. Vinstri. Miðja. Þannig hljóða hefðbundnar skilgreining- ar á stjórnmálaskoðunum. Hugtökin eiga upptök sín í sætaskipan á þinginu i París í stjórnarbyltingunni mildu fyrir meira en tvö hundruð árum. Þau hafa lengi dugað til að skipta mönnum í stjórnmálafylkingar. En hvaða merkingu hafa þau í ís- lenskum stjórnmálum samtím- ans? Með öðrum orðum: Hvar ligg- ja skilin á milli íslenskra stjórn- málaflokka í dag? Og hver eru þessi skil? Er enn tekist á um grundvall- arstefnur og hugmyndafræði? Eða er það fyrst og fremst sagan, hefðin og hagsmunirnir sem skiptir mönnum í flokka og svo aftur flokkum í fylkingar? Eru allir flokkar komnir inn á póli- tíska miðju þar sem menn, það er persónuleiki foringjanna, ráða úrslitum en ekki málefni? Hjarta Sjálfsíæðisflokksms Ætli svarið við framangreindri spurningu sé ekki bæði og. Þrátt fyrir sterkar miðjutil- hneigingar annað slagið er Sjálf- stæðisflokkurinn til dæmis enn tvímælalaust til hægri í íslensk- um stjórnmálum. Hann gætir fyrst og fremst hagsmuna þeirra sem eiga - hvort sem það eru peningar, fyrirtæki eða auðlindir. Hjá þessum öflum slær hjarta Sjálfstæðisflokksins, þótt reynt sé að fela það með margvíslegum hætti. Það er til marks um snjalla for- ystu og áhrifaríka áróðurstækni að Sjálfstæðisflokkurinn nær þrátt fyrir þetta í fylgi meðal flestra þjóðfélagshópa. Hann getur yfirleitt reiknað með að fá hátt í fjörutíu af hundraði greid- dra atkvæða í landinu. Stundum meira. Hann nær sem sagt Iíka í at- kvæði margra þeirra sem bera skarðan hlut frá borði þegar Sjálfstæðisflokkurinn hyglir vin- um sínum og vandamönnum, sem gjarnan eru kenndir við Kol- krabhann, og stendur vörð um hagsmuni þeirra. Það er ein af merkari mótsögnum íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi að þrátt fyrir þessa rótsterku hagsmunagæslu skuli alþýða manna kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þvílíkum mæli sem kosninga- tölur bera með sér. Hver er til vinstri? Ef hægri menn eru enn almennt í Sjálfstæðisflokknum hvar eru þá vinstri menn í dag? Alþýðubandalagsmenn telja sig að sjálfsögðu enn til vinstri. Sú vinstrimennska byggir hins vegar ekki lengur á kenningum Marxismans og er því enn nokk- uð í lausu lofti. Alþýðuflokksmenn segjast gjarnan líka vera í vinstri flokki - þeir voru jafnvel að eigin sögn „vinstra megin við miðju“ á með- an þeir sátu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Andspænis slíkum mótsögnum verða skil á milli hægri og vinstri harla loft- kennd. Sögulega séð hefur Framsókn- arflokkurinn stundum talið sig til vinstri, eða þá hópar innan hans. Nú um alllangt skeið hefur flokkurinn hins vegar boðað miðjustefnu, og hyggst gera það áfram. Samtök um kvennalista máttu ekki heyra á það minnst hér áður fyrr að vera flokkuð eftir þessari hefðbundnu skiptingu „karla- stjórnmálanna." Kannski hefur það breyst eitthvað eftir klofn- inginn í vetur. Að minnsta kosti tekur Kvennalistinn nú fullan þátt í viðræðum A-flokkanna um samstarf á landsvísu. Gömlu átakapunktarnir Fyrr á árum voru félagsmenn í mörgum flokkum reiðubúnir að kalla sig til vinstri. Sú skilgrein- ing tók mið af nokkrum meginat- riðum. I fyrsta lagi stefnunni í utan- ríkismálum, þjóðfrelsismálunum svokölluðu sem kristölluðust í baráttunni með eða móti hern- um. I öðru lagi afstöðunni til efna- hagsstjórnarinnar þar sem skipu- lagshyggju var stefnt gegn mark- aðshyggjunni. I þriðja lagi deilum um skipt- ingu þjóðarteknanna milli fjár- magns og vinnuafls, fyrirtækja og launþega. Hver af þessum grundvallar- deilumálum eru enn til staðar? Stjórnmálaflokkarnir takast ekki lengur á um herinn, enda aðeins tímaspursmál hvenær Bandaríkjamenn telja sér póli- tískt fært að kalla hann heim. Agreiningur um önnur alþjóða- mál skipta flokkum ekki lengur í hægri og vinstri, eins og dæmin sanna. Markaðshyggjan hefur náð tökum á öllum stjórnmálaflokk- unum, þótt í mismunandi mild- um mæli sé. Andóf gegn henni er því ekki líklegt til að líma flokka saman á næstunni, hvað sem síðar verður. Baráttan um þjóðarauðmn Deilan um skiptingu þjóðarauðs- ins er hins vegar enn í fullum gangi, þótt hún hafi nokkuð breytt um svip meðal annars vegna tilkomu kvótakerfisins. Hún snýst ekki Iengur bara um hlut Iaunafólks í þjóðarkökunni, heldur Iíka um hver á að eiga Is- Iand í framtíðinni - peninga- furstarnir eða þjóðin. Hver á fiskinn í sjónum? Hver á auð- lindir á hálendinu, í óbyggðun- um, og £ iðrum jarðar? Hver nær til sín bróðurpartinum af stór- eignum ríkisins í því einkavæð- ingaræði sem boðað er? Það á eftir að koma í ljós hvort átök um þessi grundvallarmál muni auðvelda samstöðu á vin- stri væng. Staðreyndin er auðvit- að sú að tiltölulega lítið hefur farið fyrir skipulegu andófi gegn taumlausri fíkn sjálfstæðis- manna í eignir samfélagsins. Hugsanlega mun sókn þeirra í ríkisbankana og stórkostlegar eignir þeirra verða dropinn sem fyllir mælinn. Glötuð tækifæri I fyrrnefndu viðtali við Dag spáði Svavar Gestsson því að A-flokk- arnir gætu fengið um fjörutíu af hundraði atkvæða í næstu þing- kosningum ef þeir byðu fram hvor fyrir sig. Það verður að segjast eins og er að miðað við stöðu flokkanna í skoðanakönnunum í dag er ekkert sem bendir til þess að slík úrslit séu í spilunum. Hins vegar sýnir sagan að slíkt er ekki ómögulegt við óvenjuleg- ar aðstæður. Það sýnir reynslan frá árinu 1978. Þá unnu A-flokk- arnir báðir mikinn kosningasig- ur. Alþýðubandalagið fékk 22.9 af hundraði atkvæða, en Alþýðu- flokkurinn 22 af hundraði. En hvað varð úr þessum mikla sigri A-flokkanna? Akkúrat ekki neitt. Forystumenn A-flokkanna náðu að vísu saman um að mynda ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins, en þeir sundruðu henni sjálfir með inn- byrðis deilum þegar rúmt ár var liðið frá kosningasigrinum. Slík öfugþróun er endurtekin harmsaga meðal vinstri manna og ein af meginástæðum þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráð- ið því sem hann vill í íslenskum stjórnmálum. Hafa menn ekkert lært?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.