Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 4
20-MIDVIKUDAGUR l. APRÍL 1998
UMBÚÐALAUST
L.
AGUSTA
ÞQRKELS-
DÓTTIR
SKRIFAR
Þegar ég las nýja skólastefnu
menntamálaráðherra kinkaði ég
æði oft kolli í viðurkenningar-
skyni. Þar var greinilega tekið á
mörgum leiðum vandamálum og
boðið upp á lausnir sem gætu
skapað betra samfélag og betri
skóla.
En yfir kaffibollanum sem
gjarnan fylgir slíkum lestri,
læddist efasemdarpúkinn að. Er
ekki þetta ekki fullmikið af fal-
legum orðum og fyrirheitum? Er
þetta fyrsti vorboðinn, sem kem-
ur á verðandi kosningavori?
Má gleypa þetta hrátt og trúa
því að unnið verði markvisst að
því í grunnskólanum að kynna
nemendum möguleika til náms,
þá jafnt á bóknámssviði sem
iðnbrautum, að loknu grunn-
skólaprófi? Má treysta því að
nemendur fái sömu fyrirgreiðslu
og aðstoð við styttra starfsnám
og lengra framhaldsnám?
Áfram Mndranir og höfnun?
Eða verða þeir bara áfram að
hlusta á falleg orð um gildi verk-
menntunar, en í reynd rekast
alls staðar á hindranir og höfn-
un, þegar út í veruleikann er
komið? Beijast með vopnum
gamla klíkuskaparins og kunn-
ingjavaldsins, til þess að komast
í verklegt nám eða hrökklast úr
námi, ef þau vopn eru ekki fyrir
hendi í foreldrahúsum.
Verða iðnnemar og þeir sem
sækja til dæmis Verkmennta-
skólann á Akureyri úr dreifbýli
að sæta því að greiða uppihalds-
kostnað sinn að fullu, meðan
systkini þeirra í flestum mennta-
skólum og Háskóla Islands geta
notið þess að vera í heimavist og
greiða lægra gjald? Fá nemend-
ur fámennari skóla, í smærri
samfélögum, námsaðstoð þá og
námsráðgjöf, sem boðuð er í
nýrri skólastefnu eða verður það
stigi, því er það verðugt verkefni
skólanna að efla sjálfstæði barn-
anna, svo þau geti tekist á við þá
fíkn, með forvarnarstarfi, líkt og
gerðist hvað varðar aðra fíkn
sem sækir á nútímafólk. Lífs-
leikni sú sem menntamálaráð-
herra boðar að kennd verði í
„enn betri skóla“, þar sem nem-
endum er ætlað að fræðast um
fjármál, atvinnulíf. Ijölskylduiíf
með meiru, gæti hugsanlega
orðið til að glæða áhuga og
ábyrgðartilfinningu nemenda, út
fyrir segulrönd greiðslukorta,
þannig að þau verði föðurbetr-
ungar, til þess er leikurinn vænt-
anlega gerður, svo framþróun
verði og fyrirmyndarþjóðfélagið
nálgist meira en nú er.
Ein oghálf lina
Oldungardeildarnám innan
framhaldsskólanna fær eina og
hálfa Ifnu í pésa menntamála-
ráðherra. „Enn betri skóli“, með
opna möguleika fyrir alla, hlýtur
líka að vera fyrir þá sem vilja
endurmenntun, símenntun eða
aðgang að menntun, sem var
þeim ekki aðgengileg fyrr á lífs-
leiðinni. Nútímaþjóðfélag á að
geta boðið upp á mun meiri
möguleika til öldungadeildar-
náms en verið hefur. Kröfur
vinnumarkaðarins fyrir sérhæfni
á hinum ýmsu sviðum hreinlega
öskrar á meiri öldungadeildar-
menntun, fleiri valmöguleika,
meiri kynningu, námsráðgjöf og
aðstoð fyrir hina svokölluðu öld-
ungadeildarnemendur.
Það er ekki nóg að tala um
fjarmenntun sem möguleika fyr-
ir þessa nemendur, það verður
líka að bjóða upp á menntunina.
Fjarmenntun sem gerir ekki
meiri kröfur til nemenda sinna,
fjárhagslega og þekkingarlega,
en gerðar eru til þeirra sem sitja
í skóla. Þar verður sá jöfnuður
að ríkja sem títtnefnur pési boð-
ar.
Númer eitt, tvö og þrjú er að
framkvæma þessa skólastefnu,
efla menntun og sjálfstæða
hugsun nemenda, en láta ekki
bara falleg orð og snyrtilega
framsetningu nægja.
látið reka á reiðanum og slíkir
nemendur dæmdir til að verða
annars flokks þegnar í nútíma
tækni- og upplýsingaþjóðfélagi?
Er sveitarfélögum ætlað að
greiða alfarið fyrir þá auknu
kennslu og þjónustu sem ný
skólastefna boðar?
Við þessum spurningum sem
efasemdarpúkinn hvíslaði að
mér, að lestri loknum, fann ég
engin svör. Að þvf Ieyti minnir
pési þessi á þá pésa og smárit,
sem eiga eftir að koma með
landpóstinum þegar nær dregur
kosningum. Þá fyllast öskutunn-
ur heimilanna af fallegu orða-
gjálfri um allt það sem á að
gera, sem er svo bráðnauðsyn-
legt og öllum til hagsbóta og
ánægju. En kostar svo sem ekki
neitt, nema atkvæði til handa
frábærum frambjóðanda sem vill
komast í sveitarsljórn. Þá verður
sko ekki „stand á Goddastöð-
um“, öllu verður raðað pent
upp, á umhverfisvænan pappír,
en gleymist svo í sumarfríinu á
Spáni. Enda alltof dýrt að firam-
kvæma þetta vesen, þegar til
kastanna kemur og sigurvegarar
kosninganna sitja uppi með
hálftómann sveitarsjóðinn.
Lífsleikni sú, sem Iærist á
hálfri öld, í lífsins skóla, kennir
að trúa varlega fagurgala á kosn-
ingarvori og þess vegna kennir
sú sama lífsleikni manni að ef-
ast um framkvæmd nýrrar skóla-
stefnu, að minnsta kosti meðan
ekki er ljóst, hvernig á að kosta
betri skóla, lengri skólavist,
meiri og Ijölbreyttari þjónustu
við nemendur.
LífsleLkni og verslunarfíkn
En lífsleikni sem námsgrein er
virkilega góðra gjalda verð. Að
efla sjálfstæði og frumkvæði
nemenda er þarft verkefni á tím-
um gengdarlausra gylliboða og
agaleysis í uppeldi.
Nýjustu fregnir af hömlulausu
verslunaræði kallar á aðgerðir.
Einhvern veginn verður að
kenna börnum og unglingum að
Iífsgleðin og lífsfyllingin felst
ekki í Ijölskylduferðum í stór-
markaði. Fjöldi foreldra virðist
haldinn verslunarfíkn á háu
„Að því leyti minnir pési þessi á þá pésa og smárit, sem eiga eftir að koma með landpóstinum þegar nær dregur kosningum. Þá fyll-
ast öskutunnur heimilanna af fallegu orðagjálfri1“
Meimingarvaktin
Kraftur í leiWiúsiim
HAFLEDI
HELGASON
SKRIFAR
Mikill kraftur er í leikhúslífi
Norðlendinga þessa dagana,
enda uppskerutími áhugaleik-
húsanna. Leikfélag Akureyrar
sýnir líka um þessar mundir
Söngvaseið eftir Rodgers og
Hammerstein.
Um síðustu helgi skellti ég
mér á Söngvaseið og er skemmst
frá því að segja að sýningin er
ákaflega vel heppnuð og fag-
mannlega unnin. Þar ber auðvit-
að hæst framganga Þóru Einars-
dóttur í hlutverki Maríu Reiner
sem hún syngur og leikur
þannig, að maður fær vart séð
að betur verði gert. Frammi-
staða annarra leikenda í aðal-
hlutverkum er með miklum
sóma, en ef ég fengi aðeins að
nefna einn úr þeim hópi þá
myndi ég minnast á Hrönn Haf-
liðadóttur sem skilaði áhorfend-
um glæsilegri abbadís.
Ég brá mér h'ka í Freyvangs-
leikhúsið og sá þar sýningu á
nýju verki Ingibjargar Hjartar-
dóttur. Er skemmst frá því að
segja að sú sýning er stór-
skemmtileg. Þar njóta sín kostir
áhugaleikhússins, óstöðvandi
leikgleði og skemmtilegar týpur.
Að vísu brá fyrir á einum stað
göllum áhugaleikhússins, þegar
eitthvað sem leikendum þótti
fyndið sín í milli varð til þess að
einhverjir kúabændur og hesta-
menn misstu einbeitinguna og
duttu úr karakter eitt augnablik,
en slíkt er harðbannað.
Báðar þessar leikhúsferðir
voru hinar ánægjulegustu og get
ég ekki gert upp við mig á hvorri
ég skemmti mér betur. Önnur
sýningin var í áhugaleikhúsi, hin
í atvinnuleikhúsi og á því tvennu
er mikill munur. Maður gerir
allt aðrar kröfur til atvinnuleik-
húss eða áhugastarfs og í þetta
sinn stóð atvinnuleikhúsið undir
þeim kröfum sem á að gera til
þess.
Leikfélag Akureyrar hefur
stundum átt í basli með þá for-
tíð sína að vera áhugaleikhús
sem varð atvinnuleikhús. Sýn-
ingar þess hafa ekki alltaf staðist
fyllilega þær kröfur sem gera
verður til atvinnuleikhúss. Þær
kröfur eru því mikilvægari vegna
þeirrar staðreyndar að í ná-
grenni Ieikhússins eru öflug
áhugamannaleikfélög sem oft
eru með sýningar sem eru í efsta
gæðaflokki á þeirra mælikvarða.
Söngvaseiður er hins vegar at-
vinnumannasýning í skilningi
þess að hún stendur undir þeim
kröfum sem sanngjarnt er að
gera til leikhússins. Slíka sýn-
ingu verður að vinna af faglegri
alúð og þannig var hún unnin,
nema hvað ljósmyndir í leikskrá
voru þannig að þær verðskuld-
uðu engan veginn að vera í því
samhengi.