Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 10
26 - MIÐVIKUDAGUR 1. APRlL 1998 LÍFIÐ í LANDINU Hestanuðstöðin í Dal heimsótt Atli Guðmundsson og Eva Mandal reka Hestamiðstöðina Dal í Mosfellsbæ. Dalur er í eigu Gunnars Dungal sem býr í Dallandi og hefur einnig hesthús þar. Hestasíðan heim- sótti Atla og Evu og forvitnaðist um hvað þar væri á húsi. Eins og menn ef til vill muna þá var hitasóttin fyrst greind í þessu hesthúsi. Hún er nú gengin yfir þar og tamningar og þjálfun komin á fulla ferð. Hér held- ur fólk ótrautt áfram að þjálfa fyrir landsmót og á ekki von á öðru en það verði haldið á tilsettum stað og tíma. I hesthúsinu gefur að líta marga stóð- hesta enda Atli með eftirsóttustu sýn- ingarmönnum hvort heldur er um kyn- bótahross eða gæðingasýningar að ræða. Fyrsti hesturinn sem fréttamaðurinn rak augun í Var Hjálmur frá Vatnsleysu, rauðskjóttur með hvítan haus. Aðspurð- ur sagði Atli að það væru margir góðir partar í þessum hesti, mikill fótaburður, tölt og brokk. Það fer eftir því hvernig úr þessu spilast hvort hann verður sýndur í vor. Um þennan hest var stofn- að hlutafélag í fyrra, en hann hefur ekki verið sýndur ennþá. Þá er höttóttur Toppssonur undan dóttur Þokka frá Steðja. Sá heitir Skrúður og er gott hestefni, en heldur smár. Eldur frá Vallanesi er í næstu stíu. Hann fékk ágætan dóm 4ra vetra en hefur ekki bætt miklu við síðan. Það er verið að þjálfa hann fýrir gæðingakeppni og ætl- unin að byija með hann f því í vor. Glæsir frá Litlu-Sandvík er sonur Gusts frá Sauðárkróki. Móðirin er Kátína frá Stóra-Hofi. Hann fékk 8,03 í aðaleink- unn í fyrra og ætlunin er að koma hon- um inn á landsmótið, en til þess þarf hann að ná 8,15. Hann á að eiga mögu- leika á því. Hefur dálæti á Toppi Spuni frá Miðsitju undan Kötlu frá Miðsitju og Ofeigi frá Flugumýri er mó- álóttur. Þessi hestur er mjög spengileg- ur, hefur aukið viljann mikið frá því fyrra en hans vandamál hefur verið brokkið sem tapast öðru hveiju. Tölt og skeið er hins vegar mjög gott. Þá er röð- in komin að Geisla Toppssyni frá Reykjavík en þessi foli fékk góðan dóm í fyrra. Hann hefur mikið bætt sig síðan þá og auðheyrt á Atla að hann er ánægður með þennan hest. Atli er sannfærður um að Toppur eigi eftir að gefa mikið af farsælum hestum og gen- in hans Topps muni margir vilja hafa í sínu stóði í framtíðinni. Garri frá Grund er kominn til Atla. Hann sagðist vera að prófa þennan hest en hann væri of viljugur eins og væri og þyrfti að ró- ast svo hægt væri að rekja vel úr hon- um. Þarna væri á ferðinni mikill hestur. Þá Iitum við næst á ieirljósan fola á 5. v undan Stíganda frá Hvolsvelli og Dag- rúnu frá Dallandi. Þetta er klárhestur og kemur ansi vel fyrir. Hann verður sýndur í vor. Margt af ungiun efnilcgum hryssum Þá er komið að merarstíunum. Fyrst er að líta á Gnótt frá Dallandi sem sýnd var í fyrra þá á 5. vetri. Hún er undan Orra frá Þúfu og Grósku frá Sauðár- króki. Hún fékk 8.30 fyrir byggingu í fyrra og 7,89 fyrir hæfileika skeiðlaus þar af 9,5 fyrir fegurð í reið. Hún kem- ur í dóm aftur í vor. Þá er Dimma frá KoIIugerði Toppsdóttir sem sýnd var í fyrra. Hún fékk 8 fyrir byggingu og 7,71 fyrir hæfileika skeiðlaus. Þá eru nokkr- ar á 5. vetri. Ein er undan Toppi og móðirin er undan Hrafnhóla Hrafni. Sú heitir Hreyfing og er frá Hafnarfirði. Erla undan Glóð frá Enni og Hrafns- syni sem er albróðir Tignar frá Enni sem Gunnar Arnarson sýndi í hitteð fyrra. Þá er hryssa frá Torfunesi undan Safír frá Viðvík og Virðingu frá Flugu- mýri og ein ffá Nýjabæ undan Kjarval, ein Kraflarsdóttir, Hrafnsdóttir frá Gígj- arhóli í Biskupstungum. Þá er hryssa undan Gný frá Hrepphólum og Dúkkulísu fra Dallandi, efnilegt hross eins og þær eru yfirleitt allar þessar 5 vetra hryssur. Sú heitir Dögg. Þá er hryssa sem heitir Vænting úr Hafnar- firði undan Toppi og Vör frá Reykjum. Bráð efnilegt hross. Sonur Topps og Kráku I hesthúsinu í Dallandi er margt hrossa og þar var að störfum Halldór Guðjóns- son tamningamaður frá Hellu. Þar sýndi Atli 4ra vetra fola brúnan, son Topps frá Eyjólfsstöðum, afskaplega rennilegan og að því er virðist vel gerð- an hest. Þessi foli heitir Kjarkur. Það er aðeins byrjað að hreyfa hann og lofar það góðu. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um sýningu á þessum fola í vor. Móðir hans er Kráka frá Dallandi. Hér virðist vera á ferðinni gott stóðhestefni. I þessu húsi eru nokkrar hryssur. Þar á meðal er Kalta frá Dallandi sem nú er geld og verður trúlega í gæðingakeppni í vor. Þá er Elva frá Sunnuhvoli undan Kjarval og Tvístjörnu á 6. vetri og fer í dóm í vor. Þá eru þrjár hryssur á 4. vetri, ein und- an Kveik frá Miðsitju, önnur undan Safír frá Viðvík og sú þriðja undan Svarti. Þær fara allar vel af stað. 1. apríl er nú aþjóðlegur gabbdag- I ur og er Iíklegast að þau ærsl eigi uppsprettu sína í nýársgleði í vestanverðri Evrópu og víðar á miðöldum. Þá var 1. apríl áttundi og síðasti dagur nýárshátíðar sem hófst um voijafndægur 25. mars. Um ærsl þennan dag er ekki vitað fyrr en seint á 19. öld, en ljóst er að lærðir Is- lendingar þekktu fyrirbærið „að hlaupa apríl" á 17. og 18. öld. Fyrsta alkunna aprílgabb í íslenskum fjölmiðli var frétt um fljótaskip á Ölfusá frá fréttastofu út- varps árið 1957. (Saga daganna) Það gerðist eitt og annað 1. apríl. • 1578 uppgötvaði William Harvey í Englandi, blóðrásina. • 1807 birti F.C. Trampe stiftamtmaður I auglýsingu um brunavarnir í Rvk. • 1815 fæddist Otto Von Bismack í Þýskalandi. • 1855 var Islendingum Ieyfð fijáls verslun við þegna allra þjóða. • 1873 fæddist Sergei Rachmaninoff tónskáld í Rússlandi. • 1867 var Heimssýningin í París opnuð. • 1889 var fyrsta uppþvottavélin sett á markað. • 1932 fæddist Debbie Reynolds leik- kona. • 1946 fóru 400.000 námuverkamenn í verkfall í Bandaríkjunum. • 1964 sættist John Lennon við föður sinn Freddie eftir 17 ár. • 1986 féll olíuverð niður fyrir 10$ á tunnu. HVAÐ Á É G A Ð GERA Alltaf að rífast! Sæl Vigdís. Yngri sonur minn trúlofaðist í vetur. Bæði hann og unnustan eru mjög indæl, þ.e. hvort í sínu lagi, en saman eru þau óþolandi, svo undarlega sem það nú hljómar. Anægjulegu stundirnar sem fjöl- skyldan átti saman í viku hverri við kvöld- verðarborðið hjá okkur hjónunum eru orðnar kvíðvænlegar. Unga parið kýtir lát- laust, hann stríðir, hún fer í fylu, þau ríf- ast og fara bæði í fýlu og andrúmsloftið er meira og minna rafmagnað. Ég ræddi þetta við hann fyrir nokkru og tók hann vel í að þessu yrði að breyta en eina breytingin varð sú að kærastan fór í fylu út í mig fyrir „afskiptasemina". Ég hafði haft mjög jákvæða reynslu af eldri börn- um „ungum og ástföngnum" svo ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera og leita þess vegna til þín með von um að þú hafi einhver ráð handa mér. Það er von að þú sért leið yfir þessu. Þetta er þó fyrst og fremst vandamál unga parsins sem þú ert að taka yfir á þínar herðar. Margir temja sér slfka framkomu og þarf hún ekki að þýða neitt, er aðeins ákveðinn vani. Svo þrífast sumir ekki nema í einskonar ástar- haturssamböndum og elskast heitt á milli hávaðasamra rifrilda. Hvað þig varðar hefurðu þá möguleika opna að sleppa því að bjóða þeim heim og útskýra fyrir þeim að þið sættið ykk- ur ekki við þessa framkomu á ykkar heimili og geti þau ekki stillt sig heima hjá ykkur, verði þau að vera án matar- boðanna ykkar. Því það er sá hluti málsins sem að ykkur snýr. Þeirra mál er svo hvemig þau Ieysa úr sínum rifr- ildum, það er nokkuð sem þú getur ekki haft nokkur áhrif á og mátt helst ekki að skipta þér af, þó það sé erfitt fyrir foreldra að sleppa því að leið- beina börnum sínum. Eg get líka full- vissað þig um að þú ert ekki ein um þetta vandamál, því í síðustu viku fékk ég símtal frá ungum manni sem yildi vita hvort hann og kærastan gætu elsk- að hvort annað þegar þau rifust stans- laust. En það bíður næsta dálks. Vigdís svarar í símaim! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símauu kl. 9-12. Símiun er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Öiyggið fyrir öllu Heldur þættu þessir „örygg- p ishjálmar" lítið öruggir í dag, » ■ en 27. maí 1931 voru þeir Auguste Piccard (kannski forfaðir Picards skipherra í Star Trek?) og Paul Kipfer með þessa hjálma þeg- ar þeir fóru upp í einskonar loftbelg eða kúlu úr áli til þess að rannsaka geimgeisla. Þeir fóru upp í 10 mílna hæð yfir Augsburg í Þýskalandi og hitastigið var um 37°C inni í kúlunni og lentu um kvöldið á jökli í Austur- ríki eftir mjög árangursríka ferð. Þeir höfðu áður gert tilraun í þessa veru en í það skiptið fór belgurinn aðeins 3 metra upp og í tilefni af því var gert mikið grín að þeim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.