Dagur - 01.04.1998, Side 7
X^tir
mIÐVIKUDAGUR 1. APRlL 1998 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
w
fólkið
Er Albert piins
að ganga út?
Einn eftirsóknarverðasti pipar-
sveinn heims, Albert Móna-
kóprins, varð fertugur á dögun-
um. Mörgum þykir sem löngu sé
orðið tímabært að prinsinn festi
ráð sitt og í viðtali á dögunum
gaf hann sterklega í skyn að til-
kynningar þess efnis væri ekki
langt að bíða.
„Eg er komninn á þann aldur
að ég hef þörf fyrir að finna lífi
mínu nýjan farveg, stofna fjöl-
skyldu og eignast börn,“ sagði
prinsinn. Hann sagðist eiga í
ástarsambandi sem væri mun al-
varlegra en þau sem hann hefði
áður átt í. „Það er ekki tímabært
að segja til um það hvort hún
muni deila með mér lífinu. Það
er möguleiki en það er ekki ég
einn sem ræð því,“ sagði prins-
inn þegar hann ræddi um kon-
una í lífi sínu sem ljölmiðlar
hafa ekki enn haft uppi á.
I afmælisviðtalinu var prins-
inn spurður hvert hefði verið
mesta áfall á ævi hans. Hann
nefndi dauða móður sinnar,
Grace Kelly. „Ég held að faðir
minn hafi aldrei komist yfir
þann mikla missi. Hann tók
dauða hennar afar nærri sér. Ég
hugsa oft um hana, en maður
þarf að hafa trú á framtíðinni og
halda áfram að gera gagn. Ég
veit að móðir mín vakir yfir fjöl-
skyldunni."
Prinsinn segir glaumgosa-
stimpilinn sem fest hefur við
hann ekki eiga rétt á sér. Hann
þykir alúðlegur maður í viðkynn-
ingu en segist ekki eiga marga
vini. „Ég á nána vini en ég get
talið þá á fingrum mér. Flestir
þeirra eru vinir mínir frá barn-
æsku og koma úr öllum stéttum
þjóðfélagsins,11 segir prinsinn.
Almennt er gert ráð fyrir að
hann verði orðinn þjóðhöfðingi í
Mónakó ekki seinna en árið
2000. Þegar hann var spurður
hvað hann hefði lagt fyrir sig ef
hann hefði ekki fæðst sem ríkis-
arfi svaraði hann: „Ef aðstæður
væru aðrar hefði ég getað hugs-
að mér að verða leikstjóri eða
barnakennari.“
Grace Kelly sker afmælisköku fyrir son
sinn á eins árs afmæ/i hans. Viktoría
Spánardrottning horfir á.
Albert prins ásamt föður sínum. Flestir búast við að Albert verði gerður að fursta
árið 2000.
m
„Toldum okkur ekki vera að ana út i brúðkaup í neinu óðagoti enda þekkjumst við vei.
Bú/n að vera saman í átján ár, “ segir Helga Helgadóttir á Grenivík, sem hér sést með
Sigurgeiri Harðarsyni, eiginmanni sinum. [Ljósm: NORÐURMYND - Ásgrímur.'j
Betra er seint
en aldrei
„Við töldum okkur ekki vera að
ana út í brúðkaup í neinu óða-
goti enda þekkjumst við vel.
Búin að vera saman í átján ár.
Presturinn sagði við athöfnina
að vissulega væri betra seint en
aldrei,“ segir Helga Helgadóttir
á Grenivík, en þann 16. ágúst á
liðnu sumri voru hún og Sigur-
geir Harðarson gefin saman í
heilagt hjónaband í Grenivíkur-
kirkju af séra Pétri Þórarinssyni
í Laufási.
„Ég er sjálf fædd og uppalin á
Siglufirði en fluttist síðan með
foreldrum mínum til Akureyrar.
Sigurgeir er hinsvegar innfædd-
ur Grenvíkingur - og hér i kaup-
túninu hef ég búið síðustu átján
ár. Siglufjörður og Grenivík eru
ekki svo ólíkir staðir, að minnsta
kosti er mannlífið hér afar ró-
legt,“ segir Helga, sem síðustu
tvö ár hefur verið utan vinnu-
markaðar vegna meiðsla sem
hún varð fyrir í bílslysi. Sigur-
geir starfar hinsvegar sem vél-
stjóri á togaranum Frosta ÞH.
Saman eiga þau Helga og Sig-
urgeir tvær dætur. Sú eldri er
Anna Margrét, sextán ára, og
Inga Kristín sem er tíu ára. -SBS.
HannaBjörk og
Andreas
Gefin voru saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju þann 26. júlí á
sl. ári, af sr. Svavari Alfreð Jóns-
syni, þau Hanna Björk Braga-
dóttir og Andreas Nyman. Heim-
ili þeirra er Oppegardsveien
233b í Langhus í Noregi. (Ljósm:
NORÐURMYND - Ásgrímur.)
Drífa og Jón
Sverrir
Gefin voru saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju þann 5. júlí á sl.
ári, af Verði Traustasyni, þau
Drífa Steindórsdóttir og Jón
Sverrir Friðriksson. Heimili
þeirra er að Engimýri 5 á Akur-
eyri. (Ljósm: NORÐURMYND -
Ásgrímur.)
Pl RT ÁN
ABYRGÐAR
Banvæn kynni í
górillubúrinu
Górilla nokkur í Japan, sem gekk
undir nafninu Soldán, lét kyn-
hvötina heldur betur hlaupa með
sig í gönur og greiddi það dýru
verði. Honum er kannski vor-
kunn, því vikum saman mátti
hann hírast einn í búri horfandi
upp á þrjár girnilegar kvengórill-
ur í næsta búri við hliðina. Þegar
Soldán fékk svo loksins að kom-
ast inn til draumadísanna þriggja
hafði hann enga stjórn á sér. Eft-
ir aðeins nokkurra mínútna
æðiskast gaf hjartað sig og hann
datt niður dauður á staðnum.
Gleymdi að þefa af
sönnunargagninu
Afrýjunarréttur f New York þarf
að skera úr um það hvor málsað-
ila í nauðgunarmáli segir satt um
það hvar sakborningurinn fór úr
nærbuxunum sínum. Maðurinn
segist hafa farið úr þeim í svefn-
herberginu, en konan segir það
hafa verið í eldhúsinu, þar sem
nauðgunin átti sér stað. Lögfræð-
ingur konunnar segir að hún
hefði getað sannað mál sitt því
nærbuxumar hafi lyktað af
kryddi. Hins vegar hafi dómarinn
gert afdrifarík mistök, því hann
hafi ekki þefað af nærbuxunum
né heldur Iátið kríðdóminn þefa
af þeim, sem hefði verið nauðsyn-
legt til þess að vita hvort það væri
í raun kryddlykt af þeim.
Velkomin í
Villta vestrið
eftir
Ingibjörgu Hjartardóttur.
Leikstjóri
Helga E. Jónsdóttir.
ATH. breyttan
sýningartíma
7. sýning.
iöstud. 3. apríl kl. 20.30
8. sýning.
laugard. 4. apríl kl. 20.30
9. sýning.
mið. 8. apríl kl. 20.30
10. sýning.
fimmtud. 10. apríl kl. 20.30
ATH. breyttan sýningartíma
Miðapantanir í síma
463 1195 irá kl. 17.00. - 19.00.
Gisting og matur fyrir
hópa að Öngulsstöðum í
Eyjafjarðarsveit.
HLAÐAN er opin eftir
sýningar upplýsingar í
síma 463 1380
Freyvangs-
leikhúsið