Dagur - 04.04.1998, Page 7
LAUGARDAGVR 4. APRÍL 1998 - 7
RITS TJÓRNARSPJALL
Fyrir nokkrum áratugum sungu
kommúnistar um „Roðann {
austri, sem brýtur sér braut“. Sá
roði átti að vera dögun sósíal-
ismans í Evrópu og í heiminum.
Gríðarleg vonbrigði fylgdu í kjöl-
farið sem óþarfi er að rekja. Um
þessar mundir beinist sýn
manna í Evrópu hins vegar að
nýjum roða í austri. Þetta er roð-
inn sem fylgir dögun Iýðræðis og
efnahagslegra framfara í Mið-
og Austur-Evrópu. Hann hefur
brotið sér braut inn í helstu
stofnanir og samtök sem Islend-
ingar eiga samskipti við og hrifs-
að til sín alla athygli og áhuga.
Allir horfa til austurs, en aðeins
fáir til norðurs og vesturs. Það
er erfiðara en oft áður fyrir Is-
Iand og íslenska hagsmuni að
láta til sín taka í Evrópu. Island
minnir á alþjóðlega Litlu Ljót.
Sauðburðux í Frakklandi
Sauðburður er vel á veg kominn
í Lorraine ogAlsace héruðunum
í norður Frakklandi. Lambærnar
spóka sig á nýgrænum túnum.
Litlu lömbin eru óneitanlega
augnayndi og dreifðu huga mín-
um þegar ég brunaði þar fram-
hjá fyrir nokkrum dögum í lest á
leið frá Brussel til Strassborgar.
Lömbin hafa heldur ekki áhyggj-
ur af niðurskurði og takmörkun
á framlögum til byggða- og land-
búnaðarmála sem Evrókratarnir
í Brussel og Strassborg hafa til-
kynnt í tengslum við fyrirhugaða
stækkun bandalagsins.
Viðræður hefjast
Það var einmitt nú á þriðjudag-
inn, 31. mars, sem formlega
hófust viðræður við umsækjend-
ur í Austur-Evrópu sem vonast
til að geta orðið meðlimir. Fimm
þjóðir eru heitar: Pólland, Sló-
venía, Ungveijaland, Eistland og
Tékkland. Þó er víst að aðildar-
viðræður og undirbúnngur
munu taka nokkur ár og búast
menn við að af fomlegri inn-
göngu gæti orðið í kringum
2002 eða 2003. Þá hefst önnur
umferð viðræðna við ein fimm
eða sex ríki til viðbótar.
Áhyggjur af stækkun
En umræðan um stækkun ESB
veldur mönnum þó nokkrum
áhyggjum lfka. Menn efast um
að stofnanir sambandsins, sem
upphaflega miðuðust við sex að-
ildarríki, henti þegar aðildarrík-
in eru orðiðn 20 eða jafnel 26!
Þegar ég ræddi þetta við finnsk-
an eurokrata í Brussel sagðist
hann hafa áhyggjur af því hvað
yrði um áhrif Finna og annarra
smærri landa á ákvörðunartöku í
EB: „Til þessa," sagði Finninn,
„hafa áhrif okkar verið svipuð og
hjá manninum sem sat í bíl í
miðbænum í Helsinki um hávet-
ur með miðstöðina á fullu og
alla glugga opna. Hann var að
hafa áhrif á hitastigið úti!“
Aðhald og spamarður
En menn gera sér líka grein fyr-
ir því að nýju meðlimirnir muni
ekki bera með sér til samvinn-
Fundur i ráðherrarrádi Evrópubandaiagsins en sjónir manna þar beinast nú mjög í austurátt. Það er erfiðara en oft áður fyrir fsland og ísienska hagsmuni að láta til sín taka
í Evrópu.
unar asna klyfjaða gulli, þannig
að uppi eru háleitar hugmyndir
um aðhald og sparnað. Niður-
skurður í byggða- og landbúnað-
armálum eru þar efst á blaði,
Spánverjum, Portúgölum,
Grikkjum og Irum til mikillar
hrellingar. Þess utan hafa lönd
eins og Þýskaland, Svíþjóð og
Holland tilkynnt að þau vilji nú
draga úr framlögum sínum.
Hjá Evrópusambandinu horfa
menn því á hinn nýja roða í aus-
tri, á milli þess sem þeir líta í
eigin barm og íhuga endurbætur
á samstarfinu til að verða betur í
stakk búnir til að mæta stækk-
un. Amsterdamsáttmálinn, sem
aðildarþjóðir eru einmitt að
staðfesta þessar vikurnar, miðar
einmitt að því að þróa áfram
samrunaferlið og dýpka það
samhliða fyrirsjánlegri stækkun.
Áhrif á íslandi
Gagnvart okkur Islendingum
hefur þessi þróun ekki í för með
sér neinar stórar breytingar. Við
kusum jú að standa utan við
þetta stækkurnarferli allt, og
höfum EES samninginn að byg-
gja á varðandi þau samskipti
sem máli skipta. Þótt erfiðara
kunni að verða að ná athygli
Evrópusambandsins til að ræða
um ýmis sérmál eða endurskoð-
un á tilteknum atriðum þá gefur
stækkunaráherslan ein og sér
ekki tilefni til áhyggna af Islands
hálfu - Litla Ljót á ekkert sér-
staklega bágt í þessum efnum.
Stækkim NATO
En hin breytta heimsmjnd hef-
ur raunar áhrif á fleiri sviðum í
alþjóðlegu samstarfi Islendinga.
Það er ekki einvörðungu ESB
sem hyggur á stækkun í aust-
urátt, NATO stefnir að því að
taka inn þijú ný lönd strax á
næsta ári. Pólland, Tékkland og
Ungverjaland. Miklu fleiri Iönd f
Mið- og Austur-Evrópu hafa
áhuga á að verða meðlimir og
hafa á undanförnum mánuðum
og árum verið gerðir viðamiklir
og fjölbreyttir samstarfssamn-
ingar við þessi lönd undir
merkjum „Félagsskapar um
frið“. Þessi stækkun varnar-
bandalagsins og hin gjörbreytta
staða í öryggismálum heimsins
hefur leitt til þess að í NATO
horfa menn líka til austurs.
Norskar kvartanir
Sannleikurinn er einfaldlega sá
að Island og Norður-Atlants-
hafssvæðið hefur hvergi nærri
sama vægi og það hafði fyrir að-
eins nokkrum árum. Samdráttur
hernaðarumsvifa í Keflavík er
ein birtingarmyndin, minni at-
hygli á Islandi í öryggismálaum-
ræðunni í höfuðstöðvum NATO
í Brussel er önnur. Þessi „athygl-
isskortur" bitnar ekki einvörð-
ungu á okkur Islendingum,
hann bitnar líka á Norðmönn-
um og nokkrir norskir stjórn-
málamenn hafa einmitt gengið
fram fyrir skjöldu í Noregi og
gagnrýnt bandalagið fyrir hversu
litla áherslu Noregur og N-Atl-
antshafssvæðið fái í öryggis-
málaumræðunni innan banda-
lagsins.
Sannleikurinn er auðvitað sá
að það er einfaldlega ekkert að
gerast á Islandi, Noregi eða á
Norður Atlantshafi sem kallar á
mikla athygli eða umræðu hjá
NATO. „Fjörið“ er í austri, á
Balkanskaga og í Mið- og Austur
Evrópu. Að svo miklu leiti sem
NATO getur gert gagn á því
svæði, er það einfaldlega af hinu
góða. Islendingar hljóta að
fagna því líka, jafnvel þó þeim
finnist þeir verða eins og Litla
Ljót og þeirra lóð á vogarskálum
umræðu og ákvörðunartöku
verði eitthvað léttvægara.
Norðurlandaráð
Norræn samvinna hefur ekki
frekar en annað í þessum heimi
verið ósnert af breyttri heims-
mynd. Norðurlandaráð er vett-
vangur, sem mörgum finnst
sjálfsagður gluggi til hins stærri
heims. Islendingar hafa t.d.
gjarnan litið til þessa samstarfs
sem eins konar óbeins að-
gangskorts að Evrópusamband-
inu - í gegnum frændþjóðirnar
okkar þijár sem eru meðlimir
þar. Eg efast stórlega um að
gagnsemi norræna samstarfsins
fyrir Islendinga hafi almennt
verið metin að verðleikum. Það
er miður.
Þrjár stoðir
Norðurlandaráð hefur líka skil-
greint starfsemi sína inn í þijá
höfuðgeira eða starfssvið, þar
sem aðeins eitt snýst um það
sem við erum vön að kalla í dag-
legu tali „norræna samvinnu".
Hinir tveir megin þættirnir snú-
ast um „norrænt nágrenni" og
„Norðurlöndin og Evrópu“.
„Norrænt nágrenni" vísar aust-
ur, til Eystrasaltslandanna, ekki
síst umhverfis- og félagsmála á
þessu svæði, sem raunar nær frá
Eystrasaltsríkjunum og inn í
Rússland og upp til Múrmansk.
Mikill áhugi er á þessu starfs-
sviði bæði hjá Finnum og Sví-
um, sem er eðlilegt af hreinum
landfræðilegum ástæðum, en
einnig hjá öðrum. Samskiptin
við Evrópubandalagið er hins
vegar starfssvið innan Norður-
landaráðs sem hugsanlega gæti
nýst Islendingum og Norð-
mönnum vel. Engu að síður er
sú hætta viðvarandi að þær verði
álitnar í hlutverki varadekksins,
þiggjandans, gagnvart hinum
þjóðunum sem eru fullgildir
meðlimir í Evrópuklúbbnum.
Dregið í dilka?
Það er því vel hægt að sjá fyrir
sér að verkaskiptingin sem
Norðurlandaráð sjálft hefur
ákveðið sé til þess fallin að draga
löndin í dilka. I hlutverki systr-
anna væru ESB þjóðirnar þrjár
sem eiga augljósari samleið
bæði gagnvart mengunar- og fé-
lagsmálum austan Eystrasaltsins
og gagnvart samskiptum við Evr-
ópusambandið sjálft. Noregur
og Island lentu hins vegar í hlut-
verki Litlu Ljótar. Þau ættu
samleið, ásamt kannski Færeyj-
um og Grænlandi. Vestnorræn
samvinna er raunar þegar orðin
hornreka í Norðurlandaráði ef
marka má viðtal við Svavar
Gestsson, í nýlegu fréttablaði
Norðurlandaráðs, þar sem hann
mótmælir harðlega tilhneigingu
£ þá átt að þessi hluti norræna
samstarfsins sé látinn sitja á
hakanum.
Mikið fagnaðarefni
Hinn nýi „roði í austri“ er mikið
fagnaðarefni, enda færir hann
von um lýðræði og betra mann-
félag til milljóna manna. Von
sem hinn gamli roði í austri
sveik það um. Breytt heims-
mynd og breyttar aðstæður í
Evrópu gera það hins vegar að
verkum að áhuginn fyrir Islandi
og séríslenskum hagsmunum
gegnisfellur aðeins í hugum
samstarfsaðila okkar £ hinum
ýmsu fjölþjóðlegu samtökum.
Við þv£ er ekkert að gera og eng-
in ástæða til að fara á taugum þó
mönnum finnist þeir skyndilega
orðnir Litla Ljót hins alþjóðlega
samfélags. Hins vegar er nauð-
synlegt að menn séu meðvitaðir
um hvað er að gerast. Samhliða
má nýta enn betur en áður þá
möguleika sem standa til boða.
Og þeir eru þrátt fyrir allt mjög
margir. Jafnframt er eðlilegt að
Islendingar noti timann til að
styrkja önnur tengsl s£n alþjóð-
lega, fjölga eggjunum í körfunni,
ekki sfst á sviðum þar sem ný
hugsun kemur til eins og á
heimskautasvæðinu og öðru
svæðisbundnu samstarfi i kring-
um okkur. Þannig tryggjum við
fslelnska hagsmuni best til
lengri tima. Hinn nýi roði, hin
nýja dagsbrún í Austur-Evrópu
sýnir hversu fljótt veður geta
skipast £ lofti f alþjóðlegu samfé-
lagi þjóðanna. Vonadi hlýtur
enginn sömu örlög og systumar
£ ævintýrinu, en allir vita hver
urðu örlög Litlu Ljótar.