Dagur - 04.04.1998, Side 11

Dagur - 04.04.1998, Side 11
Tfc^HT' LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L Banknmí stríð við Nyrnp Yfirmenn Danska bankans eru búnir að fá sig fullsadda af fram- komu dönsku ríkisstjórnarinnar gagnvart bankanum, og sagði dagblaðið Börsen í gær að bank- inn væri kominn í opið stríð við stjórnina. Bankinn telur óréttlátt að stjórnin hafi nánast Iýst allri ábyrgð á Færeyjamálinu á hend- ur bankans og hvítþvegið sjálfa sig í leiðinni. Segir bankinn að það sé engan veginn heiðarlegt af hálfu Rasmussens að gera bankann að blóraböggli. A fundi á mánudaginn neitaði bankinn alfarið að fallast á beiðni ríkisstjórnarinnar um að framlengja skilyrðislaust íyrn- ingarfresti í málinu þangað til eftir kosningarnar í Færeyjum þann 30. apríl næstkomandi. Landstjórnin í Færeyjum hef- ur aftur á móti hafnað öllum skilyrðum af hálfu bankans um framlengingu frestsins. Edmund Joensen, Iögmaður Færeyja, sagði í fyrrakvöld að Iandstjórn- ing muni höfða mál á hendur bæði bankanum og dönsku stjórninni ef fresturinn verði ekki framlengdur án skilyrða fyrir 6. apríl. Paul Nyrup Rasmussen var staddur á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins í London í gær og vildi ekkert tjá sig um málið. Bretar bjartsýnir á lausn fyrir páska BRETLAND - Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, héldu í gær áfram viðræðum sínum um málefni Norður-írlands. Sögðu þeir báðir að viðræðunum Ioknum að nokkur árangur hafi náðst í umdeildum atriðum. Mowlan, N-Irlands- málaráðherra bresku stjórnarinnar, sagðist fullviss um að unnt verði að ljúka samningaviðræðum fyrir páska eins og stefnt hefur verið að. Jeltsín veitti þing- inu frest RÚSSLAND - Þingflokksformenn á Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, sögðu blaðamönnum í gær að væntanlega verði á föstudag í næstu viku gengið til atkvæða um skipan Sergeis Kirijenkó í embætti forsætisráðherra. Boris Jeltsín Iagði í gær að nýju fram tilmæli sín um að skipa Kirijenkó í embættið svo þingið geti fengið viku frest til þess að fjalla um málið. Kommún- istar á þingi segjast þó ekki breyta afstöðu sinni til Kirijenkós þótt lengri frestur hafi fengist. Ný MannréttindayfLrlýsing samþykkt SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær breytta útgáfu af Mannréttindayfirlýsingu sam- takanna, sem á þessu ári er hálfrar aldar gömul. Allsheijarþing S.Þ. á þó eftir að samþykkja breyttu útgáfuna áður en hún tekur gildi. Með breytingunum er stefnt að því að vernda sérstaklega gegn kúgun þá sem berjast fyrir mannréttindum. Jarðskjálfti á Ítalíu ITALIA - Jarðskjálfti, sem mældist 4,7 stig á Richterkvarða, reið í gær yfir miðhluta Italíu. Greip um sig mikil skelfing meðal íbúa og mikl- ar skemmdir urðu víða á mannvirkjum. Aðeins hálft ár er frá því síð- ast reið mikill skjálfti yfir Italíu, en þá létu 11 manns lífið. Boris Jeltsin. Þyrluhrap í IstanbuL TYRKLAND - Þyrla frá sérsveitum tyrknesku lögreglunnar hrapaði í Istanbúl í gær og lét a.m.k. einn lögreglumaður lífið. Þrfr starfsfélag- ar hans slösuðust. Þyrlan hrapaði á þriggja hæða hús, en ekki var vit- að hvort íbúar í húsinu eða vegfarendur hefðu látist eða slasast. Sambandsþing ungra jafnaðarmanna verður haldið laugardaginn 4. apríl að Hverfisgötu 8-10, nánar tiltekið Alþýðuhúsinu. Þingsetning kl. 12.00. Áætluð þingslit um kl. 18.00. Allir félagsmenn velkomnir. Framkvæmdastjórn SUJ Dalvíkurbær ÚTBOÐ Dalvíkurbær óskar eftir tilboðum í að byggja III. áfanga Dalvíkur- skóla, ásamt lóðarfrágangi. Grunnflötur byggingar er 1.178 m2 og 2. hæð 259 m2, samtals 1.437 m2. Frágangur lóðar er um 7.000 m2. Verkið skal hefjast í maí 1998 og vera lokið 15. ágúst 1999. Útboðsgögn verða afhent frá og með 7. apríl 1998 á tæknideild Dalvíkurbæjar, Ráðhúsinu Dalvík og á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri, gegn 30.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í fundarsal Ráðhúss Dalvíkur 4. hæð, þriðju- daginn 28. apríl 1998 kl. 11.00. Laus störf Á Hvammstanga eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Grunnskóli Hvammstanga Grunnskólakennarar. Kennslugreinar: íslenska, enska, danska, heimilisfræði, íþróttir, myndmennt, smíðar, tónmennt, tölvufræði. Leikskólinn Ásgarður Leikskólakennarar eða starfsmenn með sambærilega menntun eða starfsreynslu. Upplýsingar veita grunnskólastjóri, sími 451 2417, hs. 451 2475, leikskólastjóri, sími 451 2343, hs. 451 2655, og sveitar- stjóri, sími 451 2353, hs. 451 4758. Umsóknarfrestur er til 22. apríl nk. Umsóknir skal senda skrifstofu Hvammstangahrepps, Klapparstíg 4, 530 Hvammstanga, fax 451 2307. Grunnskólinn er mjög vel búinn, einsetinn skóli með 100 nemendur í 1.-10. bekk. Leikskólinn er í nýlegu, vel búnu húsnæði og rými fyrir 26 börn samtímis. Hvammstangi er vax- andi bær, miðsvæðis milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hvamms- tangi er ekki á jarðskjálftahættusvæði né snjóflóðahættusvæði. Á Hvammstanga er mjög fjölbreytt þjónusta, atvinnulíf og félagslíf. í vor sameinast öll sveitarfélög í Vestur-Húnavatnssýslu í eitt sveitarfélag. Velkomin til Hvammstanga Suðurhlíð 35 -105 Rvk. Sími 581 3300 Veitir aðstandendum alhliða þjónustu við undirbúning jarðarfara látinna ættingja og vina. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.