Dagur - 15.04.1998, Page 1

Dagur - 15.04.1998, Page 1
i Hvað firmst þérum Sigurður Marelsson, kennari: „Mér finnst síðustu atburðir réttir, loksins. Það er ótrúlegt hvað bankaráðsmenn hafa lítið fylgst með.“ Margrét Björnsdóttir, heima- vinnandi: „Slæmt að þetta skuli hafa gerst. Það er allt í lagi að laxveiðiferðir eigi sér stað innan hóflegra marka en ég er hlynnt afsögn bankastjóranna." Edda Friðfinnsdóttir, bóksali: „Þeir gerðu það eina rétta í stöðunni. Hinsvegar held ég að Halldór Guðbjarnarson verði endurráðinn." Ásta Samúelsdóttir, bókari: „Mér finnst algjör skandall hvernig bankastjórarnir hafa komist upp með þessar laxveiðar og gott að þeir skuli segja af sér.“ Kári Gunnlaugsson, er í hjálp- arstarfi: „Þetta er óttalegt sukk og svínarí. Er ekki eina rétta í stöðunni að segja af sér? Það mættu eflaust fleiri gera í þjóð- félaginu.“ Sigurður Marteinsson, fv. bóndi: „Þeir áttu ekki annarra kosta völ. Verst var fyrir Lands- bankastjórana að senda frá sér rangar upplýsingar og það kem- ur í bakið á þeim.“ Guðlaug Sveinsdóttir, ellilíf- eyrisþegi: „Það er skömm hvað bankastjórarnir hafa bruðlað með fé sem þeir eiga ekki. Eg fagna afsögn." Hörður Torfason, tónlistar- maður: „Afsögn er of ódýr lausn. Það þarf að láta þessa menn gera betur grein fyrir sín- um málum.“ Magnús Sigurbjörnsson, veit- ingamaður: „Það hefði verið rangt hjá bankastjórunum að sitja lengur - Ríkisendurskoðun mun ef til vill sýna að enn meiri fjármunum var eytt.“ Ragnheiður H. Oladóttir, vin- nur hjá Reykjavíkurborg: „Mér finnst leiðinlegt að ekki sé hægt að treysta fólki. Það er gott að bankastjórarnir hafa sagt af sér.“ Elsa Svavarsdóttir, húsmóðir: „Bankastjórarnir gerðu það rétta í stöðunni með því að segja af sér. Ég held að víða annars- staðar sé pottur brotinn í með- ferð opinberra fjármuna." í Brekkuskóla á Akureyri: „Jú, ætli það hafi ekki verið rétt hjá bankastjórunum að segja af sér. Þeir eru ekki þeir englar sem margir vilja láta.“ Sigurður Tómasson, ellilífeyr- isþegi: „Þetta er spaugilegt. Þeir hafa ekki fengið ámæli fyrir 40- 50 milljarða útlánatap en urðu að segja af sér núna og ég styð það.“ Elísabet Hallgrímsdóttir, bók- sali: „Það var rétt hjá banka- stjórunum að segja af sér, en helst hefði mér fundist að reka hefði átt Sverri.“ Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður: „Ha, sögðu þeir af sér? Ég hef alveg misst af því, því ég var að vinna. Þetta var rétt hjá þeim, þessir tappar hafa fín eftirlaun og nú nægan tíma í veiði.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.