Dagur - 15.04.1998, Qupperneq 2

Dagur - 15.04.1998, Qupperneq 2
18-MIDVIKUDAGUR IS.APRÍL 1998 ro^u- LÍFIÐ í LANDINV Dagur • Strandgðtu 31 • 600 Akuxeyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík ’cÆ OUZ1U21 Siminn hjá lesendaþjónustunni: 5631121 netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171 eða 5S1 6270 Agreiningur um fréttaljósmyndir Þegar ég fékk birta umfjöllun mína í Degi þann 19. mars síðastliðinn um mengunar- vanda Krossa- nesverksmiðj- unnar, þá lét ég fylgja ljós- myndir með sem ég hafði tekið á staðnum. Myndir þessar sýndu þau tæki sem hafði verið bætt við í verk- smiðjunni til lausnar á vanda- málinu. Tilkoma þessara tækja var ástæða þess að fréttamenn voru boðaðir í verksmiðjuna svo þeir gætu kynnt þau lesendum, bæði í texta og myndum. Ég í einfeldni minni tók því myndir af tækjunum sem eru tvö og valdi að taka myndirnar þegar boðsgestir voru að skoða þau. Við það fannst mér ég vinna tvennt: Að sýna tækin og að koma til skila á myndunum stærð tækjanna, samanborið við mennina. Með þessu var ég bú- inn að verða við þeirri ósk sem fólst í boði gestgjafanna. Myndum þessum var hafnað af þeim sem vitið hafa og menntunina í þessum efnum. Ekki bara á Degi heldur virðist sama stefna í myndbirtingu hafa verið á öllum blöðunum. Ég hefi enga slíka umfjöllun séð með myndum af tækjunum, sem þó ráða þarna úrslitum. Myndir af fólki fylgdi þeim öllum, líka minni. Ég er bara ekki nógu vel gerður frá hendi þess sem öllu ræður til að skilja þessa speki sem fólgin er í menntun þessa fólks. Ég vil þó reyna á velvilja Dags einu sinni enn og biðja hann að birta þessar myndir til glöggvunar fyrir lesendur á því sem þarna var framkvæmt. Ég held að það sé vanmat á skyn- semi lesenda að gera það ekki. Ég held að það sem kom fram í skoðanaskiptum mfnum og rit- stjórans vegna þessa ágreinings sé ekki réttlátt gagnvart Iesend- um blaðsins. Brynjólfur Brynjdlfsson skrifar Fitugildran sem er stór, skoduð af gestum og frétta- mönnum. & & Það er alveg makalaust hvað hávaxið fólk getur verið tillitslaust þegar það velur sér sæti í bíó. I stað þess að setjast aftast hlammar það sér niður beint fyrir fram- an lágvaxið fólk og byrgir því sýn á tjaldið. Vorið á sér bæði góðar og slæmar hliðar. Það góða við vorið er hvað stutt er í sumarið. Hið slæma við vorið er hversu auðvelt er að fá kvef þegar sólin skín í heiði í köldum andvara eða jafnvel i nöprum næðingi. Það er ekki aðeins að sótt sé að reykingafólki á vinnu- JBk stöðum, heldur leikur grunur á að nikótínmagn í þeim sígarettum sem seldar eru hér á landi hafi verið Jr minnkað. Þrátt fyrir það hefur verðið á sígarettum ekki lækkað heldur hækkað. Það kann því að vera stutt í það að reykingamenn verði að fá sér nikótíntyggjó með hverri sígarettu. Bréffrá.. Við vorum með kunnugum og vönum manni sem aiitaf fann sér leið þó ekki liti gæfulega út að mati Flóamanna. Á einstaka skafli lét hann okkur fara út til að létta bílinn, eða bara til að horfa á hvernig hann fóryfirþá. Kirkjiimyndaferð í iDðimmdarfj örð Heiga R. Einarsdóttir skrifar Ég var búin að lofa að segja ykkur frá því þegar við fór- um til Loð- mundaríjarðar síðasta sumar. Það var eftir að við höfðum _____________ gert mislukk- aða tilraun til að komast út í Papey frá Djúpavogi, uppi á Héraði var okkur reyndar sagt að við vær- um að koma frá Kongó, en við forðuðumst að blanda okkur í landshlutapólitík og gleymdum meira að segja að spyrja hver gegndi þá embætti Lumumba þar neðra. „Kuimmgjar“ í kaupfélaginu Við komum síðla dags til Borg- arfjarðar eystri og komum okk- ur fyrir á tjaldstæði hreppsins sem hafði ekki enn verið sleg- ið. Þarna höfðum við gist áður og Iíkað vel, allur aðbúnaður er 1 góðu lagi og frír að auki. Það var blíðuveður, logn en sólar- laust og þoka á öllum fjöllum. Svo fórum við í kaupfélagið til að kaupa í kvöldmatinn og nestið næsta dag, við hittum þar sama fólkið og hafði af- greitt okkur fyrir þremur árum þegar við komum síðast. Það finnst mér notalegt - að koma í kaupfélag í fjarlægum lands- hluta og finnast pínulítið að maður þekki einhvern. I kaup- félaginu heima þekkir maður orðið varla nokkurn mann. Við spurðum konu sem við hittum hvar væri helst að leita að Skúla Sveinssyni, en það var hann sem ætlaði að fara með okkur til Loðmundaríjarð- ar - það var löngu pantað. Hún sagði að hann væri sjaldan lengi á sama stað, en ef við sæjum jeppa sem hún lýsti nánar; á stórum dekkjum, sennilega grænn að upplagi en oft með brúnleitan blæ, þá væri Skúli þar oftast nærri. Hún sagði okkur svo hvar hús- ið hans var, húsið sem heitir Borg og Skúli er að standsetja fyrir ferðamannagistingu. Við fórum þangað heim en fundum hvorugan - jeppann eða Skúla - og leið svo kvöldið án þess að þeir kæmu til byggða. Við þurftum heldur ekkert á þeim að halda fyrr en næsta dag, svo við skriðum bara í koju á skikkanlegum tíma. Þá var þokan horfin og sólin sýndi sig og roðaði fjöllin rétt áður en hún settist í sjóinn fyr- ir utan. Aldrei strandaði Skúli Þegar við vöknuðum næsta dag var heiðskír himinn, logn og hiti; einhver þóttist um nóttina hafa heyrt í bíl fyrir utan, von- andi Skúli að Ieita að okkur. Það leið heldur ekki á löngu þar til jeppinn var kominn og Skúli þá auðvitað líka. Ekki var eftir neinu að bíða, nestið til- búið og smávegis aukaföt þó ekki væru horfur á að þeirra yrði þörf. Éyrsti spottinn inn sveitina var fljótfarinn á venjulegum vegi, en þegar kom uppí heiðina fór að draga úr ferðinni og skaflar voru enn á veginum þeg- ar ofar dró. Við vorum heldur snemma á ferð, ekki nema 10. júlí, ekki hafði áður verið farið með fólk í Loðmundarfjörð þetta sumar. En við vorum með kunnugum og vönum manni sem alltaf fann sér leið þó ekki liti gæfulega út að mati Flóa- manna. A einstaka skafli lét hann okkur fara út til að létta bílinn, eða bara til að horfa á hvemig hann fór yfir þá. Við stönsuðum og litum í kringum okkur þegar við kom- um uppá Húsavíkurhálsinn, þar er Hvítserkur - sérkennilgt fjall sem varla naut sín þó al- veg vegna þess hvað mikill snjór var í því ennþá. Svo héldum við áfram með hægðinni en aldrei strandaði Skúli. Niður í Gunnhildardalinn meðfram Gunnhildardalsánni; Gunnhildur var líklega ein af þeim sem urðu hér úti á árum áður. Það hefur ekki verið neitt grín að fara gangandi til Borg- arljarðar frá Húasvík eða Loð- mundarfirði ef þess þurfti, þá var ekki um það að ræða að fresta ferðinni vegna slæmrar veðurspár - veðrið bara skall á. Kallaður Sveinbjöm Við fórum framhjá klettinum sem stendur einn við veginn og heitir Streiti en er kallaður Sveinbjörn. Ekki man ég nú hvaða Sveinbjörn vann til þess- arar frægðar, en Skúli veit það, hann Skúli veit allt á þessum slóðum og er alveg ómetanlegt að hafa slíkan fylgdarmann. Nú beygðum við út að Húsa- vfkinni þar sem kirkjan stendur, því auðvitað var þetta kirkju- myndaferð. Þar eru líka tvö íbúðarhús í dágóðu lagi. Þegar við komum þarna var dálítil þoka á fjöllunum, en hún hvarf á meðan við stöldruðum við svo að vel sást til efstu fjallatoppa. Handan við víkina er Alftavík- urfjall og þar finnast baggalútar sagði Skúli. Þarna var geysilega fallegt og nóg var grasið fyrir kindurnar og hrossin sem voru þarna um allar grundir. Stðari hluti ferðasögunnar birtist í blaðinu á ntorgun.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.