Dagur - 15.04.1998, Síða 4

Dagur - 15.04.1998, Síða 4
20-MIDVIKUDAGUR ÍS. APRÍL 1998 UMB ÚÐALAUST Svavar boðar samfylMngu „Þaö er alveg sama hvar maður kemur, allsstaðar er fólk að tala um að hinn gamli kjarni Allaballans vilji ekki vera með íþessu sam- fylkingarferli, og menn tilfæra í þvi sambandi ýmis ummæli sem til að mynda Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds hafa látið fal/a í þá veru." Svavar Gestsson brást vel og drengilega við hugrenningum sem ég birti hér í blaðinu fyrir þremur vikum og snerust um samfylkingu vinstrimanna, í til- efni af orðum sem hann lét falla um það málefni í viðtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur. Greinin sem ég skrifaði hét „Svavar boðar sundrungu," en í yfirgripsmikilli og ítarlegri svargrein sinni and- mælir hann því mjög ákveðið að hann hafi boðað sundrungu í nefiidu viðtali, og verða andmæli hans ekki skilin nema svo að hann kjósi öðru fremur að vinstrimenn hérlendir snúi bök- um saman og myndi breiða og öfluga stjómmálahreyfingu sem geti boðið íhaldsöflunum byrginn á þann hátt að gagn sé að. Um leið og vert er að þakka Svavari fyrir að kveða uppúr í þessu mik- ilvæga málefni með afgerandi hætti Iangar mig til að prjóna við þetta samtal okkar fáeinum orð- um um það hvemig sá misskiln- ingur að hann gangi erinda þeirra sem tvístra vilja vinstri- hreyfingunni komst á kreik. Bjartsýni... Einsog öllum er kunnugt hefur aukist mjög bjartsýni í röðum vinstrimanna um það að takast megi að stilla svo saman strengi í þeirra röðum að flokkarnir á þeim væng hætti að vera áhrifa- litlar sellur sem í hæsta lagi geta komist til áhrifa eða þó öllu heldur til bitlinga þegar íhaldinu eða framsókn þóknast að skjóta einhveiju þessara flokksbrota um stundarsakir einsog hækju undir sín eigin völd. Ekki síst fóru þessar væntingar að blómstra eftir borgarstjórnar- kosningarnar fyrir fjórum árum og þegar kom á daginn skömmu síðar að öll flokksbrot vinstri- manna voru lent sömu megin víglínu stjórnmálanna á Alþingi. Samfylkingarviljinn hefur ekki síst verið ríkur á meðal yngra fólksins á vinstrikantinum, einsog birtist nú síðast í sameig- inlegu fundahaldi ungliðadeilda allra flokkanna undir því ágæta nafni „nokkrir góðir dagar án íhaldsins." Og raunar er álitamál hvort rétt sé að tala um að ein- ingarhugmyndin sé eitthvað sér- staklega bundin við ungt fólk; líklega er nær lagi að hvergi sé andstöðu við slíka samfylkingu að finna, nema í röðum hinna elstu og kannski veðurbitnustu sem starfa í þessum hreyfingum. ...og svartsýni Það hefur enn orðið til að auka fólki tiltrú á að þessi hugmynd geti orðið að veruleika að æ fleiri úr forystuliði vinstriflokk- anna hafa lýst yfir stuðningi við hana, þar á meðal stjórnmála- menn sem áður hafa verið frá- bitnir slíku sameiningartali. Uns nú er svo komið að nánast allir hafa lýst vilja til að leggjast á þessa sveif og gleyma gömlum væringum, - nema einna helst nokkrir gamalreyndir forystu- menn Alþýðubandalagsins. Þetta er ekki sagt til að fjandskapast út í þessa menn; staðreyndin er bara einfaldlega sú að sama hvað aðrir raula þá hafa ýmsir vopnabræður Svavars úr þing- flokki Alþýðubandalagsins verið vægast sagt tregir til að lýsa yfir vilja til sameiningar á vinstri- vængnum; þvert á móti hafa þeir fyrst og fremst lagt áherslu á fyrirvara sína við slíkar hug- myndir, hamrað á málefna- ágreiningi þarsem hann er að finna, eða beinlínis lýst sig and- víga þessu tali. Það vita allir við hveija er átt, og alveg óþarft að vera að hengja á þá einhveija merkimiða, svona liggur bara landið nú þegar aðeins Ijórðung- ur lifir af kjörtímabilinu. Siunír eru mótfallnir... Nú kann að vera að þessi mál líti eitthvað öðruvísi út í augum þeirra sem standa í fremstu víg- línu, en hinsvegar er ekkert vafamál hvernig þetta birtist því fólki sem horfir á málin utan frá: það er alveg sama hvar mað- ur kemur, allsstaðar er fólk að tala um að hinn gamli kjarni Allaballans vilji ekki vera með í þessu samfylkingarferli, og menn tilfæra í því sambandi ýmis ummæli sem til að mynda Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds hafa látið falla í þá veru. Og margir eru jafn- framt þeirrar skoðunar að sami flokksarmur muni aldrei fást nema þá nauðugur inn í ein- hverskonar kosningasamflot, og draga þá svo lappirnar að til- raunin sé vís til að mistakast af þeim sökum. Og marga hefur maður líka heyrt segja að best sé kannski að leggja allar samein- ingarhugmyndir á ís þartil þessi kynslóð stjórnmálamanna hefur Iokið sínum erindum £ pólitík; fyrr geti vinstrihreyfingin ekki andað léttar. ...en ekki Svavar Sjálfur hef ég haldið því fram að hvað sem kunni að vera hæft í svona vangaveltum, þá eigi þær ekki við Svavar Gestsson, sem óneitanlega er sá áhrifamesti í sínum flokksarmi. Það álit að hann sé í hjarta sínu fylgjandi einingu vinstrafólks og jafnaðar- manna hef ég ekki aðeins byggt á því að hann hefur margoft sýnt sig í að vera skynsamur og klókur maður, heldur líka á því að honum er sjálfum best ljóst hvílík eftirmæli hann fengi í stjórnmálasögunni ef hann færi að enda Iangan og harðsóttan baráttuferil gegn afturhaldsöfl- unum með því að fara að ganga erinda íhaldsins og splundra mikilvægustu tilrauninni til að hnekkja veldi þess. Misskilnmguriim úr sögimni Af þessum sökum varð ofan- greint viðtal við Svavar til nokk- urra vonbrigða. Því að mér virt- ist ekki annað mega Iesa út úr því en að hann teldi allt þetta sameiningatal til óþurftar og að það hefði eingöngu skaðað A- flokkana, og að sjálfur teldi hann það helst vænlegt til ár- angurs að þeir byðu fram hvor í sínu lagi einsog endranær við næstu kosningar. Og ég var ekki einn um að skilja viðtalið svo, ég hitti marga sem voru á sama máli, þar á meðal tvo vini mína úr Sjálfstæðisflokknum sem sögðu glaðhlakkalegir: - Jæja, þarna jarðaði Svavar endanlega allt þetta sameining- arkjaftæði ykkar. Því skrifaði ég grein og nefndi hana „Svavar boðar sundrungu." En nú hefur Svavar semsé upp- lýst að það sé alrangur skilning- ur á sínum orðum, og er afar gleðilegt til þess að vita. Þá geta vinstrimenn dregið andann létt- ar og farið að snúa bökum sam- an. Meniimgarvaktin Hefnd spænsku veirunnar? ELIAS SNÆLAND JONSSON SKRIFAR Fyrir flesta íslendinga tilheyrir árið 1918 rækilega sögunni til. Af eðlilegum ástæðum muna fáir sem nú lifa atburði þessa árs gleði og sorgar af eigin raun, þótt þeir séu vissulega til eins og sjá mátti og heyra í heimildar- kvikmyndinni um „Spænsku veikina" sem ríkissjónvarpið sýndi í páskaleyfi landsmanna. A þessu ári gerðist margt í senn: Islendingar losnuðu loks- ins undan danskri stjórn þegar landið varð fullvalda ríki. Heljar- kuldi fór um landið, með hafís fyrir flestum ströndum, svo eftir situr í þjóðarsögunni heitið „frostaveturinn mikli.“ Og inflú- ensan sem gekk um heiminn undir nafninu „Spænska veikin" lagði mikill hluta landsmanna í rúmið og tók líf nokkur hundruð þeirra. Fátæk þjóð í vanda Islendingar voru svo sannarlega fátæk þjóð í vanda árið 1918, þrátt fyrir gleðiatburðinn 1. des- ember. Mestur hluti lands- manna bjó við hörmulegar að- stæður, lifði í fátækt f afar lélegu húsnæði. Oftar en ekki var vart hægt að hita þessi hýbýli upp í mestu kuldunum vegna skorts á eldsmat. Þjóðin bjó sem sagt við skilyrði sem við þekkjum í dag af frásögnum frá fátæku löndunum sem ganga gjarnan undir sam- heitinu „þróunarríkin.“ Við slíkar aðstæður kom spænska inflúensan og hirti sinn toll hér eins og annars staðar. Þessu tókst að koma vel til skila f heimildarkvikmyndinni sem Elín Hirst og Viggó Ásgeirsson eiga veg og vanda af. Áhorfand- inn fékk góða innsýn í hvernig ástandið var, einkum í höfuð- borginni, á meðan veikin gekk yfir. Lifir veiran? Tengsl veikinnar við nútímann felast ekki aðeins í endurminn- ingum um sögulega atburði, heldur líka í leit vísindamanna að veirunni sem orsakaði þessa skæðu farsótt sem kostaði millj- ónir manna Iífið víða um lönd. Norður á Svalbarða liggja nokkur fórnarlömb veikinnar f frosinni jörð. Vísindamenn ætla að grafa þá upp og ná sér í bita til að skoða nánar í rannsóknar- stofum vestur í Ameríku. Mörgum mun þykja þetta fá- ránlegt glæfraspil sem hefur engan tilgang annan en að full- nægja sögulegri forvitni. Ef veir- an er enn lifandi í Iíkamsleifun- um þá gæti hún að sjálfsögðu valdið miklum skaða ef hún kæmist aftur í menn. Þetta virð- ist hins vegar kjörið efni í spennukvikmynd eða „X-Files“- þátt: „Hefnd spænsku veirunn- ar“ - eða þannig.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.