Dagur - 15.04.1998, Side 10

Dagur - 15.04.1998, Side 10
26 - MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 LÍFIÐ í LANDINU HESTAR Unghiyssur í Stangarholti Starri frá Hvitanesi. Knapi Gísli Gíslason. Kári Arnórsson skrifar í Stangarholti er nóg að gera og allar stíur fullar. Það er einkum um að ræða ungar hryssur sem ætlað er að fara í dóm í vor. Hitasóttin er ekki enn komin vestur á Mýrar og því hafa menn óhindrað getað sinnt hrossunum. En ekki hefur þó verið hægt að taka hross frá öðrum svæðum til þjálfunar vega um- ferðarbanns. Þó veikin hafi ekki enn náð fótfestu á Vesturlandi nema á Akra- nesi þá hefur þetta ástand óbein áhrif, segir Gísli og menn eru í óvissu um sýningarhald. En það verði að halda vinnunni áfram og koma þeim hrossum til þroska sem á staðnum séu. Það eru aðeins tveir stóðhestar í þjálfun hjá Gísla að þessu sinni. Starri frá Hvítanesi sem Gísli sýndi í fyrra lítið taminn þá er nú kominn á fullan skrið. Starri er undan Orra frá Þúfu og móðir- in er Dýrmunda frá Hvítanesi, dóttir Byls frá Kolkuósi. Gísli segist vera mjög ánægður með hvernig þessi hestur hef- ur þróast. Hinn folinn er frá Hoftúnum á Snæ- fellsnesi og er á 4. vetur. Hann er und- an Geysi frá Gerðum en móðir hans er undan Ófeigi frá Hvanneyri. Þetta er mikill ganghestur, segir Gísli og stefnir með hann í dóm í vor. Mjög spennaudi hryssa frá Lundum Af hryssum á 6. vetur nefndi Gísli Bliku frá Spágilsstöðum í Dölum. Hún er dóttir Kolgríms frá Kjarnholtum og af heimahrossum í móðurætt. Þetta er fljúgandi gott reiðhross sem er í mikilli framför. Hún fékk fyrir hæfileika í fyrra lítið tamin 7,80 skeiðlaus. Af hryssum á 5. vetri var auðheyrt á Gísla að Sina frá Lundum heillaði hann mikið. Þessi hryssa er moldótt að lit eins og nafnið bendir til. Hún er undan Viðari frá Viðvík en móðirin er moldótt hryssa frá Skarði í Landssveit undan Kolbaki frá Egilsstöðum en hann var um tíma í eigu þeirra Skarðsmanna. Þetta er hágeng hryssa með langan og fínan háls sem kemur vel úr herðum. Hún er nokkuð glæsileg í reið. I fyrra var Sóley frá Lundum efst á íjórðungs- mótinu eins og menn muna. Þá er hryssa dóttir Dags frá Kjarn- holtum, myndarhross frá Hundastapa á Mýrum. Móðir hennar er undan Rauð 618 frá Kolkuósi. Gísli gerir sér vonir um að þessi hryssa skili þó nokkru þeg- ar tímar líða. Um 4ra vetra hryssurnar var Gfsli ekki margorður. Hann sagðist vera með nokkuð margar á þeim aldri og tíminn myndi Ieiða í ljós hverju þær skiluðu. Þær væru ekki undan neinum frægum stóðhestum en byggju margar yfir tals- verðri getu. Þó fékkst hann til að minn- ast á eina hryssu sem væri frá Vatns- leysu. Hágeng klárhryssa sem örugglega færi í dóm í vor. Þessi hryssa, sem er í eigu Per Kolnes í Noregi, væri ekki með nafnkennda foreldra á bak við sig. Nýr stóðhestur Aðspurður um hest sem faðir hans Gísli Höskuldsson á Hofstöðum væri með, en systir Gísla Gíslasonar á, sagðist hann búast við því að hann færi í dóm í vor. Þetta er grár foli sonur Gáska frá Hofsstöðum og móðirin er Rjúpa frá Hofsstöðum undan Gusti frá Sauðár- króki. Þessi foli heitir Kapall. Gísli segir að hann hafi verið frekar smár en hafi nú náð ágætum þroska og sé verulega góður. Enn er því að vænta stóðhests frá Hofsstöðum með gráa litinn sem hefur verið aðall þeirra Hofsstaðafeðga. Vorsýningu í Gunnarsholti frestað Nú hefur hitasóttin heimsótt Stóð- hestastöðina í Gunnarsholti. Stjórn stöðvarinnar hefur tekið þá ákvörðun að vorsýningunni sem vera átti f Gunn- arsholti 2. maí verði frestað um hálfan mánuð ogverði 16. maí. Undirbúimigi haldið áfram Á fundi sem haldinn var á Akureyri síð- astliðinn þriðjudag lýsti yfirdýralæknir því yfir að menn skyldu halda áfram með allan undirbúning fyrir landsmót. Þó svo að énn yrði haldið þeim tak- mörkunum sem nú væru í gildi og með þeim hætti reynt af hefta útbreiðslu hitasóttarinnar. Þá yrði búið að Iétta þeim takmörkunum af það tímanlega að Iandsmót ætti að geta farið fram á aug- lýstum tíma. Það væri hins vegar ábyrgðarleysi að reyna ekki að draga það fram á sumar að sóttin bærist til þeirra landshluta sem möguleiki væri á að halda ósýktum. Undanfamar vikur hafa hér á Hesta- síðunni birst viðtöl við hestamenn og ræktendur. Allir þessir viðmælendur hafa haldið sínu striki þrátt fyrir veikina og verið fullvissir um að mótið hlyti að fara fram. Allt annað væri uppgjöf. En yfirlýsing yfirdýralæknis var hins vegar mjög kærkomin ekki síst fyrir mótshald- arana sem búnir eru að kosta til bæði miklum fjármunum og mikilli vinnu. Nauðsynlegt er að koma yfirlýsingu yfir- djhalæknis til erlendra hestatímarita sem fyrst. Á Reykjavíkursvæðinu virðist allt vera komið í fullan gang og svæðin iða orðið af umferð ríðandi manna. Frést hefur að Sunnlendingar og Fákur séu farnir að gæla við sameiginlega vorsýn- ingu. Gott er ef satt er. Setjið sítrónu í örbylgjuofn og hitið á lágri stillingu í eina mín- útu. Þetta gerir að verkum að mun auð- veldara er að ná safanum úr sítrónunni. Einnig má hnoða sítrónur á milli hand- anna nokkrum sinnum áður en þær eru kreistar. Þannig losnar um safann og meira næst af honum. Kaupið sítrónur þegar þær eru á góðu verði, kreistið úr þeim safann og frystið í ísmolaboxum. Geymið molana frysta í plastpoka. Þegar Kiwi ávextir eru orðnir linir og erfitt að skera þá, er hægt að skera ofan af þeim lok og borða þá með skeið, Iíkt og egg. Litlir og fremur grannir púrrlaukar bragðast betur en stórir og þykkir. Frosni humarinn verður mun betri ef á hann er stráð smávegis af salti, svörtum pipar og sítrónusafa á meðan hann þiðnar. • Notið ísskeiðar til að ná steinun- um úr melónum. Látið pappír af eldhúsrúllu yfir skálar með mat sem mikil fita eða vökvi fruss- ast úr á meðan verið er að hita hann í örbylgjuofninum. Gott er að nota plastþynnu sem lok yfir skálar sem verið er að nota í örbylgju- ofni. Þannig sést í gegn og hægt er að íylgjast með matnum. Olífuolía endist lengur ef í hana er settur smá sykur og hún geymd í ís- skáp. Setjið örlítið sódavatn í eggjakökuna, þannig verður hún mun léttari. Góð leið til að geyma hálfan lauk er að setja smjör á skorna hlutann. Látið laukinn á disk og smurða hlutann snúa niður. Það er mun auðveldara að raspa hýðið á appelsínu ef hún hefur verið fryst í 2 ldst. áður. HVAÐ Á É G A Ð GERA AUtaf upptekiim Mig langar til að fá ráð hjá þér. Ég er fimmtán ára, verð reyndar sextán í sumar, en fyrir nokkrum vikum kynntist ég strák sem er 6 árum eldri en ég og er í Háskól- anum. Hann er mjög upptekinn, því með skólanum stundar hann íþróttir. Hann segist vera hrifinn af mér en ég hringi alltaf í hann, hann hringir aldrei þegar hann segist ætla að gera það. Myndi hann ekki hringja oftar ef hann væri í raun og veru hrifinn af mér? Ég myndi ætla það að hann íyndi smá- tíma til að hringja í þig ef hann hefði áhuga. Þú ættir að leita fyrir þér ann- ars staðar varðandi ástamálin, því gerð- ir hans sýna svo ekki sé um villst að áhuginn er ekki mikill. Ég veit að það er gömul klisja að segja að það sé nægur fiskur í sjónum, en þannig er það nú samt og sjálfsagt margir piltar til sem lita þig hýru auga. Vigdls svarar í síniami! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Siminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Merkisdaguriim 15. apríl •1452 fæddist Leonardo da Vinci, málari, vísindamaður og mynd- höggvari. •1684 fæddist Katrín I, keis- araynja í Rúss- landi. •Þann 15. apríl 1783 lauk amerísku byltingingunni opinberlega þegar samið var um frið á milli Frakklands, Bret- lands og hins nýja ríkis, Bandaríkja Ameríku. • 1784 var fyrsti loftbelgurinn settur á loft í írlandi. • 1785 var Skálholtsskóli Iagður niður og ákveðið var að flytja biskupssetur til Reykjavíkur. • 1800 uppgötvaði James Ross norður- segulpólinn. • 1803 var Reykjavík gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi og Rasmus Frydensberg skipaður bæjarfógeti. • 1865 lést Abraham Lincoln forseti Bandaríkjanna. • 1889 fæddist Thomas Hart Benton í Missouri, en hann var listmálari. • 1900 var heimssýningin mikla opnuð í París. • 1912 sökk hið fræga skip Titanic. • 1930 fæddist Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Islands. • 1940 fæddist rithöfundurinn Jeffrey Archer, sem skrifaði m.a. Matter of Honor og First among equals. • 1966 fæddist Samantha Fox, söngv- ari. • 1980 lést Jean-Paul Sartre í París. • 1990 lést Gréta Garbo, hin fræga leikkona. • 1990 var Yrkja, afmæl- isrit til heið- ur Vigdísi Finnboga- dóttur, for- seta íslands gefið út á sextugsaf- mæli hennar. Vigdís Finnbogadóttir. Lincoln.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.