Dagur - 15.04.1998, Qupperneq 11

Dagur - 15.04.1998, Qupperneq 11
 MIÐVIKUDAGUR 1S. APRÍL 1998 - 27 LÍFIÐ t LANDINU íslend- ingasög- urá geisla- diski koma sér vel jyrir marga, grúskara, fræði- menn og almenn- ing. SPJALL Eiríkur Rögnvaldsson er einn ritstjóra orðstöðulykils íslendingasagna á geisladiski sem nýkominn er út hjá Máli og menningu. íslendingasögur á geisladisfö Bókaútgáfan Mál og menning hefur gefið út geisladisk sem inniheldur orðstöðulykil fyrir Is- lendingasögur, ásamt textum allra þeirra íslendingasagna sem Svart á hvítu gaf út fyrir tíu árum. Þetta er rúmlega 2.000 bls. af texta og hægt er að leita að orðum og orðasamböndum í öllum textanum, bera saman endurtekið orðfæri, leita uppi persónur og sögustaði og sækja tilvitnanir í söguna. Eiríkur Rögnvaldsson lektor er einn ritstjóra orðstöðulykilsins. „Þessi lykill er byggður upp á þann hátt að maður getur skoð- að öil orð í samhengi," segir Eiríkur. „Orðið birtist í miðju línunnar og um það bil 40 stafir hvoru megin við. Hvert orð fær eina línu í hvert sinn sem það er notað og í byrjun Iínunnar er skammstöfun á sögunni sem orðið er tekið úr og blaðsíðutal í prentuðu útgáfunni.1' Tólf þúsitnd orð I orðstöðulyklinum má finna öll Orðstöðulykillinn er ákaflega handhægur fyrirþá sem vilja fletta upp einstökum orðum eða orðasamböndum. orð sem koma fyrir í sögunum að frátöldum sérnöfnum. Þau hafa verið greind í orðflokka og allar beygingarmyndir hvers orðs færðar undir eina uppfletti- mynd. Að auki hafa öll nafnorð verið flokkuð í merkingarflokka í sérstakri skrá sem er ómetanlegt hjálpartæki þeirra sem vilja huga að afmörkuðum þáttum í sögun- um: uppeldi, vígum eða húsa- kosti svo eitthvað sé nefnt. „Allt í allt eru þetta eitthvað um 7-800 þúsund orðmyndir, en um 12 þúsund mismunandi orð,“ segir Eiríkur. „Sumt var hægt að vinna í tölvu, en flokk- unin varð öll að vera handvirk, því myndirnar eru kannski dreifðar um allt stafrófið þó annars staðar væru þær hver á eftir annarri. Þetta er ákaflega handhægt fyrir þá sem vilja fletta upp einstökum orðum, hvort heldur sem er í einni bók eða öllum í einu. Eins tilvitnanir og það hversu oft orð eða orða- sambönd koma fyrir í hverri sögu fyrir sig." Með þessum diski opnast al- menningi og fræðimönnum ný og aðgengileg leið til að upp- götva eða enduruppgötva Islend- ingasögurnar, þessa fornu texta sem teljast meðal merkustu menningardýrgripa mannkyns- ins. Þessi útgáfa er einstaldings- útgáfa af diski sem Mál og menning gaf út árið 1996 og var einkum ætluð bókasöfnum og fræðimönnum. Geisladiskurinn er aðeins til fyrir PC vélar enn sem komið er og helgast það af því að mun meira er um PC í menntakerfinu. -VS NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Af Óskari rika Óskar Sigurðsson, skipstjóri og vörubílstjóri í Jaðri á Stokkseyri, var sagður með ríkustu mönn- um á Suðurlandi og þótti hann um margt verðskulda slíkt. Ósk- ar, sem var af aldamótakynslóð- inni, var með afbrigðum kapp- samur maður til allra starfa; hvort heldur það var í útgerð- inni á Hásteini ÁR eða í vöru- bílaútgerðinni á X-24. Eftirtekja langs vinnudags varð Iíka drjúg þegar upp var staðið. Svo er stundum sagt um hina efnuðu menn að það séu þeir sem fastheldnastir séu á aurinn, og það sé ástæðan fyrir ríkidæmi þeirra. Þannig segir þjóðsagan til dæmis frá því að Óskar hafi ein- hverju sinni verið á ferð úti á þjóðvegi þar sem vörubíll hans bilaði. Hann veifaði á næsta bíl, en tók ekki eftir því að þetta var leigubíll. Óskar bað bílstjórann um að skulta sér á tiltekinn stað - sem var og gert. Þegar þangað var komið tilgreindi Ieigubílstjór- inn tiltekna upphæð; að þetta kostaði farið. Þá setti Óskar í brýrnar og hafði yfir hin fleygu orð: „Ja, oft hef ég nú skutlað manni bæjarleið - og aldrei hef ég tekið neitt fyrir það.“ Hin sögubúturinn um Óskar er sá að hann kom inn í sölu- skála Shell á Stokkseyri og náði sér þar í eintak af blaðinu Dag- skránni, sem dreift er án endur- gjalds á Suðurlandi. „Já, það er gott blað - þessi Dagskrá," sagði Óskar ríki, „enda er það eina blaðið sem ég hef efni á því að kaupa." SMÁTT OG STÓRT Björn Þorláksson skrifar Ákall Hallbjöms Hallbjörn Hjartarson kántrí- kóngur á Skagaströnd hefur sent út gíróseðla til landsmanna þar sem hann falast eftir stuðn- ingi við uppbyggingu nýs Kán- trýbæjar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag sem ber nafn Villta vestursins og gerir Hall- björn í rituðu máli á gíróseðlin- um grein fyrir mikilvægi máls- ins. Orðalag ákallsins hefur vak- ið nokkra athygli en Hallbjörn er mjög persónulegur eins og hann á vanda til. Þannig byijar bréfið: „Kæri viðtakandi. Eins og þér mun kunnugt varð Kántrí- bærinn minn eldi að bráð 21. október sl. Þá varð ég fyrir áfalli sem ég hélt að yrði mitt síðasta. Eg sá hugsjón mína og ævistarf bókstaflega hverfa fyrir augunum á mér og á þeirri stundu var mér eiginlega skapi næst að ganga inn í logana. En ég gleymi aldrei þeim viðbrögðum almennings sem komu fram strax þarna um nóttina og næstu daga." Gleymi þér ekki — ef þú fjárfestir Og Hallbjörn heldur áfram og segir að loforðið sem hann hafi gefið, að gefast ekki upp og reisa nýjan bæ, hafi verið erfitt að uppfylla. „Eg þarf á stuðningi þínum að halda. Þess vegna sendi ég þér þetta bréf og meðfylgjandi gíróseðil í þeirri von og trú, að hugur hafi fylgt þeirri hvatningu sem ég fékk. Þessi gíróseðill hljóðar upp á kr. 1000 og við greiðslu hans verður þú hluthafi í Villta vestrinu ehf., stuðningsfélagi og fjárfestingarfélagi í nýum Kántríbæ. Þar með ertu orðinn þátttakandi í stórátaki fyrir ís- lenka kántrímenningu, og hefur sýnt mér velvild sem ég mun aldrei gleyma. ...Guð blessi þig vinur minn.“ Samhugur í laxi Oft hefur gustað um Fjalar Sig- urðsson, stjórnanda Þjóðarsálar- innar, í vetur. Hefur Fjalari meira að segja verið hótað lík- amsmeiðingum í beinni og minna taktarnir svolítið á ónefndan stjórnanda fyrrum. Fjalar hefur skoðanir á hlutun- um og er ekki hræddur við að viðra þær. Húmor hans er jafn- framt beittur eins og sýndi sig þegar hann kynnti Þjóðarsálina einn daginn sem laxveiðiumræð- an reið röftum: „Góðir hlust- endur. Þetta er þátturinn Þjóðarsálin sem jafnframt verður til- einkaður söfnunarátakinu Samhugur f Iaxi.“ Eins og nærri má geta reyndist Fjalar sannspár. Enginn vildi ræða neitt annað en Laxbankann og stjórnendur hans þann daginn. Ekki af ætt flugvéla Stutt og sjaldgæf nöfn eru í tísku núna skv. upplýsingum sóknar- prestsins í Hrísey og rennir frétt Dags um Sól og Mána eyjarinnar þar stoðum undir. Prestum er oft vandi á höndum þegar skírnir eru annars vegar og of- anritaður heyrði nýlega að ónefndur séra hefði hlaupið á sig á dögun- um þegar hann var beðinn um að skíra stúlku Konkordíu. Hinn vígði maður hélt sem sagt að nafnið væri sótt í flugvélaheiminn og fannst harla vafasamt, en hið rétta var að nafnið er fornvest- firskt og er mörgum öldum eldra en flugvélar Concorde sem rjúfa hljóðmúrinn milli New York og Parísar. Þetta er ekki alltaf einfalt Iíf. Netfang: bjorn@ dagur.is (Skemtilegar sögur og kveðskapur er vel þeginn) Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.