Dagur - 16.04.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 16.04.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16.APRÍL 1998 - 19 D ÝRALÍFIÐ í LANDINU Páskalambið kom snemma íEinarsstaði í Reykjahverfi og var nokkuð aldurhingið, eftirvetrardvöl áfjöll- um. Það voru fagnaðarfundir hjá þeim stöllum Jennýju og Guð- nýju þegar þær hittust í síðustu viku eftir langan aðskilnað. Jenný hafði dvalið á fjöllum með syni sínum í vetur en Guðný haldið sig í byggð. Báðar eru þær búsettar á Einarsstöðum í Reykjahverfi, þar sem Guðný Buch er bóndi en Jenný ein af kindum hennar. Og Jenný hafði sem sé ekki Iátið handsama sig í göngum sl. haust heldur haldið til í óbyggðum í vetur ásamt lambhrúti sínum. Mæðginin voru nokkuð vel á sig komin þegar þau fundust og voru færð til byggða. Ærin var 35 kíló og hrútur- inn 26, sem er vissulega vel undir meðallagi, en báð- um heilsaðist þeim vel. Og Jenný kom ær ekki einsömul af fjalli, því hún er með lambi og líklega af völdum sonar síns sem hefur látið varn- aðarorð búnaðarsam- bandsins um skyld- leikaræktun sem vind um eyrun þjóta. Skeggjaður Blöndal Víkurblaðið heimsótti Einarsstaði á dögun- um, en þar býr Guðný Buch félagsbúi með bróður sínum Helga Buch og mágkonu Guðrúnu Benedikts- dóttir. Hundar tóku á móti blaðamanni hlaðinu og voru hinir líflegustu. Og fjöl- breytni dýralífs í fjár- húsunum reyndist mik- il þegar Guðný leiddi blaðamann þangað til að heilsa upp á Jenný og son. Þarna voru, auk kinda, geitur og kanínur og kettir gerðu vart við sig. Og hestar eru að sjálfsögðu á bænum. Enda algengt að kennar- ar komi í Einarsstaði með skólabörn á vorin til að uppfræða þau um hús- dýrin. Þar vantar ekkert nema kýr og svín. Guðný er mikill dýra- vinur og hefur ánægju af skepnum. Og var heldur betur ánægð með endur- heimt Jennýjar og sonar. Hún sýndi okkur kanínu- búrið, sem krakkarnir á bænum eiga en þar var heil hersing kanínuunga að orna sér niðri í holu í heyinu. Um 400 kindur eru í fjárhúsinu en Guðný Hrúturinn Svanur skartar konungskórónu. arlega nafn Halldór Blöndal. Guðný var alveg til með að draga Blöndal út úr krónni þannig að hægt yrði að mynda þau saman. En hafurinn með ráðherranafnið spyrnti við fótum og sinnti í engu fortölum og blíðmælgi Guðnýjar. En svo náði hún taki á skeggi hans og þá var björninn unnin og Blöndal auð- veldlega dreginn út á höku- toppnum til myndatöku. Gott uppeldi Jenný og sonur voru fúsari til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara og virtust hvurgi stygg þrátt fyrir að hafa ekki umgengist mann- skepnur í marga mánuði. Og geiturnar sem sleiktu saltsteina í garðanum með velþóknum létu sér fátt um finnast blossa leift- urljóssins. Greinilega taugasterkar skepnur sem tóku truflunum með jafnaðargeði. Og báru hús- móður sinni, Guðnýu Buch og uppeldi hennar, fagurt vitni. JS Saltsteinninn er mikid iostæti. Iðandi kös af kanínuungum. sér um sauðfjárbúskapinn. Fag- urhyrndir hrútar vöktu athygli en einnig og ekki síður glæsileg- ur geithafur, sem bar hið hátign- Jenný er kominn af fjaiii með hrútinn sinn og er ær ekki einsömul.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.