Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 1
Ómþýðirpíanóhljómar ogfjörlegar harmoníku- trillur heyrast iðulega frá húsi nokkru rétt fyrir ofan Árbæjarlaug- ina íReykjavík. Það er ekki algengt að fjórir aðil- ar úr sömu fjölskyldu spili á harmoníku og sjálfsagt ennþá sjaldgæfara að allir séu kvenkyns. Þetta þekkist þó og eru þessar hressu konur/stúlkur allar í harmoníkunámi hjá Karli Jón- atanssyni. Þær heita Asa Margrét 16 ára, Ingunn Erla 14 ára, Hrafnhildur Hekla 9 ára og svo mamman, Ragnheiður Guðmundsdóttir. Að auki eru í fjölskyldunni tvö lítil börn, tveggja og fjögurra ára og svo auðvitað pabbinn, Eiríkur Ingvar Þorgeirsson. Þau yngstu eru ekki farin að spila neitt ennþá, en eiga vafalítið eftir að fylgja þeim eldri eftir er fram Iíða stundir. „Eldri systurnar tvær hafa æft á harmoníkuna í rúm tvö ár,“ seg- ir Ragnheiður, „en hafa hins veg- ar verið í mörg ár í píanónámi. Eg fór svo að æfa með Hrafnhildi Heklu í haust og það kom eigin- lega til af því að hann Karl Jón- atansson stakk upp á því að þar sem ég væri hvort sem er að keyra stelpuna, þá gæti ég alveg eins æft líka. Mér fannst ég varla hafa tíma í það, en lét til leiðast og er í stórsveitinni ásamt um 40 öðrum harmoníkuieikurum.“ Spila í Árbæjarsafni Ragnheiður segir Karl mjög hvetjandi og duglegan varðandi allt sem snerti harmoníkuleik. Hann sjái um að fólkið hafi tæki- færi til að leika á skemmtunum og eldri stelpurnar hafa til dæm- Upp með nikkuna. Hér eru þær Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ása Margrét, Ingunn Erla, Hrafnhildur Hekla, en á myndina vantar Eirík Ingvar Þorgeirsson, Þorgerði Eddu, Eirík Ara. mynd: hilmar. is spilað í Árbæjarsafni og á Laugavegi fyrir jólin fyrir utan að spila á ýmsum skemmtunum og í afmælum. Hann hafí Iíka drifið þær syst- ur með sér til Danmerkur fljót- lega eftir að þær hófu námið og farið með þær á mót þar. Hann passi vel uppá að nemendur hans æfi og spili eftir getu hvers og eins og hafi mikinn eldmóð til að bera. Ingunn Erla æfir ásamt harm- oníkunni og píanóinu líka tennis og hefur náð góðum árangri í þeirri grein m.a. orðið nokkrum sinnum Islandsmeistari. Hún segir það ekki hafa verið sérstak- lega erfitt að læra á harmoníkuna eftir að hafa æft svo lengi á pí- anó. „Eg þurfti eiginlega bara að læra bassann," segir hún. „Og svo auðvitað að fara með belginn og svo er sá munur á að píanóið er lárétt en harmoníkan er lóð- rétt og maður heldur á henni.“ Góð skipulagning nauðsynleg Hrafnhildur Hekla æfir einnig fótbolta með liðinu í hverfinu. Hún er í Árbæjarskóla eins og systir hennar Ingunn Erla, en Ása Margrét er í MR. Þær systur eru greinilega ansi uppteknar og duglegar hvort sem um skólanám eða tómstundir er að ræða og ekki með neitt hálfkák. Hrafn- hildur Hekla er reyndar yngst þeirra sem æfa á harmoníku hjá Karli Jónatanssyni, flestir hinna eru fullorðnir fyrir utan systur hennar og nokkra aðra krakka. „En er það ekki mikið mál fyrir Ragnheiði að vera með fimm börn, vinna úti hálfan daginn í krefjandi starfi og vera Iíka í hljómsvéit og æfa? „Jú auðvitað er þetta talsverð vinna," segir Ragnheiður. „En með góðri skipulagningu hefst þetta. Það er nú líka þannig að þessar tónlistaræfingar eru engin kvöð hjá okkur. Það þarf aldrei að reka á eftir stelpunum að æfa sig, þær sjá alveg um þetta sjálfar og setjast við píanóið eða með harmoníkuna þegar stund gefst og spila." -VS Áburður, kalk, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf Ráðgjöf sérfræðinga um garS- og gróðurrækt GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100 BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI I t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.