Dagur - 29.04.1998, Side 3

Dagur - 29.04.1998, Side 3
MIDVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 - 19 LÍFIÐ t LANDINU Afþjónandi prestum lands- inshefursr. Sváfnir Svein- bjamarson á Breiðabólstað í Fljótshlíð lengststaðið vakt- ina, eða í alls 46 ár. Hann tók vígslu 1952 og hejurveríð þjónandiprestur síðan - og verðurþar til íjúlí í sumar. Þá verða reyndar önnurkafla- skilþvíþá lýkur á Breiðaból- stað 71 árs prestskapartíð feðga þar. „Mér hefur þótt fara vel saman að vera prestur og bóndi. Kannski er það vegna þess að ég er mikill sveitamaður í mér, en hitt er annað að með þessu hef ég ef til vill náð að kynnast sóknarbörnunum bet- ur en annars hefði orðið. Eg þykist hafa verið úti á akrinum og ávallt reiðubúinn til þjónustu og samhjálpar þegar á hefur reynt. Ég hef reynt að fylgja mínum sókn- arbörnum, bæði í guðsþjónustunni í kirkjunni og í þeim störfum og áformum sem upp hafa komið, bæði í gleði og þraut. Kirkjan á ekki að vera einangrað jaðarfyrirbæri, heldur í hjartastað þjóð- lífsins," segir séra Sváfnir Sveinbjarnar- son, prestur á Breiðbólstað í Fljótshlíð. í sjöimda lið frá Prcsta-Högna Af þjónandi prestum landsins hefur sr. Sváfnir þeirra lengst staðið vaktina eða í alls 46 ár. Hann tók vígslu sumarið 1952 og hefur verið þjónandi prestur síðan og verður fram í júlí á þessu ári, þegar hann verður sjötugur. - Þá verða reyndar önnur kaflaskil, því þá lýkur á Breiðabólstað 71 árs prestskapartíð feðga þar. Sr. Svein- björn Högnarson sat staðinn frá 1927 til 1963, og sinnti prestskap lengst af sam- hliða þingmennsku. Arið 1963 tók sr. Sváfnir við, en áður hafði hann um ellefu ára skeið verið prestur á Kálfafellsstað í Suðursveit og tvo fyrstu mánuðina eftir vígslu var hann reyndar aðstoðarprestur föður síns. Breiðabólstaður í Fljótshlíð þótti löng- um eitt af bestu brauðum landsins og var á því löngum konungsveiting einsog nokkrum öðrum vildarbrauðum landsins. Margir sögufrægir klerkar hafa setið á Breiðabólstað og má þar nefna þann fræga Presta-Högna, sem sat staðinn frá 1750 til 1770 og á eftir honum kom einn þeirra átta sona hans sem tók prestvígslu, Stefán, sem sat til 1792. - Viðmælandi okkar, sr. Sváfnir, er afkomandi Presta- Högna í sjöunda lið í beinan karllegg. Móðir Sváfnis er Þórhildur Þorsteinsdótt- ir frá Vestmannaeyjum, en hún býr í dag á Fambey í Fljótshlíð hjá Bagnhildi dótt- ur sinni og Jóni Kristinssyni, manni hennar. íslandsmeistari í fataskiptum „Ég tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1948 og innritaðist fyrst í læknadeild Háskóla Islands. Ari síðar fór ég í guðfræðideildina. Það blundaði víst í mér draumurinn um að upar yfir Islandi, allt frá Sigurgeir Sig- urðssyni til Karls Sigurbjörnssonar. „Alla þessa menn hef ég mikils metið og þeim Asmundi Guðmundssyni og Sigurbirni Einarssyni kynntist ég vel sem kennurum í guðfræðideild. Sjálfum finnst mér nú vera uppi þær aðstæður að efla megi boð- unarstarf og áhrif kirkjunnar í þjóðlífinu og til þess höfum við reyndar gott tæki- færi nú, sem er kristnitökuafmælið eftir tvö ár,“ segir sr. Sváfnir. Aðspurður segir hann að sér hafi næst boðuninni í kirkjunni þótt vera skírnir, fermingarfræðsla og giftingar, því þar sé um að ræða náin samskipti við sóknar- böm; samskipti á gleðistundum í þeirra lífi. Þau samskipti verði ef til vill hvergi nánari en einmitt í sveitinni og það sé kostur, að sínu mati, við starf og hlut- skipti presta sem þar þjóna. Frá upptökum til ósa „Mig langar til þess að bæta hér við sögu af því þegar ég fór austur til landsins helga árið 1964, sögu sem mér finnst fela í sér Iíkingu um kirkjuna og raunar einnig um líf sérhvers kristins manns,“ segir sr. Sváfnir: „Ég stóð, ásamt fleira fólki, á bökkum Jórdan og veitti því eftirtekt hversu gruggug hún var, enda þótt uppspretturn- ar væru tærar. En þar kemur til að á langri leið árinnar frá uppptökum til ósa tekur hún í skol bæði skol frá áveitum og sandfok úr eyðimörkinni og gruggast þannig. En á þessari leið í gegnum landið nærir hún gróður árbakkanna, jafnvel langar leiðir út frá sér með lokuðum áveitustokkum sem ekki sjást. En þegar í Dauðahafið er komið er áin aftur hrein og morið í henni fallið til botns. Hið hreina vatn gufar allt upp, því Dauðahaf- ið er án afrennslis. Þessa sögu hef ég oft sagt og læt hverjum og einum eftir að velta þessum líkingum fyrir sér, og útfæra þær nánar eftir eigin höfði.“ -SBS. Sr. Sváfnir i Breiðabólstaðarkirkju, þar sem hann hefur þjónað sl. 35 ár. Áður hafði faðir hans, sr. Sveinbjörn Högnason, setið staðinn frá 1927. myndir: sbs. gerast sveitaprestur og ganga inn í þær aðstæður sem ég ólst upp við, því á þess- um tíma var hugsunin frentur við þjón- ustu en laun. Mér fannst mín bíða áhugaverðara verkefni á sviði anda en efnis," segir sr. Sváfnir. Sváfnir hefur alla tíð verið með nokkurn búskap samhliða prestskap, enda er Breiðabólstaður vildisgóð jörð. Lengi var hann bæði með kýr og ldndur en fyrir hálfum öðrum áratug lét hann kýrnar frá sér og býr í dag aðeins með kindur, um 200 fjár. „Auðvitað hefur það útheimt gott skipulag að geta sinnt bæði störfum prests og bónda og stundum hef ég sagt að fyrir vikið sé ég íslandsmeistari í því að hafa fataskipti. En fyrst og fremst þakka ég það eiginkonu og fjölskyldu að þetta hefur farið bærilega saman, að mér finnst, að ógleymdum góðum nágrönn- um.“ Sjálfsagt íhaldssamur Undir Breiðabólstaðaprestakall heyrðu löngum aðeins kirkjurnar tvær í Fljóts- hlíð; á Breiðabólstað og Hlíðarenda. Og þegar Sváfnir hóf prestskap í Hlíðinni voru sóknarbörnin um 470, en eru í dag orðin tæplega 300. Hinsvegar var sú breyting gerð á kallinu fyrir tveimur árum að Stórólfshvolssókn, sem nær meðal annars yfir Hvolsvallarkauptún, var felld undir það og eru sóknarbörn í dag því ríflega 1000. „Með því urðu verulegar breytingar á störfum mínum og annríki hefur aukist. En mér finnst ekki tiltakanlegur mun- ur á að þjóna fólki í sveit eða bæ, störfin eru svipuð í eðli sínu. Sjálfsagt hef ég verið fremur íhaldssamur prestur og hallur undir að fylgja þeirri Iínu, til að mynda við messugjörð, sem prestar minnar kynslóð hafa verið á. En þar með kasta ég engri rýrð á það prýðisgóða unga fólk sem í dag er í þjónustu kirkjunnar og hefur kannski um suma hluti önnur við- horf og siði en fyrirrennar- ar þess. Eins ber ég virð- ingu fyrir þeim sem á und- an okkur hafa borið fram merki Krists og eftirlátið okkur arfinn sem kirkj- an býr við í dag,“ segir sr. Sváfnir. íþjónustu sex biskupa A 46 ára prestskapar- tíð sr. Sváfnis hafa verið sex bisk- hann Þekkti oo TrT Þa?nP 'nn iþær aðZZ? ** rsem

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.