Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 5
X^MT MIÐVIKUDAGUR 29.APRÍL 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ t LANDINU Sæluvikan var opnuð formlega sl. sunnudag með tréskurðarsýn- ingu í Safnahúsinu á Sauðár- króki, þar sem skagfirskir lista- menn sýna rennda muni og út- skorna. Um kvöldið frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks nýtt ís- lenskt verk eftir Jón Ormar Ormsson sem heitir Sporið er tangó. Sjö skáld á Kaffi Krók Asdís Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Sæluvikunnar seg- ir að sýningin hafi tekist geysi- lega vel og að undirtektir áhorf- enda hafi verið góðar. Til stóð að Andrea Gylfadóttir syngi djass á Kaffi Krók í kvöld, en af óviðráð- anlegum orsökum gat ekki af því orðið. „Hins vegar brást María Björk Ingvadóttir á Kaffi Krók skjótt við, svo í kvöld Iesa sjö ung skáld úr Fjölbrautarskólan- um á Sauðárkróki úr verkum sínum. María hefur mildnn metnað fyrir hönd Sæluvikunn- ar og er dugleg við að standa fyr- ir menningamðburðum á Kaffi Krók,“ segir Asdís. Fimmtudagurinn verðu helg- aður unglingunum, því þá verð- ur Ijósmyndamaraþon sem fé- lagsmiðstöðin Friður hefur veg og vanda að. „Myndirnar úr keppninni verða svo sýndar dag- inn eftir í Gagnfræðaskólanum. Um kvöldið er svo unglingaball, þar sem hljómsveitin 200.000 naglbítar leikur fyrir dansi," seg- ir Asdís. Matui og mennmg Asdís segir að mikið fjör verði svo um helgina, því á föstudags- kvöld verður haldin dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðárkróks. „Það eru tíu lög sem keppa til úrslita. Bæði þátttakendur og flytjendur koma af Norðurland- vestra, frá Húnavatnssýslu til Siglufjarðar, þannig að þetta er á kjördæmisvísu. Fyrir keppnina ætlar Kaffi Krókur að hita upp með skagfirskri matarveislu, þar sem boðið er upp á kjötvörur frá KS, rækjur frá Dögun og svo auðvitað Barrann frá Gúnda og fleira góðgæti. Eg veit að María er búin að setja upp skemmti- Iegan matseðil úr þessu. Lokahnykkurinn er svo kóra- kvöld í Miðgarði sem karlakór- inn Heimir og Rökkurkórinn eru með. Það er fastur liður og alveg meiriháttar gaman. Að því loknu tekur Geirmundur við með sína landskunnu sveiflu og heldur uppi fjöri fram á nótt. Það verð- ur líka ýmislegt við að vera fyrir þá sem ekki fara í Miðgarð á Sauðárkróki á laugardagskvöld.11 Auk þessa eru söfnin í sýsl- unni opin, þar sem gera má sér margt til fróðleiks og skemmt- unar. „Það má svo ekki gleyma því að við erum með skemmti- lega myndlistarsýningu á leik- Ásdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Sætuviku Skagfirðinga, hefur í nógu að snúast, enda fjölbreytt og iifandi dagskrá á Sæluvikunni. Dásamlegir tónleikar Fjölskylduleikritið RYMPA Á RUSLAHAUGNUM Sæluvika Skagfirðinga ervaxandi hátíð sem hvílir á gamalli hefð. Skag- firðingareru kunnir gleðimenn og nóg erhægt að gera sér til skemmtunar og menningarauka á Sæluvikunni. skólanum Glaðheimum. Þar sýna börnin á leikskólanum verk sem þau hafa unnið," segir As- dís. Asdís segir að Sæluvikunni fylgi alltaf gríðarleg stemmning. „Þetta byggir á gamalli hefð hér- aðsfundanna sem haldnir voru á árum áður. Nú er verið að finna upp alls konar hátíðir víða um land, en Sæluvika í Skagafirði er alveg „orginal," þó hún hafi breyst í tímanns rás og sé löguð að háttum nútímamannsins. Við hvetjum fólk til að koma og heimsækja okkur á þessa hátíð og ef gistirými á hótelinu í Varmahlíð og Gistiheimilinu hér á Sauðárkróki dugar ekki til, þá erum við mjög gestrisið fólk hér í Skagafirði og alltaf hægt að bjarga húsaskjóli fyrir góða gesti," segir Asdís að lokum. hh Rympa á Melum Gestrisni á Sæluviku Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, sem Ingvar Jónas- son stofnaði árið 1990 og stjórnar, er alltaf að fara fram, og tónleikar hennar í Neskirkju sunnudaginn 26. apríl voru alveg sérstaklega skemmtilegir. Fyrst lék Helga Þórarinsdóttir, Is- landsmeistari í lágfiðluleik, einleik í konsert fyrir víólu og strengjasveit eftir Telemann, sem kann að vera hinn fyrsti sinnar tegundar, gefinn út 1731. Lágfiðlan telst vera í hópi hógværustu hljóðfæra, og tónskáld skrifuðu konserta gjarnan fyrir einleikarann - sjálfa sig eða aðra - til að „brilliera" og það gerðu menn einkum á fiðlu eða píanó, eiris og kunnugt er. Þessi konsert Telemanns var hins vegar alveg sérstaklega skemmtilegur í llutningi Helgu og hljómsveitarinnar, sem spilaði með bústnum og syngjandi tóni, og tandurhreint. Næst kom fram söngkona sem ég hafði ekki vitað að væri til, Hulda Guðrún Geirs- dóttir, og söng Bréfaríuna úr óperunni Evgen Onegin eftir Tsjækovský. Þetta er gríðarlöng og viðamikil aría, með miklum hljómsveitarundirleik sem því miður var í sterkasta Iagi með köflum. En Hulda Guð- rún söng geysilega vel, af þrótti og öryggi og með afar fallegri og vel mótaðri rödd sem er jafnágæt efst sem neðst á raddsviðinu. Eftir því sem fram kemur í tónleikaskránni, var Hulda Guðrún búin að koma undir sig fót- um sem söngkona í Þýzkalandi að Ioknu námi þar, en sneri þó heim fyrir nokkrum árum - þessa söngkonu þyrftum við að heyra miklu oftar. Eftir hlé fluttu Hulda Guðrún Geirsdóttir og hljómsveitin tvær frægðararíur eftir Puccini, aríu Musettu úr La Bohéme, og aríu Laurettu úr Gianni Schicchi, hvort tveggja dálaglega. Rúsínan í pylsuendanum var svo frum- flutningur á Blönduðum dönsum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, tónskáld og fiðlu- leikara í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, sem hún samdi fyrir hljómsveitina á árunum 1997 og ‘98. Hildigunnur lærði fræði sín í tónlistarskólum Garðabæjar, Reykjavíkur, Hamborgar og Kaupmannahafnar og hefur komið víða við í tónlistarlífi og samið mörg tónverk. Og þessir dansar eru alveg sérstak- Iega skemmtilegir, með mið-evrópsku eða balkönsku ívafi, auk þess sem þeir gáfu hljóðfæraleikurunum tækifæri til að sýna sig. Þessir dansar þurfa endilega að koma út á geisladiski svo fleiri getið notið þeirra. Þessir ágætu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna voru prýðilega sóttir og sýndu það, svo ekki verður um villzt, að hljómsveitin er ákjósanlegur vettvangur til að koma á framfæri upprennandi ein- söngvurum, einleikurum og tónskáldum, auk þess sem frægðarfólk hefur haft gam- an að því að spreyta sig með henni. En þessir tónleikar voru með þeim skemmti- legustu sem ég hefi sótt um langa hríð, enda er ljóst að hið ágæta starf Ingvars Jónassonar er farið að bera ríkulegan ávöxt í síbatnandi hljómsveit. Höfundur: Herdís Egilsdóttir. Leikstjóri: Sunna Borg. Sýningar á Melum Hörgárdal Sýningar Föstud. 1 maí kl. 14.00 Laugard. 2. maí kl.14.00 Allra síðustu sýningar Miðapantanir í síma 462 6564 kl. 18-20 virka daga og 11-13 um helgar og í síma 461 4040 virka daga til kl. 18. Leikfélag Hörgdæla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.