Dagur - 29.04.1998, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 - 23
Oagur.
LIFIÐ I LANDINU
P I RT ÁM
ABYREÐAR
Tveggja
mínútna
auðæfi
Stanley S. Newberg hét maður
sem lést 81 árs að aldri nú fyrir
skömmu. Hann var Gyðingur,
bjó framan af ævi í Evrópu en
tókst að flýja undan ofsóknum
nasista og komast til Bandaríkj-
anna. Þar komst hann í álnir og
þegar hann lést skildi hann eftir
sig eignir sem metnar voru á 8,4
milljónir dala, eða sem svarar
rúmlega 600 milljónum króna.
Newberg var þakklátur Banda-
ríkjunum fyrir að hafa veitt sér
hæli á sínum tíma, og ánafnaði
því rfkissjóði Bandaríkjanna sem
svarar um 400 milljónum króna,
eða tveimur þriðju allra eigna
sinna. Það fé hefur áreiðanlega
komið sér vel, en reiknings-
glöggir menn hafa fundið út að
miðað við eyðslu bandaríska rík-
isins hafi það horfið úr ríkis-
sjóðnum á tveimur mínútum.
Borgarstjóra-
pókerinn
Tveir frambjóðendur í borgar-
stjórakosningum í Estanca í
Nýju-Mexíkó urðu jafnir og
efstir að Iokinni talningu at-
kvæða. Þeir gripu þá til þess
ráðs að spila póker og létu úr-
slitin ráða um hvor fengi emb-
ættið. Hvort þessi frumlega ný-
breytni á eftir að hafa fordæmis-
gildi í öðrum kosningum skal
hins vegar ósagt látið.
Öryggi bamsins í
skottinu
Dawn Weber, kona f Wisconsin í
Bandaríkjunum, hafði víst ekki
efni á að greiða barnapíu fyrir
að passa tveggja ára son sinn
þegar hún þurfti að skreppa frá í
einhverjum erindagjörðum. Hún
gerði sér því lítið fyrir og tók
krakkann með í bíltúr. Eínhverra
hluta vegna skipti lögreglan sér
af bifreiðinni og rak upp stór
augu þegar í ljós kom að sá
tveggja ára var í skottinu. Þegar
Weber mætti síðar fyrir rétti
vegna málsins sagðist hún hafa
talið að barnið yrði „öruggara" í
skottinu.
Garður fullur
af drasli
Sumir hafa tilhneigingu til að
safna að sér drasli. Maður að
nafni Paul Iverson í Illinois í
Bandaríkjunum gengur þó
lengra en flestir aðrir. Eftir að
kvörtun barst frá nágrönnum var
honum gert að Ijarlægja heilu
haugana af ýmis konar dóti og
drasli úr garðinum hjá sér. Þegar
Iverson hafði afrekað það að
flytja 30 bílfarma úr garðinum,
þótti dómaranum samt ekki nóg
að gert og lætur sekta hann um
fimm hundruð dollara á dag
þangað til hann hefur orðið við
tilmælunum. Samtals er sektin
komin upp í 49.000 dollara, og
fangelsi gæti orðið næsta skref-
ið. Meðal þess sem enn er að
finna í garðinum er bolur af
gamalli 727 flugvél. Iverson
þverneitar að láta fjarlægja flug-
vélarbolinn og segist nota hann
sér til dægrastyttingar.
Sl
Innlausnarverð árgreiðslumiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 2. maí 1998 er 2. fasti gjalddagi árgreiðslumiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1995.
Gegn framvísun árgreiðslumiða nr. 2 verður frá og með 4. maí nk. greitt sem hér segir:
Árgreiðslumiði að nafnverði: 50.000 kr. = 52.584,70 kr.
100.000 kr. = 105.169,40 kr.
1.000.000 kr. = 1.051.694,40 kr.
Ofangreind fjárhæð er afborgun af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
1. október 1995 til 2. maí 1998 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á vísitölu neysluverðs.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð árgreiðslumiða
breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn árgreiðslumiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 4. maí 1998.
Reykjavík, 29. apríl 1998
SEÐLABANKIÍSLANDS
..................II..........I
IVITARA DIESEL
Vitara Diesel er með forþjöppu og millikæli: aflmikill,
einstaklega hljóðlátur, lipur í akstri, með miklum
staðalbúnaði og öllum þægindum eðaljeppans. Hann er
ekta jeppi, upphækkanlegur, sterkbyggður á grind, með
háu og lágu drifi, stöðugri fjöðrun og góðu veggripi.
Dieselvélin er ein sú kraftmesta á markaðnum og hefur
mikið tog (brekkurnar verða leikur einn). Samt eyðir hún
einstaklega litlu - þú getur t.d. komist. fram og til baka á
milli Akureyrar og Reykjavíkur á innan við einum tanki!
VITARA
DIESEL 5 dyra
.. VERÐ:
Handskiptur 2.180.000 KR.
Sjálfskiptur 2.340.000 KR.
$ SUZUKI ] ALLIR > ^SUZUKU
1 SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. > : AFL OG ÖRVGGI ,
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðési 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf„
Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.
Leikfélag
Akureyrar
Söngvaseiður
The Sound of Music
eftlr Richard Rodgers og Oscar
Hanunerstein II,
sýn. föst. 1. maí kl. 20.30
UPPSELT
sýn. laug. 2. mal kl. 20.30
UPPSELT
sýn. simnud. 3. maí kl. 16.00
laus sæti
sýn. föst. 8. maí kl. 20.30
UPPSELT
sýn. laug. 9. maí kl. 20.30
UPPSELT
sýn. sun. lO.maíkl. 16.00
sýn.föst. lS.maíkl. 20.30
sýn. laug. 16.maíkl. 20.30
sýn.mið. 20.maíkl. 20.30
sýn. fhnm. 21. malkl. 20.30
sýn. laug. 23. maí kl. 20.30
sýn. sunn. 24. maí kl. 20.30
Sýðustu sýningar
Markúsar-
guðspjall
Einleikur Aðalsteins Bergdal.
á Renniverkstæðinu.
Lýsing: Ingvar Bjömsson.
Leikinyiid: Manfred Lemke.
Lelkstjóm: Trausti Ölafsson.
sýn. fimmt. 30. apríl kl. 20.30
sýn. fimmt. 7. maí kl. 20.30
sýn.fimmt. lá.maíkl. 20.30
sýn. smm. 17.maíkl. 17.00
síðustu sýningar á Akureyri
í Bústaðaldrkju í Reykjavík
31. maíkl. 20.30
og 1. júníkl. 20.30
Gjafakort á MarkúsarguðspjaU
tilvalin fermingargjöf
Landsbanki íslands veitir
liandhöfum gull-debctkorta
2S% afslátt.
Miðasalan cr opin þriðjud.-fimmlud.
kl. 13-17. föstud.-sunnud.
fram að sýningu.
Símsvari allan sólarlLringinn.
Muniðþakkaferðiniar.
Sími 462 1400
er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar