Dagur - 29.04.1998, Síða 10

Dagur - 29.04.1998, Síða 10
26 - MIDVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 LÍFIÐ t LANDINU HESTAR Vignir kominn med nýjan töitara, Ofsa frá Viðborðsseli. ( Mynd: EJJ Töltkeppni á skautasvelli Kári Arnórsson skrifar Á laugardaginn var fór fram í Skautahöll Reykjavíkur töltkeppni. Hér var um frumraun að ræða hvað keppnis- svæðið varðar. Það var Hestavöruverslunin Reiðsport sem hafði veg og vanda af þessu _____________ móti og var það á margan hátt kærkomin tilbreyting eftir daufan vetur hjá sýning- armönnum. SkautahöIIin rúmar um 1000 manns í sæti og aðstaðan til að fylgjast með keppni þar er ágæt. Sem fyrr segir var hér um algera nýjung að ræða og ekki vitað fyrirfram hvernig hestarnir tækju sig út við þessar að- stæður. Þó þeir hafi margir hverjir kom- ið áður á svell og sumir keppt á ískapp- reiðum þá er svellið í skautahöllinni talsvert öðruvísi en ís á vatni. Svellið í höllinni er harðara og gefur ekkert eftir. Fjöðrun er því engin, enda hvílir svellið á steinsteypu. Vegna þess hve hart það er þá er meiri hætta á því að hestarnir skripli til eins og raun varð á. Einn hestur fór flatur en meiddist þó ekki og knapinn hélt áfram keppni. Sýnilegt var að sumir hestarnir nutu sfn alls ekki þarna inni, voru óöruggir og stressaðir. Aðrir kunnu þessu vel og voru að bæta sig allt kvöldið. Toltsýning passar betur en keppni Hvað keppina varðar þá eru kringum- stæður þannig að mildu frekar ætti þarna að vera um töltsýningu að ræða en mót. Töltmót þar sem dæmt er eftir skala íþróttamóts á þarna tæplega heima. Það er t.d. mjög vafasamt að leyfa hraðtölt þó það sé kallaður frjáls hraði. Tölthraðinn sem kemur fram í hraðabreytingunum á að nægja. Að dæma töltkeppnina á skala íþróttamóts en láta síðan tilviljun ráða því hvaða hestar keppa saman í úrslitunum fer ekki saman. En þrátt fyrir þessa ann- marka, sem menn Iæra af, þá var kvöld- ið skemmtilegt og ekki vantaði áhorf- endur því húsið var þétt setið. En víkjum þá að hestunum. Keppnin var útsláttarkeppni þar sem einkunn réði því hvaða átta hestar kæmust í undanúrslit. I undanúrslitunum völdust saman efsti hestur og neðsti og svo koll af kolli. Þannig voru tveir hestar inni á brautinni f einu og röðun réði því hvor þeirra kæmist áfram. Fjögurra hesta úrslitunum var háttað þannig að klappmælir valdi saman hest- ana og skar úr um það hvaða hestar skyldu keppa um fyrsta og annað sætið og hverjir um þriðja og fjórða sætið. Þetta var óheppileg ráðstöfun úr því verið var með dóma og einkunnir á annað borð. Betur hefði farið á því að þeir hefðu allir verið inná í einu og dómarar skorið úr um röðun. Sonur og sonarsonur Oturs Þeir hestar sem komust í þessi fjögurra hesta úrslit voru allt góðir töltarar. Tveir þeirra eru nýir í töltkeppni eftir því sem greinarhöfundur veit best en hinir tveir hafa oft sést á keppnisvelli áður. Þessir nýju hestar eru Ofsi frá Viðborðsseli í Hornafirði, sem er sonur Oturs frá Sauðárkróki og Blikar frá Miðhjáleigu í Landeyjum, sonarsonur Oturs. Auk þeirra voru þeir Valíant frá Heggstöðum og Óður frá Brún í fjög- urra hesta keppninni. Urslit urðu þau að Valíant og Hafliði Halldórsson sigruðu. I öðru sæti urðu Blikar og Ragnar Hinriksson, í þriðja sæti Óður og Auðunn Kristjánsson og í Ijórða sæti Ofsi og Vignir Siggeirsson. Það var gaman að sjá hve Auðunn Krist- jánsson reið Óð af miklu öryggi og prúð- mennsku. Það er talsverð áhætta að fara með þekkta hátt dæmda hesta í svo mikla óvissu sem svona keppni hlýtur að bjóða upp á en Auðunn skilaði þessu vel. Þá er ekki hægt annað en að geta um reiðmennsku Vignis Siggeirssonar því það er ekki oft sem maður sér jafn góða útfærslu á hæga töltinu. Þar var hesturinn frábær og knapinn öruggur. Gaman verður að fylgjast með Blik- ari og Ragnari á stærri velli í sumar og eins mun Valíant eiga eftir að gleðja augað á mótum sumarsins. Hestadagar í ReiðhöHiiuii Fákur og Hrossaræktarsamtök Suður- lands bjóða upp á Hestadaga í Reiðhöll- inni í Víðidal nú um helgina. Fyrsta sýningin verður á fimmtudag 30. apríl kl, 20:00 og síðan á föstudag 1. maí kl. 20:00 og Iaugardag 2. maí kl. 21:00. Þarna verður um fjölbreytta sýningu að ræða á kynbótahrossum og gæðing- um. Boðið verður upp á afkvæmasýn- ingar og ræktunarbússýningar. Það er gott að þessir aðilar skuli drífa í því að koma slíkri sýningu á. Það ber vott um að eðlilegur gangur sé að verða í hesta- mennskunni á Suður- og Suðvestur- Iandi eftir pestarganginn. Miðaverðinu er stillt f hóf og kostar miðinn kr. 1000. Sími miðasölunnar er 567-0100. Grænmeti er hollt fyrir okkur og sjálfsagt hafa allir fengið að heyra sem börn að svo sé, þó svo það hafi kannski haft lítil áhrif á lystina. Gulrætur eru meinhollar og ekki bara fyrir augun, heldur fyrir hjartað og til að berjast á móti sjúkdómum eins og krabbameini, eða svo segja nýjustu rannsóknir. Auka- verkanir af miklu gulrótaráti eru svo þær að viðkomandi verður svolítið gulur, en gula litarefnið í gulrótum er meðal ann- ars notað til að Iita appelsín, drykkinn sem allir Islendingar þekkja. Hér eru nokkrar tilögur að því hvernig gott er að framreiða gulrætur. 1. Sjóðið þær og stappið og notið til að þykkja súpu. 2.Rífið þær smátt og setjið saman við tómatmauk eða tómasósu. 3.Soðnar og smátt skornar eru þær góð viðbót við kjötbollurnar. 4.Rífið þær smátt og blandið saman við þær sítrónusafa og svörtum pipar. Þetta er vinsælt í Frakklandi. 5.Skerið eða rífið í þunna stöngla og not- ið til að skreyta súpu. skrifar HVAÐ Á É G A Ð GERA Vingjamleíki eða daðnr? Sæl Vigdís. Ég vinn á fremur stórum vinnustað og kærastinn minn vinnur þar líka. Ég vil vera vingjarnleg við fólk, mér líkar yfirleitt vel við það og finnst gott að hrósa fólki af og til. Málið er það að sum- ir (karlmenn) taka þessu þannig að ég sé að daðra og kærastinn minn er með það alveg á hreinu að þessi framkoma sé dað- ur. En hvernig getur athugasemd eins og sú að segja samstarfsmanni að hann sé í fallegri skyrtu eða að nýja klippingin sé góð, verið daður? Daður og vingjarnleiki eru hreint ekki það sama. Daður getur leitt til nánara sambands og er oft fyrsta stig, svona verið að prófa hvernig viðbrögð- in eru, en getur reyndar verið hluti af samskiptamynstri fólks, sumir eru hreinlega fæddir daðrarar. Karlmenn sem taka vingjamlegheitum sem daðri, verða bara að eiga það við sjálfa sig og þú auðvitað við þig hvort þú sýnir þeim áfram slíkt viðmót eða verður bara svo- lítið köld í viðmóti við þá. Kærastinn þinn er áreiðanlega af- brýðissamur, en kannski Iíka svolítið óöruggur. Ykkar samband þarf að þró- ast og það að þú sýnir öðrum vingjam- legheit má ekki kosta vandræði ykkar á milli. Reyndu að útskýra það fyrir hon- um. Kannski ættir þú að horfa á málið frá sjónarhóli kærastans og ímynda þér hvernig þér liði við sömu kringumstæð- ur og sjá hvort þú skilur hann betur. En samskipti geta verið flókin og oft á tíðum veldur smáatvik miklum vand- ræðum. Vigdís svarar í siiiiaiin! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símauu kl. 9-12. Símiun er 563 1626 (beiut) eða 800 7080 Pöstfaug: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Húðflúrið vlnsæla Húðflúr eða tattoo er vin- sælt víða um heim. Þessi maður, Glyn Hart að nafni sem er atvinnulaus vörubfl- stjóri, lét húðflúra sig fyrst þegar hann var tvítugur, þá saklaust hjarta á handlegg- inn. Hann hreifst mjög af hugmyndinni og hefur látið flúra talsvert meira á sig síðan. En af því að hann stækkaði ekkert og plássið jókst þar af leiðandi ekki, þá var svo komið að ekkert svæði var orðið eftir nema augnlokin. Til að bæta úr því lét Glyn flúra opin augu á augnlokin, en það er í sam- ræmi við Maori grímuna sem flúruð er á andlit hans.Þess er sérstaklega getið í blaða- greininni sem fylgdi mynd- unum að Glyn, sem er nú 38 ára gamall, sé einhleypur. Hvort það er vegna þess að enginn vill hann svona, eða bara vegna þess að hann hef- ur ekki tíma fyrir kvenfólk vegna anna við húðflúrið skal ósagt látið. Mest, stærst og verst Mesta syndin: Ótti Stærstu mistökin: Að gefast upp Hin mesta blessun: Góð heilsa Verstu fíflin: Þeir sem ljúga að sjálfum sér Oruggast í lífinu: Breytingar Hin mesta gleði: Aðrir hafa þörf fyrir mann Mesta aflið: Jákvæð hugsun Mesta tækifærið: Hið næsta Stærsti sigurinn: Sigurinn yfir sjálfum sér Mesta fötlunin: Sjálfselska Mesti missirinn: Að tapa sjálfstraustinu Stærsta veðmálið: Að skipta út von fyr- ir staðreyndir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.