Dagur - 29.04.1998, Page 11
MIDVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
Mæðrastyrks-
nefndin í
Reykjavík er 70
ára í ár. Þörfin
fyrir starfnefnd-
arinnarhefur
margfaldast
með árunum.
Guðlaug Runólfsdóttir hefur verið starfsmaður hinnar sjötugu Mæðrastyrksnefndar i 25 ár. Hún
segir að þörfin á aðstoð hafi margfaldast með árunum, úr 250 beiðnum á ári i um 1.000 nú.
Dimmu breytt
/ 1 . 1 • y
í
„Þetta starf höfðar ákaflega
sterkt til mín. Mér finnst óum-
ræðilega gaman að geta verið í
þeirri stöðu að geta hjálpað öðr-
um. Það gefur mikið að vera í
starfi þar sem maður finnur að
maður gerir eitthvað gagn. Eitt
bros getur dimmu í dagsljós
breytt eins og Einar Ben sagði,“
segir Guðlaug Runólfsdóttir.
Mæðrastyrksnefnd heldur há-
tíðlegt í ár sitt sjötugasta starfsár
og svo skemmtilega vill til að í ár
hefur Guðlaug verið starfsmaður
Mæðrastyrksnefndarinnar í
Reykjavík í 25 ár. Þegar hún hóf
störf hafði hún aðeins verið
fengin til að leysa af gjaldkera
nefndarinnar í þrjár vikur en
það teygðist heldur betur úr
þeim. Guðlaug var fengin til að
rifja upp sögu og starfsemi
nefndarinnar.
Seldiblóm
Mæðrastyrksnefndin var stofnuð
20. apríl 1920 að tilstuðlan
Kvenréttindafélags Islands um
svipað leyti og Forsetinn fórst.
Eitt bros getur dimmu
í dagsljós breytt. Starf
Mæðrastyrksnefndar
hefurhaft mikið að
segja fyrirmarga.
Tíu kvenfélög stofnuðu Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur og var
markmiðið að hjálpa ekkjum og
munaðarlausum börnum. 1929
opnaði nefndin skrifstofu að
Njálsgötu 3 og þar hefur hún
verið til húsa alla tíð síðan.
Fljótlega fór nefndin að selja
blóm á mæðradaginn til að afla
tekna og smám saman komst á
sá siður að bjóða konum og
börnum til sumardvalar, til að
byrja með að Laugarvatni.
Reykjavíkurborg gaf síðar einn
hektara í landi Reykja í Mos-
fellssveit og árið 1953 var Hlað-
gerðarkot byggt þar. Þangað
gátu konur komið með börn til
sumardvalar.
Arið 1974 var Hlaðgerðarkot
selt Hvítasunnusöfnuðinum og
húsnæði að Hagamel 19 í
Reykjavík keypt. Þar var rekið
skólaathvarf á vegum Skólaskrif-
stofu Reykjavíkurborgar um
Iangt skeið. Þetta húsnæði var
svo selt og nýtt keypt að Sól-
vallagötu 48. Þar hefur verið
starfræktur flóamarkaður og
fataúthlutun.
Allan ársins hring
Guðlaug segir að þörfin fyrir
nefndina hafi ekki minnkað með
árunum, þvert á móti. Mest sé
annríkið fyrir jólin, bæði við
matarúthlutanir og fataúthlut-
anir, en nefndin reyni að hjálpa
fólki „undir sérstökum kringum-
stæðum“ og nú sé bókstaflega
leitað til hennar allan ársins
hring. Aður hafi beiðnirnar verið
um 250 talsins en séu nú um
1.000 á hverju ári.
Lögfræðingur nefndarinnar er
til viðtals alla mánudaga frá 10
til 12. -GHS
...——— ——«m
NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR
Tengdapabba í Vitann
Um drykklanga stund var blaða-
maður á Degi Marín Guðrún
Hrafnsdóttir, ættuð úr Svartár-
dal. Starfaði hún hér á blaðinu
allt fram á síðasta haust, þegar
hún og hennar ektamaður,
Steingrímur Olafsson, fluttu
suður - er hún tók við starfi
menningarfulltrúa Hafnarfjarð-
arbæjar.
Saga þessi þarfnast nokkurra
ættfræðiskýringa, það er þeirra
að Steingrímur er sonur þess
víðfræga komma, Ólafs Þ. Jóns-
sonar, sem frægastur er fyrir að
hafa lengi gegnt störfum vita-
varðar vestur á Horni.
Okkur vinnufélögum Marínar
Guðrúnar þótti skarð fyrir skildi
þegar við fréttum að hún væri á
förum, enda er Svarárdalsstúlk-
an kappmikill blaðamaður. En
hér á blaðinu sáum við Iíka fleiri
fleti á málinu, til að mynda sá
fréttahaukurinn Hafliði Helga-
son þann flöt á málinu að at-
vinnumálum tengdaQölskyldu
hennar væri nú endanlega bjarg-
að. Marín gæti komið sínu fólki
í vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ.
„Og hvernig er það með fé-
lagsmiðstöð unga fólksins í
Hafnarfirði. Heitir hún ekki Vit-
inn,“ sagði félagi Hafliði. Klór-
aði sér síðan í glófextu hári sínu
og sagði: „Það hlýur nú að vera
mjög lógískt að Öli kommi fari
að vinna í Vitanum."
Umsjón: Sigurður Bogi
Sævarsson.
SMÁTT OG STÓRT
Bjönn
Þorláksson
skrifar
Ó sú náð að
eiga Sverri
Hváð sem annars má segja
um Sverri Hermannsson
þakkar margur pistla- og
rímnasmiðurinn fyrir fram-
tak hans að undanförnu.
Það er líkt og maðurinn
geti hvorki sagt neitt né rit-
að án þess að styggja ein-
hvern, nú síðast botnar
maður ekkert í hvað kynlíf
Steinunnar Jóhannesdóttur
kemur Sverri við. Sverrir
hneykslar þjóðina og fyrir
vikið brjótast löngu upp-
þornaðir blaðapennar fram
á ritvöllinn þar sem allar gáttir opnast. Ó sú náð að eiga Sverri.
Síðast í
þrekkniun
Langt er hins vegar um liðið
síðan Sverrir blés. Ef ofanritað-
ur man rétt var það þegar hann
sagði Hrafn Jökulsson hafa
brugðist trúnaði við sig eftir
símtal. En muna lesendur
hvert var tískuorð Sverris þá?
Það var þrekkur, sem merkir
skítur.
Fréttir og
Dagsljós í slag
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur er hættur að koma
fram í veðurfréttum Sjón-
varpsins en hann hefur störf
á Stöð 2 í sumar. Einar segir
Sjónvarpið vera að veslast
upp hægt og bítandi og það
sé ekki síst vegna þess að
fréttastofan sé hornreka. Þar
fái hæfileikamenn fréttastof-
unnar nánast engin tækifæri
til að vera með málefnalega
umfjöllun og umræðu en
Dagsljóssfólkið leiki sér að
vild. Og svo eru veðurfrétt-
irnar náttúrlega í kuldanum.
Ekki verður hér lagt mat á hvort eitthvað sé hæft í þessu en
Síðasti leikur Dagsljóss hlýtur að hafa verið umdeildur. Ómar
Ragnarsson í þrautakeppni og gagnrýnendur í kökuskreytingum
gáfu a.m.k. ofanrituðum ákaflega lítið.
Aldrei staðið
við neitt
Það er eins og vant er með
íslensku þjóðina. Þegar Hval-
Ijarðargöngin voru samþykkt
var ein af forsendunum sú að
ekki myndi kosta meira en
kannski 600 krónur að aka í
gegn þegar þau yrðu opnuð.
Nú hefur verðbólga verið í
sögulegu lágmarki frá því að
ákvörðun var tekin og efna-
hagslíf allt í miklum blóma.
Samt sem áður á að rukka
minnstu bílana um 1000
krónur fyrir hverja ferð. Forvitnilegt verður að fylgjast með því
hvernig viðbrögð þjóðarinnar verða á næstunni. Þetta er óeðli-
legt okur og nú ber Blöndal að aðhafast.
Netfang: bjorn@ dagur.is
(Skemtilegar sögur og kveðskapur er vel þeginn)