Dagur - 05.05.1998, Side 2
18 - Þ RIÐJ V DAG U R 5 . M A í 199 8
Ðagur
LtFIÐ í LANDINU
Dagur • Straudgötu 31 • 600 Akureyri
og Þverholti 14 • 105 Reykjavík
ii:\'J1J♦i
'Æ
Súninn hjá lesendaþjónustunni:
SI31121 netfang: ritstjori@dagur.is
Simhréf: 411 611 eða SSl 6270
itni
Skúli Thorodd-
sen og lands-
höfðingjamir
Mér hefur skilist á ýmsu sem
Þorsteinn Pálsson ráðherra hef-
ur sagt og eftir honum er haft að
hann telji það ekki fátítt að
sýslumenn séu skipaðir í emb-
ætti með úrskurði æðra valds án
þess að þeir hafi sótt um emb-
ættið. Þar sem ég man lítið eftir
slíkum veitingum þætti mér gott
að heyra um nokkur dæmi.
Eg veit að á fyrri öldum höfðu
yfirvöld rétt til að skipa presta í
embætti með vissum skilyrðum.
Hefði maður fengið opinberan
styrk til að læra það sem þurfti
til að fá prestvígslu þá gátu
stiftsyfirvöldin sent hann í lélegt
brauð. Gengið var út frá að
prestur fengi svo betra brauð
eftir nokkurra ára þjónustu.
Þetta var kallað að skikka menn.
Og þessi aðferð var notuð til að
tryggja Grímseyingum prests-
þjónustu. En þetta er löngu liðin
tíð.
Ekki hreppsómagi
Árið 1892 var Skúli Thoroddsen
sýslumaður ísfirðinga. Lands-
höfðinginn vék honum frá emb-
ætti og skipaði Lárus H. Bjarna-
son sýslumann og þar með rann-
sóknardómara í málum þeim
sem búin yrðu á hendur Skúla.
Allt var það gert eftir fyrirmæl-
um Islandsráðherra í Kaup-
mannahöfn.
Lárus dæmdi Skúla frá emb-
ætti samkvæmt kæru hins opin-
bera í 8 greinum hegningarlaga.
Landsyfirréttur dæmdi hann til
að greiða 600 króna sekt í Iands-
sjóð en embættinu héldi hann.
Hæstiréttur í Kaupmannahöfn,
sem var æðsta dómsvald Islend-
inga allt til 1918 að ísland varð
fullvalda ríki, sýknaði Skúla af
öllum þeim sökum sem honum
var stefnt fyrir. Það gerðist 15.
febrúar 1895.
Þá var í óvissu hvað stjórnin
gerði við Skúla. Mörgum fannst
það eitt eðlilegt að sýknudómur-
inn yrði til þess að hann fengi
sitt gamla embætti. I þess stað
var honum boðið að fá Rangár-
vallasýslu. Þar voru tekjur sýslu-
manns miklu minni en á Isa-
firði.
Þegar Skúli fékk það tilboð í
bréfi landshöfðingja bað hann
fyrir þau skilaboð til ráðherrans
„að ég Iæt ekki setja mig niður
sem hreppsómaga". Það kom því
aldrei til þess að boðinu væri
tekið. Skúli hvarf ífá embætti,
fékk eftirlaun 36 ára gamall.
Sennilega hafa eftirlaunin á Isa-
firði verið meiri en laun starf-
andi sýslumanns í Rangárvalla-
sýslu. Skúli taldi sjálfur að mun-
aði 2.000-3.000 krónum á sýslu-
mannstekjunum á þessum stöð-
um.
Halldór Kristjánsson.
Frábær ferð!
Lesandi hringdi
Móðir nemanda í 10. bekk
Brekkuskóla á Akureyri hringdi
og lýsti mikilli ánægju með
„óvissuferðina" sem farin var að
loknum samræmdu prófunum.
Hún sagði rikja almenna ánægju
með þessa ferð, hvort tveggja hjá
nemendum og foreldrum og væri
hér um gott framtak að ræða.
9"
9*
Voðalega getur það verið hallærislegt þegar fólk er sí-
fellt að stíga á hælana á hvort öðru þegar það er á gangi
á fjölförnum gangstéttum. Það er eins og fólk sé ekki
lengur með augun í höfðinu eða hreinlega ekki með á
nótunum.
Það fer mjög í taugarnar á meinhyrningi dagsins að geta
ekki farið á fundi án þess að verið sé að plaga mann
með allskyns pésum og bæklingum. Ef að líkum Iætur
verður maður að hafa með sér tösku á næsta fund í stað
þess að troða þessu í vasa, eins og verið hefur, áður en
því er varpað í næstu öskutunnu.
Það Iíður varla sá mánaður núorðið að ekki berist fréttir
um ný meðferðarúrræði við hinu og þessu. Aður en
langt um Ifður verður án efa boðið upp á meðferð fyrir
þá sem eru örvhentir.
,Með samstilltu átaki manna og féiaga næst oft ótrúlegur árangur á nokkrum árum.
Gunnar Geir
Kristjánsson
skrifar
Á undanförnum árum hef ég
oft velt fyrir mér ástandi gróð-
urlendis á Reykjanesskaganum
og ástæðum þess hversu hann
er vfða skjóllítill og örfoka og
þá oft lítt aðlaðandi til útivistar
vegna vindnæðings og moldroks. Auðvitað eig-
um við marga fallega reiti sem jafnast fyllilega á
við það fegursta í öðrum landshlutum og gjarn-
an er það fórnfúsu starfi hugsjónamanna og
annarra sem komið hafa að umhverfisverndun,
landgræðslu og skógrækt að þakka.
Kærkominn liðsauM
I ræktunarmálum eru jafnan mörg sjónarmið og
sýnist sitt hverjum. Sumir hugleiða beitarþol og
hverjar landnytjar megi hafa af því sem ræktað
er. Aðrir sjá skjólið og fegurðina og enn aðrir sjá
ekkert nema urð og grjót, -þar sem ekkert fær
þrifist að þeirra áliti. Þá eru þeir jafnvel til sem
óttast skerðingu á útsýni verði ráðist í stórfellda
trjárækt. Með tilkomu fjölmargra nýrra afbrigða
af fljótsprottnum, seltuþolnum víðitrjám og
öspum, svo eitthvað sé nefnt ásamt haldgóðu
aðgengi upplýsinga á gróðurstöðvum, hefur
þeim er stunda trjárækt í mögru og nær örfoka
íandi nálægt sjávarsíðunni borist kærkominn
liðsauki við að hefja ræktun með árangri. Eig-
endur húseigna í sjávarþorpum og bæjum byrja
nú strax á frumbyggingarstigi að rækta garðinn
sinn, -og árangurinn er skjólgóð íbúðabyggð,
sem er öllum til ánægju.
Samstillt átak
Otrúleg vakning er nú í umhverfis- og ræktun-
armálum og virðist sem flestir séu sammála um
að skaganum sé hægt að skila byggilegum til
komandi kynslóða. Hvað getum við gert til að
svo megi verða? Væri hugsanlega hægt að virkja
betur viljann til verksins með því að ræktunar-
menn alísstaðar af svæðinu tækju sig saman og
samhæfðu haldbærar hugmyndir í þessa átt?
Hvað með strandlengjurnar og holtin gróður-
snauðu? Hugsanlega mætti byrja þar á skjól-
beltum með fyrrgreindum tijátegundum í bland
við nokkrar Iúpínur og grasfræ, -og jafnvel strax
á þriðja til fjórða ári væri þá komið nægjanlegt
skjól fyrir ýmsar vandmeðfarnari greni- og birki-
tegundir til enn frekari skjólræktunar og feg-
urðarauka.
Með samstilltu átaki manna og félaga næst
oft ótrúlegur árangur á nokkrum árum. Nærtæk
dæmi eru Heiðmörkin, þar sem fyrirtæki, félög
og einstaklingar stóðu sameiginlega að áráng-
ursríkri ræktun. Þá má einnig nefna svæði
Golfklúbbsins í Leiru og nýræktarsvæði Hesta-
mannafélagsins Mána, en ræktun þess félags
getur í dag séð flest öllum hrossum félags-
manna fyrir sumarbeit langt fram á haust.
Ræktunarsvæðið er á vinstri hönd þegar ekið er
frá Keflavík út í Garð og stingur það óneitan-
lega í stúf við annars gróðurvana umhverfið.
Þetta er aðeins brot af öllu því sem áhugamenn
og samtök áhugamanna um ræktun eru að fást
við. Og þetta varðar alla. Því ættu sem flestir að
koma að þessu með einhverjum hætti, því hvað
er í rauninni merkilegra en að rækta landið. Sjá
það vaxa og verða byggilegra með hverjum degi
sem Iíður.
Að byrja smátt
Flag í fóstur. Hvernig væri að taka lítið flag í
fóstur. Fá dellu fyrir vænlega staðsettu flagi og
hætta ekki fyrr en það er uppræktað, -grænt.
Fyrst og fremst grænt og hætt að blása frá því
moldryki hvenær sem vind hreyfir. Byrja smátt.
Kaupa ef til vill smávegis grasfræ og tvær til
þrjár þriggja ára víðisplöntur á gróðrarstöð,
(kosta ca. 90 kr. stykkið). Skreppa með þetta
upp á holt og róta til smá jarðvegi. Stinga hrísl-
unum niður, -bæta smá áburði í jarðveginn, -
búið. Þú getur snúið þér síðan að næsta ílagi og
gert eitthvað allt annað þar. Ef þetta verður ein-
bven tímann fyrir skipulagi þá verður þetta ein-
faldlega fært til eða fellt af þeim sem telja þetta
framtak þitt fyrir. Og hvað með það, -þú átt
jafnvel fullt af flögum annars staðar sem fá að
vera í friði. Sjáðu hvað hann komst upp með
maðurinn sem ræktaði upp svæðið inn við El-
liðaár í Reykjavík. Hann ræktaði allan dalinn!
Menn skildu ekkert í því að einn góðan veður-
dag var kominn þarna skógur. Skógur fyrir þig
og komandi kynslóðir til að njóta og hafa skjól
af.
Stðari hluti hréfsins hirtist i hlaðinu
á morgun.