Dagur - 05.05.1998, Síða 3

Dagur - 05.05.1998, Síða 3
ÞRIBJUDAGVR S.MAÍ 1998- 19 LÍFIÐ í LANDINU Kosningabaráttan íReykja- vík erkomin á jullan skrið með beinni útsendingufrá framboðsfundiflokkanna í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag. Hvemig skyldi frambjóðendunum hafa gengið og hvaða þýðingu hafa nýjuframboðin? Fjórir einstaklingar svara þessum spumingum. Tímabærar umræður „Mér fannst þátturinn ágætur og umræð- urnar tímabærar. Málefnalega hafði Arni Sigfússon langmest til málanna að Ieggja. Umræðurnar einkenndust hins vegar af dálitlu þrasi. Það var eins og við værum komin aftur í gamla farið þar sem voru margir aðilar að skiptast á skoðunum um sömu málin. Það voru meiri endurtekn- ingar en annars hefði verið. Mér fannst Árni málefnalegastur og þeir tveir frá nýju framboðunum undirstrikuðu sjálfir að þeir voru að gefa kost á sér út af mjög afmörkuðum málum og höfðu þess vegna lítið að leggja til hinna málaflokkanna," segir Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ásdís Halla tekur undir orð Árna Sig- fússonar um að framboð húmanista og launalistinn væru klofningsframboð úr Reykjavíkurlistanum, ekki sé hægt að túlka það öðruvísi, að hennar sögn. Hún segir að megnið af frambjóðendunum á þessum Iistum hafi stutt Reykjavíkurlist- ann áður og bjóði sig fram vegna óá- nægju með störf hans á kjörtímabilinu og bendir á að skoðanakannanir á fylgi flokkanna hafi ekki verið gerðar eftir að litlu framboðin tvö hafi komið fram. Það sé því óráðið hvaða þýðingu þau hafi. Stóð sig eftir bókinni „Mér fannst borgarstjóri standa sig eftir bókinni. Hún var eins og ég átti von á, hún átti engan stjörnuleik en var bara „í lagi“, hún var í eðlilegu formi. Mér fannst Árni Sigfússon koma betur út úr þessum þætti en rnörgum öðrum sem ég hef séð hann í. Mér fannst hann standa sig mjög vel og gera gott að flestu Ieyti. Það bar ekkert á pirringnum eða fýlunni sem hefur stundum verið í honum, hann var Iéttari og yfirbragð hans skilaði sér betur en áður,“ segir Atli Rúnar Halldórs- son, áhugamaður um stjórnmál. Borgarstjóri átti engan stjörnuleik í þættinum en Árni stóð sig vel, að sögn Atla Rúnars Halldórssonar. „Mér fannst tngibjörg Sólrún geis/a út úr þessu en Árni standa sig vel miðað við höggið sem hann fékk I hádeginu, “ segir Mörður Árnason. Atli kveðst ekki sjá að framboð húmanista eða launalistann komi til með að skipta neinu máli í kosningunum þó að vissulega megi segja að launalistinn sé klofningur úr Reykjavíkurlistanum, að- eins sé um nokkur hundruð atkvæði að ræða. Ef til vill sé þeim gert fullhátt und- ir höfði að kalla þá klofningsframboð úr Reykjavíkurlistanum, að minnsta kosti hafi Flokkur mannsins ekki verið þar með. Frambjóðendur húmanista og Ásdís Halla Bragadóttir: „Málefnalega hafði Árni Sig- fússon langmest til málanna að leggja." „Mér fannst þetta llflegur þáttur og gaman að mörgu því sem hraut af vörum nýju frambjóðendanna, “ segir Ólafur Hauksson. launalistans þvæli umræðurnar, að öðru leyti skipti þeir ekki máli. Magnús Skarp- héðinsson hafi þó verið sniðugur í taktík að leggja sig upp að Reykjavíkurlistanum í sumum málum en höggva svo í hann í öðrum málum. Það hafi skilað sér þó að það skili sér kannski ekki í mörgum at- kvæðum. -Finnst þér kosningarnar spennandi þegar kannanir sýna aukið fylgi Reykjavík- urlistans? „Ég hef ekki mikla trú á því að kosn- ingaúrslitin verði í líkingu við síðustu könnun, 10-5. Mér hefur iengi fundist að Reykjavíkurlistinn eiga innistæðu fyrir níu mönnum og það eiga þau hiklaust ennþá en það getur saxast á það þegar nær dregur,“ segir hann. Ekki alvöru framboð „Mér fannst áberandi að einu kosninga- málin sem rætt var um voru áherslur sjálfstæðismanna. Mér fannst áberandi að Ingibjörg Sólrún var fyrst og fremst í vörn og að hún hafði ekkert nýtt á prjón- unum. Mér fannst þetta líflegur þáttur og gaman að mörgu því sem hraut af vörum nýju frambjóðendanna þó að mér finnist fulltakmarkað að gefa kost á sér í borgar- stjórn út á mjög afmarkað málefnasvið," segir Olafur Hauksson blaðamaður. - Hvaða þýðingu heldurðu að þessi framhoð hafi? „Þetta er fólk sem er óánægt með hvað R-Iistinn hefur staðið sig illa. Eg held að þessi framboð taki fyrst og fremst fylgi af R-listanum en af því að þetta eru ekkert sérlega trúverðugir pappírar, sem standa að þessu, þá held ég að það verði ósköp lítið. Ég flokka þessi framboð ekki sem alvöru framboð,“ svarar Ólafur. Klaufalegt „Þetta var ekki mjög skemmtilegt að horfa á. Mér fannst Ingibjörg Sólrún geisla út úr þessu en Árni standa sig vel miðað við höggið sem hann fékk í hádeg- inu þegar skoðanakönnun upp á 10-5 var birt. Hún var verri en hann hefur nokkurn tímann séð áður og hlýtur að hafa verið áfall,“ segir Mörður Árnason blaðamaður. „Mér fannst þátturinn illa skipulagður. Auðvitað er erfitt fyrir stjórnendur að fá allt í einu fjóra menn í þáttinn en þeir náðu ekki tökum á neinu af þeim málefn- um sem þeir settu á dagskrárborðið. Þeir skildu áhorfendur stundum eftir í lausu lofti í tölum því að þeim gafst ekki færi á að ganga á frambjóðendur með slíka hluti,“ segir hann. Merði finnst klaufalegt að safna sam- an fólki sem sé augljóslega á vegum fram- boðanna. Það spyrji spurninga sem allir \ati að séu samdar fyrirfram og lesi þær jafnvel upp af blaði. Flestir frambjóðend- ur hafi svarað þessum spurningum en Árni hafi svolítið verið í því að skjóta nið- ur spurningar, sem voru neikvæðar fyrir hann, og byrja svo „á sinni þulu,“ segir Mörður. Pólitískt heldur hann að fundurinn hafi ekki breytt þeirri stöðu sem kynnt var í hádegisfréttum Útvarps á sunnudag- inn, það er 10 borgarfulltrúar til Reykja- víkurlista og fimm til sjálfstæðismanna, frekar sé það á hinn veginn - að Ingibjörg Sólrún hafi grætt atkvæði á fundinum. -GHS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.