Dagur - 05.05.1998, Síða 6

Dagur - 05.05.1998, Síða 6
22 - i> ni i) i u i) a a u n s. maí i 9 9 s Dagjltr LÍFIÐ í LANDINU Riddarar hálendisins Frá Dimmuborgum sem eru eitt afmörgum sérkenniiegum náttúrufyrirbærum íslands. Náttúruverndarsamtök ístands hafa það á stefnuskrá sinni að miðhálendi íslands verði allt gert að þjóðgarði vegna einstakrar náttúru svæðisins. Náttúruvemdarsam- tök íslands em ung samtök, en þau hafa mikið látið að sér kveða í umræðu um miðhálendi íslands. Sjónarmið þeirra sem láta sig umhverfismál varða verða sífellt háværari og á sú umræða greið- ari leið til almennings, en áður tíðkaðist. Náttúruverndarsam- tök Islands eru ársgömul samtök sem hafa Iátið til sín taka í um- hverfisumræðu á undanförnum mánuðum. Samtökin hafa gert athugasemdir við ákvarðanir stjórnvalda og látið hálendi Is- lands til sín taka. Nýjasta dæmið eru athuga- semdir Náttúruverndarsamtaka Islands við frumvörpin þrjú um verndun og skipulag miðhálend- isins, sveitarstjórnarfrumvarpið, þjóðlendufrumvarpið og frum- varp um eignarhald og nýtingu auðlinda f jörðu. Arni Finnsson er í stjórn samtakanna. „Það sem einkennir þessi þrjú frum- vörp er að verið er að færa for- sætisráðherra og iðnaðarráð- herra gífurlegt vald um nýtingu og verndun miðhálendisins, en umhverfisráðuneytið er gjörsam- Iega afskipt." Velkomin í Villta vestrið AUKASÝNINGAR AUKASYNINGAR Nýtt ísl. leikrit eftir Ingihjargu Hjartardóttur. Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir. Tónl. stj. Ingólfur Jóhannsson 17. sýning fost. 8. maí. kl. 20.30 18. sýning laug. 9. maí. kl 20.30 Allra síðustu sýningar Miðapantanir í síma 463 119S irá kl. 17.00. - 19.00. VISA - EURO Gisting og matur fyrir hópa að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. HLAÐAN er opin eftir sýningar upplýsingar í síma 463 1380 Freyvangs- leikhúsið Málin ekki kynnt Arni segir almannarétt ekki tryggðan með frumvörpunum og aðgengi almennings að miðhá- lendinu mildu óljósara en þyrfti að vera. „Að okkar áliti er ekki tryggt í frumvörpunum að al- Árni Finnsson. menningur hafi áhrif á ákvarð- anir varðandi miðhálendið. Við höfum ekki haft tíma til að kynna okkur frumvarp umhverf- isráðherra, en það kemur fram á síðustu stundu, svona eins og plástur á sárin. Arni segir að samvinnunefnd um svæðisskipulag hálendisins sem skipuð var fulltrúum sveit- arfélaga víða um land, nema frá Vestljörðum og Reykjavíkur- svæðinu, hafi á margan hátt unnið þarft og merkilegt starf, þótt samtökin hafi gagnrýnt ým- islegt í því. „Tillögunni var skil- að fyrir ári síðan, en umræðan um hana hófst ekki fyrr en nú á vormánuðum. Það er eins og skorti þann skilning hjá stjórn- völdum hér á landi að það þurfi að kynna svona ákvarðanir og fyrirætlanir til þess að almenn- ingur geti sett sig inn í málin“ Ekki á móti virkjimum Hilmar Malmquist sem sæti á í stjórn Náttúruverndarsamtaka Islands segist sammála því að umræðan um náttúruvernd á hálendinu hafi tekið stakka- skiptum eftir að samtökin voru stofnuð. Samtökin eru ekki á móti virkjunum á hálendinu, en þau leggja áherslu á mikilvægi þess að verndun hálendisins vegi þyngra en önnur sjónarmið, þegar framkvæmdir eru annars vegar. „I mörgum tilfellum eru sjónarmið náttúruverndar og virkjanaframkvæmda ekki sam- rýmanleg. Grundvallarstefna samtakanna er að miðhálendi Islands verði gert að þjóðgarði og lúti einni yfirstjórn sem er lýðræðislega kjörin með þátt- töku Alþingis og hagsmunasam- taka almennings. Samtökin líta svo á að hálendið sé þvílík nátt- úrugersemi að öll meiriháttar mannvirkjagerð eigi að heyra til undantekninga," segir Hilmar. Þeir segja að í skipulagstilög- unni séu tekin frá svæði fyrir virkjanir, en forsendur séu ekki kynntar. „Það þarf að spyija sig hversvegna sé verið að virkja til- tekin vatnakerfi,“ segir Hilmar. „Vatnsorkan er hrein með tilliti til losunar gróðurhúsaloftteg- unda, en það þarf að huga að því hvaða önnur áhrif slíkar framkvæmdir hafa á náttúruna.“ Þeir benda á að línulagning og framkvæmdir hafi veruleg áhrif á umhverfið. „Við það bæt- ist að stórfelldar virkjanir og miðlun á vatni hefur líklega áhrif á til dæmis sjávarvistkerfið hér við land,“ segir Hilmar. Hann segir það ekkert smáræði sem stór vatnsföll flytji af nær- ingarefnum fýrir frumframleið- endur í vistkerfinu. „Island er mjög vatnsríkt land og afrennsli af Iandinu á flatareiningu er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Það eru til frumrann- sóknir á Hafrannsóknastofnun sem benda til þess að jákvæð tengsl séu á milli ferskvatnsinn- streymis og stærðar á þorsk og ýsustofnum. Rannsóknir á áhrif- um slíkra framkvæmda eru því allt of skammt á veg komnar." Arni og Hilmar segja það afar mikilvægt að þekking og rann- Hilmar Malmquist. sóknir séu Iagðar til grundvallar þegar teknar eru ákvarðanir um svo mikilvæg mál. Vandinn við þessa umræðu sé sá að skjóttek- inn gróði verði yfirsterkari stærri hagsmunum þegar til lengri tfma sé litið og fyrir það líði náttúran. Náttúruverndarsam- tök Islands séu til höfuðs þessu og þau séu einu samtökin sem ekki tilheyri hagsmunahópum, heldur séu þau hópur fólks sem hefur verndun náttúrunnar og umhverfisins að Ieiðarljósi. HH Kennara vantar að Grunnskólanum í Bárðardal S.-Þing. næsta skólaár. Almenn kennsla 6 tiM2 ára nemenda. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri, Svanhildur Hermannsdóttir í síma 464 3291 eða 464 3290, Ólafur Ólafsson formaður skólanefndar í síma 464 3218 og oddviti Skarp- héðinn Sigurðsson í síma 464 3400. Umsóknarfrestur er til 29. maí nk. HIN ÆSKILEGA FJARFESTING VERÐUR AÐ VERA: i? PIONEER Fjárfestingasjóðir síðan 1928 Q Jafn örugg og fasteign Q| Vaxtaberandi g Ávallt til reiöu Hentug sem lífeyrissparnaður Q Þægileg í framkvæmd Frá árinu 1928 hefur Pioneer Fund að meðaltali sýnt 12.8% ávöxtun ár hvert! Tryggið ykkur hlutdeild í vexti og viðgangi fyrirtækja í fararbroddi, undir leiðsögn eins elsta hlutabréfasjóðs í Bandaríkjunum. Takið enga áhættu: Veljið hlutabréfasjóð! Kynnið ykkur eingreiðslusparnað, sparnaðaráætlun og úttektar- eða lífeyrisáætlun. Biðjið um frekari upplýsingar: " Sími: 562-6920 Fax: 562-6905 if&islandia.is e/ýC Löggilt verðbréfamiðlun - Hafnarstræti 7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.