Dagur - 05.05.1998, Síða 10

Dagur - 05.05.1998, Síða 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR S. MAÍ 1998 TO^itr LÍFIÐ t LANDINU mm a Á laugardagsmorgun fór ég á flakk um bæinn eins og svo margir og leit meðal annars inn í nokkrar verslanir þegar ég var búin að skoða bútasaumssýninguna í Virku Handverkssýninguna í Laugardalnum. (Alveg greinilegt hvar áhugasviðið liggur). Eg verð að viðurkenna að mér varð ekki um sel þegar ég kom í hina nýju verslun Intersport sem er til húsa í Húsgagna- höllinni, slíkur var atgangurinn. Það var engu líkara en að stór hluti bæjarbúa væri þar samankominn til að kaupa sér íþróttavörur. Eg stóð lengi og horfði á fólkið og fannst þetta svo dálítið hlægi- legt. Fyrst kom Bónus með lágt verð á matvörum og við höfum keppst við að Stefánsdóttir skrifar °g kaupa í matinn þar síðan eins og von væri á hungursneyð næsta dag. Svo kom Elkó með ódýrari raftæki og þá hlupum við til og keyptum raftæki í þeim mæli og nú mun vart að finna það heimiii að ekki séu þar 3 sjón- vörp, 6 útvörp og 10 hljómtæki. Nú síðast eru það íþróttavörur og eftir magninu sem fólk bar út er ekki annað að sjá en þjóðin verði á hlaupum þetta sumarið, bæði á íþróttavöllum og annars staðar. Eitt gott hlýst þó af þessu kaupæði okkar. Með nokkurri vissu má bóka það að að gámar sem fara héðan með notaðan fatn- að og annað til þróunarríkja í hjálparskyni muni verða vel hlaðnir vörum. Daewoo fólksbilarnir sem blaðamönnum voru kynntir á dögunum. - MYNDIR:OHR Nýr og áhugaverður valkostur í bflum Að missa ættingja Bílabúð Benna hefur hafið innflutning á fólksbílum frá kóreska bílaframleiðandanum Daewoo. Eins og kunn- ugt er hefur Bílabúð Benna flutt inn jeppa, bæði Musso og Kor- ando frá SsangYong en í nóvember á síðasta ári keypti Daewoo 53,5% eignarhlut í SsangYong. Bílarnir voru kynntir fyrir blaða- mönnum við Skaftafell á dögunum. Um er að ræða þrjár gerðir fólksbíla. Lanos sem er í minni kantinum með 1400, 1500 og 1600 rúmsentímetra vélum, Nubira sem er millistærðar fólksbíll og boðinn með 1600 og 2000 rúmsentí- metra vélum og Leganza sem er lúxus- útgáfa og einungis boðinn með 2.000 rúmsentímetra vél. Þessir bílar eru sannarlega áhuga- verður valkostur fyrir fólk sem er að huga að endumýjun fjölskyldubílsins. Verðið er ágætt og bílarnir sem slíkir standast flestar væntingar sem maður gerir til fólksbíla. Hið ytra eru þeir hinir snotrustu og hefur tekist ágætlega til með hönnun þeirra útlitslega. Að innanverðu eru ó- dýrari bílarnir látlausir og e.t.v. ekki mjög spennandi hvað hönnun snertir, en snyrtilegir og þokkalega snotrir og þar er allt sem þarf. Sætin fara vel með mann. Gott inijanrými Stærsti plúsinn við bílana er innanrým- ið á breiddina. Maður tekur sérstaklega eftir því hvað þeir eru rúmgóðir og hvað maður hefur gott pláss út við hurðina, jafnvel í minnstu bílunum. Þeir eru búnir tveimur Iíknarbelgjum og raf- knúnum rúðum og speglum auk þess að vera með ABS hemlalæsivörn og fjar- stýrðum samlæsingum. Hreyfiltengd þjófavörn er staðalbúnaður. Útvarp með Að innanverðu eru ódýrari bílarnir látlausir og e.t.v. ekki mjög spennandi en þar er allt til alls. geislaspilara er staðalbúnaður í öllum bílunum nema tveimur minnstu og ó- dýrustu gerðunum, þær eru með út- varpi með segulbandi. Á vegi eru Daewoo bílarnir stöðugir og virka traustir. Hljóðeinangrun er á- gætlega heppnuð og vindhljóð sáralítið þó ekið sé Iétt mót vindi. Fjöðrunin fer vel með mann án þess að bílarnir séu svagir. Minnstu bílarnir voru m.a.s. vel stöðugir og rásfastir. Það eina sem ég get sagt að ég hafi fundið að bílunum var að mér fannst miðstokkurinn niður úr mælaborðinu í minni bílunum liggja óþægilega við hægra hnénu, en það var hægt að ráða bót á því með því að hnika sætinu örlít- ið aftar en maður er vanur að hafa það. En þessir fólksbílar eru nýir á mark- aði hérlendis og því renna menn blint í sjóinn hvað varðar endursöluverð og jafnvel endingu, þó nokkur reynsla sé Daewoo er ágætlega snotur bíll sem nýtur sýn nokkuð vel i íslensku umhverfi, hér við Breiðamerkurlón. komin á þá erlendis. Hins vegar er á- stæðulaust að tortryggja þá að ósekju, enda bjóða bílarnir af sér góðan þokka og virka traustlegir. Mundi ég? Eg verð að viðurkenna að ég mun alvar- Iega skoða Daewoo þegar ég endurnýja Qölskyldubílinn næst. Eg á rúmlega árs- gamlan evrópskan langbak með 1600 vél, bíl sem ekki er með Ifknarbelgjum, ABS hemlum, rafdrifnum rúðum og speglum, fjarstýrðum samlæsingum eða geislaspilara en kostar tæpar 1.500.000 krónur nýr. I hann kostar rafmagnið um 40.000 krónur og ABS hemlar um 100.000 krónur þar á ofan. Sambæri- legur bíll frá Daewoo með öllum þess- um aukabúnaði kostar rétt innan við 1.400.000 krónur. Reynsluleysi Daewoo hérlendis héldi e.t.v. aftur af mér, en það munar um minna en þetta. Sæl Vigdfs. Mig Iangar til að vita hvort þú getur sagt mér hvað ég get gert til að komast yfir það að móðir mín er dáin og mér finnst ég yfirgefin. Eg er í HI, en er utan af landi og bý einn í leiguherbergi. Mér finnst ég ekki geta leitað til nokkurs, ég hef ekki kynnst mörgum í skólanum, kannski af því að ég reyni ekki mikið til þess. En þessi sorg er svo djúp og sterk og veldur mér talsverðu þunglyndi. Það að missa ættingja eða vini er alltaf þungbært og á stundum liggur manni við sturlun, finnst allt tilgangslaust og finnur enga lausn. Tíminn vinnur þó með manni og það kemur skorpa á sár- in. Þetta ferli verður þó miklu mun hraðara ef maður hefur einhvern til að tala við og ég held að það sé eitthvað • 1705 Iést Leopolst I, keisari Heilaga róm- verska keisara- veldisins • 1818 fæddist Karl Marx, sem, skrifaði m.a. Das Kapital og Komm- únistaávarpið. • 1840 voru fyrstu frímerkin búin til í Bret- landi. • 1889 var lok- ið við smíði Eiffel turnsins í Frakk- landi. • 1900 fæddist Spencer Tracy leikari, mikill hjartaknúsari. • 1913 fæddist Tyrone Power leikari, varð frægur fyrir að leika í Zorro. • 1942 fæddist söngkonan Tammy Wy- nette, sem söng lagið Stand by your man og varð fræg fyrir. Hún lést ný- lega. • 1960 giftist Margrét prinsessa Antony Armstrong-Jones. sem þú þarft að vinna að hið snarasta. Hér á landi eru til samtök um sorg og sorgarviðbrögð og þangað geta allir ieitað. Þau heita Ný dögun og eru til húsa í Sigtúni 7. Síminn er 562 4844. Bara við það eitt að hafa samskipti við fólk sem er að eiga við það sama og þú, getur þýtt að sársaukinn fær svolitla útrás. Svo skaltu hið bráðasta eignast vini. Taktu þátt í félagsstarfi af ein- hverju tagi eða gefðu þig reglulega á tal við þann eða þá sem þér líst vel á í skólanum eða vinnunni í sumar. Einnig skaltu lesa það sem þú nærð í um sorg- ina til að skilja ferlið betur og endilega hafðu reglulega samband við aðra ætt- ingja þína sem mest. Þeir hafa Iíka orðið fyrir sorg og skilja þig vel. Afmælisbam dagsins 1813 fæddist danski heimspek- ingurinn Sören Kirke- gaard, sem stundum er nefndur upphafs- maður til- vistarstefn- unnar. Hann átti í óskaplegum erfið- leikum í einkalífinu, varð ástfanginn af stúlku en taldi sig ómöguiega geta lagt það á hana að giftast sér og bjó því einn til æviloka. I skrifum sínum, sem telja má með fegurstu perlum heimsbók- menntanna þótt ekki séu þau endilega auðveld aflestrar, fjallar hann um ýmsa þá erfiðleika sem stafa af því að vera til. Eitt rita hans, Endurtekningin, hefur komið út á íslensku í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirheIgi@islandia.is Síminn: 437 2360 Olgein Helgi Ragnarsson skrifar Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símauu kl. 9-12. Símiun er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is S.maíerídag

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.