Dagur - 05.05.1998, Side 11

Dagur - 05.05.1998, Side 11
ÞRIÐJ IIDAG V R S . MAÍ 1998 - 27 Ð^tr. Bylting verðursenn í mjólkurfram- leiðslu, þegar Mjólkursamsalan í Reykjavíkfer að selja lífræna mjólk í femum, sem erætt- uðfrá Neðra Hálsi í Kjós. Mjólkin er ófitusprengd þannig að horfið er tilgamla tímans í framleiðsluháttum. Kristján Oddsson er bóndi að Neðra-Hálsi í Kjós. Þar á bæ hefur lífræn ræktun grænmetis og lífræn mjólkurframleiðsla yfirhöndina. Lífræn mjólk þaðan kemur senn á markað i Reykjavík, alvöru „beljumjólk" sem margir neytendur hafa aldrei augum litið fyrr. Samviskan ýtti mér út í lífræna ræktun Á næstu vikum kemur á markað ný afurð frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Lífræn mjólk. Þessi afurð er mjólk sem verður til úr lífrænni ræktun Kristjáns bónda Oddssonar á Neðra-Hálsi. Margir munu líta á þessa mjólk sem hreina byltingu, mun holl- ari og betri vöru en áður hefur fengist á markaði hér. Sumir neytendur munu þó reka upp stór augu, þeir hafa aldrei fyrr séð „alvöru beljumjólk", enda er hér um að ræða visst endurhvarf til gamalla tíma. Alvöra kúamjóUt á boðstólum „Það náðust samningar milli okkar í vetur, samsölunnar og mín, og það er að mínu mati ákveðinn tímamótasamningur. Mér sýnist að mjólkin komi á markað seinna í þessum mánuði eða í byrjun næsta. Eg er með vottun um að þetta er lífræn vara. Hana fékk ég fyrir tveim árum,“ sagði Kristján. Kristján segir að einhver eigi eftir að hrökkva við þegar hann fær þessa mjólk til neyslu. Margir hafa ekki augum litið al- vöru kúamjólk. Lífræn mjólk er ekki fitusprengd. Rjómaskán sest ofan á, það þekkja þeir sem voru í sveit í gamla daga. Þetta er kraftmeiri og bragðmeiri drykkur en hefðbundin mjólk. Engiirn lilbúíiin almróur Kristján hefur ræktað lífrænt grænmeti, aðallega gulrófur og gulrætur, og sú vara hefur geng- ið hratt út og framboðið ævin- lega allt of Iítið. Mjólkin frá Neðra-Hálsi hefur aftur á móti lent í „samsullinu", mjólkur- tönkunum með mjólkinni frá öðrum bændum, sem stunda hefðbundinn kúabúskap. Nú verður sérstök afurð til úr mjólk- inni frá Neðra-Hálsi, Lífræn mjólk. „I Iífrænni ræktun notum við búíjáráburðinn í topp og förum með hann eins vel og hægt er. Við stundum það að búa til áburð úr afgöngum og setjum á túnin, þetta er æskilegasti áburðargjafinn, svo vel bindur hann efnin. Hluti af þessu er svokölluð skiptiræktun. Maður brýtur upp túnin með nokkurra ára millibili og ræktar eitthvað annað en gras. Með því endur- lífgar maður jarðveginn, setur í hann korn, grænfóður eða græn- meti í 2-3 ár. Síðan er því lokað aftur með grasi og smára." Fór að huga að eigin heilsu - og annarra „Það á sér sína sögu hvernig þessi lífræna ræktun hófst. Það er eigin heilsa sem þar kemur við sögu. Ég átti í vandamálum vegna ofnæmis og annars því um líks. Mér var bent á að breyta mataræðinu, aðallega, því væri ábótavant. Ég er í hópi matvælaframleiðenda og stund- um notum við efni sem eru ekki æskileg mannslíkamanum. Eig- inlega ýtti samviskan mér út í Iífræna ræktun,“ segir Kristján Oddsson. Á sýningu í Perlunni um helg- ina þar sem ýmis hollustuvara var kynnt mátti finna muninn á lífrænt ræktuðu grænmeti og hefðbundnu. Bragðið af því líf- ræna er mun sterkara og betra, gestir töluðu um sælgæti í þeim samanburði. Nágrannar Kristjáns Oddsson- ar handan Hvalfjarðar eru Járn- blendiverksmiðjan og hið nýja álver sem þar rís. Kristján barð- ist gegn þessu álveri ásamt sveit- ungum sínum. „Það var vissulega svekkjandi að fá þetta í nágrennið. Ég hef mestar áhyggjur af menguninni og neikvæðum áhrifum sem þetta gæti haft á sýrustig jarðar- innar. Það er mikilvægt í Iíf- rænni ræktun að jarðvegur verði ekki mjög súr. Umhverfisvöktun verður viðhöfð og núna vonar maður bara það besta,“ sagði Kristján Oddsson í viðtali við Dag í gær. -jbp NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR „Frændi mrnn til fjölda ára“ Sveinn Sveinsson, Langi- Sveinn, bjó á Selfossi um ára- tugaskeið og lagði gjörva hönd á margt. Meðal þeirra starfa sem hann greip í var álestur raf- magnsmæla. Fyrst kom hann og las af mælunum, en kom svo að nokkrum tíma Iiðnum og sagði að nú væri það „verri ferðin". Þar átti hann við að komið væri að skuldadögum og verið væri að innheimta reikninginn. Og meira af Langa-Sveini. Hann átti oft til að svara fyrir sig með einstökum hætti, enda maður orðheppinn og framburð- urinn nokkuð sérstakur. I góðra manna hópi barst talið að góð- um og gegnum Sunnlendingi sem reyndar var fluttur úr hér- aðinu. Um mann þennan sagði Sveinn, og meinti það sem hér segir af fyllstu alvöru: „Hann var frændi minn til Qölda ára, flutti svo háaldraður til Reykjavíkur og lést þar á besta aldri.“ Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. SMÁTT OG STOKT Málþófsmet Akveðið er að frumvarp Páls Péturssonar félags- málaráðherra, um breytinar á húsnæðislögun- um, verði afgreitt fyrir þingfrestun í vor. Jóhönnu Sigurðardóttur er afar illa við þetta frumvarp enda um- turnar það þeim lögum og því kerfi í húsnæðismálum sem hún kom á þegar hún var félagsmálaráðherra. Það er altalað í þinghúsinu að Jóhanna ætli í málþóf þegar frumvarpið verður tekið til umfjöllunar og slá málþófs- met Sverris Hermannssonar og tala í rúmar 8 klukku- stundir. Met þetta setti Sverrir í Z-málinu hér um árið þegar verið var að af- nema Z úr ritmálinu. Meðan lifa málin brýn mæti ég þingraun hverri. Eg hefborað betra svtn og borðað með þeim verri. Forsetnmgin , ■.-4X7'--- í síðustu viku var ég að ræða hér um ný orð yfir sendi- herra, ráðherra, lespíur og homma. Það hafa margir gert áður og eiga eftir að gera. Skömmu eftir að Sveinn Björnsson var kjörinn fýrsti forseti Iýðveldisins var hag- yrðingurinn Egill Jónasson á Húsavík og ónefndur apotek- ari að ræða um það mál. Þeim kom saman um að orð- ið forseti væri mjög gott. Og þeir voru líka sammála um að það vatnaði sambærilegt orð yfir forsetafrúna. Egill spurði hvort ekki mætti nota orðið forsetning. Apotekarinn þurfti að skreppa frá og bað Egil að yrkja um málið á meðan. Kona Sveins Björnssonar, Georgía, var dönsk og Egill orti: Islensk tunga þykir mikið þing þó er stundum vafi á hinu rétta, þegar okkar aðal forsetning má eiginlega kallast dönskusletta. Koitunaaðferðin Einn þingmanna benti á að Jóhanna gæti sennilega ekki slegið metið. Það sem yrði henni að falli væri blaðran. Ræðumenn þamba vatn með- an þeir tala og þ\i yrði hún að kasta af sér vatni. I gamla daga notuðu kommarnir á Alþingi það bragð í málþófi að vera með flöskur bundnar við Iær sér og tengingar í þær svo þeir gætu pissað og haldið áfram ræðunni. Það er nefni- lega ekki hægt að fá að skreppa á klósettið í miðri ræðu. Það er því ólíklegt, vatnsgangsins vegna að Jó- hanna geti notað þessa mál- þófsaðferð gömlu kommana sem sagt er að Sverrir hafi notað þegar hann setti metið. Betra svín Þingmennirnir Árni R. Árna- son, Sólveig Pétursdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Hjálmar Árnason, Páll Péturs- son og séra Hjálmar Jónsson sátu saman við borð í matsal Alþingis í síðustu viku. Á borðum var svínakjöt og orti Hjálmar þessa vísu, sem segir allt um kjötið:

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.