Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 3
X^ir
I.AMG/IRDAGVR 9-.. IHA.t 1.9 9&~in
Guðmundur Bjarnason, klædskeri, átti Aðalstræti 6A frá 1916 til dauðadags 1939. Þar rak hann saumastofu og verslun. Hann
arfleiddi KFUM að eigninni. Árvakur keypti síðan hús/ð 1951 og var það fiutt i Efstasund, en Morgunblaðshöllin reis á lóðinni.
Efstasimd 99
svörtu hraungrýtinu, sannkölluð
sveitarprýði eins og réttin öll.
Og sagan fylgir henni hvert
fótmál, saga alþýðunnar, saga
skáldanna, saga haustmyrkurs
og gangnaævintýra. Fyrsta sagan
er um Jóhann Asgrímsson bónd-
ann sem byggði almenning
Hraunsréttarinnar gegn því að
fá haustlamb frá hverjum bú-
anda hreppsins að verkinu
loknu. En fátæktin var margra
fylgikona fyrr á öldum og lífs-
baráttan hörð eins og sést á eft-
irfarandi vísu sem sonur Jó-
hanns, Sigurbjörn skáld á Fóta-
skinni, orti á Hraunsrétt:
Nií er svart að sjá í loft
sést ei geisli falur.
Svona myndast manni oft
myrkur táradalur.
En þótt Aðaldalurinn yrði Sig-
urbirni táradalur og hann flyttist
þaðan undan fátæktinni til Am-
eríku orti hann með söknuði sín
kveðjuorð til dalsins:
Gnauðar mér um grátna kinn
gæfumótbyr svalur.
Kveð ég þig í st'ðsta sinn
sveit mín Aðaldalur.
Og vestan hafsins mikla hélt
dóttir hans Jakobína Johnson sú
merka skáldkona áfram að yrkja.
Skáldarétt
Og þau voru fleiri skáldin sem
drógu f dilka í Hraunsrétt. Þar
var lengi réttarstjóri Indriði Þór-
kelsson, oddviti Aðaldæla, skáld,
ættfræðingur og bóndi á Ytra-
Fjalli. Þeir hafa eflaust haft um
margt að spjalla bæði á réttinni
og annars staðar hann og Kon-
ráð Vilhjálmsson bóndi, skáld og
ættfræðingur á Hafralæk. Kon-
ráð hefur án efa tekið undir orð
Indriða þegar hann segir:
E/ það væri að sveitasið
svoleiðis líft að haga,
ættartölur yndi ég við
alla mtna daga.
Annað góðskáld sem átti mörg
sporin á Hraunsrétt var Guð-
mundur Friðjónsson bóndi á
Sandi og frændi hans Jóhannes
Friðlaugsson kennari, rithöf-
undur og bóndi í Haga, en hann
var í áratugi oddviti sinnar sveit-
ar.
Mannlíf og menning
A Klömhrum við rætur
Hvammsheiðarinnar, steinsnar
frá réttinni bjó sú merka skáld-
kona Guðný Jónsdóttir sem dó
af skilnaðarharmi, eins og faðir
hennar séra Jón Jónsson prestur
á Grenjaðarstað skráir í kirkju-
bókina. En Guðný hefur trúlega
ekki aðeins setið á réttarveggj-
um þessarar Hraunsréttar held-
ur einnig forvera hennar sem
ekki lá langt undan. Því Hrauns-
landið hefur eins og áður sagði
hýst réttina svo Iengi sem elstu
menn muna. Sunnarlega í
Hraunstúninu sér enn móta fyr-
ir gömlum grasi- og mosagrón-
um hleðslum, litlum almenningi
og nokkrum stökum, smáum
dilkum.
Nú kúra þessar hleðslur við
hraunjaðarinn og minna okkur á
smæð og fátækt Iiðinna alda
meðan Iéttfætt lömbin og ull-
mjúkar ærnar fylla Hraunsrétt-
ina, þessa fögru smíð manna og
náttúru þar sem saman vefst
hugvit og hraun, búfé og bænd-
ur, saga og söngur, mannlíf og
menning, fortíð og nútíð - og
vonandi framtíð.
Árið 1951 keypti Árvakur eignina
Aðalstræti 6, lóðina og húsin
sem á henni stóðu, og byggði þar
stórhýsið Morgunblaðshöllina.
Þá var eitt húsið sem næst göt-
unni stóð, Aðalstræti 6 A, flutt
inn í Efstasund 99; önnur hús
sem á þessari lóð stóðu voru rif-
in.
Talið er að Sophie, ekkja Vig-
fússens apótekara, hafi látið
byggja húsið um 1825. Hún seldi
eignina árið 1838 Þórði Jónassen
háyfirdómara, sem þá var einn af
valdamestu mönnum landsins.
Árið 1844 er húsinu lýst á eft-
irfarandi hátt: Einlyft íbúðarhús
með risi, 15x9 álnir að grunn-
fleti, byggt af bindingsverki, múr-
að í grind, klætt utan með timbri.
Þak var lagt timbri á sperrur og
tjargað. Einnig voru útveggir
hússins tjargaðir. I lýsingunni er
ekki getið um herbergjafjölda eða
hvernig húsið er innandyra.
1848 lét Þórður lengja húsið um
sex álnir til suðurs.
Um 1850 bjó í húsinu Kristján
Kristjánsson land- og bæjarfógeti
sem seinna varð amtmaður á
Möðruvöllum í Hörgárdal.
Sigurður Jónsson járnsmiður
verður eigandi Aðalstrætis 6 árið
1892. Sama ár byggir hann hæð
ofan á húsið og klæddi bæði þak
og hliðar með bárujámi.
Sama ár byggði hann hús á
baklóðinni undir járnsmiðju og
einnig íbúðarhús sem hann seldi
Bjarnhéðni Jónssyni járnsmið.
I manntali frá 1909 eiga þar
heima: María Kristín Finnsen
húsmóðir, 64 ára, fædd í Reykja-
vík, Karl Finnsen bókari, 30 ára,
fæddur í Reykjavík og Guðrún
Steinsdóttir vetrarstúlka, 21 árs,
fædd í Biskupstungum. Talið er
að Ijölskyldan hafi leigt húsið af
Sigurði sem bjó sjálfur í íbúðar-
húsinu sem hann byggði ofar í
lóðinni Aðalstræti 6 B.
Sigurður og fjölskylda hans
fluttu úr bakhúsinu í framhúsið
en þar eru þau við manntal árið
1915. Árið 1920 er fjölskyldan
ekki í Aðalstræti 6. Sigurður
Jónsson var fæddur 27. október
1843 í Bessastaðahreppi. Hann
lést 27. maí 1935.
Árið 1916 er Guðmundur
Bjarnason klæðskeri orðinn eig-
andi að Aðalstræti 6 A. Þar rak
hann um margra ára skeið klæð-
skeraverkstæði og verslun. Félagi
hans í rekstrinum var Jón Fjeld-
sted klæðskeri sem lést á undan
Guðmundi. Eftir lát Jóns rak
Guðmundur verkstæðið og versl-
unina einn.
Verkstæðið var í útbyggingu
baka til við húsið en verslunin á
fyrstu hæð í framhúsinu, en íbúð
Guðmundar var á efri hæðinni.
Guðmundur kvæntist ekki og
eignaðist ekki afkomendur.
Hann var mikill trúmaður og
virkur í starfi KFUM og frum-
kvöðull og aðaldrifíjöður í jarð-
rækt félagsins í Laugardal. Guð-
mundur gaf allt efni í fyrsta hús
félagsins sem seinna hlaut nafn-
ið „Drengjaborgir", eftir að það
var flutt á Kirkjuteig 33. Hann
arfleiddi KFUM að húseign sinni
Aðalstræti 6 eftir sinn dag. Guð-
mundur var fæddur 13. septem-
ber 1878 í Hraunhreppi í Mýrar-
sýslu. Hann lést 20. apríl 1939 í
Reykjavík.
Eftir Iát Guðmundar fengu
Axel Ólafsson og Kristján Sig-
hvatsson forkaupsréttinn að
verkstæðinu og versluninni. Þeir
höfðu báðir lært hjá Guðmundi,
og hann mælt svo fyrir í erfða-
skrá sinni að þeir hefðu for-
kaupsrétt að rekstrinum. Fljót-
lega kom til liðs við þá Bjarna
Guðnason klæðskeri.
Ymiskonar starfsemi var rekin í
húsinu á meðan það var í Aðal-
stræti 6. Má þar nefna blaðið
Eimreiðina sem hafði þar tals-
verða umsetningu, bæði dreif-
ingu blaðsins og sölubúð. í hús-
inu var einnig rekin veitingastað-
ur í nokkur ár.
Árið 1943 er húsinu lýst
þannig í virðingu: Tvílyft hús
með risi, byggt úr bindingi klætt
utan með kantsettum borðum á
veggjum og þaki, allt lagt pappa,
listum og járni þar yfir.
I útveggjum neðri hæðar er
múrað í binding með múrsteini. I
neðri hæðinni eru tvær sölubúð-
ir með venjulegri búðarinnrétt-
ingu, saumastofa, skrifstofa,
gangur og fastur skápur. Allt þilj-
að innan og lagt striga og véla-
pappír, /mist veggfóðrað eða
málað. Á efri hæðinni eru sex
íbúðarhebergi, eldhús, klósett og
gangur. Allt með sama frágangi
og í neðri hæðinni. Geymslu-
kjallari með steinsteypugólfi er
undir hluta hússins. Grunnflötur
hússins talinn vera, 13,8 x 5,7
metrar.
Eftir að Árvakur kaupir eignina
1951 var húsið flutt inn í Efsta-
sund. Það var tekið til virðingar
30. desember 1953. 1 lýsingu
gætir ónákvæmni því að ekki
kemur fram að húsið er aðflutt
og í virðingu er húsið sagt nýtt.
Því er lýst á eftirfarandi hátt:
Það er tvær hæðir, lágt ris og
kjallari undir hluta, byggt úr
timbri með steinsteyptum kjall-
ara og grunni, múrhúðað að utan
á bárujárn, vikurklætt innan á
neðri hæð, en texklætt á efri
hæð. Þak er úr timbri, pappa og
járni. Á neðri hæð eru tvær sölu-
búðir, stigahús, anddyri, innri
forstofa, herbergi, tvær geymslur
og snyrting. Allt fínpússað og
málað.
Á efri hæð eru fimm íbúðar-
herbergi, eldhús, baðherbergi
með klósetti, stigahús, innri for-
stofa, fjórsettur fastur skápur og
einn skápur einsettur. Allt málað
og dúklagt. Þakhæð er ekki
manngeng og því til lítils brúks
nema að setja þangað dót til
geymslu. I kjallara er þvottahús,
kolamiðstöðvarldefi, þrjár
geymslur, gangur og klósett.
Grunnflötur hússins er 13.9 x
5,8 metrar auk viðbyggingar sem
er gerð úr sama efni og húsið,
6,5 x 3,8 metrar. I henni er rúm-
góður stigagangur. Þessi viðbygg-
ing var gerð eftir að húsið var sett
niður á núverandi stað. Þegar
húsið var endurbyggt voru settir í
það gluggar með einni stórri
rúðu að neðan og mjórri rúðu að
ofan þar sem gluggar eru opnan-
legir. Áður höfðu verið á efri hæð
sex faga gluggar en verslunar-
gluggar voru á neðri hæð svipað-
ir þeim sem núna eru í húsinu.
Þeir sem keyptu húsið og
fluttu það inn í Efstasund 99
voru húsasmiðir nefndir Hóla-
kotsbræður. Á meðan grunnur
hússins var gerður stóð húsið á
tunnum út við götuna eins og svo
mörg önnur hús sem eru í þessu
hverfi. Mörg eiga þau sér merki-
lega sögu og er það vel að þau
voru flutt en ekki rifín eftir að
þau þjónuðu ekki lengur hlut-
verki sínu á upphaflega staðnum.
Sigurbergur Pálsson og fjöl-
skylda keyptu allt húsið 1954. Á
efri hæðinni var íbúð en á neðri
hæðinni var Matvælabúðin,
verslun með nýlenduvörur sem
rekin var þarna til margra ára.
Talið er að Ingólfur Guðmunds-
son einn af þeim sem flutti hús-
ið hafí stofnað verslunina.
Eftir að Sigurbergur hætti að
versla þarna 1959 seldi hann
húsið. Örn Brynþór Ingólfsson
og kona hans Hjördís Óskars-
dóttir sem ráku Matvælabúðina
Iengst allra, keyptu hana 1962 og
versluðu þar til ársins 1983. Eft-
ir að Matvælabúðin hætti voru í
húsnæðinu bæði videóleiga og
sjoppa.
Eins og venja var á þeim árum
sem Matvælabúðin byrjaði voru
allar vörur réttar fram fyrir búð-
arborðið. Hveiti, sykur og hafra-
mjöl ásamt öðrum skyldum vör-
um kom í sekkjum og var losað í
til þess gerðar skúffur í innrétt-
ingunni, var vigtað upp og sett í
brúna pappfrspoka. Afgreiðslu-
borðið var Iangt og náði eftir
búðinni endilangri. Við enda
þess var hlið sem opnað var fyrir
viðskipavinum ef þeir höfðu er-
indi inn að hillunum sem voru á
öllum langveggnum og einnig á
hliðarveggjum. I búðinni var selt
mikið af niðursuðuvörum, harð-
fiski, kexi og öllu sem gekk undir
heitinu nýlenduvörur. Einnig var
selt í búðinni tvinni, tölur, smell-
ur og annað til saumaskapar. I
tímans rás breyttist bæði vöruval
og innréttingar í Matvælabúð-
inni eins og öðrum slíkum versl-
unum. Búðarborðið var minnkað
og frjáls aðgangur um verslunina
fyrir viðskiptavinina eins og í öðr-
um kjörbúðum. Áður en Sigur-
bergur og hans fjölskylda seldu
verslunina var búið að koma upp
aðstöðu fyrir sölu á ferskum kjöt-
vörum.
Uppi hefur alltaf verið íbúð.
Núna eftir að hætt var með versl-
un á neðri hæðinni hefur pláss-
inu verið breytt í íbúð. Fallegur
blóma- og trjágarður er á bak við
húsið í góðu skjóli en húsið
stendur út við götuna og nýtist
lóðin vel.
Efstasund 99 vekur eftirtekt,
það er öðruvísi en húsin í ná-
grenninu. Það ber ekki með sér
hvað aldur þess er hár og er útlit
þess líkt og á ótal annara húsa
sem byggð voru í kringum 1950.
Freyja Jónsdóttir
Heimildir eni frá Borgarskjalasafni, Þjód-
skjalasafni og „Þegar Reykjavtk var
fjórtán vetra', eftirJón Helgason.