Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 8
vm -LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
Dggur
MINNINGARGREINAR
Sverrir Sigurjón Einarsson
Sverrir Sigurjón Einarsson
fæddist á Selfossi 29. júlí
1948. Hann lést á heimili sínu,
Drápuhlíð 40, Reykjavík, 13.
apríl síðastliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Kristín
Helgadóttir, f. 6. maí 1921, d.
25. mars 1965, og Einar Sigur-
jónsson, fyrrum verkstjóri hjá
Vegagerð ríkisins á Selfossi, f.
11. júlí 1917. Núverandi sam-
býliskona Einars er Kristín
Helgadóttir, f. 19. maí 1918.
Þau búa á Selfossi. Dóttir
Kristínar er Anna Þóra Einars-
dóttir, kennari, f. 3. desember
1948. Eiginmaður hennar er
Halldór Ingi Guðmundsson,
rafvirki, f. 14. október 1947.
Þau búa á Selfossi og eiga þrjú
böm.
Systkini Sverris eru 1) Hild-
ur, húsmóðir og starfsmaður á
leikskóla, f. 9. júlí 1943. Eigin-
maður hennar er Guðmundur
Pétur Arnoldsson, rafvirki, f.
16. maí 1944. Þau eru búsett á
Selfossi og eiga þrjú böm. 2)
Gunnar, bankastarfsmaður, 13.
júní 1944. Eiginkona hans er
Hulda Gunnlaugsdóttir, kenn-
ari, f. 7. júlí 1944. Þau eru bú-
sett á Selfossi og eiga þrjár
dætur. 3) Garðar, kirkjuvörður,
f. 13. júní 1944. Eiginkona
hans er Dýrfinna Jónsdóttir,
starfsmaður í MBF, f. 9. febrú-
ar 1947. Þau eru búsett á Sel-
fossi og eiga tvö börn. 4)
Helga, f. 16. október 1955.
Hún er búsett í Stokkhólmi og
á tvo syni.
Fyrri eiginkona Sverris er
Rannveig Auður Jóhannsdóttir,
kennari, f. 7. ágúst 1949. Dæt-
ur þeirra eru Helga, f. 8. nóv-
ember 1970, og Hildur, f. 22.
október 1978. Eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Karólínu Huldu
Guðmundsdóttur, f. 4. maí
1960, kvæntist Sverrir 8.7.
1989. Böm þeirra eru Guð-
mundur, f. 24. maí 1990, og
Kristín, f. 28. apríl 1992. Kar-
ólína Hulda á einnig einn son,
Tryggva Baldursson, f. 4. mars
1980.
Eftir landspróf frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni 1966
lauk Sverrir kennaraprófi frá
Kennaraskóla Islands 1970 og
stúdentsprófi frá stærðfræði-
deild Kennaraskólans 1971.
Hann lagði stund á stærðfræði,
eðlis- og efnafræði við Stokk-
bólmsháskóla og lauk þaðan
fil.cand.-prófi 1976 og
adjunkt-prófi frá Kennarahá-
skólanum í Stokkhólmi 1977.
Veturinn 1992 til 1993 var
hann í skólastjómunarnámi við
Skolledarhögskolan í Orebro í
Svíþjóð. Þann vetur hélt Sverr-
ir fjölda fyrirlestra um íslenska
áfangakerfið sem Svíar litu til
þegar breyta átti sænska
menntaskólanum. Sverrir var
stærðfræðikennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð
frá 1979 til 1986 en þá var
hann ráðinn áfangastjóri.
Hann starfaði sem konrektor
frá 1988 til 1995. Á haustönn
1995 kenndi hann stærðfræði
við Fjölbrautaskóla Vestur-
lands. Sverrir var skipaður
rektor Menntaskólans við
Hamrahlíð 1. janúar 1996.
Sverrir þýddi og staðfærði
kennsluefni í stærðfræði fyrir
unglingastig og samdi kennslu-
leiðbeiningar um efnið, ásamt
öðrum. Hann gegndi ýmsum
trúnaðar- og nefndarstörfum
um skólamál. Sverrir starfaði
sem fararstjóri á Ítalíu, í Eg-
yptalandi og Israel á árunum
1982 til 1989. Hann var félagi
í Karlakór Reykjavíkur frá
1980 og formaður kórsins
1988.
Útför Sverris fór fram frá
Hallgrímskirkju síðasta vetrar-
dag.
Enginn árstími er eins heill-
andi og íslenska vorið. Allt vakn-
ar þá til lífsins í ríki náttúrunnar
eftir vetrardvala. Það eru þung-
bær spor á þessum vordögum að
kveðja kæran frænda og vin
hinstu kveðju, Sverri Siguijón
Einarsson, kennara og rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð,
sem kallaður hefur verið brott í
blóma lífsins.
Sissi, eins og hann var ávallt
kallaður á æskustöðvunum á Sel-
fossi, var hreystimeni, glaðvær og
sterkur til sálar og líkama.
Skyndilega varð veruleikinn allur
annar, hann greindist með alvar-
Iegan sjúkdóm og ekki varð við
hann ráðið. Fregnin barst mér
sem kaldur gustur. Enn var
höggvið í sama knérunn. Sextán
ára gamall missti Sissi móður
sína úr illkynja sjúkdómi. Slíkir
atburðir minna okkur á hve lífið
getur verið fallvalt.
Þegar ég reyni að færa þessa
kveðju mína í búning orða
hrannast minningar og myndir
upp frá samvistum okkar frænd-
anna á æskustöðvunum. Leiðir
okkar lágu snemma saman í
bernsku. Báðir erum við fæddir
„heima“ hjá ömmu og afa,
Magneu og Sigurjóni, á Selfossi
með tæplega tveggja ára bili. For-
eldrar Sissa, Einar og Kristín,
bjuggu í sambýli með ömmu og
afa á Tryggvagötunni, en foreldr-
ar minir reistu sér þak yfir höfuð-
ið í næsta nágrenni.
Oft var mannmargt hjá afa og
ömmu þótt þrengslin væru mikil,
á nútímavísu, í risíbúð þeirra.
Barnabörnin sóttu oft fast að
dvelja hjá þeim, einkum við
Kobbi bróðir og Simmi frændi,
sem dvaldi hjá þeim sumarlangt
á hveiju ári á bernskuárunum.
Við nutum strax þeirra forrétt-
inda að eiga þau að hvenær sem
okkur hugkvæmdist. Ævinlega
var tekið á móti okkur með um-
burðarlyndi og okkur sýnd um-
hyggja og hlýja í leik og starfi.
Samgangur var mikill milli fjöl-
skyldnanna í bernsku okkar
Sissa, nánast daglegur, auk þess
sem föðursystkini okkar voru
áhugasöm um að gera sér daga-
mun á tyllidögum og leiða fjöl-
skyldurnar saman við spil og
söng.
í tómstundum stundaði afi bú-
Ijárrækt í smáum stíl á Selfossi
með feðrum okkar eftir að hann
brá búi í Hraunkoti í Grímsnesi
og flutti á „mölina". Við barna-
börnin vorum mjög áhugasöm og
nutum góðs af þessari tóm-
stundaiðju þeirra. Dugnaður og
samviskusemi hinna fullorðnu
við bústörfin og gleðin yfir
dijúgu dagsverki var góður skóli
fyrir okkur frændsystkinin og
ómetanlegt veganesti í starfi þeg-
ar frá Ieið.
LeikvöIIur krakkanna í hverf-
inu var mórinn og mýrin sunnan
barnaskólans, þar sem SundhöIT
in og Sólvallaskóli standa nú og
íbúðarhús lengra en augað eygir.
Þetta svæði var þá fjölbreytilegt;
harðbalavellir, mosaþúfur,
hraunbollar, skurðir, skurðruðn-
ingar og tjarnir. Sem sagt kjörið
til leikja fyrir stráka á okkar aldri.
Seinna þegar hinni eiginlegri
bernsku lauk fór Sissi í sveit upp
á Skeið til föðursystur okkar á
Reykjum. Léttleikinn og glað-
værðin einkenndi mannlífið þar á
bæjum og sönghefð er þar afar
rík. Eg átti þá því láni að fagna að
dvelja tvo sumarparta þar og er
þess fullviss að Sissi naut einnig
dvalarinnar þar í góðu yfirlæti.
íþróttir áttu stóran sess í lífi
Sissa, enda fjölhæfur keppnis-
maður á þeim vettvangi. Knatt-
spyrnuna bar þar hæst og vann
hann þar marga glæsta sigra.
Hann var eldfljótur sóknarmaður
og fylginn sér. Hrelldi hann
margan markmanninn og skoraði
mörg mörk á ferlinum með út-
sjónarsemi sinni og snerpu.
Hann átti stóran þátt í því að
koma Selfossliðinu á spjöld sög-
unnar í íslenskri knattspyrnu á
seinni hluta sjöunda áratugarins,
en þá varð liðið bæði bikar- og Is-
landsmeistari í 2. flokki, auk þess
sem meistaraflokkur félagsins
blómstraði hvað mest á þessum
tíma og vann strax Islandsmeist-
aratitil fyrsta árið sem liðið tók
þátt í deildarkeppninni og í lok
áratugarins komst liðið í undan-
úrslit bikarkeppninnar. Sissi
hafði ætíð að leiðarljósi í fótbolt-
anum að sókn væri besta vörnin,
enda uppskar hann samkvæmt
því.
Á þessum tíma var knatt-
spyrnulið Selfoss eingöngu skip-
að heimamönnum eins og tíðk-
aðist hjá liðum í þá tíð. Hróður
liðsins barst víða og mörg stórlið-
in undruðust hversu frambæri-
legum knattspyrnumönnum svo
lítið byggðalag hafði á að skipa.
Þar fór Sissi fremstur meðal jafn-
ingja. Mörg „toppliðin“ hefðu
fremur viljað hafa hann innan
sinna vébanda en sem andstæð-
ing á vellinum. Án efa hefði hann
náð mun lengra í íþróttinni ef
hann hefði kosið að æfa og leika
meðal bestu Iiða í 1. deildinni
eftir að hann dvaldi við nám í
Reykjavík, en Sissi var tryggur
sínu fólki og valdi að dvelja í
heimahögunum í námshléum á
sumrin og starfa þar í Vegagerð-
inni með 'föður sínum og seinni
árin við Mjólkurbú Flóamanna,
þar sem margir knattspyrnu-
menn Selfoss-liðsins hafa starfað
í gegnum tíðina.
Sissi var góður félagi innan
vallar sem utan. Hann var skap-
mikill, en agaður og afar glað-
sinna. Það var alveg sama hvar
Sissi kom að, allsstaðar var hann
hrókur alls fagnaðar og ef ein-
hver var súr á svip hvarf það fljótt
þegar Sissi fór á skeið með sína
græskulausu stríðni eða hóf upp
raust sína í söng. Hann var ein af
þessum hrekklausu manneskjum
sem auðga allt í kringum sig og
öllum þykir vænt um, enda ein-
staklega réttsýnn og velviljaður
öllum. Þessir eðliskostir hafa ör-
ugglega nýst honum vel í kenn-
arastarfinu sem hann lagði fyrir
sig. Söngrödd hafði hann einnig
ágæta eins og hann átti kyn til. Á
heimili hans var söngur í háveg-
um hafður. Oft minnumst við
knattspyrnufélagarnir hans arí-
anna sem hann tók með sinni
undurfögru tenórrödd í sturtunni
eftir erfiðar æfingar og leiki.
I æsku leita böm sér oftast fyr-
irmynda í þeim persónum sem
þeir líta upp til. Er ég á þessari
stundu lít yfir farinn veg minnist
ég þess hvað ég dáðist af eðlis-
kostum Sissa og sjálfgefið var að
hafa hann að fyrirmynd. Að
sumu leyti var hann ómeðvitað
örlagavaldur í lífi mínu er hann
hleypti heimdraganum og hélt til
náms í landsprófsdeild Hérað-
skólans á Laugarvatni. Það auð-
veldaði mér að taka þá ákvörðun
að fara ári síðar tii framhalds-
náms á Laugarvatni.
Er amma okkar og afi féllu frá
fyrir um aldafjórðungi fækkaði
samverustundunum, enda við
komnir til manns og til náms
fjarri heimahögum, en veganest-
ið sem afi og amma gáfu okkur
hefur enst okkur alla tíð.
I þessum fátæklegu orðum
minnist ég ekki á menntamann-
inn Sverri Sigurjón Einarsson,
sem markaði spor í samtíð sína
og veitti leiðsögn með elju og
framsýni, enda munu aðrir sem
kunnari eru þeim þætti væntan-
lega gera því skil.
Að leiðarlokum kveð ég kæran
frænda með þakklæti og virðingu
og bið þann sem útdeilir öllum
gæðum að blessa eiginkonu
Sverris, börn hans öll, Einar,
Stínu, systkini, ættingja og vini.
Megi minningin um góðan
dreng lifa.
Tryggvi Gunnarsson.
Ámi Xngimimdarson
Hann Árni frændi minn á Akur-
eyri er látinn.
Eg átti því láni að fagna sem
barn og unglingur að vera tfður
gestur hjá afa og ömmu á Odd-
eyrargötu 36 á Akureyri. Þegar ég
rifja upp þessa tíma nú við fráfall
Árna frænda er margt sem kemur
upp í hugann, margar ævintýra-
Iegar ferðir frá Reykjavík til Akur-
eyrar með ýmsum þjóðkunnum
mönnum sem falin var umsjón
með stráknum. Þessir tímar á
Akureyri í æsku eru enn ljóslif-
andi fyrir mér og víst er að strák-
ur hafði gott og gaman af þeim
tíma sem hann dvaldi þar í faðmi
frændfólks.
Þau Árni og Auður bjuggu á
Oddeyrargötu 34 þannig að í
raun dvaldi ég meira og minna
jafnt á 34 og 36 þegar ég var á
Akureyri.
Við Árni vorum báðir svo
heppnir að vera forfallnir fót-
boltafíklar nánast frá fæðingu.
Þarna átti ég stráklingurinn sam-
leið með frænda og við gátum
endalaust taiað um fótbolta bæði
þá og svo að sjálfsögðu seinna á
lífsleiðinni. Þetta var fyrir tíma
beinna sjónvarpsútsendinga
þannig að t.d. enska knattspyrn-
an var einhver ævintýraheimur
sem átti eftir að opnast fyrir okk-
ur, en við gátum rætt um af lotn-
ingu og hugsjón úr fjarlægð.
Annar uppáhaldsfrændi minn var
Gunnar móðurbróðir minn sem
nú er látinn fyrir nokkrum árum.
Þeir Árni urðu miklir vinir vegna
sameiginlegra áhugamála og mér
eru mjög minnistæðar ferðir á
völlinn með þessum frændum
mínum sérstaklega þegar Árni
átti leið til Reykjavíkur. Þeir gátu
mikið brallað saman þessir
frændur mínir.
Árni var mikill hæfileikamaður
í tónlist og ég minnist nú Iíka
ýmissa stunda þar sem þeir hæfi-
leikar hans fengu að njóta sín
óbeislað. Hann átti mörg áhuga-
mál utan fótboltans og tónlistar-
innar. Golfið veitti honum mikla
ánægju og hann stundaði það af
miklum áhuga í mörg ár. Hann
hafði líka mikið yndi af stang-
veiði bæði lax- og silungaveiði og
þeir Gunnar frændi áttu margar
góðar stundir saman við veiðar.
Hann Árni frændi var mikill
lífsnautnamaður og naut lífsins
óspart meðan hann hafði heilsu
og orku til. Hann setti svip á bæj-
arlífið á Akureyri til margra ára
þó ekki síst tónlistarlífið. En fyr-
ir mér var hann Árni frændi sem
hafði mörg sömu áhugamál og
strákurinn og gat átt samleið
með honum sem jafnaldra. Það
er mér nú mikils virði að hafa átt
Árna frænda sem vin.
Hann var mikill gæfumaður í
einkalífinu. Hann var kvæntur
góðri konu, henni Auði sem er
einstök kona. Þau eignuðust þrjú
börn Ingimund, Guðrúnu og
Kristínu Sigurlínu. Ingi frændi
lést langt um aldur fram og var
öllum mikill harmdauði og and-
lát hans markaði auðvitað djúp
spor í líf Árna og Auðar.
Elsku frændi ég kveð þig
hinstu kveðju með von um að
mikill áhugi sé á tónlist, fótbolta,
golfi og stangveiðum þar efra
sem þú dvelur nú. Eg votta mínu
ágæta frændfólki samúð við frá-
fall frænda.
Eggert Ámi Magnússon.