Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 11
s'o.rÍ’T'
9 £Á uéÁlt rfÁ 8 ti á r9() tilh'Í 19 9 8*- XI
MINNINGARGREINAR
L J
Margrét Einarstlóttir
Margrét Einarsdóttir (skírð
Þórunn Margrét Einarsdóttir)
lést á Landakotsspítalanum í
Reykjavík 24. apríl 1998
Margrét var fædd 18. janúar
1913 í Hafnarfirði.
Foreldrar Margrétar voru
Ingveldur Þórðardóttir, fædd
1888, Teitssonar frá Miðfelli í
Ytrihreppi og Einar Kristinn
Einarsson, fæddur 1873, Ein-
arssonar Frá Vatnsleysu í
Hraunum. Einar fórst við Vest-
mannaeyjar í apríl 1913.
Margrét átti bróður, Jón Þor-
björn, sem lést 8 ára gamall
árið 1918.
Margrét giftist 21.10.1933
Þorkatli Ingibergssyni, síðar
byggingameistara, sem lést árið
1995, Þorkelssonar húsa-
smíðameistara í Reykjavík.
Börn Margrétar og Þorkels
eru Unnur, fædd 1937, Inga
fædd 1943 og Ingibergur fædd-
ur 1947. Eiginkona Ingibergs
er Freygerður Kristjánsdóttir.
Barnabörnin eru 8, barna-
bamabörnin eru orðin 3.
Þau Margrét og Þorkell bjug-
gu í Reykjavík, að Víðimel 19,
sem Þorkell byggði árið 1946.
Elsku besta Amma mín.
Þú studdir mig alltaf, í hveiju því
sem ég tók mér fyrir hendur. Það
skipti ekki máli hvort það var skól-
inn, hestamennskan eða bara hvað
ég hafði stækkað mikið þetta sum-
ar. Alltaf varst þú þar, til að elska
mig og styðja og segja mér hve
mildar framfarir ég sýndi og hvað
ég bæri af - hvort sem mér gekk vel
eða illa. Því ég var sonardóttir þín
og gat hvað sem ég vildi.
Eg man sérstaklega eftir því
hvað þú varst alltaf ánægð að sjá
mig þegar ég kom í heimsókn. Það
var eins og þú ljómaðir, og sama
hversu veik þú varst þá þekktirðu
alltaf hana Ástu þína. Mér þótti
svo gott að geta verið með þér
svona undir lokin, bara sitja hjá
þér, haldast í hendur og segja frá
því sem komið hafði fyrir eða hlus-
ta á þig segja frá.
Elsku Amma.
Þakka þér fyrir að vera eins góð
og þú varst, þér þótti alltaf svo
innilega vænt um mig og sýndir
það hvenær sem tækifæri gafst. Þú
varst manneskja sem var ekki erfitt
að elska.
Hafðu það gott á himnum.
Þín Ásta Dan.
Elsku Magga
Þú sast fyrir mér, þannig hitt-
umst við fyrst. Þú hafðir haft
veður af þvf að drengurinn þinn
væri farinn að hitta stúlku reglu-
lega og einn morguninn þegar ég
var að læðast út komst þú niður
stigann „af tilviljun". Þetta var
ekki sú mynd sem ég hafði hugs-
að mér að þú fengir fyrst af mér.
Þú stóðst þarna í glæsilegum
kjól með fallega svuntu, enda var
farið að nálgast sunnudagshá-
degi. Seinna sagðir þú mér að þú
hefðir haft mest gaman af skelf-
ingarsvipnum á mér.
Skömmu seinna var ég kynnt
fyrir allri fjölskyldunni og þá lést
þú sem við værum aldavinkonur,
og það væri eðlilegast af öllu að
ég væri þama. Eg þakka þér fyrir
að taka mig inn í fjölskylduna,
fyrir vináttu þína.
Eg minnist stunda á Kirkju-
teignum þegar við bjuggum þar
og þú komst í heimsókn til að
kenna mér að búa til jóla-triffle
með eggjakremi eftir uppskrift
sem þú lærðir þegar þú byrjaðir
búskap. Þú lést mér finnast ég
vera mjög klár að geta lært þetta
og að vilja halda í gamlar hefðir.
Nú hef ég kennt minni dóttur að
gera triffle og ég fann til sama
stolts yfir að vera að kenna henni
Hólmsteinn S. Jóhaimesson
Hólmsteinn Skarphéðinn Jó-
hannesson fæddist á Þorleifs-
stöðum í Blönduhlíð 28. maí
1919.
Hann lést í Sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki aðfaranótt 22.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Jóhann-
es Jónsson, bóndi á Þorleifs-
stöðum, f. 2. júlí 1888 í Hjalta-
staðahvammi, d. 31. desember
1965 og kona hans Málfiríður
Benediktsdóttir frá Branda-
skarði, A. Hún., f. 14. apríl
1892, d. 3. janúar 1984. Systk-
ini Hólmsteins voru Hólmfríð-
ur Jóhanna, f. 9. júlí 1918, bú-
sett í Kópavogi. Eiginmaður
hennar var Ellert Finnboga-
son, f. 31. desember 1911, d.
20. apríl 1994, og Jón Bene-
dikt f. 15. maí 1921, d. 30.
mars 1922. Hólmsteinn kvænt-
ist 26. maí 1943, eftirlifandi
konu sinni, Gunnfríði Ingi-
björgu Björnsdóttur, frá Stóru-
Ókrum, f. 28. febrúar 1920.
Foreldrar hennar voru Björn
Sigurðsson, bóndi á Stóru-
Ökrum, f. 4. ágúst 1894, d. 21.
október 1985 og kona hans
Sigríður Gunnarsdóttir, f. 22.
nóvember 1894, d. 10. október
1985. Þau voru bæði fædd í
Syðra-Vallholti í Vallhólmi.
Hólmsteinn stundaði nám
við Bændaskólann á Hólum
veturinn 1936-37, Héraðsskól-
ann á Laugum 1938-39 og
Bændaskólann á Hvanneyri
1939-40. Hólmsteinn og
Gunnfríður hófu búskap á Þor-
leifsstöðum árið 1943.
Börn þeirra eru:
Inga Björk, f. 4. okt. 1943,
búsett í Keflavík. Maður henn-
ar er Guðmundur Matthíasson
og börn þeirra eru Matthías
Hólm, Sigríður Hrönn og
Gunnar Ingi.
Margrét Björg, f. 18. sept.
1946, búsett í Kópavogi. Mað-
ur hennar er Óskar Halldórs-
son og dætur þeirra eru Hólm-
fríður Björk og Bertha Kristín.
Sigríður Birna, f. 4. sept.
1951, búsett í Reykjavík. Mað-
ur hennar er Halldór Helgi
Halldórsson og sonur þeirra er
Hólmsteinn Ingi.
Þorleifur Benedikt, f. 26.
maí 1958, bóndi á Þorleifs-
stöðum. Kona hans er Jónína
Lára Stefánsdóttir og börn
þeirra eru Jóhannes Björn og
Elma Hrönn.
Barnabarnabörnin eru fimm.
Útför Hólmsteins fór fram
frá Miklabæjarkirkju laugar-
daginn 2. maí Jarðsett var í
Miklabæjarkirkjugarði.
Hver gleynúr bjarta Blönduhlíð
hlámanum þinna jjalla?
Hver man ekki og þráir á sumrin stð
sólskinsblettina alla?
Hver vill ekki eiga vorinfríð,
þar sem vötn þín að bökkum falla.
( Friðrik Hansett )
Elsku pabbi, þú fæddist inn í
íslenska vorið í fallegu sveitinni
okkar undir Blönduhlíðarfjöllum
og nú þegar uppáhaldsárstíminn
þinn, vorið, er að ganga í garð,
kveður þú og heldur til nýrra
heimkynna. Það er sárt að þú
skulir vera farinn frá okkur. Við
héldum lengi í vonina um að þér
auðnaðist að fá heilsu og komast
heim. En hvert áfallið rak annað
og við trúum því að úr því sem
komið var, hafi hvíldin verið þér
kærkomin eftir öll þín miklu og
erfiðu veikindi síðustu fimm
mánuði, þótt allt væri reynt til
hjálpar af því góða hjúkrunar-
fólki og læknum sem önnuðust
þig, en ekki kvartaðir þú og sýnd-
ir mikið æðruleysi.
Þú ólst upp ásamt einkasystur
þinni við ástríki góðra foreldra og
á móti foreldrum þínum hófuð
þið mamma búskap á Þorleifs-
stöðum, en áður hafðir þú aflað
þér búfræðimenntunnar á Hól-
um og Hvanneyri. Við bústörfin
varst þú vakinn og sofinn alla tíð,
duglegur og farsæll bóndi, inikill
náttúruunnandi, fróður og minn-
ugur á örnefni og staðhætti víða
um Iand, þótt ekki gæfir þú þér
tíma til ferðalaga. Hugur þinn
stóð þó vissulega til þess að sjá
meira af landinu okkar. Margt
leitar nú á hugann þegar þú ert
horfinn; allar þær ljúfu og góðu
minningar sem við eigum frá
æsku okkar og uppvexti.
Þótt oft blási á móti í búskapn-
um, var það ykkur mömmu sönn
gleði þegar Þorleifur tók við bú-
inu og heldur ótrauður áfram
ykkar ævistarfi.
Elsku pabbi, við vitum að þú
hefðir ekki viljað nein skrif um
þig. Þú varst alltaf svo hógvær,
\áldir ekkert umstang kringum
hlutina, varst ákaflega heima-
kær; búskapurinn og Qölskyldan
áttu ætíð hug þinn allan.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill. Saman hafið þið Iifað
Ianga ævi í blíðu og stríðu. Eng-
inn hefur staðið sig betur en þú í
Iöngu veikindastríði pabba.
Elsku föðursystir, þú hefur séð
á bak góðum bróður. Ykkar sam-
band var kært alla tíð.
Hjartans þakkir, elsku pabbi,
fyrir allt sem þú varst okkur og
gafst. Megi góður guð styrkja
mömmu og okkur öll á þessum
erfiðu stundum.
Ég er að hotfa hugfanginn
í hlýjum sumarblænum
■yfir litla lækinn minn,
sem líðurfram hjá bænum.
Þegar ég er uppgefinn
og eytt er kröftum mínum,
langar mig í síðasta sinn
að sofna á bökkum þínum.
V (GtsliÓlafsson)
Guð blessi.þig og varðveiti.
Bömin.
og ég fann fyrir í fyrsta sinn þeg-
ar mér tókst að gera trifle „a Ia
Magga“.
Þú hélst fast í hefðir og hélst
fjölskyldunni þétt saman. Það var
ekkert sem við börnin þín,
tengdabörn og barnabörn gátum
ekki framkvæmt og í þínum aug-
um vorum við öll allra best í öllu
því sem við tókum okkur fyrir
hendur.
Þér var sama hver heyrði þegar
þú varst að hæla þínum, eins og
á fæðingardeildinni þegar þú og
Kalli komuð að sjá Ástu Dan ný-
fædda.
Hann stóð við gluggann með
okkur með hattinn í hendinni og
þú við hliðina á honum glæsileg
að vanda með hatt á höfði, og þú
tilkynntir öllum að sonardóttir
ykkar væri lang fallegasta barnið
á deildinni.
Þú stóðst alltaf við hlið Kalla
studdir hann og lést þig ekki
muna um að rétta honum hjálp-
arhönd í byggingarvinnunni Iíka.
Þegar við vorum að tala saman
um stöðu konunnar vorum við
ekki alltaf sammála um hlutina
en þó sagðir þú að þú værir búin
að mála fleiri ofna um æfina en
þú vildir muna, Eg vil skilja það
þannig að ef þú værir ung í dag
þá myndir þú ekki gera alla hluti
eins.
Við vorum báðar ákveðnar, en
þó að stundum syði uppúr þegar
hvorug vildi gefa sig, þá jöfnuð-
um við okkur alltaf og skildum að
við þyrftum ekki alltaf að vera
sammála því að við vorum vinir
og við vorum sammála um svo
margt. Við elskuðum sama fólkið
og það var það sem batt okkur
saman.
Elsku Magga. Eg kveð þig en á
þó alltaf hluta í þér því að í Ástu
Dan eru hæfileikar og margir
góðir kostir sem hún fékk í arf frá
þér.
Mér finnst gott að hugsa til
þess að nú eruð þið Kalli aftur
saman, því ef tvær mannseskjur
voru skapaðar fyrir hvora aðra þá
voruð það þið.
Bið að heilsa Kalla,
Þin tengdadóttir Freygerður.
FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR