Dagur - 20.05.1998, Side 3

Dagur - 20.05.1998, Side 3
rD^ftr MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 199 8 - 3 FRÉTTIR Lán komi í stað verkfallsgreiðslna Á næsta ári greiða bankamenn fimmfalt meira í vinnudeilusjóð sinn en þeir hafa áður gert. Með því eru þeir m.a. að búa í haginn en kjarasamningar þeirra renna út þá um haustið. Viimudeilusjóði jafn- vel breytt í lánasjóð. Kemur í veg fyrir tví- skðttun. Framlag í vinnudeilusjóð SÍB hækkar úr 2,8 milljónum í 14 millj- ónir á ári. Samband íslenskra banka- manna, SIB, hefur hugleitt að veita félagsmönnum í verkfalli lán úr vinnudeilusjóðnum til að koma í veg fyrir verkfallsgreiðsl- ur verði skattlagðar. Þá kemur einnig til álita að slá lán hjá Nor- ræna bankamannasjóðnum í sama skyni. Sérhver félagsmaður endurgreiðir síðan sitt lán með framlagi sínu í vinnudeilusjóð- inn. A síðasta þingi sambandsins var samþykkt að stórefla vinnu- deilusjóð bankamanna. Fáránlegt Friðbert Traustason, formaður SIB að það sé minnsta mál að breyta reglum vinnudeilusjóðs og gera hann að lánasjóði til að koma í veg fyrir þann fáránleika sem skattheimta á verkfalls- greiðslum óneitanlega er. Hann segir lögfræðinga hafa mælt með þessari lánaleið þegar málið var til skoðunar í fyrra þegar stefndi í verkfall bankamanna. Hann segir að um tvísköttun sé að ræða þegar fólki sé gert að greiða skatta af því sem það fær úr verkfallssjóði í verkfalli, þótt Héraðsdómur Reykjavíkur hafi verið á öndverðri skoðun í máli sem kennari tapaði á dögunum. Fólk sé þegar búið að greiða skatta af launum sínum sem fé- Iagsgjald er reiknað af, en hluti féíagsgjaldsins rennur síðan í vinnudeilusjóð SIB. Formaður SIB undrast að þessi tvísköttun skuli enn vera til staðar í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á þessum málum í sam- bandi við lífeyrisgreiðslur. Ftmmfold hækkun Þann 1. apríl á næsta ári hækkar framlag bankamanna í vinnu- deilusjóð SÍB úr 0,05% af laun- um í 0,25%, eða fimmfalt. Hins- vegar verður félagsgjaldið óbreytt, eða 0,45%. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun SIB hækka framlög til vinnudeilu- sjóðsins í krónum talið úr 2,8 milljónum króna á ári í röskar 14 milljónir. Um síðustu áramót námu eignir vinnudeilusjóðsins tæplega 36 milljónum króna. Formaður SIB segir að með þessari hækkun í vinnudeilu- sjóðinn sé einfaldega verið að búa í haginn fyrir framtíðina en kjarasamningar bankamanna verða lausir 1. september á næsta ári. Þar fyrir utan þótti ástæða til að efla sjóðinn svo hægt sé að fjármagna verkfall í allt að einn til tvo mánuði, ef svo ber undir. Auk þess var ákveðið að hækka framlagið til samræm- is við það sem tíðkast í þessum málum hjá öðrum norrænum bankamönnum. - GRH Sigurður Þórðarson, ríkiendurskoðandi. Er að skoða málið Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að verið sé að skoða ósk lögfræðings Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra, um endurupptöku greinargerðar Ríkisendurskoðun- ar um Landsbankamál. Akvörðun verði tekin eftir helgi. „Það er ekki mitt eða stjórnar þingsins að svara ósk lögfræðings Sverris Hermannssonar um end- urupptöku hans máls hjá Ríkis- endurskoðun. Það er alfarið mál ríkisendurskoðanda, sem einn tekur ákvörðun um endurupp- töku og hvort hann víkur sæti. Ef Sigurður Þórðarson ákveður að taka málið upp aftur og víkja sæti þá kemur það til kasta forsætis- nefndar Alþingis að skipa annan mann í hans stað,“ sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis. Þess má geta að í bréfi lögffæð- ings Sverris um ósk um endur- upptöku lofar hann að birta lista yfir alla Iaxveiðigesti Landsbank- ans sl. 5 ár ef málið fæst tekið aft- ur upp. — s.DÓR „Skilbara ekki svona vitleysu“ „Ég bara skil ekki svona vit- leysu,“ segir Þorkell Sigurbjörns- son, tónskáld og fulltrúi í stjórn Tónlistarhúss Kópsvogs, um þá ákvörðun fulltrúa Alþýðubanda- lags og krata að mæta ekki við lagningu hornsteins Tónlistar- hússins af pólitískum ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá kosningamiðstöð K-listans í Kópavogi situr Þorkell í stjórn tónlistarhússins fyrir minnihlut- ann í bæjarstjórninni. Sjálfur vill hann ekki gera mikið úr því og telur sig hafa verið tilnefndan í stjórnina sem tónlistarmann og fulltrúa hins almenna borgara í Kópavogi. Þorkell segir að það hafi þótt alveg sjálfsagt mál í stjórninni að fá Davíð Oddsson forsætisráð- herra til að leggja hornstein að byggingunni við hátíðlega at- höfn. í það minnsta vafðist það ekki fyrir honum, enda stóð aldrei annað til en að fá einhvern af æðstu mönnum þjóðarinnar til að sinna því verki. - GRH Bæjarfulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks og fulltrúar flokkanna i lista- og menningarráði Kópavogs mættu ekki við hátíðlega athöfn i gær þegar forsætisráð- herra lagði hornstein að Tónlistarhúsi bæjarins. Það gerðu þeir í mótmælaskyni við það sem þeir kalla „pólitíska leiksýningu" Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi. Sjálf/r vildu þeir að Kópavogsbúi yrði fenginn til verksins i stað forsætisráðherra og fyrr- verandi borgarstjóra, enda húsið fjármagnað einvörðungu af bæjarbúum. Ekkert sjónvarpseinvígi „Mér finnst að yfirmenn mínir eigi að standa við ákvarðanir sín- ar um dagskrá. Um það snýst málið og ekkert annað,“ segir Óðinn Jónsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann og Helgi Már Arthurs- son, fréttamaður á Sjónvarpinu, hafa ákveðið að stjórna ekki síð- asta kosningaþætti Sjónvarpsins á nk. föstudagskvöld eins og ráð- gert hafði verið og auglýst hefur verið í dagskrá. Upphaflega átti að sjónvarpa einvígi á milli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Arna Sigfússonar borgarstjóraefnis sjálfstæðis- manna og voru þeir tvímenning- ar búnir að undirbúa sig undir það. Utvarpsráð ákvað hinsvegar að leyfa forystumönnum Húmistahreyfingarinnar og Launalistans að vera einnig með í þessum þætti. I stað þeirra Óðins og Helga munu þeir Jóhann Hauksson og Logi Bergmann Eiðsson frétta- menn stjórna þættinum í Sjón- varpinu. - GRH SH staðið við sitt Á síðasta bæjarstjórnar- fundi núverandi bæjar- stjórnar Akureyrar sem haldinn var í gær, svar- aði Jakob Björnsson bæjarstjóri fyrirspurn Heimis Ingimarssonar um það hvernig Sölu- miðstöð hraðfrystihús- anna hefði efnt íyrirheit sitt um að skapa 80 ný störf í bænum. Fram kom í svari bæjarstjóra að strax um miðjan júní 1996 hafi SH talið sig vera búið að uppfylla skuldbindingar sínar. Hins vegar hefur störf- um hjá UA fækkað milli áranna 1996 og 1997, úr 412 í 345 en er það rakið til hagræðingar. Ljóst er samkvæmt sérstöku minnisblaði frá SH í tilefni af fyrirspurninni að fyrirtækið telur að aðgerðir vegna Slippstöðvarinnar hafi skapað 50 ný störf og að önnur sú starfsemi sem stofnað var til á sínum tíma sé að mestu óbreytt. Einnig telur SH að aukin umsvif hafi orðið í bænum í ýmsum þjónustugreinum með tilkomu SH og tengdrar starfsemi. Frá síðasta bæjarstjórnarfundi núverandi bæjarstjórnar Akureyrar i gær þar sem m.a. var rættt um efndir SH á fyrirheitum um að skapa 80 ný störfí bænum. - mynd: brink Sjónvarpsstöðvununi hótað lögsókn Hvorki Sjónvarpið né Stöð 2 sýndu frá leikjum í íslensku knattspyrn- unni í gær. Þýska fyrirtækið UFA sem keypt hefur sýningarrétt frá íslensku knattspyrnunni af KSI, hótaði í gær báðum stöðvum lögsókn ef um frekari myndbirtingar yrði að ræða frá leikjum í efstu deild karla í knattspyrnu, en þær sýndu frá leik Þróttar og IBV í fréttum á mánu- dagskvöld. Ekki hefur enn samist við þýska fyrirtækið um rétt til sýn- inga og því allt í óvissu með framhald á íslenskri knattspyrnu í ís- lenskum sjónvarpsstöðvum. Bilið miimkar enn Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn saxað á forskot Reykjavíkurlistans samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið í gær. R-Iist- inn nýtur fylgis 53,7% kjósenda og fengi 8 menn ef kosið væri nú og D-Iistinn 44,4% og 7 menn. Samkvæmt könnuninni fengi Launalist- inn 1% og Húmanistaflokkurinn tæpt prósent.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.