Dagur - 20.05.1998, Síða 5

Dagur - 20.05.1998, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998 - S FRÉTTIR Engar áhyggjur af at- vinnu fynr nóttafólk Stefán Guðmundsson virðist nokkuð öruggur með sæti í bæjarstjórn i Skagafirði samkvæmt nýrri Gallup könnun. Framsókn meðbyr Framsóknarflokkurinn fær fjóra menn kjörna í sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, Sjálfstæðisflokkur- inn 3 menn, Skagafjarðarlistinn 3 og Vinsældalistinn 1 sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Af þeim sem afstöðu tóku kváðust 34,7% ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 31,6% Sjálfstæðisflokk, 25,2% Skaga- Ijarðarlistann og 8,6% Vinsælda- listann, framboð ungs fólks í Skagafirði. Um 6% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu og 16,8% höfðu ekki tekið afstöðu þegar könnunin var gerð. Konur studdu Skagafjarðarlistann í meira mæli en karlar, sam- kvæmt könnuninni. Könnunin fór frarn um liðna helgi. I úrtakinu voru 600 Skag- firðingar, 18 ára og eldri. Svar- hlutfall var 73,7%. - SBS 30-40 maims eru án atvinmi á Blönduósi. RíMsstjóm skipar nefnd til að gera til- lögur til úrbóta í at- vinniunálum Norður- lands vestra. Bæjaryfirvöld á Blönduósi hafa engar áhyggjur af því hvort hægt verði að útvega flóttafólkinu vinnu sem kemur þangað eftir mánuð frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu. I það minnsta telja hvorki Skúli Þórðarson bæjar- stjóri né Jón Ingi Einarsson verk- efnisstjóri ástæðu til að hafa áhyggjur af atvinnumálum þessa fólks. Hinsvegar hafa stjórnvöld áhyggjur af atvinnuástandinu al- mennt á Norðurlandi vestra. Ekkert mál „Við ætlum að vera búnir að Ieysa þetta atvinnumál þegar að því kemur," segir Jón Ingi. Hann minnir á að flóttafólkið, sem er alls um 25 manns að meðtöldum börnum, kemur ekki til bæjarins fyrr en 20. júní nk. Þá muni það ekki byija að vinna fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo mán- Bæjaryfirvöld á Blönduósi eru bjartsýn og telja ástæðulaust að hafa einhverjar áhyggjur af atvinnumálum flóttafólksins sem þangað er væntanlegt eftir mánuð. f það minnsta telja þau að búið verði að leysa það mál þegar þar að kemur. uði þar í frá, eða um mánaða- mótin ágúst-september. Þar fyrir utan verða þeir að læra íslensku hálfan daginn fyrstu níu mánuð- ina. Jón Ingi segir að ein helsta ástæðan fyrir atvinnuleysi í bæn- um sé vegna þess að Fiskur 2000 hætti starfsemi. Hins vegar binda menn vonir við að starf- semi geti hafist á ný í því húsi áður en langt um líður. Hvort þar verður síðan unninn fiskur eða eitthvað annað á síðan eftir að koma í Ijós. Aðgerðir gegn atvinnuleysi Um 30-40 manns hafa verið á atvinnuleysisskrá á Blönduósi undanfarna mánuði, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunarinnar um atvinnuástandið. Jón Ingi segir að þrátt fyrir þetta viti hann ekki annað en að t.d. skólafólki hafi gengið vel að fá vinnu í sumar. Þá verði alltaf einhvað að gera við slátrun og annað í haust þegar skólafólkið hverfur af vinnumarkaði. A fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt tillaga frá Páli Péturssyni félagsmálaráðherra að skipa nefnd fimm ráðuneyta til að gera tillögur til úrbóta í at- vinnumálum á Norðurlandi vestra. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér í haust. Þetta er gert vegna þess að hlutfalls- Iegt atvinnuleysi er hvergi meira en á þessu svæði. Það er m.a. rakið til þeirra breytinga sem þar hafa átt sér stað í vinnslu land- búnaðar- og sjávarafurða. - GRH Orrusta töpuð en ekki stnðið Borgin styrkir KR uni 250 milljónir króna Borgarráð samþykkti í gær að styrkja Knattspyrnufélag Reykjavíkur - KR - um 250 milljónir króna til framkvæmda við iþróttamannvirki við Frostaskjól. Um er að ræða endurbætur á eldri mannvirkjum og bygg- ingu nýs íþróttahúss. Borgin ætlar að greiða 60 milljónir þann 1. júní næstkomandi, hundrað milljónir á næsta ári og 80 milljónir árið 2000. KR hefur þegar fengið 10 milljónir króna. Foreldraverðlaunin til Vestmannaeyja Hjálmfríður Sveinsdóttir skóla- stjóri og kennarar í Barnaskóla Vestmannaeyja fengu Foreldra- verðlaun Heimilis og skóla sem út- hlutað var í gær. Samtökunum bár- ust 20 tilnefningar til Foreldra- verðlaunanna. Vestmannaeying- arnir fengu viðurkenninguna íyrir verkefnið Vinahringir en tilgangur þess var að nemendur kynntust betur innan bekkjarins og að fá for- eldra til að hafa meira samband sín í milli. Fullyrding gegn fullyrdmgu Álfhildur Andrésdóttir sem vann hjá Hrannari Arnarssyni 1994 segir hann hafa farið með rangt mál þegar hann fullyrti í Degi í gær að hann hefði skilað skattinum upplýsingum um tekjur hennar. Hrann- ar segist standa við hvert orð. I yfirlýsingu frá Alfhildi segir að samkvæmt skattstjóranum í Reykjavík hafi skattstofunni ekki borist upplýsingar um vinnu henn- ar fyrir Markaðsmenn árið 1994. Það hafi ekki verið fyrr en við skatt- rannsókn hjá fyrirtækinu árið 1996 sem skattstofan hafi fengið upp- Iýsingar um þær tekjur sem hún hafi haft þar. Hrannar segir þetta rangt. Markaðsmenn hafi aldrei verið teknir til skattrannsóknar. Hann hafi sent skattyfirvöldum upplýsingar um tekjur Alfhildar sem og annarra sem unnið hafi hjá sér. Astæða fyrir- spurnar skattyfirvalda 1996 um Alfhildi kunni að vera sú að hún hafi ekki gefið upp þær tekjur sem Markaðsmenn gáfu upp á hana, en þar sé ekki við sig að sakast. Hjálmfríður Sveinsdóttir og Guðbjörg Matthíasdóttir. Stjómarandstæðmgar segja að þótt hin imi- deildu frumvörp um hálendið og húsnæðis- frumvarpið verði sam- þykkt í vor verði har- áttunni fyrir hreyt- ingum á þeim haldið áfram næsta vetur og þau gerð að kosninga- máli. „Eg skal játa að ég er ekki búin að sætta mig við það að þessi fjögur stóru mál verði afgreidd fyrir þingfrestun. Vandinn sem við okkur blasir er að við vildum fá fram breytingar á þeim en því miður horfir ekki svo að við náum þeim fram. Að þessu leyti er ég ósátt við stöðuna og það sam- komulag sem gert hefur verið um þinglokin og afgreiðslu mála,“ sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalista, um það samkomulag sem gert hefur verið um þingfrestunina. Þingfundum var frestað í gær og þing kemur ekki saman aftur fyrr en á mánudag. Þá er fyrir- hugað að það starfi í tvær vikur og hálendismálin þrjú og hús- næðismálið verði afgreitt fyrir þinglok 6. júní. „Enda þótt að þessar séu mála- Iyktir tel ég að okkur hafi með baráttunni hér á Alþingi að und- anförnu tekist að vekja fólk til umhugsunar um hvað verið er að Við ætlum að reyna að koma í veg fyrir að þessar miklu auðlindir verði færðar landeigendum á silfurfati, segir Guðný Guðbjörnsdóttir um hálendisfrumvörpin sem allt útlit er fyrir að verði að lögum innan skamms. gera í hálendisþætti sveitarstjórn- arfrumvarpsins. En vegna þess hve stutt var á milli umræðna um húsnæðisfrumvarpið hefur ef til vill ekki tekist eins vel að vekja áhuga fólks á því,“ sagði Guðný. Hún sagði að þegar að loka af- greiðslu þessara frumvarpa kem- ur í næstu viku muni stjórnar- andstæðingar koma með breyt- ingatillögur. Ekki síst verði þá tekist á um frumvarpið um eign- arhaldið og mikil vinna hafi átt sér stað á milli 2. og 3. umræðu f því. „Þær breytingatillögur munu sfðan verða gerðar að kosninga- máli hér á Alþingi þegar það kem- ur saman í haust og framundan verður kosningaþing. Við ætlum að reyna að koma í veg fyrir að þessar miklu auðlindir verði færðar landeigendum á silfurfati. Sömuleiðis vil ég að farið verði „Efþessi fjögur frumvörp verða öll samþykkt, þá erum það ekki bara við í stjórnarandstöðunni sem höfum tapað heldur þjóðin öll, “ segir Margrét Frímannsdóttir. með sveitarstjórnarlögin sem kosningamál næsta vetur," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. „Ef þessi fjögur frumvörp verða öll samþykkt, þá erum það ekki bara við í stjórnarandstöðunni sem höfum tapað heldur þjóðin öll,“ sagði Margrét Frímannsdótt- ir, formaður Alþýðubandalagsins, aðspurð hvort stjórnarandstaðan hafi tapað orrustu í stríðinu við stjórnarflokkana að undanförnu. „En ég vil taka skýrt fram að barátta okkar hér að undanförnu hefur orðið til þess að kynna þessi mál. Almenningur er orðinn meðvitaður um hvað hér er á ferðinni og hvað það er sem stjórnarmeirihlutinn ætlar að keyra í gegn. Jafnvel þótt þessi frumvörp verði öll samþykkt munum við halda áfram barátt- unni fyrir breytingum á þeim næsta vetur,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir. - S.DÓR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.