Dagur - 20.05.1998, Síða 6

Dagur - 20.05.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐi Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-i6is Ámundi Ámundason CAKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Sfmbréf ritstjórnar: 460 617icakureyri) 551 6270 creykjavíK) Þegar þú ert bjargarlaus 1 fyrsta lagi Fyrir nokkrum vikum héngu tveir starfsmenn Dags og sam- ferðarmaður þeirra eins og apar - öfugir í rólum - inni í bíl- flaki. Allt var á haus, þeir sjálfir og bíllinn. Sá fjórði lá saman- hnipraður í drasli. Glerbrot og brak á víð og dreif yfir hið norð- lenska harðfenni; kuldagjóstur og fjúk inn um brotnar rúður; hálfrokkið inni í samanklesstum bílnum. Hann var gjörónýtur eftir veltu. Síðar taldi tjónaskoðunarmaður að kannski væri afturhlerinn heill, en hann væri það eina. Þeir sem héngu þarna inni voru búnir að kynnast því af eigin raun sem allir eiga að vita: beltin bjarga. 1 öðru lagi Sá fjórði í hópnum sat óspenntur afturí. Honum sagðist svo frá eftir óhappið að sér hefði virst sem bíllinn hefði farið 15- 20 veltur - ekki eina, tvær eða þrjár sem mun nær sanni. Fé- laginn hentist stjórnlaus til í bílnum og hafnaði að lokum í aft- urrúðu sem brotnaði í mask. A meðan sátu hinir fastir í sæt- um sínum og högguðust varla meðan bíllinn snérist á vegin- um, lagðist á hliðina þegar hann lenti öfugur í snjóruðningi, rann tugi metra og endaði loks á þakinu. Þá var allt ónýtt sem áður var bíll, þrír ómeiddir, en sá sem sat við hlið ökumanns handleggsbrotinn eftir að dyrabúnaður gekk inn. Þetta heitir að sleppa vel. í þriöja lagi Þessi stutta saga er sögð til að minna ökuþóra sumarsins á að það er ekkert vit í að aka án þess að spenna beltin. Stutt eða langt, hægt eða hratt. Ekki bara í framsæti. Höggin og hættan í aftursæti eru alveg jafn borðleggjandi ef eitthvað fer úrskeið- is. Og þetta eitthvað sem fer úrskeiðis er því miður ekki und- ir eigin snilld komið að afstýra - þótt margir telji svo. Umferð- arslysin að undanförnu eru voldug viðvörun. Þegar sumarferð- irnar heljast eiga allir að vera með beltin spennt. Þegar mað- ur getur ekkert gert sjálfur, geta þau bjargað. Stefán Jón Hafstein. Málið tekið upp? Garri gerir þá kröfu að ríkis- lögreglustjóri og allt hans starfsíið víki sæti og að Iög- reglumál gegn Garra, sem skrifuð var um skýrsla hjá embættinu, verði tekið upp. Það er nauðsynlegt að breyta í verulegum atriðum skýrslunni sem skrifuð var um málið og það þarf að taka til sérstakrar rannsóknar tvo lögregluþjóna sem þóttust góðir með sig að hafa gómað Garra í því sem þeir sögðu að væri lögbrot. Oll með- ferð málsins hjá lög- reglunni var með þeim hætti að eins- dæmi hlýtur að telj- ast. Augljóst er að lög- reglan hefur í níðings- legu samsæri sínu gegn Garra gert sér far um að draga fram allt í málinu sem er óhagstætt honum. Ekki tekið við ábendingum Þessi ótrúlega hlutdrægni kemur til dæmis fram í orða- lagi og efnistökum í skýrsl- unni. Ekkert tillit hefur verið tekið til tillagna Garra um hvernig skrifa eigi skýrsluna og hvernig tekið skuli á málum þrátt fyrir að Garri sé mjög frambærilegur íslenskumaður og vanur því að setja saman texta. Orðalag eins og „hinn grunaði kveðst" ...þetta og hitt, er til dæmis afar ósmekk- legt og Garri hefði frekar kos- ið að þarna yrði notað orðalag eins og „hinn góðkunni pistla- höfundur kveðst" eða eitthvað í þá áttina. En ekkert tillit er tekið til þess frekar en annars. Eins er auðvitað fráleitt að Garra sé stillt upp eins og sakamanni, sem hafi átt að V vita að svona lagað geri menn einfaldlega ekki. Garra hefur aldrei verið sagt að þessi til- tekna hegðun væri ólögleg eða ekki við hæfi. Hafi Garri gerst sekur um lögbrot eða ósæmi- legt athæfi Iiggur sökin ekki hjá honum heldur öllum hin- um, sem ekki sögðu honum frá því að þetta eða hitt gerðu menn einfaldlega ekki. Hinir líka Loks má benda á að í þessari Iögreglu- skýrslu er ekki eitt aukatekið orð um það að Garri er síður en svo eini lögbrjót- urinn í þessu landi. Að þeir eru margir sem gerst hafa brotlegir sem ganga um í þjóðfélaginu án þess að hafa fengið á sig skýrslu. Ef Garri á að fá skýrslu er algjört lágmark að allir þessir aðilar fái á sig skýrslu líka. En til viðbótar öllu þessu, sem væri auðvitað nægjanlegt til þess að lög- regluyfirvöld í öllum sið- menntuðum ríkjum féllu frá málinu, þá kemur í ljós að lög- reglumaður sem var á vakt á stöðinni kvöldið sem lögreglu- mennirnir gómuðu Garra íyrir meint lögbrot er systursonur ömmubróður frænda síns og því eru vaktbræður þessa manns augljóslega algerlega óhæfir í málinu. Það er því ekki nema um eitt að ræða og það er að senda lögregluna eins og hún leggur sig í leyfi vegna vanhæfis í málinu, end- urupptaka málið og fá ferska aðila til að dæma í því. Eða finnst þér það ekki Sverrir? GARRI. Á íií) láta ríkisendur- skoðunda og alltstarfs- fólk hans víkja við upp- töku á máli Sverris Her- mannssonar? Stcingrímiir J. Sigfússon þitigmaðurAlþýðubandalags „Ég sé nú tormerki á því að skipta um Ríkis- endurskoð- un í einstök- um málum. Mér finnst mikið nær að koma Lands- bankamálinu og tengdum mál- um í sjálfstæðan óháðan rann- sóknarfarveg, til dæmis með því að skipa rannsóknarnefnd skv. heimildarákvæðum í stjórnar- skrá. Þá koma mál Sverris og önnur tengd mál, einsog til dæmis Lindarmálið, lóðamál framsóknarmanna og allt heila klabbið til sjálfstæðrar óháðrar skoðunar." Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jajnaðarmanna. „Ég fæ ekki séð hvernig Ríkisendur- skoðun getur tekið upp einstök mál ef allt starfs- fólk stofnun- arinnar á jafnframt að víkja. Að mínu mati biður maður annað hvort um endurupptöku Ríkisendurskoðunar á grundvelli gefinna upplýsinga og þess sem nýtt er í málinu - eða maður fær nýja aðila, undir öðrum for- merkjum, til þess að skoða málið hlutlaust. Ég tel fulla ástæðu til að skoða ýmsa þætti betur í þessu stóra máli, en þá þarf fag- fólk undir öðrum formerkjum að koma til.“ Skyldi ekki tvöfalt siðgæði vera helmingi meira en einfalt sið- gæði? Svo virðist að minnsta kosti vera af orðanna hljóðan. I þeim mikla orðabelg um siðlegt og ósið- Iegt athæfi, sem nú tröllnður allri þjóðmálaumræðu leitast þeir við að vera hvað engilhreinastir sem þjakaðir eru af tvöföldu siðgæði. Það sem er siðlegt í einum flok- ki er ósiðlegt í öðrum og hat- rammlega er deilt um hvorir séu spilltari, þeir sem ákæra eða hinir ákærðu. . I þeirri forarvilpu siðspillingar- innar sem ötullega er ausið úr um þessar stundir ber þau mál sem kennd eru við Landsbankann hvað hæst. Þar eru ákærendur nú ákærðir og heimtað að þeir svari til saka fyrir þá ósvífni að saka bankastjóra um að hafa farið óvarlega með fé bankans í eigin- hagsmunaskyni. Ákærðir og ákærendur Ríkisendurskoðandi liggur nú Eru siunir spilltari en adrir? undir áburði um að hafa farið offari í endurskoðun Landsbank- ans, fyrir að hafa tekið sér fé með vafasömum hætti úr hirslum rík- isbankanna og fleiri stofnana fyrir að sinna lögbundinni endurskoðun. Þá er hann sakaður um þjónkun við þingmann sem er duglegur að ákæra og enn fyrir að vera ekki fyrir löngu búinn að klaga banka- stjóra Landsbankans fyrir að veiða lax og lifa flott á kostnað bank- ans. Það er orðið vandlif- að £ samfélaginu þegar ekkert má, ekki einu sinni að ákæra eða saka siðblint fólk um spillingu. Það er ekkert nýtt að vegið sé að boðberum von- dra tíðinda og hlýtur hver sá sem hefur slíkar fréttir að færa að vera við þvf búinn að snúast til vamar þegar brestur á með skæðadrífum Sigurður Þórðarson. flugeldasýninga. Það eru einkenni þess volduga upplýsingaþjóðfélags sem tölvu- auðvaldið býr til og stjórnar, að fæstir gefa sér tíma til að vinna úr upplýsingum. Upp- hrópanir eru gerðar að staðreyndum og þeir sem komast á hæsta hauginn og gala hæst vinna áróðursstríðin. Sá einn er sigurvegari, sem er þeim eiginleik- um gæddur að hafa tvöfalt siðgæði eða margfalt miðað við þann sem búa verður við einfalda siðgæðis- vitund, eða þaðan af minni. Tilflmiingar og vaðaU Skoðanakannanir eru gerðar ótt og títt um menn og málefni. Oft er erfitt að sjá hvaða möguleika almenningur hefur á, að mynda sér heilsteypta skoðun á því sem spurt er um. Oft er spurt um at- riði sem miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp um og úr þeim mekki er ekki við öðru að búast en tilfinningavaðli fremur en rök- studdum skoðunum. En skoðanakannanir eru fínn bisniss og afar upplýsingaaukandi fyrir þá sem kunna að notfæra sér þær. En hvort þær bæta einhverju við almenna þekkingu er annað mál. Oft er tuggin upp sú þula úr Dýragarði Orwells, að allir séu jafnir, en sumir jafnari en aðrir. Þetta má allt eins herma upp á siðferðið og segja að allir séu sið- prúðir en sumir siðprúðari en aðr- ir. Eða þá hitt, að allir eru spilltir en sumir eru siðspilltari en aðrir. Það fer svo eftir smekk og inn- ræti hvers og eins að ákvarða hvað er siðlegt og hvað ósiðlegt. Stjórn- málaskoðanir ráða gjarnan sið- ferðiskenndinni og þá fer að verða stutt í að skoðanir og fordómar verða eitt og hið sama. Ami Guimarsson formaður Sambands ungraframsókn- armanna. „Nei, engar þær upplýs- ingar hafa komið fram sem benda til að ríkis- endurskoð- andi og hans fólk sé van- hæft í mál- inu. Ríkisendurskoðun hefur verið boðberi slæmra tíðinda í Landsbankamálinu og hefur þurft að gjalda þess. Og það er ekkert nýtt að menn reyni að drepa þá sem það hlutverk hafa.“ Jón Kristjánsson þingmaður Framsóknaifloklts. „Ég ber fullt traust til Rfkisendur- skoðunar í hennar störf- um og hef ekki reynt starfsfólk stofnunar- innar að öðru en heilindum. Að öðru leyti vil ég ekki blanda mér í þetta mál.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.