Dagur - 20.05.1998, Side 7

Dagur - 20.05.1998, Side 7
l^HT MIÐVIKVDAGVR 20. MAÍ 199 8 - T ÞJÓÐMÁL Lífsreynsla hefur gildi ÓSKAR GUÐ- MUNDSSON SKRIFAR Það er full ástæða til að fárast yfir framsetningu þess manns sem fréttakona Stöðvar 2 fékk til að úttala sig um fjárhag þeirra sem gefa kost á sér til framboðs í væntanlegum borgarstjórnar- kosningum. Þar var kynntur til sögunnar að því er virtist eins konar talsmaður Siðfræðistofn- unar Háskólans. Siðfræðingur- inn hélt því fram að þeir sem hefðu orðið gjaldþrota eða ættu í efnahagserfiðleikum væru óheppilegir til framboðs. Gaf í skyn að meiri líkur væru á að slíkir menn misnotuðu aðstöðu sína. Eg leyfi mér að gera alvar- Iegar athugasemdir við þau sjón- armið sem þarna voru kynnt í fréttum Stöðvar 2, reyndar eins og þau væru sjónarmið Siðfræði- stofnunar, sem mér hefur reynd- ar nú verið sagt að sé Ijarri lagi. I þeirri voðaöldu og fári sem gengur yfir þjóðina nú um stundir er full ástæða til að reyna að glöggva sig einmitt á at- riðum eins og þessum. Eg leyfi mér að halda því fram að Jón Kalmannsson hafi rangt fyrir sér og hafi ekki boðið upp á „siðleg" sjónarmið í fréttinni (reyndar ekki hægt að útiloka að viðtals- menn sjónvarpsstöða séu klippt- ir til í viðtölum eftir þóknan þeirra sem gera fréttir). „Reynslan er verðmæti. Það er blátt áfram nauðsynlegt að stjórnmálamenn með slika reynslu gefi kost á þjónustu sinni við al- menning, “ segir Óskar Guðmundsson um Hrannar B. Arnarsson. RíMr jafnvel hættulegri Sjónarmið siðfræðingsins eru e.t.v. einkennandi fyrir þá sem stundum er sagt um að þekki líf- ið af afspurn, en hafa minni reynslu af veruleikanum. Þannig er reynslan sú að það er mun algengara að voldugir stjórnmálamenn í efnahagslíf- inu, - ríkir menn, misnoti að- stöðu sfna þegar þeir komast til áhrifa í stjórnmálum. Þessi reynsla er auðvitað þvert á kenn- inguna um að fátækir séu hættu- legri en ríkir við stjórnvölinn. Blankir menn eru út um allt og geta vel stjórnað heiminum. Ef mannkynið hefði notað sið- ferðismælikvarða Jóns í alda rás værum við vísast mun aftar á framfarabrautinni að ekki sé minnst á mannúð. Þannig hefði t.d. Abraham Lincoln ekki getað orðið forseti Bandaríkjanna sam- kvæmt þessari mælistiku, - hann varð m.a. þrisvar sinnum gjald- þrota á ævinni áður en hann varð forseti. Þau geta verið vand- meðfarin vandlætingarsjónar- miðin. Trúnaður - lífsreynsla Mestu skiptir að stjórmálamenn þekki lífskjör þeirra sem þeir eru fulltrúar fyrir. Stór hluti lands- manna hefur með einum eða öðrum hætti kynnst efnahagserf- iðleikum á persónulegan hátt. Einmitt þess vegna hefur það verið pólitískt og siðferðislegt vandamál í landinu hversu firrtir stjórnmálamenn hafa verið gagnvart efnahagsmálum venju- legs fólks, heimilanna í landinu. Húsnæðismál eru ágætt dæmi um þetta þar sem áratugum saman voru einvörðungu þing- menn við völd sem þekktu ekki annað en að verðbólgan æti upp húsnæðislán. Þeir skildu aldrei vanda þeirra sem þurftu að greiða af verðtryggðum lánum og gerðu þar af leiðandi ekkert í málunum með alvarlegum af- Ieiðingum fyrir hundruð fjöl- skyldna. A síðastliðnum áratug hafa margar þúsundir manna orðið gjaldþrota og enn fleiri lent í gjaldþrotum beint eða óbeint í gegnum fjölskyldur sínar. Erfið lífsreynsla er ígildi menntunar og á að nýtast samfé- laginu öllu af auðsæjum ástæð- um. Þess vegna er blátt áfram nauðsynlegt að stjórnmálamenn með slíka reynslu gefi kost á þjónustu sinni við almenning. Slík reynsla er með öðrum orð- um þjóðfélagsleg verðmæti. Og þau mega ekki fara forgörðum, - nema við ætlum ekkert að læra af reynslunni. Níu ára meðganga! Hngmyndina að Menntasmiðju kvenna gekk Valgerður H. Bjama- dóttir með í 9 ár. Þessari hugmynd deildi hún með öðrum konum þ. á m. Kar- ólínu Stefánsdóttur fjölskyldu- ráðgjafa og Elínu Antonsdóttur ráðgjafa Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar, og saman vann hópur áhugasamra „ljósmæðra" að þvf að undirbúa fæðinguna. Hugmyndin að Menntasmiðju kvenna er byggð á norrænum daglýðháskólum, sem Valgerður kynntist er hún vann að nor- rænu verkefni „Brjótum múr- ana“ árið 1985. Verkefni til að koma í veg fyrir aðskilnað kvenna og karla á vinnumarkað- inum. En konur bjuggu og búa ekki við sömu skilyrði hvað varð- ar vinnu og laun. Ekki fékk hugmyndin jákvæð- ar undirtektir í fyrstu, en á þess- um árum var atvinnuleysi kvenna á Akureyri að aukast jafnt og þétt. Menntasmiðjan var að nokkru leyti viðbrögð sveitarfélagsins við auknu at- vinnuleysi á svæðinu. 22. ágúst 1994 hóf Menntasmiðja kvenna starfsemi sína, í fyrstu var hún rekin sem 3ja ára þróunarverk- efni, fyrir konur án atvinnu, styrkt af Menntamála- og Fél- agsmálaráðuneyti ásamt Akur- eyrarbæ. Síðastliðið ár hefur Mennta- smiðjan verið styrkt af Akureyr- arbæ ásamt ýmsum styrktaraðil- um. Árið 96/97 var Mennta- smiðjan opnuð öllum konum þó stærstur hluti séu konur án Iaunaðrar vinnu. Markmið Menntasmiðjunnar er að bjóða upp á óhefðbundið nám sem skiptist í þrjá meginhluta, bók- Iegt nám, sjálfstyrkingu og tján- ingu og verklegt nám. Um sama Ieyti og Menntasmiðjan byrjaði, hóf Punkturinn sem er hand- verks- og tómstundamiðstöð fyrir fullorðna starfsemi sína og hefur verklegt nám að mestu leyti farið þar fram. Ef lesendur halda að það sé letilíf að vera í Menntasmiðju kvenna, þá er það mesti mis- skilningur. 1 Menntasmiðjunni er skyldu- mæting og skóladagurinn er frá kl. 9-15 nema á föstudögum til kl. 12 á hádegi. A þessum tíma er til skiptis dælt í okkur fróðleik af sem flestum toga, s.s. réttindi okkar og skyldur, sögu, heim- speki og siðfræði, heilsufræði, tölvufræði og jóga. I myndlist og tjáningu koma hinir færustu listamenn í ljós og ekki má gleyma handverkinu, þar má sjá allt frá smíðum, vefn- aði og dýrindis bútasaum, jafn- vel gömul húsgögn gerð upp. I skapandi skrifum, en það er mjög skemmtilegt námsefni, hafa komið í Ijós hinir liprustu pennar. Námsefni það sem boð- ið er upp á er svo spennandi, að konurnar drekka þetta allt í sig eins og svampar, eða plöntur sem ekki hafa fengið vökvun nema af skornum skammti. I Menntasmiðjunni fá konur á öllum aldri einstakt tækifæri til að skoða sjálfsmynd sína, hæfi- leika og fá innsýn í ýmsa þætti sem ekki gefst kostur á í hefð- bundnu námi. Margar konur hafa fundið sér nýjan grundvöll, jafnvel vinnu við sitt hæfi, eða farið í meira nám eða það sem er mest virði orðið sáttari við hlutskipti sitt. Menntasmiðjan er sérstök. Hún er endurmenntunar- og endurhæfingartilboð sérstaklega sniðið að þörfum kvenna sem ekki hafa fundið styrk sinn í hefðbundnu kerfi, eða sem eru að leita að tilboði sem þeim finnst hið hefbundna ekki geta boðið þeim. Menntasmiðjan getur því ekki aðlagað sig að því innra eða ytra skipulagi sem aðr- ar menntastofnanir byggja á, þá missir hún sérstöðu sína og þar með tilgang sinn. Til þess að hæfir stjórnendur og kennarar fáist til hennar, verður að festa hana í sessi. Við sem þetta skrifum urðum þeirrar gæfu aðnjótandi, að he§a nám á vorönn Mennta- smiðjunnar, en þetta er fjöl- mennasta önnin sem starfrækt hefur verið. A þessari önn hófu 24 konur nám á aldrinum 28-68 ára og ekkert kynslóðabil fýrir- finnst. Það er stórkostleg reynsla að taka þátt í þvílfkri efl- ingu sjálfstyrks og þroska. Finna og sjá hvernig hver á sinn hátt verður sáttari við lífið og tilver- una, og tilbúnin að takast á við það. Hvernig konurnar styðja og styrkja liver aðra, þótt þær hafi ekkert þekkst áður, og það er kannski þegar allt kemur til alls mergurinn málsins Konur eru konum bestar. Enn er baráttunni fyrir Menntasmiðjunni ekki Iokið og er nú Ieitað fjármögnunar til ýmissa ráðuneyta og hafa undir- tektir verið mjög jákvæðar. Þar sem reynslan hefur sýnt að mikil þörf er fyrir starfsemi af slíku tagi, og kosningar framundan beinum við þeirri ósk okkar til næsta meirihluta í bæjarstjórn að tryggja framtíð Menntasmiðjunar. Júlía Björnsdóttir, Halla Angantýsdóttir, Hrefna Hagalín, Lilja Ragnarsdóttir og Elíngunnur Birgisdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.