Dagur - 20.05.1998, Síða 10

Dagur - 20.05.1998, Síða 10
10- MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998 FRÉTTASKÝRING Framboð hvergi fLeiri Sex framboð í Hafnar- firði. Tekist á um skuldastöðu bæjar- ins, siðleysi, upp- byggiugu og að fá Keiko í bæinu. I 1 | : 5« Bæjarpólitíkin í Hafnarfirði hefur iöngum verið stormasöm svo ekki sé meira sagt. Skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar nema tæp- um 5 milljörðum króna, eða 260 þúsund á hvern íbúa. Hafnfirskir kjósendur geta valið á milli sex framboða að þessu sinni og eru framboðin hvergi fleiri í einu sveitarfélagi. Þau voru þó nokkru fleiri í kosning- unum 1990 þegar átta listar voru í boði. Þetta segir kannski meira en mörg orð um þá grósku sem er í hafnfirskri pólitík, þótt aðrir telji þetta vísbendingu um mikinn óróleika og lítinn stöð- ugleika í bæjarpólitíkinni. Þá hafa orðið töluverðar breytingar á skipan fólks á framboðslista frá því síðast. Þar vekur einna mesta athygli að Magnús Jón Arnason, fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Alþýðubandalags- manna á undanfömum árum, er ekki lengur í framboði né heldur sjálfstæðismaðurinn Jóhann Bergþórsson, bæjarfulltrúi og verkfræðingur. Kjolfestan „Fólk á að kjósa okkur m.a. vegna þess að Alþýðuflokkurinn hefur verið kjölfestan í hafn- firskri pólitík á undanförnum 12 árum og gert bæinn að fyrir- myndarsveitarfélagi. Þeirri upp- byggingu ætluðum við að halda áfram,“ segir Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri og oddviti krata. Hann minnir á að þeir hlutir sem þykja sjálfsagðir í Hafnar- firði í dag voru það ekki fyrir rúmum áratug. Á þessu tímabili hefur rými grunnskólans verið tvöfaldað, leikskólinn margfald- aður auk þess sem íþrótta- og æskulýðsmál eru með því besta sem þekkist á öllu landinu. Bæj- arstjórinn segir það endurspegl- ast svo aftur í árangri íþrótta- fólksins. Þá er búið að bæta verulega aðstöðu eldri borgara með stóraukinni heimaþjónustu samfara þvi sem þeim hefur ver- ið sköpuð aðstaða til félags- og tómstundastarfs í nýju húsnæði. Bæjarstjórinn bendir einnig á að umhverfismálin hafa verið tekin föstum tökum. Um sl. helgi var m.a. opnuð ný skólp- hreinsistöð. Næsti áfangi er að leiða skólpið á sjó út og gera fjörur bæjarins hreinar. Gegn sérhyggju og siðleysi „Eina ráðið til að ná fram breytt- um stjórnarháttum og hverfa af braut siðleysis og sérhyggju er að kjósa F-Iistann,“ segir Lúðvík Geirsson, blaðamaður og oddviti Fjarðarlistans. Að því framboði stendur Alþýðubandalagið, al- þýðuflokksfólk, óháðir og Kvennalistinn. Lúðvík segir að Fjarðarlistinn sé eina pólitíska aflið sem lagt hefur fram skýra og afdráttar- lausa stefnu í því hvernig koma eigi á lýðræðislegu og opnu stjórnkerfi í Hafnarfirði. í þvf skyni leggur F-listinn áherslu á að komið verði á fót sérstökum Iykilráðum, ígildi bæjraráðs und- ir hvern málaflokk sem heyrir svo aftur undir bæjarstjórn. Það þýðir að bæjarfulltrúar verða ábyrgari í allri stefnumótun og í nefndarstörfum en verið hefur. Samfara því er stefnt að því að gefa almenningi meiri mögu- leika til að fá upplýsingar úr bæjarkerfinu og koma sjónar- miðum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld. „Stærsti þátturinn í þeirri óráðsíu sem ríkt hefur í fjármál- um, umhverfismálum, skipu- lagsmálum og ýmsum rekstrar- málum, stafar af ómarkvissri stjórnsýslu. Um það eru menn sammála,“ segir Lúðvík. Samábyrgð allra „H-listinn er samansettur af góðu, reynslumiklu og áhuga- sömu fólki sem ekki er undirselt neinu flokksvaldi. Það fer fram á þeim fosendum að vinna af krafti og dugnaði fyrir sveitarfé- Iagið," segir Ellert Borgar Þor- valdsson, forseti bæjarstjórnar og efsti maður á Hafnarfjarðar- listanum. Hann segir að helstu áherslur framboðsins séu m.a. þær að bæta stjórnskipan bæjarins, meiri skilvirkni og skapa betri tengsl við íbúana. Síðast en ekki síst að vinna að hverjum þeim málum sem horfa til framfara fyrir bæinn, hvort heldur það sé á sviði atvinnu-, skóla eða fé- Iagsmála. Ellert segir að fjárhagsstaða bæjarsjóðs og sú skuldaaukning sem varð á milli áranna 1996 og Alþýðuflokkur 1. Ingvar Viktorsson 2. Jóna Dóra Karlsdóttir 3. Tryggvi Harðarson 4. Omar Smári Armannson 5. Hafrún Dóra Júlíusdóttir 6. Unnur A. Hauksdóttir 7. Eyjólfur Sæmundsson 8. Anna Margrét Fleckenstein 9. Gísli Ó. Valdimarsson 10. Eyjólfur Magnús Kristinsson Ingvar Viktorsson Framsóknarflokkur 1. Þorsteinn Njálsson 2. Guðrún Hjörleifsdóttir 3. Hildur Helga Gísladóttir 4. Ingvar Kristinsson 5. Þórarinn Þórhallsson 6. Sigurgeir Ómar Sigmundsson 7. Hilmar Heiðar Eiríksson 8. Svava Guðnadóttir 9. Gunnar Bessi Þórisson 10. Eggert Bogason Þorsteinn Njáisson Fjarðarlistinn 1. Lúðvík Geirsson 2. Valgerður Halldórsdóttir 3. Guðmundur Rúnar Arnason 4. Asta María Björnsdóttir 5. Sigurgeir Ólafsson 6. Gunnur Baldursdóttir 7. Herdís Hjörleifsdóttir 8. Hörður Þorsteinsson 9. Guðríður Einarsdóttir 10. Guðrún Sæmundsdóttir Lúðvík Geirsson Hafhaíjarðarlistinn 1. Ellert Borgar Þorvaldsson 2. Birgir Finnbogason 3. Helga Ingólfsdóttir 4. Magnús Kjartansson 5. Sturla Haraldsson 6. Asa María Valdimarsdóttir 7. Guðmundur Asv. Tryggvason 8. Alda Ingibergsdóttir 9. Rúnar Brynjólfsson 10. Fjóla Rún Þorleifsdóttir 1997 sé vegna samhljóða ákvarðana allra bæjarfulltrúa. Hann bendir einnig á að rekstr- arkostnaður bæjarsjóðs sé enn undir 80% af heildartekjum. Það sé mun betra en það var fyrir nokkrum árum þegar aliar tekj- urnar og gott betur fóru í rekst- urinn. Keiko í Fjorðinn „Við erum eini framboðslistinn sem er með raunhæfa tekjuleið til að greiða niður skuldir bæjar- sjóðs,“ segir Kristján Hjálmars- son, Ieiðbeinandi og efsti maður á I-listanum, Tónlistanum. Þar er efst á baugi að fá há- hyrninginn Keiko til Hafnar- fjarðar og reisa styttu af Krist- jáni Arasyni, þjálfara FH í hand- bolta og fyrrverandi landsliðs- manni. Þetta tvennt á að færa bæjarsjóði umtalsverðar tekjur af ferðamönnum. Þá ætlar I-iist- inn af festa kaup á olíubor til að leita að olíu í Firðinum. Ef það gengur ekki eftir verður olíunni einfaldlega stolið úr Norðursjó. I skólamálum vill Tónlistinn helja sérhæfingu nemenda strax á fyrsta ári í grunnskóla og leyfa börnunum að velja sína framtið. Það gefur möguleika á því að fyrstu ofurhetjurnar útskrifast úr skólakerfinu innan fárra ára. Þá vilja menn innlima Alftanes og þá um leið forsetaembættið í Hafnarfjörðinn. Úrpólitískri herkví „Þetta eru mikilvægustu kosn- ingarnar sem fram hafa farið í Hafnarfirði um Iangt árabil og því mikilvægt að velja trausta forustu," segir Magnús Gunn- arsson, skrifstofumaður og odd- viti Sjálfstæðisflokksins. Hann segir núverandi meiri- hluta hafa misst alla tiltrú bæjar- búa og því augljóst að þeir vilja breytingar. Magnús segir Sjálf- stæðisflokkinn vilja leysa Hafn- firðinga úr þeirri pólitísku herkví sem þeir hafa verið í. Með því að kjósa D-listann fá þeir samhenta og styrka stjórn í bæjarfélaginu til að takast á við verkefni fram- tíðarinnar. Þar er efst á baugi stækkun hafnarinnar, einsetning grunnskólans, bygging íþrótta- mannavirkja og safnahúss, átak í umhverfismálum og skipulagn- ing nýrra byggingarsvæða. „Það þarf væntanlega að lengja í lánum og ná hagstæðari kjör- um,“ segir Magnús um áherslur D-lista í fjármálum bæjarins. Hann bendir á að tekjustofnar bæjarins sé fullnýttir og því þarf að fara gætilega með íjármun- ina. Nýir vendir sópa hest „Nýir vendir sópa best,“ segir Þorsteinn Njálsson, læknir og efsti maður á lista Framsóknar- Ilokksins. Hann segir að flokk- urinn sé í góðri aðstöðu til að Úrslit 1994 atkv. fulltr. Alþýðufl. 3.724 5 Framsóknartt. 653 0 Sjálfstæðisfl. 3.413 4 Alþýðubandalag 1.489 2 Kvennalisti 547 0 Meirihlutasamstarf er með Alþýðuflokki (A) og tveimur fulltrúum á lista Sjálfstæð- isflokks (D)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.