Dagur - 20.05.1998, Side 11

Dagur - 20.05.1998, Side 11
MIDVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998 - 11 Kári Halldórsson sölu- maöur: „Eg spái því að kratar fái fjóra, Sjálfstæðisflokkur þijá og H- listi og F-listi fá tvo fulltrúa hvor. Þetta er mín tilfinning en hinsvegar er þetta allt í mjög mikilli óvissu." Bjarney Ásgeirsdóttir húsmóðir: „Ég held að F-listinn vinni þetta vegna áherslu hans á Ijölskyldu- og skólamál. Það mun eflaust veita honum brautargengi í bæjarstjórn og meirihluta." Gunnar Bjami Ragnars- son tónlistarmaður og Gunni: „Ég óska þess að sjálfsögðu að Tónlistinn fái sem mest. Að öðru leyti held ég að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út og sömuleiðis Al- þýðuflokkurinn." Ingileif Vang húsmóðir: „Ég spái því að Alþýðuflokk- ur og Fjarðarlisti muni vinna þessar kosningar. Þetta er bara mín tilfinning án þess að ég geti útskýrt það eitt- hvað frekar.“ geta tekið á málum Hafnarfjarð- ar á annan máta en gert hefur verið til þessa. Þorsteinn segir að Framsókn- arflokkurinn vilji breyta hugsun- arhætti bæjarbúa með því að grundvalla öll málefni á fjöl- skyldum og einstaklingum. Hann segir Hafnfirðinga vilja hafa skólana í lagi og sömuleiðis samgöngurnar. Þeir vilja einnig að þeim standi byggingalóðir til boða, leiguíbúðir og góð félags- leg þjónusta o.s.frv. Þótt skuldastaða bæjarins sé slæm, þá telur Þorsteinn að bæj- arfélagið verði að fjárfesta í framtíðinni og m.a. til að gera bæinn meira aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Þær fjárfestingar munu síðan skila sér til baka með auknum tekjum eftir því sem fleiri velja að búa í Hafnar- firði. Það gefur svo aftur tæki- færi til að fara að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. — GRH Sjálfstæðisflokkur 1. Magnús Gunnarsson 2. Valgerður Sigurðardóttir 3. Þorgils Óttar Mathiesen 4. Gissur Guðmundsson 5. Steinunn Guðnadóttir 6. Skarphéðinn Orri Björnsson 7. Ágúst Sindri Karlsson 8. Halla Snorradóttir 9. Sigurður Einarsson 10. Helga R. Stefánsdóttir Tónlistinn 1. Kristján Hjálmarsson 2. Hermann F. Valgarðsson 3. Ingibjörg H. Björnsdóttir 4. Jón 1. Reimarsson 5. Gunnar Axel Axelsson 6. Kjartan Þórisson 7. Huld Óskarsdóttir 8. Friðrik Snær Friðriksson 9. Smári Johnsen 10. Haraldur F. Gíslason Kristján Hjálmarsson ERLENDAR FRÉTTIR Indónesíski herínn hefur ákveðið að standa við bakið á Suharto. Reynir að þrauka svolítið lengur DAGUR ÞORLEEFS- SON SKRIFAR Amien Rais, sem verið hefur í far- arbroddi stjórnarandstæðinga á Indónesíu, sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hug- myndir Suhartos um að segja ekki strax af sér heldur boða til kosn- inga „sem fyrst“ og láta íyrst af völdum að þeim loknum. Jafn- framt lofaði Rais þvi að fjölmenn mótmæli verði haldin í dag, um Iand allt þrátt fyrir að Wiranto hershöfðingi hafi beðið mótmæl- endur um að bíða átekta. Suharto hefur verið við völd samfleytt í 32 ár, og í mars síðast- Iiðnum var ákveðið á þingi lands- ins að hann yrði áfram í embætti næstu fimm árin, sjöunda kjör- tímabilið í röð. Suharto hefur stjórnað með harðri hendi og meðan vel gekk í efnahagslífinu létu reyndar landsmenn flestir sér það lynda. Þolmmæðm á þrotuni Þolinmæðina þraut hins vegar í efnahagskreppunni sem hófst á miðju síðasta ári, sem varð til þess að Suharto neyddist til þess að leita á náðir Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Sjóðurinn gerir strangar kröfur um efnahagsumbætur til þeirra ríkja sem hann veitir að- stoð, og nú í byijun maf var til að mynda að kröfu sjóðsins hætt öll- um niðurgreiðslum á eldsneyti sem olli því að bensínverð hækk- aði um 71% á einum degi. Sama dag létust a.m.k. fjórir í óeirðum sem urðu í Iandinu. Háskólastúdentar hafa staðið fyrir friðsamlegum mótmælaað- gerðum gegn Suharto nærri dag- lega allt frá því í apríl. í síðustu viku kom þó til átaka milli hers- ins og stúdenta með þeim afleið- ingum að sex stúdentar létu lífið og allmargir að auki hlutu meiðs- li. Eftir það fór allt úr böndunum og meira en 500 manns hafa lát- ið lífið í átökum undanfarna viku. Suharto var þá staddur í Egyptalandi, en hraðaði sér heim og tilkynnti Ioks í gær að hann myndi láta af völdum eftir að kosningar hafa farið fram. Hann sagði þó ekki hvenær það yrði, en í ávarpi sínu til þjóðarinnar sagð- ist hann myndu boða til þing- kosninga „eins fljótt og hægt er“. Situr ekki út kjörtúnabilið „Ég gef ekki kost á mér til kosn- inga oftar," sagði hann og mun þá ekki sitja út sjöunda kjörtímabil sitt, sem hefði lokið árið 2003. Harmako, einn nánasti sam- starfsmaður og vinur Suhartos sem jafnframt er leiðtogi valda- mesta flokks landsins, hvatti á mánudag Suharto til þess að segja af sér og kom sú yfirlýsing verulega á óvart. Sama dag hélt yfirstjórn hersins fund og Iýsti því yfir að honum loknum að herinn mjmdi standa sameinaður að baki Suhartos þar sem kröfur um afsögn hans samræmist ekki landslögum. BaJksvið Fjölmeim mótmæli gegn Suharto verða imi alla Indónesíu í dag, og óttast margir að til blóðug átök. Harmako er þriðji valdamesti maður landsins, næst á eftir for- seta og varaforseta. Sem forseti hins 500 manna ráðgjafarþings landsins hefur Harmako hins vegar fullt vald til þess að kalla saman neyðarfund þingsins, en það hefur einmitt verið megin- krafa stúdenta og annarra sem barist hafa fyrir pólitískum um- bótum í Iandinu. ViH tryggingax Harmako gaf yfirlýsingu sína eft- ir að hafa átt fund með helstu leiðtogum þingsins, sem allir eru stuðningsmenn Suhartos og hafa verið það til margra ára. Þeir veittu Harmako samþykki sitt til þess, en þingið hefur yfirleitt ekki verið annað en afgreiðslu- stofnun fyrir þær ákvarðanir sem Suharto hefur tekið. Ákvörðun þingleiðtoganna var því f senn undrunar- og fagnaðarefni mót- mælenda. Ljóst er samt að það mun taka nokkurn tíma að skipta um æðstu stjórn landsins. Suharto hafði strax á mánudag samband við Harmako og viidi fá tryggingu fyrir nokkrum atriðum: hann vill að varaforsetinn, J.B. Habibie, taki við af sér. Hann krefst þess einnig að stjórnarskiptin fari fram í einu og öllu samkvæmt stjórnarskrá landsins. Loks vill hann tryggingu fyrir því að ekki verði horfið frá stefnu sinni í efnahagsmálum. Herinn er hins vegar ekki ýkja hrifinn af varaforsetanum og lík- lega yrði hann ekki mikið meira en sýndarforseti sem færi í einu og öllu að vilja hershöfðingjanna. Herinn er hvort eð er í lykilstöðu og eina aflið í landinu sem getur í raun ráðið framvindu mála. Niðurstoðu Hvalveiðiráðs beðið ÓMAN - í dag Iýkur fimm daga ráðstefnu Alþjóða hvalveiðiráðsins í Óman þar sem tekist hefur verið á um tillögu frá írlandi um að leyfa hvalveiðar innan 200 mílna landhelgi, en þær verði áfram bannaðar annars staðar. Hvaiveiðibann ráðsins hefur verið í gildi frá því árið 1986, en á þeim 12 árum hafa meira en 18.000 hvalir verið veiddir í heiminum. Uppnám varð á ráðstefnunni þegar tvenn umhverfis- samtök sökuðu Japani um að hafa varpað sprengjum á hvalveiðieftir- litsskip. Stofnuu PalestíuuríMs árið 1999 ISRAEL - Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna.sagðist í gær ætla að Iýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í maí á næsta ári. Palestínumenn væru nú reiðubúnir að þola hvað sem er til þess að láta draum sinn um sjálfstætt ríki verða að veruleika. Jerúsalem á að verða höfuðborg hins nýja ríkis.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.