Dagur - 11.06.1998, Blaðsíða 9
8- FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
FIMMTUDAGUK 11. JÚNÍ 1998 - 9
/14ET4ÍSISraK
HILLUKERFI
éwtmm uusn
FYRIR LAQiEIIIINNl
OQ OKVMSLUNA
Nýtt öflugt og ódýrara hillukerfi,
auðvelt í uppsetningu, engar skrúfur.
Fagleg ráðgjöf - leitið tilboða
Faxafen 10,108 Reykjavik
Stmi: 581 W91„ fax: SS3 0170
www.isold.is
FRÉTTASKÝRING
Ttnptr.
„Svona gerír maður ekki66
Bréf Davíds Oddssonar
til Sverris Hermanns-
sonar í febrúar 1996
er þegar orðið með
sögufrægari bréfum ís-
landssögunnar; stjóm-
unarstíU Davíös hefur
birst með ótvíræðum
bætti og eins eignar-
hald það sem stjóm-
málaflokkar telja sig
hafa yfir bankastjóra-
stólum. Fór Davíð yfir
strikið og opinberaði
sinn eina og sanna
stjómunarstíl?
ef þið lagið ekki þvæluna, sem
þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti,
er það endanlegt dæmi þess að
þið vitið ekki hvað þið eruð að
gera og þá mun ég sjá til þess fyrr
en nokkurn grunar að menn komi
að bankanum sem viti hvað þeir
eru að gera.“ Svo hljóðaði brott-
rekstrarhótun Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra í bréfi til Sverris
Hermannssonar Landsbanka-
stjóra, dagsett 21. febrúar 1996.
Bréfið hugsaði Davíð sem einka-
bréf, en það var þó ritað undir
bréfshaus ráðherradómsins og af-
rit sent Kjartani Gunnarssyni for-
manni bankaráðs Landsbankans.
I bréfinu stendur hvorki „kæri
Sverrir" né „þinn einlægur, Dav-
íð“.
Hvort heldur sem bréfið hefur
átt að vera formlegt eða óformlegt
þá liggur það nú frammi fyrir al-
menningi og því opið fyrir túlkun-
um. Menn spyrja; hvers konar
stjórnunarstfll og frekja er þetta?
Hvers vegna ritar forsætisráð-
herra bréfið en ekki viðskiptaráð-
herra eða formaður bankaráðsins?
Af hverju hótar Davíð manni
brottrekstri sem hann hefur ekki
valdsvið yfir? Er það formaður
Sjálfstæðisflokksins sem þarna
talar niður til flokksbróður sem
gegnir embætti sem flokkurinn á?
Blanda af einkapólitík og
formlegum samsldptum
Svanur Kristjánsson prófessor í
stjórnmálafræði segir að af við-
brögðum Sverris og Davíðs sé alls
ekki ljóst um hvers konar bréf sé
að ræða, bréf frá formanni stjórn-
málaflokks til manns sem flokkur-
inn hefur ráðið hjá ríkinu eða um
sé að ræða samskipti milli ráð-
herra við starfsmann hins opin-
bera. „Þarna blandast saman
einkapólitísk tengsl milli manna
og svo samskipti ráðherra og emb-
ættismanns. Bréfið er ritað með
bréfshaus forsætisráðuneytisins,
en á hinn bóginn heyrði Sverrir
undir bankaráðið og hann var alls
ekki undirmaður forsætisráð-
herra. Bréfíð veitir þannig innsýn
£ stjórnsýslu sem skortir formfestu
og aðskilnað milli stjórnsýslusjón-
armiða og einhverra pólitískra
FORSÆT1SRÁOHER8 A
Svenir Hermannsson, bankastjóri
Landsbanka Islands
Austnrstrætí II
101 Reykjavík
Mér finnst þú fera offeri. Ég gæti belgt nng út og sagt að þessir snillingar í
Landsbankanum hafi tapað 11 búsund irrillióniim á síðuslu árum og þyrftu því
að vaxtapína landið. l^eir tækju ekld eftir því þegar strúkur á þeirra snærum
týndi fyrir þeim 900 tmljónuml! - og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur
reikningur. Þetta mun ég ekki segja. en ef þlð lagið ek-k-i þvæluna, sem þið
gerðuð í sfiSasta vaxtaóðagoti. erþað endanlegt dæmi þess að'þið vitið ekki
hvað þið erað að gera og þá tnun ég sjá tíl þess fyrr en nokkiim grunar að
menn fcomi að bankanum sem viti hvað þeir era að gera. Ég vil fá svar frá þér
- annað en skæting I ijötmiðlum - strax - því ég mun ekiti sitja lengur kyrr.
Davíð Oddsson segir margt í stuttu bréfi til Sverris Hermarmssonar. Hann lýsir óhóflegu útlánatapi Landsbankans, eftirlitsleysi með stjórnun dótturfyrirtækis bankans, hann hótar bankastjóra brottrekstri
og heimtar frá honum skætingslaust svar. Og þótt Davíð hefði ekkertyfir Sverri að segja beygði Sverrir sig daginn eftir.
einkatengsla milli manna. Þessu
er öllu hrært saman. Tónninn í
bréfinu er að Sverrir geri það sem
Davíð vill eða verði rekinn. Það á
að reka menn á sama grundvelli
og þeir voru ráðnir, þ.e.a.s. eftir
geðþóttaákvörðun og pólitískum
hagsmunum. Þannig var Sverrir
ráðinn eins og allir hinir banka-
stjórarnir og þannig átti að reka
hann.“
Reiðir iiieim eiga ekki að
skrifa bréf
Sighvatur Björgvinsson formaður
Alþýðuflokksins segir bréfíð sýna
svart á hvítu algildan sannleik:
Reiðir menn eiga ekki að skrifa
bréf. „Ég býst ekki við að Davíð
hafi ímyndað sér að bréfið færi
fyrir almenningssjónir heldur rit-
að þetta sem einkabréf.“
Sighvatur segir að hafa verði í
huga þær kringumstæður sem
ríktu þegar bréfið var skrifað;
Seðlabankinn, Þjóðhagsstofnun
og ríkisstjórnin höfðu mælt fyrir
um lækkun vaxta. „Þá brást Sverr-
ir við með því að kalla ráðherra
handaflsmenn og að það væri eins
og að éta óðs manns skít að lækka
vexti. Davíð hefur sjálfsagt orðið
ofsareiður og skrifað þetta bréf til
vinar síns undir áhrifum þeirrar
reiði. En þar var hann aftur á móti
að tala um hluti sem hann hafði
ekki vald á, því þetta var í verka-
hring bankaráðsins. Og þar vildi
svo til að stjórnarandstæðingar
voru í meirihluta, tveir menn frá
Alþýðuflokknum og einn frá Al-
þýðubandalaginu. Forsætisráð-
herra gat ekki komist framhjá
þessu. Hann gat ekki rekið Sverri
og þá er það sérstakt umhugsun-
arefni að þrátt fyrir þessa stað-
reynd Iækkaði Landsbankinn vexti
sína eftir að bréfið barst," segir
Sighvatur.
Stilliim ekki forsætisráð-
herra sæmandi
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, segir um
bréfið að vissulega sé ástæða fyrir
ríkisstjórnir á hverjum tíma að
ræða við stjórnendur banka um
vexti og vaxtapólitfk.
„Hins vegar finnst mér að orð-
sendingin feli í sér stjórnunarstíl
sem ekki er forsætisráðherra
sæmandi. Ég hef séð fyrir mér
samskipti ráðherra og yfírmanna
banka með öðrum hætti og geri í
því sambandi orð Davíðs að mín-
um: Svona gerir maður ekki.“
Margrét bendir á þann fróðlega
flöt sem bréfið ber með sér, að
forsætisráðherra virðist vera held-
ur minnisbetri en Finnur Ingólfs-
son viðskiptaráðherra um Lindar-
málið svokallaða. „Davíð nefnir
þarna Lindarmálið og þetta er
nokkru áður en Finnur svaraði
umtalaðri fyrirspurn um málið á
Alþingi. Davíð nefnir ákveðna
upphæð, 900 milljónir, og hefði
maður haldið að í framhaldinu
hafi verið unnt að gefa Alþingi
skýrslu um málið. Mig minnir
reyndar að forsætisráðherra hafí
verið fyrstur manna til að nefna
Lindarmálið í umræðunni í fjöl-
miðlum um Landsbankamálið.
Og hvað bréfið varðar þá er það
ritað af forsætisráðherra þegar
eðlilegra hefði verið að banka-
málaráðherra ritaði bréf fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar. En lítil-
læti þeirra sem vinna með og und-
ir forsætisráðherra virðist engin
takmörk sett,“ segir Margrét.
Spuming hvort Davíð liafi
verið yfirmaður Sverris
Pétur H. Blöndal þingmaður
Sjálfstæðisflokks telur að í raun
segi bréfíð allt sem segja þarf; það
fjalli um mikil útlánatöp Lands-
bankans og ábyrgð manna sem
ráða framkvæmdastjóra og leyfa
honum að tapa gríðarlegum fjár-
munum án þess að grípa inn í.
Um tóninn í bréfinu segir Pétur
að það beri með sér að um einka-
bréf hafí verið að ræða.
„Bréfið er formlaust og mjög
kjarnyrt og segir margt í stuttu
máli. Það ríkti skrítin staða á
tímabili þegar bankarnir virtust
standa gegn vaxtalækkun þótt
sannanlega væri búið að kippa
grundvellinum undan hávaxta-
stefnunni með því að óseðjandi
eftirspurn ríkissjóðs eftir lánsfé
var minnkuð."
Felur bréfíð ekki í sér lítt dul-
búna hótun um brottrekstur?
„Það má auðvitað lýsa þvf svo, að
ef Sverrir stæði sig ekki mætti líta
á þetta sem slíka hótun. Allir sem
ekki standa sig og fá bréf um það
frá yfírboðara sínum geta auðvitað
litið á athugasemdirnar sem hót-
un. Svo er það hins vegar spurn-
ing hvort Davíð hafí verið yfír-
maður Sverris. Islenska banka-
kerfið er þvílíkt einsdæmi meðal
vestrænna ríkja, þar sem það er í
ríkiseigu, að það gæti vel verið að
forsætisráðherra sé yfirmaður
bankastjóra," segir Pétur.
Davíð tók völdin af Finni
Helgi S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, vildi
ekki tjá sig efnislega um málið.
„Ég met orð Davíðs Oddssonar
mikils og vil því svara þessu með
hans orðum: Þarf ég nú endilega
að hafa skoðun á þessu?"
Helgi vísar þarna til ummæla
sem Davíð viðhafði nýverið í sjón-
varpsviðtali út af öðru máli.
Jón Oddsson Iögfræðingur segir
augljóst hversu snjall stjórnmála-
maður Davíð er. „Þarna virðist
hann hafa tekið völdin af Finni
Ingólfssyni bankamálaráðherra.
Ég tel þetta bréf gefa sterka vís-
bendingu um að Finnur hafí á
sínum tíma leynt Alþingi um-
ræddum upplýsingum og að að-
förin að Sverri hafi verið byrjuð.
Annars er óljóst hvort þetta bréf
er einkabréf eða opinbert," segi
Jón.
5T/HL
í fararbroddi í 70 ór
®
KRAFTMIKIL, LETT
OG GANGVISS VERKFÆRI.
HEKKKLIPPUR
SLATTUORF, KEÐjUSAGIR, STEINSAGIR,
LAUFSUGUR, STAURABORAR.
Þýsk gæbavara
meb umhverfisþáttinn
og öryggið í öndvegi.
Góð varahluta-
og viðgerðaþjónusta.
GROÐURVORUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1
Skerð'ann, smyrð'ann, sneidd‘ann,
rífð‘ann, brædd‘ann, rúllaðu honum upp!
Fáðu þér ost í samlokurnar og njóttu lífsins í sumar!
Ostur í allt sumar
www.ostur.is
ÍSLENSKIR
OS
t AlLT' StjMaK
í samlokunal