Dagur - 11.06.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 11.06.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGU R 11. J Q N í ^99,8^ 11 r^tr ERLENDAR FRÉTTIR Nígería er stórt og ríkt land og olíuauðurinn átti að skapa þar blómlegt og framsækið mannlíf. Nú þarfsamt að flytja ínn bæði mat og eldsneyti. Bisi á brauðfótum Mikíl óvissa er imi framtíð Nígeríu eftir lát Abachas hershöfð- ingja. Þótt Nígería sé bæði stærra og fjölmennara en önnur Afríkuríki þá er hún eins og risi á brauðfót- um, efnahagslífið lamað af spill- ingu og almenningur niðurbrot- inn undir járnhæl herstjórnarinn- ar. Þegar forseti landsins, herfor- inginn Sani Abacha, lést á mánu- daginn hafði efnahagslegt og stjórnmálalegt ástand í landinu farið hríðversnandi um nokkurt skeið. En Iát Abachas vekur enn á ný upp gamla spurningu, sem bæði Nígeríubúar og nágranna- ríkin hafa hvað eftir annað spurt sig: Hvers vegna hefur þetta þungavigtarland álfunnar, sem er ríkara en nágrannaríkin hvort sem litið er til lands, auðæfa eða mannafla, hvað eftir annað valdið bæði sjálfu sér og nágrönnunum þvílíkum vonbrigðum sem raun hefur verið á? Og hver yrðu áhrif- in út á við ef sá stöðugleiki, sem herinn hefur þó haldið uppi, yrði fyrir bí og Nígería Iogi í óeirðum? Björt framtíð að baki Nærri öld er liðin frá því Evrópu- búar bjuggu Nígeríu til með því að hrúga saman í eitt ríki fjöl- mörgum afrískum borgríkjum, konungsríkjum og þjóðflokkum sem enn í dag hanga frekar illa saman. Þegar Nígería hlaut svo sjálf- stæði árið 1960 virtist allt stefna í það að hún yrði valdamesta og framsæknasta ríki Vestur-Afríku, en það fór á aðra leið. Blóðugasta stríð sem háð hefur verið í þess- um heimshluta átti sér stað í Nígeríu á árunum 1966-70, en það var Bíafrastríðið. Árið 1960 fóru Nígeríubúar létt með að brauðfæða sig og olían lofaði ómældum auðæfum um Ianga framtíð. Nú er hins vegar svo komið að Iandsmenn þurfa að fly- tja inn bæði matvæli og bensín. Sex sinnum hefur verið framið valdarán í þessu ríki, þar sem borgaralegar hefðir voru komnar Iengra á veg en víðast hvar í Afr- íku og fleiri Iandsmenn læsir en í nokkru nágrannaríkinu. Einungis tvisvar hafa stjórnarskipti orðið með almennum kosningum. Menningarlíf stóð í miklum blóma, enda hefur Nígería alið af sér bráðsnjalla rithöfunda á borð við Chinu Achebe og Nóbelsverð- launahafann Wole Soyinka - en nú eru þeir flestir í útlegð, og einn af fremstu rithöfundum landsins, Ken Saro-Wiwa, var tek- inn af lífi eftir að hafa látið í ljósi andstöðu við herstjórnina. Hugmyndin um Nígeriu lirimiu „Árið 1960 vorum við mjög stolt af því að vera Nígeríubúar, við töldum okkur gegna leiðtogahlut- verki í Afríku," sagði stjórnmála- fræðingur sem vildi ekki að nafn sitt kæmi fram. „En sú Nígería varð ræningjum að bráð. Við höf- um ekki notið afrakstursins af því sem þetta ríki gat orðið. í augum flestra Nfgerfubúa er hugmyndin um Nígeríu orðin að engu, hún hefur mistekist." Engu að síður eru Nígeríubúar sjötti hlutinn af öllum íbúum Afr- íku, og þar að auki sjötta stærsta olíuútflutningsríki heims, þannig að þeir hafa ekki endilega gefið upp alla von ennþá. „Nígería ætti að vera mikil þjóð sem allir líta til með virðingu," sagði James Anya, leigubílstjóri í Lagos. Tóku upp sama kerfið eftir Bretum Bresku nýlenduherrarnir drógu stöðugt úr allri lýðræðisviðleitni sem hefði getað dreift auðlindum Iandsins jafnar milli landshluta og íbúa. Það var einkum í suðurhluta Iandsins sem viðskipti og sam- göngukerfi náðu að þróast, og menntun sömuleiðis. En þegar Bretarnir fóru voru völdin skilin eftir í höndum norðanmanna. „Við getum ekki kennt nýlendu- stefnunni um allt,“ sagði Olug- bemi, prófessor í stjórnmálafræði. „Nígeríubúar tóku einfaldlega upp sama kerfið." Herinn hefur farið með völd f Nígeríu í 28 af þeim 38 árum sem landið hefur verið sjálfstætt. Norðanmenn hafa haidið fast um valda- taumana, aðallega með því að norðlenskir herforingjar hafa set- ið f valdastöðunum, þar á meðal Abacha og arftaki hans, Abdulsalam Abubakar hershöfð- ingi. Þetta hefur staðið í veginum fyrir því að lýðræði hafi náð að þróast. - The Washington Post 430 manns látist í bardögum SRI LANKA - Meira en 430 manns hafa látið lífið í árásum ríkis- stjórnar Sri Lanka á skæruliðahreyfingu Tamíla frá því í síðustu viku. Ríkisstjórnin skýrði sjálf frá þessu, en algert íjölmiðlabann var sett á síðastliðinn föstudag. ÓróleiM á ný í Indónesíu INDÓNESÍA - Indónesar risu enn á ný upp gegn stjórnvöldum og mótmæltu m.a. verðhækkunum á matvælum. Fjölmennar mótmæla- aðgerðir voru í gær og mikill óróleiki í landsmönnum, m.a. var kveikt í bílum og verslanir rændar víða um Indónesíu. Þnsundir heimta hjálp frá NATO JÚGÓSLAVIA - Þúsundir Kosovo-Albana kröfðust þess í höfuðborg héraðsins í gær að NATO sendi herlið til þess að hindra frekara of- beldi af hálfu Serba. Meðal NATO-ríkja vilja Bandaríkin og Bretar að gripið verði til harðra aðgerða, en Frakkar vilja fara hægt í sakirnar. I3íða NATO-ríkin nú þess að ákvörðun verði tekin í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Landamærastríð Eþíópíu og Erítreu heldur áfram Til harðra bardaga kom enn í gær milli Eþíópíumanna og Erítrea, og dvínuðu þar með vonir manna um að skjótt finnist lausn á Iandamæradeilu þeirra. VerkfáU leyst á síðustu stundu FRAKKLAND - Flugvélar Air France gátu hafið flug skömmu áður en fyrsti Ieikur heimsmeistarkeppninnar í fótbolta hófst í Frakklandi í gær, en þá höfðu flugmenn flugfélagsins lýst því yfir að verkfallinu væri Iokið. Málamiðlun náðist þar sem laun verða fryst í sjö ár, og ekki komi til launalækkunar nema með einstaklingsbundnu sam- þykki. Fyrsta skrefíð í átt að sjálfbæmi DÁNMÖRK - Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, sagði samning- inn \ið Dani um milljarðagreiðslur vegna bankahneykslisins vera fyrsta skrefið i þá átt að gera Færeyjar sjálfbærar, en vildi ekki ganga svo langt að segja hann fyrsta skrefið í átt að sjálfstæði. Samkvæmt samningnum eiga þó að fara fram viðræður um stöðu Færeyja. I samningnum felst m.a. að Danir gefi Færeyjum eftir 900 milljónir danskra króna af alls 5,4 milljóna króna skuld, en restin af skuldinni verði greidd á 20 árum með 5% vöxtum. Sigurð Poulsen Landsbanka- stjóri í Færeyjum sagði samninginn vera betri en hann átti von á. Mogens Lykketoft, fjármálaráðherra Danmerkur, sagði að með þess- um samningi vísi danska stjórnin framvegis frá sér allri ábyrgð á efnahagsmálum Færeyja. Hróp gerð að nýjum hermönniun ÞYSKALAND - Hávær mótmæli voru í gær í Berlín þegar nýir her- menn sóru hermennskueið sinn við hátíðlega athöfn undir beru lofti, en það er í annað sinn sem slfk athöfn er haldin eftir að þýsku ríkin tvö sameinuðust. Um 1.000 mótmælendur hrópuðu m.a. „morðingj- ar“ að hermönnunum. 16 manns voru handteknir. ALLIR 5UZUKI BilAR ERU MEÐ 2 0RYGGIS- 10FTPÚÐUM SUZUKI BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4 Góður í ferðalagið Baleno Wagon er einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri, hagkvæmur í rekstri og hefur allt að 1.377 lítra farangursrými. Baleno Wagon gerir ferðalagið enn ánægjulegra. Baleno Wagon GLX 4X4: < 1.595.000 kr.H Baleno Wagon GLX: 1.445.000 kr. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Gardabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf.( Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. fsafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.