Dagur - 11.06.1998, Blaðsíða 7
FIMMTVDAG VR 11. JÚNt 1398 - 7
X^wr
ÞJÓÐMÁL
Að breyta pen-
ingiun í ljós
„En þrátt fyrir innlenda þekkingu og erlendan áhuga hefur kvikmyndagerð þurft að búa við amalegt skilningsleysi.
Svipað og þegar fyrstu hugmyndir um fiskeldi og virkjun fallvatna komu fram, “ segir Einar þór m.a. í grein sinni.
Myndin er úr kvikmyndinni Djöflaeyjunni, sem fékk feikna góðar viðtökur bæði hér heima og erlendis.
Innlend og erlend kvikmynda-
gerð og framleiðsla hennar er
daglegt brauð Islendinga; heim-
ildarmyndir, fræðslumyndir,
leiknar myndir, sjónvarpsefni
o.fl. Hún hefur mótandi áhrif á
öllum sviðum, pólitísk, félagsleg,
efnahagsleg og menningarleg.
Hún er einn stærsti áhrifavaldur
í nútíma heimsmenningu. Hún
getur útfært flóknar hugmyndir
tækni, vísinda, stjórnmála og
sögu á einfaldan og aðgengileg-
an hátt á öllum tungumálum fyr-
ir alla aldurshópa. Hún segir
sögur og fiytur menningu á milli
þjóða, „hún breytir", einsog ein-
hver sagði, „peningum í Ijós“.
En íslensk kvikmyndagerð
baslar, hún hefur ekki skilað
nægum arði til að dafna. Ein-
hverntíma hefur landbúnaður og
refarækt verið í sömu sporum.
Basl atvinnugreina kannast
margir \ið, vinnsla og verkefni
eru undirmönnuð, kaup er lágt,
gæði tilviljunnarkennd, fyrirtæki
lenda í greiðsluerfiðleikum,
lánstraust dalar, hæfileikafólk
hverfur til annara starfa, fyrir-
tæki verða gjaldþrota, fé og
reynsla glatast, og í kvikmynda-
gerð er ódýrum og ókláruðum
handritum stundum ýtt í vinnslu
til þess að fá veltu. Samkeppnis-
staða íslensks kvikmyndaiðnaðar
er því slök út á við, en til að ná
varanlegum árangri á alþjóða-
vettvangi þarf mikinn tíma, mik-
ið fé, mikinn áhuga og hæfileika
margra einstaldinga. Ef eitthvað
af þessu vantar eykst áhættan og
framleiðslan verður í happa og
glappa stíl.
Staða kvikmyndagerðar
Staða kvikmyndagerðar á Islandi
í dag er sú að greinin er gott sem
að líða undir lok. Það eru mörg
rauð aðvörunarljós sem blikka.
Greinin hefur verið á hægri nið-
urleið allan þennann áratug,
framleiðslu mynda fækkar, þær
verða ódýrari og ódýrari og erfið-
ara að selja, erlendum fjárfest-
um fækkar og framlög þeirra
lækka að raungildi. Þær myndir
sem verða gerðar á næstu árum
verða fjármagnaðar og unnar á
svipaðan hátt og gert var fyrir 20
árum og er í dag ekki hægt að
kalla professional kvikmyndaiðn-
að. Það er aðeins þjálfun og
þekkingu (mannauður) sem hef-
ur fleygt fram en hún er góð
miðað við nágrannaþjóðir. í
flestum iðnrfkjum er kvikmynda-
iðnaður stóriðnaður sem veltir
milljörðum. I honum er meiri-
hluti starfsfólks iðnaðarmenn
eða sérþjálfað og lært fólk f
stjórnun, framkvæmd o.fl. Að-
eins hluti kvikmyndagerðar-
manna eru strangt tekið ‘Iista-
menn’ og bransinn ákaflega lítið
gefinn íyrir glamor. En þrátt fyr-
ir innlenda þekkingu og erlend-
an áhuga hefur kvikmyndagerð
þurft að búa við amalegt skiln-
ingsleysi. Svipað og þegar fyrstu
hugmyndir um fiskeldi og virkj-
un fallvatna komu fram. Þetta er
hægt að laga með hlutfallslega
litlu íjármagni, því kvikmynda-
gerð ólíkt öllum öðrum listgrein-
um, getur verið mjög arðbær at-
vinnugrein og má segja að íjár-
festing í greininni í dag sé ein sú
besta sem völ er á þegar til lengri
tíma er litið.
List
Hlutverk listar og menningar er
eilífðarumræðuefni. Listin er
hluti sjálfstæðisins, menningar-
arfinn ræktum við með því að
hlúa að nýjum kynslóðum og
þetta getum við varla verðlagt,
þetta verður að styrkja. En
vandamálin eru t\'ö.
1. Reglur um styrki úr einka-
geiranum eru ekki nægjanlega
hvetjandi, almennt styrkjakerfi
lista á íslandi hefur Iítið verið
endurskoðað og vinnubrögð orð-
in gamaldags. Opinberir sjóðir
(m.a. kvikmyndasjóður) eru farn-
ir að dragast aftur úr sambæri-
legum sjóðum erlendis. Þessi
vandi er sumpart sameiginlegur
vandi allra listgreina á Islandi,
hversu mikið vil ég ekki fullyrða
en þá kunna sóknarfæri einhliða
gróðasjónarmiða að aukast, sér-
staklega erlendis frá.
2. Margir opinberir Iistasjóðir
eiga erfitt með að taka þátt í
gagnrýninni umræðu um störf
sín. Um þetta er oft deilt þegar
styrkveitingar fara fram einsog
lesendur dagblaða hafa ugglaust
orðið varir við. Það má vera
ómaklegt að gagnrýna sjóði sem
búa við fjárskort og setja alla
undir sama hatt en það eru líka
vinnubrögðin sem valda óþoli.
Menningarsjóður t.d. svarar vart
gagnrýni og heldur áfram í mörg-
um tilfellum að veita fé mönnum
sem hafa ekki þekkingu, reynslu
né menntun á sviði sjónvarps- og
kvikmyndagerðar og ekki burði
til að fleyta þessari atvinnugrein
áfram inn í nýja öld. Það verður
að stöðva svo kvikmyndagerð
hafi traust út á við. Málefnaleg
umræða er algjör forsenda fyrir
breytingum og að lista- og menn-
ingarstarfsemi geti sýnt fram á
góð vinnubrögð, viðskiptalega
hagsmuni og laðað að fé. Hug-
myndafræðileg umræða kemur
sér líka vel fyrir samstarf við er-
lenda aðila til að skilja menning-
arlegar forsendur þeirra.
Ahætta
Að vfsu er það svo varðandi kvik-
myndasjóð, sem er févana lista-
sjóður, að menn hafa oftast verið
sammála um að styrkþegar séu
vel að styrknum komnir. Þar er
alltaf gott úrval verkefna og
mörg þeirra með vilyrði um fjár-
magn erlendis frá. Það eitt gerir
kvikmyndgerð að heppilegri fjár-
festingu, en vissulega er áhætta í
greininni einsog annars staðar.
Ahætta í fiskveiðum t.d. er tak-
mörkuð vissa okkar um uppá-
tæki náttúrinnar og ástand fiski-
stofna, sveiflukennt markaðs-
verð og ástand fiskistofna sam-
keppnisaðila. I kvikmyndagerð
hefur stríðni náttúrunnar minni
áhrif og viðskiptasamböndum er
auðveldlega hægt að koma á í
dag því markaðurinn er gríðar-
lega stór og eftirspurn eykst ár
frá ári. Áhætta kvikmyndagerðar
felst e.t.v. í þeim ágæta frasa; ‘að
hika er að tapa’. En tækifæri í ís-
lenskri kvikmyndagerð eru áreið-
anlegri heldur en ástand fiski-
stofna. Munurinn liggur í því að
kvikmyndagerð nýtur ekki sömu
pólitískra skilyrða og sjávarút-
vegurinn.
Iðnaður og tækifæri
Samkvæmt mati stjórnmála-
manna hefur kvikmyndasjóður-
inn e.t.v. nóg af peningum til að
sinna menningarhlutverki sínu,
en til að byggja upp iðnað þarf
meira til. Það er sjálfgefið að
kvikmyndir á íslensku sem þjóna
menningarlegu hlutv'erki verði
styrktar að hluta. Tillaga Ágústs
Einarssonar á Alþingi fyrir sköm-
mu sem gékk útá að hleypa nýju
blóði í kvikmyndagerð eru góðar
fréttir frá stjórnmálaarminum.
En í tillögunum er miðað við ís-
lenska kvikmyndagerð sem list-
grein og framlög og hvetjandi
styrkjakerfi sem um er rætt duga
ekki til að byggja upp iðnað. Það
þarf nýsköpun. Svo sem í opin-
berri stjórnun, í vinnslu hand-
rita, markaðsetningu og fjár-
mögnun. Greinin þarf styrk eða
áhættufé til að vinna þróunar-
starf, t.d. hagkvæmniskannanir
og forathuganir á erlendum
mörkuðum, kynningarstarf og
„vöru“- þróun í framhaldi af því
og þjálfun á sviði laga og reglu-
gerða, dreifingar og sölu. Til að
láta þessi hjól snúast þarf einsog
áður segir hlutfallslega lftið fjár-
magn vegna þess að veltan er
mikil ef rétt er staðið að málum.
Til þess þarf þrennt að gerast.
1. Aukið framlag frá ríkinu,
svipað framlag og leiklistin fær
frá ríki og borg er strax mjög góð
byrjun í fáein ár. Það eitt myndi
duga til að margfalda erlent fjár-
magn í íslenskri kvikmyndagerð
og skila tekjum í ríkissjóð, ólíkt
leiklistinni.
2. Hvetjandi styrkjakerfi fýrir
einkaaðila og aukinn skilning og
þekkingu fyrirtækja og stofnana
á eðli og tækifærum kvikmynda-
iðnaðar, sem er forsenda þess að
þau geti ‘verið með’.
3. Endurnýjað kerfi, þ.e. kerfi
sem á að íjármagna. Þar má Iæra
af þeim þjóðum sem lengst eru
komnar en verður ekki farið nán-
ar út í hér. Það sem eðlilegast
væri þó í því sambandi er kerfi
sem sinnir þróunarstarfi fyrstu
árin og sem hvetur til samein-
ingar smærri kvikmyndafyrir-
tækja, langtíma áætlana, útboða
og markaðssókna. Þannig kerfi
væri auðvelt að koma á.
„íslenskar“ myndir
Smæð Islands og h'til útbreiðsla
íslenskunnar veldur líka því að
iðnaðurinn hefur sínar takmark-
anir ef myndir verða aðeins gerð-
ar á íslensku. Að veita áhættulán
til framleiðslu „íslenskra" kvik-
mynda á annarri tungu, jafnvel á
erlendri grund getur v'erið meiri-
háttar vaxtarbroddur.
I fyrsta lagi er sú þróun þegar
hafin en óvist hvenær hún ber
ávöxt. Því sterkari og móttæki-
legri sem við erum til að taka
þátt í því, því meiri áhrif höfum
við. Til dæmis að myndir séu
teknar á Islandi. Hlutverk opin-
bers aðila er mikilvægt til að
hafa umsjón með framgangi
hugmyndarinnar, að hér sé skýr
lína á milli íslenskrar og erlendr-
ar framleiðslu sem lúta ólikum
Iögmálum. Þátttaka opinbers
áhættuQár er líka nauðsynleg,
allavega á undirbúningsstigi,
vegna þess að einkafé leitar eftir
hámarks arði og reynir að taka
sem minnsta áhættu. Það getur
haft slæm áhrif á gæðin.
I öðru lagi er íslenskt áhættu-
lán í erlendum myndum hag-
kv'æmasta leiðin til að auka sam-
bönd, samskipti og samvinnu ís-
lenskra kvikmyndagerðamanna
við erlenda kollega sína. Það
væri búbót fyrir myndir á ís-
Iensku.
I þriðja lagi er töluverð eftir-
spurn eftir kvikmyndum á al-
þjóðamarkaði. Sá markaður sem
kallaður er ‘non-commercial
English speaking market’ t.d.,
eða „non-HoIIyvvood“ myndir á
ensku, er stór og fer stækkandi.
Ef um hagnað íslenskra fyrir-
tækja sem útí þetta fara er að
ræða, geta þau lagt útí áhættu
við gerð mynda á íslensku.
I fjórða lagi hleypir þetta lífi í
innlendan kvikmyndaiðnað með
margföldunaráhrifum á aðrar at-
vinnugreinar.
I fimmta lagi getur þetta
stöðvað landflótta íslenskra kvik-
myndagerðarmanna og laðað að
hæfileika fólk sem nú leggur
ekki útí annars gefandi kvik-
myndagerð.