Dagur - 24.06.1998, Side 6

Dagur - 24.06.1998, Side 6
t 6 - MIÐ VIKJUOA G VR~2 4 . bÚNÍ - 1990 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Sfmbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjorj@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Alþýðubandalagið á tímamótuin I fyrsta lagi Er ekki hreinlegast og æskilegast að Alþýðubandalagið geri upp við sig hvoru megin hryggjar það liggur í samfylkingarmál- unum? Hingað til hefur það borið kápuna á báðum öxlum af skiljanlegum ótta við klofning flokksins. Þann ótta viðrar Hjör- leifur Guttormsson í grein í blaðinu í gær, og flokksbróðir hans Ari Skúlason framkvæmdastjórnarmaður svarar í annarri grein: „Eg hlakka mikið til að fá einu sinni skýrar línur innan flokksins... Málamiðlanir sem allir túlka út og suður ganga ekki til lengdar. Þær geta orðið til þess að minnihluti, sem hef- ur hátt, getur gíslað stóran meirihluta." í öðru lagi Staðreyndin er sú að Alþýðubandalagið er þegar klofið, ekki að forminu til, en í veigamiklum málum: Auðlinda- og sjávarút- vegsmálum, utanríkismálum, samfylkingarmálum. Er það verðugasta verkefni íslenskra vinstristjórnmála að halda uppi merki Alþýðubandalagsins í næstu kosningum, þegar það merki skýrir hvorki né skerpir vitund kjósenda um raunveru- lega kosti íslenskra stjórnmála? Dæmi: er sjávarútvegsstefna Alþýðubandalagsins „róttæk vinstristefna“? í þriðja lagi Fullkomin málefnaleg samstaða næst ekki í hugsanlegri sam- fylkingu, frekar en hún næst í þeim stjórnmálaflokkum sem þegar starfa. Hins vegar er morgunljóst að fjölmargt fólk í mörgum flokkum telur að meginstraumur félagshyggju- og vinstrimanna geti runnið um einn farveg; það fólk telur höfuð- mál að samfylkja um stefnu og leið til að komast til áhrifa í ís- lenskum stjórnmálum. Sem þýðir uppstokkun á núverandi flokkakerfi. Út á þá uppstokkun gengur samfylkingarhug- myndin - til að kjósendur fái raunhæfan kost og val um það hver fer með stjórn landsins. Alþýðubandalagið fær nú erfitt og vandasamt verkefni; mikil er ábyrgð þeirra sem vilja fara samfylkingarleiðina, en hvað má segja um hina sem hóta öllu illu á vinstri væng íslenskra stjórnmála? Stefán Jón Hafstein. Þegnskyldu-Össur Garri hefur miklar áhyggjur af uppsögnum hjúkrunarfræð- inga. Eitt er nú að allt stefnir í að frænka gamla sem verið hef- ur á stofnun og notið um- hyggju verði send heim. Garri þekkir af gamalli reynslu að það þýðir að hann verður að taka sér frí úr vinnunni, og sennilega konan líka. Kannski sumarfríið fari í að hugsa um gömlu konuna. Svo er líka Ijóst að inngróna tánöglin á frúnni verður ekki tekin í sumar eins og til stóð, ekkert nema bráðnauðsynlegar að- gerðir segja þeir í frétt- unum. Þannig að Garri má líka búa við geð- vonskuköst hennar milli þess sem frænka kallar á kútinn. Sjálfsagt hefði þetta verið þol- anlegt ef Garri hefði komist í göngudeildarviðtölin sín á geð- deildinni en það stefnir allt í að svo verði ekki. Ráðagóðux En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Satt að segja var Garri á hraðferð í eitt af sínum umfangsmeiri depurðarköstum í gærmorgun, þegar Dagur datt inn um lúguna sem frelsandi sólargeisli. I blaðinu var ein- mitt fjallað um ástand mála í heilbrigðiskerfinu og satt að segja var Garri búinn að sjá fyr- ir sér enn eina dómsdagslýsing- una á því hvað væri í vændum á sjúkrahúsum landsins. En það var nú eitthvað annað. Blaðið greindi frá þvf að sjálf heilbrigðisnefnd Alþingis hefði tekið málið til umQöllunar en í forsvari fyrir þeirri nefnd situr nú enginn aukvisi, þar fer sjálf- ur Össur Skarphéðinsson. Það hýrnaði heldur yfir Garra við þessi tíðindi og hann rifjaði í huganum upp hversu ötull bar- áttumaður Össur er og hversu úrræðagóður hann er búinn að vera í hverri ræðunni á fætur annarri á Alþingi í vetur. Þar hefur sko farið karl í krapinu, sem er eitthvað annað en heil- brigðisráðherralufsan sem sjálf er hjúkka og eflaust hluti af þessu samsæri öllu gegn sjúk- lingum. Fulltrúar fóLksins Enda stóð ekki á lausn- um hjá Össuri hinum ráðagóða. Ef málið leys- ist ekki „hljóta menn að velta fyrir sér hvort ástæða sé til að kalla Al- þingi saman“, segir hann. „Fulltrúar fólksins verða á einhvern hátt að láta til sín taka“ ef neyðarástand skapast, er haft eftir formanni heil- brigðisnefndar löggjafasam- komunnar. Loksins, loksins, segir Garri. Þar er kominn maður sem er tilbúinn að skera á hnútinn væntanlega með lagasetningu á deiluna. Varla er hann að tala um að Alþingi komi saman til að spjalla um deiluna!!! Össur er hér greini- lega að opna á möguleikann á einhvers konar lagasetningu sem skyldar hjúkrunarfræðinga til að vinna áfram eftir að þeir ættu að vera hættir. Enginn úr stjórnarliðinu hefur svo mikið sem þorað að viðra hugmynd um lögboðna þegnskylduvinnu af þessu tagi, ekki einsu sinni Björn Bjarnason yfirofursti. En Össur þorir. Það er því með heilum hug sem Garri styður „Þegnskyldu-Össur" í þessu máli, enda skelfileg tilhugsun að eyða sumarfríinu án geð- deildarþjónustu, með frænku gömlu og inngróinni tánögl eiginkonunnar. Garri. Össur Skarp- héðinsson. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Hagsældin á fjármagnsmörkuð- um er orðin slík að stórhuga at- hafnamenn kunna sér vart læti í viðskiptum og framkvæmdagleði. Gróðaklíkurnar á Keflavíkurflug- velli keppast við að skipta fjár- munum á milli sín áður en kompaníin verða sett á almennan markað. Nýjasti ríkisbankinn kaupir viðskiptavild og vörulager Hagkaups fyrir upphæð sem duga mun tií að eignast togaraflota með kvóta og nú á að láta Iífeyris- sjóði launþegafélaganna byggja og reka risaálbræðslu á Austur- Iandi. Lánafyrirtæki auglýsa í gríð og erg hve útbært þeim er fjármagn til að þeir sem ekki eiga peninga geti keypt sér bíla eins og þeir sem loðnir eru um Iófana. Að kaupa íbúð, bíl eða flott ferðalag er ekkert mál; maður skrifar bara nafnið sitt undir plagg og veðset- ur tekjur sínar tvö til íjörutíu ár fram í tímann. Viðskiptalærðir fjármálaspek- Ofvöxtur og liriui úlantar rýna í talnaraðir í tölvun- um sínum og segja stjórnmála- mönnum sem öðrum hvar á að Ijárfesta og hvar á að taka lán. Sumum segja þeir Iíka hvenær er tímabært að losa sig við eigur sín- ar áður en þær fuðra upp í ein- hverri hagsveiflunni. íslensk áhætta Samkvæmt frétt í Degi í gær eru stjórnvöld nú að undirbúa byggingu orku- vers og álbræðslu fyrir austan og er það nýmæli nú uppi á teningnum, að inn- lendir aðilar Qármagni og eigi mikinn meirihluta í stórfyrirtæk- inu. Hins vegar á Norsk Hydro að sjá um aðföng og sölu afurðanna. Sem sagt, ábættan verður alís- lensk. En hvað er ein stónirkjun og 470 þúsund tonna álver á milli vina í góðærinu sem nú geisar á hármagnsmörkuðum. Þeir sem hvorki þekkja til fjár- mála né athafnalífs spyrja nú hver annan í forundran hvað nýjasti ríkisbankinn var að kaupa fyrir skitna sex milljarða þegar tíl- kynnt var með fjölmiðlastæl, að eftirlifandi ættingjar Pálma Jóns- sonar seldu Hagkaup og Nýkaup, allt nema fasteignirnar. Enginn þorir að efast um annað en að þarna séu fín viðskipti á ferðinni og að rifist verði um hluta- bréfin í vörulager og við- skiptavild þegar þeim verður dembt á markað- inn, sérstaklega vegna þess að þá verður enn eldd búið að opna nýja klasann í Kópavogi sem verður helmingi stærri en Kringlan. Óskiljanleg kreppa En það er fjármagnsausturinn og samkeppnin sem gildir, eins og nútíma hagspekingar vita allt um. Islensk álbræðsla fyrir austan mun keppa við erlend álver fyrir sunnan og vestan. Ef spár ganga eftir munu enskar og norskar verslanakeðjur hjálpa Islending- um að keppa hvorir við aðra í Kringlumýri og Smárahvammi. I Asíu ríkir kreppa sem enginn sá fyrir og enginn veit hvernig á að bregðast við. Fjármagn, fram- leiðsla og samkeppni var orðið alltof mikið og fyrirtæki og gjald- miðlar hrynja. Bankar fara á hausinn og einstaklingar á vonar- völ. Stjórnmálamenn og efna- hagsráðgjafar góna eins og fávitar á fyrirbærin og þora hvorki að hafa uppi spádóma né bjargráð, vegna þess að þeir botna ekkert í hvað er að koma fyrir efna- hagsundrin þeirra og hvernig al- þjóðavæðing auðmagnsins fer út úr henni. Hitt er víst að forsjálni og hóf- semd og að búa að sínu eru bann- orð í samfélögum hagvaxtar. Það vita hagspekingar vel þótt Asíu- kreppan og afleiðingar hennar séu lærdómi þeirra og skilningi ofaukið. Telurðu að Keikó muni lifa afflutninginn, og gerí hann það, mun hann spjara sig á eigin spýtur hér við land ? Gísli Víkingsson sjávarlíffiæðingur hjá Hajfó. „Keikó ætti að geta lifað þetta af, en hann get- ur held ég að- eins þrifist und- ir umsjón manna í sjónum hér við Iand. Eg hef enga trú á að hann verði nokkru sinni fær um að bjarga sér sjálfur og enn síður að hann aðlagist einhverjum hópi há- hyrninga. Þetta eru mjög fastar félagslegar einingar þessir hópar háhyrninga. Verði hvalnum sleppt gæti hann hugsanlega far- ið að leika sér að trillubátum.11 Jón Kr. Guimarsson einn veiðimamia Keiliós 1979. „Keikó er dæmi um sorglega múgsefjun. Eg óttast að dýr á miðjum aldri lifi elcki af þetta brambolt. Tam- in dýr úr dýra- görðum lifa aldrei af í náttúr- unni, það getur Keikó ekki held- ur. Lifi Keikó flutninginn af bíð- ur hans alltof kaldur sjór við Vestmannaeyjar, hann er að koma úr mjög hlýjum sjó, og að- lagast aldrei þessum kulda. í Klettsvík fauk fiskeldisstöð um árið, það sama gæti komið fyrir flotkvína sem sett verður upp í Eyjum. Verði Keikó sleppt eða hann sleppi sjálfur, þá verður stórkostleg slysahætta af honum við Eyjarnar." Össur Skarphéðinsson jislteldismaður, þingmaðurog ritstjóri. „Flutninginn mun Keikó þola. En talsverðar líkur eru á að hvalurinn muni bíða skaða af verunni í Kletts- víkinni. Hana gjörþekki ég af reynslu, tryggði kvíarnar sem Isnó rak þar á veg- um Reykvískrar endurtryggingar og skoðaði staðinn vel. Þar eyði- lagðist allt í einu óveðrinu." HaHur HaUsson talsmaðurFree Willy á íslandi. „Lanny Cornell er búinn að flytja tugi há- hyrninga áfalla- laust. Flutning- urinn mun takast vel. Keikó var í allt að 30 stiga heitu vatni í Mexíkó. En í Oregon hefur hann verið í sjó sem hefur verið 6 til 10 gráður. Sjórinn við Eyjar er jafnvel hlýrri en það. Það er engin ástæða til að óttast þessí atriði né heldur sjólagið. Sjókvíin verður alveg örugg. Mildar rannsóknir hafa verið gerðar á staðnum og niður- stöður hagstæðar."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.