Dagur - 24.06.1998, Side 13

Dagur - 24.06.1998, Side 13
ÍÞRÓTTIR MIQ yiK.UOAG.U'R.A*,, JÚXÍ .19 $ $. - 13 GUÐNI Þ. ÖLVERSSON SKRIFAR Ljónið sem breyttist í gæfan heimiliskött Rúmeninn Dan Petrescu sækir að Graeme Le Saux, féiaga sínum hjá Cheisea. Kólumbíumaðurinn Valderrama í baráttu við Trabelsi frá Túnis. Ótrúlega slakir Eng- lendingar ekki hindr- un fyrir Hagi og Ilie. Rúmenar réðu ferð- inni. Englendingar léku eins og Rumenar bjuggust við. Bit ensku sóknarinnar kom þegar Shering- ham yfirgaf vöHinn. Kólumbía vann „fram o g tH baka“ leikinn við Túnis. Sjaldan hefur jafn slakt enskt landslið sést í úrslitakeppni HM og það sem Glenn Hoddle bauð upp á í fyrstu leikjum liðsins í Frakklandi. Breska ljónið, sem þekkt er fyrir baráttu frá upphafi til enda leiks, var eins og gamall, gæfur heimilisköttur í gluggakistu á sólskinsdegi. Engin barátta var til staðar gegn Rúmenum, sem notuðu tækifærið og iéku ná- kvæmlega eins og þeim hentaði best og uppskáru að sjálfsögðu 2- 1 sigur. Michael Owen bjartasta vonin Það er nánast sama hvar gripið er niður í enska liðinu. Seaman var óöruggur, vörnin slök, miðjan lengstum úti á þekju og því fékk sóknin ekkert til að moða úr. Reyndar voru Shearer og Shering- ham mjög slakir og með ólíkind- um hvað Hoddle gefur Shering- ham mikinn tíma. Darren And- erton átti ágætar fimm mínútur í upphafi leiks en síðan var hann búinn. Það var því ekkert óvænt þegar Búlgarar náðu forystunni á fyrstu mfnútu seinni hálfleiks. Eftir það höfðu þeir leikinn í hendi sér þar til Michael Owen kom inn í stað Sheringhams. Þær átján mínútur sem hann fékk var hann sá eini sem virkilega ógnaði Rúmenum og var besti maður liðsins. Blindur maður fann það, þó alsjáandi Glenn Hoddle tæki ekki eftir því. Meðan fyrirliðinn Shearer var í fýlu, var það aðeins Owen, ásamt Paul Scholes og David Beckham, sem sýndu löng- un til að vinna leikinn. Það dugði ekki til þrátt fyrir fallegt mark frá Owen tíu mínútum fyrir leikslok. Félagar þeirra fylgdu ekki með og því skoruðu Rúmenar vandræða- laust aftur og unnu 2-1, og tryggðu sér áframhaldandi keppni. Það voru þeir Viorel Moldovan hjá Coventry og Dan Petrescu hjá Chealsea sem skoruðu mörk Rúmena. Gamli góði Hagi var arkitektinn að fyrra markinu, með snilldar sendingu á Moldovan, sem fékk gott næði í ensku vörn- inni til að skora á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Petrescu skoraði sitt mark eftir að hafa farið illa með félaga sinn hjá Chealsea, Gream Le Saux. Með baráttunni náði hann nettu skoti og setti boltann á milli fóta Seamans í netið. Fjörugui leikux en of fá mörk Leikur Kólumbíu og Túnis ein- kenndist af mikilli baráttu og miklum hlaupum en samt oft nettu spili. Þetta var einskonar „fram og til baka“ fótbolti þar sem liðin skiptust á að sækja og það oft mjög hratt. Bæði lið fengu mjög góð tækifæri og hefðu átt að setja inn 2-3 mörk í fyrri hálfleik. Það gekk hinsvegar ekki eftir og það var ekki fyrr en seint í seinni hálfleik sem Kólumbía tryggði sér 1-0 sigur og þar með möguleik- ann á að komast áfram með sigri á Englendingum. Sá möguleiki er mjög góður meðan Hoddle heldur áfram með óbreytt byrjunarlið. Túnismenn voru óheppnir að tapa leiknum. Ef tekið er mið af fjölda skota liðanna á mark voru Afríkumennirnir með 14 skot á rammann á móti 9 frá Kólumbíu. Túnismenn fengu einnig 13 hornspyrnur á móti 8 frá and- stæðingunum. Þá fengu þeir 21 hornspyrnu á móti 15. Otrúlegt að þessi frammistaða skilaði ek^i einu marki eða tveimur. HM PUNKTAR Dómarinn var auli með FIFA skírteini Danska knattspyrnusambandið hefur nú formlega skrifað alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem Danir lýsa óánægju sinni með með dómgæsluna í leik Dana og S-Afríku á dögunum. Danir kvarta undan kólumbíska dómaranum, John Jario Toro, sem dæmdi leikinn og telja hann hafa verið með öllu ófæran um að dæma leikinn, sem varð fræg- ur að endemum vegna spjalda- gleði Toro. Hann hóf tíu spjöld á loft, þijú rauð og sjö gul. Dönsk blöð vanda John Toro ekki kveðjurnar. Þau segja hann ekkert annað en barnalegan kaffibaunaverkamann og aula með FIFA-dómaraskírteini. Markameim frá Mónakó Leikmenn frá franska liðinu Mónakó hafa verið á skotskónum á HM. Samtals hafa þeir skorað sex mörk fyrir þrjú lið, það sem af er. Thierry Henry, markakóngur Frakka, er þeirra graðastur með 3 mörk. Félagi hans David Trezgu- et, Nígeríumaðurinn Victor Ikpeba og Skotinn John Collins hafa skorað eitt mark hver. Ronny Johnsen til Inter Heimsmeistarakeppnin er ávallt mikill markaður fyrir leikmenn- ina sem þar sýna hvað þeir geta. Góð frammistaða á HM þýðir gull og græna skóga fy'rir þá heppnu. Nú gæti norski lands- liðsmaðurinn Ronny Johnsen verið að detta f enn meiri lukku- pott en hann þegar er í. Inter á Italíu hefur augastað á Norð- manninum og vill kaupa hann fyrir rúmar fimmhundruð millj- ónir króna. Fari svo að Alex Ferguson sé ekki tilbúinn til að láta kappann fara frá Manchester United, eru Brasilíumaðurinn Junior Biano og Englendingurinn Sol Campell næstir á óskalista Gigi Simoni, þjálfara Inter. — GÞÖ ÍÞRÓTTAVIÐ TALIÐ Þarf að æfa með þeim bestu Vemhard Þorleifsson júdókappi Júdókappinn Vemharð Þorleifsson sem hætti heppni fyrir tveimur ámm, liefurnú tekið þráð- inn upp að tiýju og stefnir nú að þátttöku á Ölympíu- leikutium í Sidney árið 2000. - Hvað koni til að þú hættir í júdóinu? „Til að ná góðum árangri í júdó og vera meðal þeirra bestu, þarf að leggja gífurlega mikið á sig. Mikill tími fer í æfingar og færa þarf miklar fórnir. Til að ná til- settum lágmörkum og eiga mögu- leika meðal þeirra bestu í Evrópu, þarf að stunda æfingar erlendis, þar sem þeir bestu æfa. Það kost- ar töluverða peninga og þess vegna var útilokað fyrir mig að halda áfram, án þess að fá til þess styrld. Ég fékk styrki úr afreks- mannasjóði ISI árið fyrir síðustu Olympíuleika, en ekkert eftir það og þess vegna varð ég að hætta." - En af hverju tekur þií upp þráðintt að nýju? „Satt að segja var ég nokkurn veginn búinn að sætta mig við að vera hættur, en það var sárt, þar sem ég var aðeins tuttugu og tveggja ára og átti eftir öll bestu árin. Ég hef undanfarið verið að þjálfa hjá KA og þess vegna ekki verið langt frá júdóinu. Ég veit líka að með markvissum æfingum get ég komist í fremstu röð í Evr- ópu og þá togar líka í að eiga möguleika á að komast á Ólymp- íuleikana eftir tvö ár. En aðalatriðið er að viðhorf íþróttahreyfingarinnar og forystu- manna í þjóðfélaginu virðist vera að breytast. Menn hafa uppgötv- að að toppárangur næst ekki nema fólk geti einbeitt sér að æf- ingum og keppni, án þess að vera með sífelldar áhyggjur af peninga- málunum. Það hefur niðurdrep- andi áhrif og kemur í veg fyTÍr til- settan árangur." - Hvað leið langur tímifrá þvt að þú hættir og byrjaðir aftur að æfa? „Það Iiðu um það bil tvö ár. Ég byijaði að æfa aftur núna í vor og tók þátt í mínu fyrsta móti fyrir rnánuði síðan. Það var Norður- landameistaramótið sem fór fram í Finnlandi fyrir rúmum mánuði og það var mitt fyrsta stórmót frá því ég hætti eftir síðustu Ólymp- íuleika. Mér gekk ágætlega á mótinu og lenti í öðru sæti, eftir úrslitaglímu við finnskan júdómann sem hafði náð sjöunda sæti á Evrópumeist- aramótinu viku fyrr.“ - Hvað þarftu að gera til að koinast á Ólympíuleikana t Sidney? „Ég þarf fyrst og fremst að koma mér í gott keppnisform og byggja mig markvisst upp. Ég þarf að þyngja mig, því ég var átta kíló- um of léttur þegar ég byijaði aft- ur. Þetta þýðir þrotlausar æfingar og fjárútlát í tvö ár, fram að Ólympíuleikum. Þetta verður mikið /Iag og auðvitað kostar þetta mikinn tíma og einhverjar fórnir. Ég þarf að einbeita mér að því að byggja mig upp í vetur og stefni að því að vera í toppformi keppnistímabilið 1999-2000. Þá þarf ég að ná þeim árangri að verða meðal þeirra níu bestu í Evrópu." - Hvaða mót eru það sem þú tekur þátt i? „I Evrópu eru haldin tólf til þrettán A-mót og það er árangur þriggja bestu mótanna sem telur. Einnig telur árangurinn á heims- meistaramótinu og á Evrópu- meistaramótinu. Éyrir síðustu Ólympíuleika tók ég þátt í átta A- mótum og náði ekki tilsettum ár- angri fyrr en á tveimur síðustu mótunum. Sú reynsla kenndi mér að vinna þarf markvisst í að minnsta kosti tvö ár til að komast í fremstu röð.En fyrst og fremst er þetta spurning um peninga og án styrkja gengur dæmið ekki upp.“ - Hvað hyggstu gera til aðfjár- magna dæmið? „Ég er þegar búinn að skrifa undir styrktarsamninga við sex aðila. I gærdag skrifaði ég undir samninga við Sparisjóð Norðlend- inga, Akureyrarbæ, KEA, Kaup- þing Norðurlands, Pizza ’67 og Is- landsflug. Þessir samningar eru fyrsta skrefið hjá mér, en þessir sex aðil- ar munu styrkja mig með mis- munandi hætti, sem allt frýtist mér jafnvel. Síðan vonasejÉg til að komast fljótlega á blað l|}á af- reksmannasjóðnum, en * það myndi breyta miklu fý'rir mig. An þess gengur þetta dæmi ekki upp hjá inér, þannig að ég bíð spennt- ur og vona að ég geti komist í æf- ingabúðir til Frakklands í næsta mánuði. En eins og ég sagði áður er þetta allt spurning um fjár- magn og meðan það er ekki fyrir hendi, get ég ekki gert neinar frekari áætlanir.11

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.