Dagur - 24.06.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 24.06.1998, Blaðsíða 7
ÍW^ MIÓVIKVDAGUR 24. JÚNl 199R - 7 ÞJÓÐMÁL Jafnrétti í notkim getnaðarvama í ljósi þess hve miklu fleiri kon- ur fara í ófrjósemisaðgerð en karlar má álíta sem svo að konur taki ennþá meiri ábyrgð á getn- aðarvörnum þrátt fyrir aukið jafnrétti á ýmsum sviðum. Velta má fyrir sér af hverju þessi mikli munur stafar og hvaða Ieiðir eru til úrbóta. Ofrjósemisaðgerð er skilgreind sem aðgerð þar sem eggrásum kvenna eða sáðrásum karla er lokað til að koma í veg fyrir getnað. Hér á Iandi hefur tíðni ófrjósemisaðgerða aukist talsvert undanfarin ár. Arið 1988 voru gerðar 495 slíkar aðgerðir, þar af 465 á konum og því að- eins 30 á körlum. Árið 1995 hafði aðgerðum fjölgað í 640 þar af voru 553 á konum en 87 á körlum, eða rúmlega sex konur á móti hveijum karli. Viðhorf Þrátt fyrir aukið jafnrétti á mörg- um sviðum nú til dags, má velta því fyrir sér hvort ekki sé enn um það aldagamla viðhorf að ræða að konur sjái um og beri ábyrgð á getnaðarvörnum. Þessu til stuðnings má vitna í meðfylgj- andi skýringarmynd. Þar kemur fram sá mikli munur sem er á milli kynja þegar ófijósemisað- gerð á í hlut, þrátt fyrir að al- mennt sé talið áhættuminna fyr- ir karla að fara í slíka aðgerð. Þetta getur mögulega tengst því að enn í dag virðist umönnun barna og heimilishald frekar hvíla á herðum konunnar og telj- ast til svokallaðra „mjúkra mála“. Getnaðarvamir Ýmsar getnaðarvarnir standa konum til boða. Flestar þeirra hafa einhver áhrif á líkamsstarf- semi kvenna t.d. hefur p-pillan áhrif á hormónastarfsemina. Aft- ur á móti eru möguleikamir ekki eins margir þegar karlar eiga í hlut og hafa þær getnaðarvarnir sem þeir nota yfirleitt ekki áhrif á líkamsstarfsemi þeirra. Höf- undar telja að þetta geti verið ein af ástæðum þess að karlmenn fara síður í ófrjósemisaðgerðir. Karlar hafa ekki þurft að venjast því að til að koma í veg fyrir getnað þurfi þeir að hafa áhrif á starfsemi æxlunarfæra með getnaðarvörnum. Þeim stafar því hugsanlega ógn af slíku inngripi sem þeir telja að geti haft áhrif á líkamsstarfsemi þeirra. Fordómar Ýmsir fordómar virðast enn vera til staðar í þjóðfélaginu varðandi ófrjósemisaðgerðir. Ef til vill telja sumir karlar karlmennsku sinni ógnað ef þeir ættu að fara í slíka aðgerð. Mætti tengja það þeim misskilningi sem virðist vera við lýði að þessi aðgerð á karlmönnum sé svipuð og geld- ing lyrri alda. Með öðrum orð- um, að þeir geti ekki gagnast konum eftir aðgerðina. Aftur á móti á ófrjósemisaðgerð á kon- um að hafa þveröfug áhrif. Þær eiga að upplifa meiri ánægju af kynlífi. Konur virðast síður telja að vegið sé að þeirra kvenímynd eða að þær tapi sínum kvenleika við það að fara í slíka aðgerð. Bamakvótinn fylltur Þegar konur eru búnar að eign- ast þau börn sem þær ætla sér taka sumar þeirra ákvörðun um að fara í ófrjósemisaðgerð. Oft er sú ákvörðun sprottin af erfiðleik- um með aðrar getnaðarvarnir og að þær geta ekki hugsað sér að standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem óvelkomin þung- un leiðir til. Þó svo að fóstureyð- ing sé tiltölulega aðgengileg að- gerð hér á landi er það svo í hug- um flestra kvenna að um afar- kost sé að ræða sem aðeins beri að nota í algjörum neyðartilvik- um. Til að koma í veg fyrir að þurfa að standa frammi fýrir því erfiða vali velja konur frekar að binda endi á frjósemi sína á var- anlegan hátt. Oft tekur konan ákvörðun um að fara í ófrjósem- isaðgerð án þess að ræða það við makann hvort hann sé tilbúinn til að gangast undir slíka aðgerð. Þetta getur tengst því að konur eru vanar að sjá um og taka ábyrgð á getnaðarvörnum. Meiri fræðslu er þörf Þó svo að umræðan um ófijó- semisaðgerðir hafi opnast hin síðari ár virðist sem hún hafi ekki að öllu leyti náð til slíkra að- gerða á körlum. Það virðist ríkja vanþekking á eðli og afleiðingum aðgerðarinnar sem leiðir til þess að karlar íhugi síður þennan möguleika. Getur það því hugs- anlega staðið í vegi fyrir að þeir taki meiri ábyrgð á getnaðar- vömum. En það hlýtur að vera skylda hvers einstaklings sem stundar ábyrgt kynlíf, hvort sem um karl eða konu er að ræða. Benda má á að í fræðslu fyrir ófrjósemisaðgerð þurfi fagaðili að tala við báða aðila og gera þeim grein fyrir kostum og göll- um aðgerðarinnar fyrir bæði kynin. I dag virðist sjaldan vera bent á þann möguleika að karlar geti farið í slíka aðgerð. Höfund- ar telja að með því að auka fræðslu á ófrjósemisaðgerðum sem valkosti í getnaðarvörnum megi minnka þann mun sem er á milli karla og kvenna sem fara í ófrjósemisaðgerð. Þannig megi stuðla að auknu jafnrétti á þess- um vettvangi sem öðrum. Grein þessi er unnin í fram- haldi af lokaverkefni til B.Sc. gráðu t hjúkrunarfræði við Há- skólann á Akureyri. Heiti loka- verkefnisins er „Frelsi í formi ófrjósemisaðgerðar: U-p-plifun kvenna af Ukamlegri, andlegri og félagslegri líðan sinni eftir ófrjó- semisaðgerð. “ Höfundar hrautskráðust sem hjúkrunarfræðingar þann 6. júni 1998. Okur í Hvalfj arðargöngimt OLGEIR HELGI RAGNARS- SON bladamaður skrifar. Spölur hefur gefið út verðskrá fyrir akstur í gegn um Hvalfjarð- argöng og tæpast verður sagt að spölurinn sé gefinn. Það voru sannarlega mikil von- brigði að sjá þvílíka okurálagn- ingu fyrirtækið hyggst leggja á lausaumferð í gegnum Hvalljarð- argöng, því eittþúsund krónur fyrir að aka í gegn, eða tvö þús- und krónur fram og til baka verð- ur vart kallað annað en okur í skjóli einokunar. Undirrituðum voru þessi tíðindi mikil vonbrigði og verður að segjast eins og er að Hvalfjarðargöngin og fyrirtækið sem að þeim stendur, Spölur hf., settu verulega niður og njóta ekki sömu velvildar og áður var í hug- anum. Imynd fyrirtækisins og framtaksins beið verulegan hnekki. I upphafi þegar rætt var um að kostnaður við að fara í gegn um göngin yrði um 600 krónur á ferð lýsti ég því margfaldlega yfir að ég mundi fara göngin í hverri ferð. Þegar upphæðin 800 krón- ur var komin upp á borðið sat ég við sama heygarðshornið, ég skal í gegn um gatið, sagði ég. En þetta er of langt gengið. Ef þetta er það verð sem Spalarmenn hyggjast innheimta við ganga- munnann ek ég fyrir Hvalfjörð og kem ekki nálægt göngunum. Þetta er of hátt verð. Mótrökin eru að boðið sé upp á afsláttar- fargjöld, kaupi menn 20 ferðir í einum pakka fá menn 20% af- slátt. Þá eru menn að greiða 16.000 krónur fyrir tíu ferðir fram og til baka. Það lætur nærri að ég greiddi 16.000 krónur fyrir að aka í gegn í hálft ár. Svo er hægt að fá enn meiri afslátt því kaupi menn 40 ferðir í einum pakka fá menn 40% afslátt en greiða fyrir það hvorki meira né minna en 24.000 krónur. Er skynsamlegt fyrir mig að greiða 24.000 krónur einu sinni á ári fyrir að aka í gegn um Hvalljarð- argöng þessar ferðir sem ég fer? Nei, mér finnst það ekki. Grunnverðið er of hátt og af- slátturinn er of dýru verði keypt- ur. Stjórnarmenn Spalar hafa hlaupið á sig í verðlagningu og framtakið mun tapa verulegri góðvild (goodwill) bregðist stjórn fyrirtækisins ekki við snarlega og breyti verðstefnunni. Eg skora hér með á stjórnendur Spalar að bregðast snarlega við og bjarga andliti sínu og fyrirtækisins. Fyrir utan að almenningur tel- ur þessa verðlagningu fyrir „ofan allar hellur“ þá hníga efnahags- leg og rekstrarleg rök að því fyrir Spöl að lækka verðið fyrir lausa- umferð og fletja verðskrána. Göngin koma til með að tapa gríðarlega mikilli umferð framhjá vegna þessa háa verðs, umferð sem annars færi um göngin og skilaði þeim tekjum. Verðlagn- ingin eins og hún er kemur líka til með að auka þrýstinginn á að gerður verði almennilegur vegur um Dragháls og brú við Staf- holtsey til að stytta leiðina í gegn um Borgarfjarðarhérað milli suð- urs og norðurs og stytta þar með Ieiðina fyrir Hvalljörð fyrir Norð- lendinga og fleiri. Það hefur verið nefnt að þessi verðlagning sé gerð af ráðnum hug og ástæðan sé sú að fram- kvæmdaraðilar vilji þrýsta á að hið opinbera taki enn meiri þátt í kostnaðinum við verkið. Sé það raunin er það þvert ofan í yfirlýs- ingar þeirra sem að stóðu og heldur ómaklegt en að óreyndu legg ég ekki trúnað á þessa skýr- ingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.