Dagur - 24.06.1998, Síða 11

Dagur - 24.06.1998, Síða 11
Thgtr - HÞIÐVÍKUDAGlMHi 2 4 . J Ú N4 • 1-9 *8 -11 FRTFNDAR 7ttir 1 „Kína er úlfur, en eldd lamb“ Zhu Rhongji, forsætisráðherra Kína, á góðri stund í Bandaríkjunum snemma í vor. Nú er Bill Clinton á leið til Kína. í viðtali við Los Ang- eles Times segir kín- verski útlagiim Wei Jingsheng að stefna Vesturlandanna gagn- vart Kína sé kolröng. Kínverski andófsmaðurinn Wei Jinsheng var gerður brottrækur frá Kína þann 16. nóvember síð- astliðinn og býr nú í útlegð í Bandaríkjunum. Hann hefur gagnrýnt stefnu Bandaríkjanna og Evrópuríkja gagnvart Kína, og telur áhrifaríkara að einangra Kínverja í samfélagi þjóðanna heldur en að efla samvinnu við þá. Blaðamaður bandaríska dag- blaðsins Los Angeles Times ræddi við Wei í tilefni af Kínaför Bills Clinton, forseta Bandarfkj- anna, sem hefst á morgun, fimmtudag. Los Angeles Times: Clinton forseti fullyrti nýlega að þegar lientur að Ktna þá „myndi öryggi í heiminum ehki aukast við það að velja einangrun frekar en sam- vinnu, heldur yrði heimurinn óöruggari fyrir vikió. “ Ertu sam- mála þessu? Wei Jingsheng: „Þessi rök ganga þvert á sannleikann. Tök- um sem dæmi nágranna sem lemur konuna sína. Ef margir nágrannar reyna að einangra hann, þá gæti hann komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu að einangra hann vegna þess að hann lemur konuna sína. Og þá hættir hann því. Clinton segist ekki ætla að einangra Kína, en með því er hann aðeins að veita einræðisstjórninni frekari hvatn- ingu.“ L.A.T.: Mikill þrýstingur er á ríkisstjóm Clintons frá Banda- ríkjamönnum sem telja að við- skipti og verslun hyggi upp lýð- ræði í Kína. Viltu segja eitthvað um þessa kenningu? Wei Jingsheng: „Þessi kenn- ing er tóm vitleysa. Eg myndi spyrja þá sem hafa þessa af- stöðu: Var það viðskiptaaðlögun sem færði Bandaríkjunum lýð- ræði? Þarna voru engin tengsl á milli. Var það, að opna fyrir við- skipti og efla tengsl, það sem þurfti gagnvart Hitler á fjórða áratugnum r Og það sama gegn Japönum á þeim tíma? Hvað var það sem hlaust af viðskipta- tengslum? Svo sannarlega ekki lýðræði." L.A.T.: Hvað er það sem virkar helst á Ktna, urnbun eða refsi- vöndur? Wei Jingsheng: „Það eru ýms- ar leiðir til staðar í hvaða menn- ingarsamfélagi sem er til þess að refsa fólki. Samfélög hafa haft ýmis ráð til þess að knýja þá, sem gera slæma hluti, til þess að end- urskoða afleiðingar þess sem þeir hafa gert. Það sem ríkis- stjórn Clintons þarf að sannfær- ast um er að lö'na er úlfur, en ekki lamb. Ef úlfinum er gefið meira kjöt, þá breytir hann ekki hegðun sinni.“ L.A.T.: Hvaða skref ættu Bandaríkin að taka til þess að fá önnur ríki til þess að hætta að fæða úlfinn? Wei Jingsheng: „Þegar ég hitti Clinton forseta, þá bar Sandy Berger (öryggisráðgjafi Banda- ríkjanna) þessa sömu spurningu undir mig. Hvað myndi Kína gera, ef við blasti að önnur ríki þeittu það efnahagslegum refsi- aðgerðum? Hvaða úrræði hefði Kína þá önnur, en að breyta sér? En nú fara Kínverjar til Evrópu með lista yfir þær vörur, sem þeir Wei Jingsheng. ætla að kaupa, og þurfa peninga. Hvaðan eiga þeir peningar að koma? Frá Bandaríkjunum. Bandaríska ríkisstjórnin stjórnar því ekki hvað bandarísk fyrirtæki eða kínversk fyrirtæki gera. En Kínverjar einoka og stjórna þeim viðskiptum. Peningar sem þau viðskipti gefa af sér verða notuð til samninga við Evrópuríki. Evr- ópuríkin breyta svo mannrétt- indastefnu sinni (gagnvart Kína) strax og þau sjá nokkrar milljón- ir dollara. Bandaríkin veita þannig fé til Kínveija. Kína notar peningana til þess að kaupa evrópskar vörur og klýfur þar með samstöðu Vesturlanda. Bandaríkin eiga þá ekkert val annað en að Iáta und- an með stefnu sína.“ L.A.T.: Ef efnahagskreppan í Asíu kæmi yfir Kína, myndi stjómin í Beijing þá neyðast til að gera breytingar li'kt og gerðist t Indónestu? Wei Jingsheng: „Eg óska þess ekki að alvarleg efnahagskreppa verði í Kína, vegna þess að ég held að það myndi einfaldlega hafa í för með sér miklar hörm- ungar fyrir kínversku þjóðina og gæti ekki fært kínversku lýðræð- ishrej'fingunni mikið. En við vilj- um heldur ekki að ríkisstjórnir Vesturlanda hlaupi til Kína til að styðja einræði kínverska Komm- únistaflokksins og tryggja völd hans. Margir Kínverjar, búsettir í Kína, telja að stór hluti þeirra vandamála, sem þeir þurfa að glíma við, séu bein afleiðing af stjórn kínverska Kommúnista- flokksins, þannig að til þess að lausn finnist á þessum vanda- málum, þá verður það kerfi að líða undir lok og Iýðræðiskerfi að skjóta rótum. En Vesturlandabú- ar, þeir líta þetta allt öðrum aug- um - þeim sýnist þörf á að fara til Kína og tryggja stjórn kínverska Kommúnistaflokksins þar nægi- legan stöðugleika, sem myndi síðan leysa öll önnur vandamál. Að þessu leyti eru þessi tvö sjón- armið algjörlega andstæð.“ - Los Angeles Times HEIMURINN Jámbrautafyrirtækið vissi um gall- auu fyrir slysið ÞYSKALAND - Þýska járnbrautafyrirtækið Deutsche Bahn, sem sér um rekstur ICE-hraðlestanna í Þýskalandi, vissi um galla í hjólabún- aði lestanna áður en járnbrautarslysið við bæinn Eschede varð ný- lega, en þar létu 100 manns lífið. Virt rannsóknarstofnun í Þýska- landi, Fraunhofer-Institut, skýrði frá því í gær að árið 1998 hafi stofnunin bent á að hætta væri á að járnhringir, sem smeygt er upp á sjálf hjól lestarinnar, geti brotnað við slit, en það var einmitt brot- inn járnhringur sem olli slysinu í Eschede. Forsvarsmenn járnbraut- anna hafa hins vegar haldið því fram að ekkert hafi verið vitað um þessa hættu fyrir slysið. Harðar efnahagsaðgerðir í Rússlaudi RÚSSLAND - Sergei Kirijenkó, forsætisráð- herra Rússlands, tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í gær að gripið yrði til harðra og óvinsælla að- gerða til þess að vinna bug á þeim alvarlegu efnahagserfiðleikum sem landið á við að stríða. Lagði Kirijenkó fram þriggja ára áætlun þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í ríkisútgjöld- um og endurbótum á skattkerfinu. Meiningin Boris Jeltsín, Rúss- er að efla iðnrekstur og lýsa óarðbær fyrirtæki landsforseti. gjaldþrota. A sama ríkisstjórnarfundi lagði Bor- is Jeltsín, forseti Rússlands, áherslu á nauðsyn þess að gera róttækar og skjótvirkar breytingar á efnahagsstefnu stjórnarinnar. Heræfiugar í SvartfjaUalandi JÚGOSLAVIA - Júgóslavneskar hersveitir ætla að halda þriggja daga heræfingar í Svartljallalandi (Montenegro), sem er annað tveggja lýðvelda sem nú tilheyra Júgóslavíu. Heræfingarnar eiga að fara fram í nágrenni höfuðborgar Svartfjallalands, Podgorica, sem er innan við 30 km frá albönsku landamærunum. 120.000 mauns féUu í styrjöldum Meira en 120.000 manns létust f stríðsátökum á síðasta ári, að því er fram kemur í upplýsingum frá Rauða krossinum. Að mati Rauða krossins eru borgarastyijaldirnar í Alsír, Afganistan, Búrúndí, Rú- anda og Lýðveldinu Kongó þær hættulegustu sem nú geisa. Frá miðju ári 1996 til miðs árs 1997 létust milli 50.000 og 100.000 í borgarastyrjöldinni í Saír, eins og lýðveldið Kóngó hét þá. Flugrán á Spáui SPÁNN - Maður sem var truflaður á geði rændi í gær farþegaþotu af gerðinni Boeing B-727 á Spáni. Hótaði hann því að sprengja vélina í loft upp, en gafst upp með friðsamlegum hætti. Enginn þeirra 124 farþega og sjö manna áhafnar í vélinni varð fyrir tjóni. Stjómarkreppa á Ítalíu? ITALIA - Romano Prodi, forsætisráðherra Ital- íu, barðist í gær fyrir lífi ríkisstjórnar sinnar. Greidd voru atkvæði á þingi um útvíkkun NATO til austurs. Kommúnistar, sem eiga hlut að sam- steypustjórn Prodis, sögðust greiða atkvæði gegn tillögunni, en stjórnarandstaða hægriflokk- anna, undir forystu Silvio Berlusconi, hugðist því aðeins greiða tillögunni atkvæði að Prodi bæðist lausnar fyrir ríkisstjórn sína strax að at- kvæðagreiðslu Iokinni. Romano Prodi, for- sætisráðherra Italíu. Dauir greiða fyrir trassaskap Græu- lendinga DANMÖRK - Viðhald og endurnýjun opinberra bygginga, m.a. skóla, sjúkrahúsa og hafnarmannvirkja, á Grænlandi er í miklum ólestri og er nú svo komið að grænlensk stjórnvöld ráða vart \ið að Ijármagna þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru, að því er danskir Ijölmiðl- ar héldu fram í gær. Mogens Lykketoft, fjármálaráðherra Danmerk- ur, sagði að danska stjórnin væri reiðubúin að aðstoða Grænlendinga við þetta verkefni jafnskjótt og yfirsýn hefur fengist yfir það hve fjár- þörfin er mikil. Martin Paldam, danskur hagfræðingur sem þekkir vel til Grænlands, segir í viðtali við danska ríkisútvarpið að stjórnmála- menn og embættismenn á Grænlandi hafi verið alltof uppteknir við að útdeila sjálfum sér feitum embættum í stað þess að gera sitt til þess að rétta við efnahag landsins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.