Dagur - 24.06.1998, Qupperneq 3

Dagur - 24.06.1998, Qupperneq 3
 MIÐVIKUDAGUR 17.JÚNÍ 1998 - %9 LtFIÐ í LANDINU „Gott að koma í hlýjima á íslandi!“ Það ersólí Reykjavík, fulltaf fólkiíbæn- um, en ekki fækkar gestunum á sólbaðs- stofunni við hliðina á ritstjómarskrifstofum Dags. Ingibjörg Stelánsdóttir skrifar Katrín Magnea Jónsdóttir, starfsmaður á Aðalsólbaðstof- unni, segir að sólin hafi ekkert slæm áhrif á aðsóknina. „Það er að vísu minni aðsókn á daginn, en það er meira að gera á kvöld- in eftir svona sólardaga heldur en þegar veðrið hefur ekki verið eins gott.“ Þetta finnst okkur sem aldrei sækjum sólbaðsstofur skrítin latína, en svona er þetta nú samt. Grass í Sundhölliiuii Heiða söngkona í Unun lætur sólbaðssofurnar eiga sig enda á leiðinni upp í Sundhöll í sólbað. „Mér skilst að það sé svo góð sólbaðsaðstaða þar. Eg ætlast í leggjast í sólbað þarna og halda áfram að lesa Tintrommuna eftir Gúnther Grass. Eg er að vinna fyrir hádegi núna og get því not- ið sólarinnar eftir bádegi." Heiða er komin á sumarfötin; í ljósblárri kápu og Ijósklædd frá hvirfli til ilja. Svo er hún líka komin með sumarklippinguna, með snoðaðan haus, að vísu ekki jafn stuttklipp og Sinead O’Connor, heldur meira í Demi Moore stílnum. Menn með stil Það er annars merkilegt á þess- um sólardögum hvað hitastillir- inn virðist vera misjafn í fólki. Á góðviðrisdögum sem þessum má sjá fólk í léttum sumarfötum, stúlkur í glænepjulegum kjólum úr næfurþunnu efni, stráka í stuttbuxum og bol og stundum án bols. Svo eru þeir sem láta ekkert hagga sér og eru alltaf eins klæddir; skrifstofufólkið í sínum skyldugu jakkafötum og drögtum, rónarnir sem alltaf eru eins klæddir og ýmsir mektar- menn, til dæmis dr. Benjamín Eiríksson hagfræðingur sem í þessu gengur yfir Lækjartorgið, jafn frakkaklæddur og ef það væri nóvember. Þetta eru menn sem hafa stíl og sjá enga ástæðu til þess að vera að breyta honum þó að að aðeins hlýni eða sjái meira til sólar þennan daginn heldur en hinn. Bleiuskipíi á bekk Hún virðist líka vera í þessum hópi, svartklædda konan sem í þessu sest hjá herramönnunum tveimur sem sitja á bekknum við hliðina á mér. Þeir hafa augljós- lega séð og reynt ýmislegt um dagana og eru nú að ylja sér á rússneskum vodka. Svartklædda konan virðist í fljótu bragði ekki eiga margt sameiginlegt með þeim, en þegar sólin skín í Reykjavík eru allir vinir. Á bekknum hinum megin við mig liggur lítil stúlka. Mamma henn- ar er að skipta á henni og hún Iætur sér það vel Iíka og hreyfir engum mótmælum fyrr en hún er sett í kerruna sína. Þá rekur hún upp öskur og hættir ekki fyrr en bróðir hennar hefur keyrt hana um í kerrunni góða stund. Lögreglumaðux nr. 6206 Á Ieiðinni yfir Lækjartorg er lög- reglumaður nr. 6206, Jón Pét- ursson, sem er flestum „miðbæjarrottum“ af góðu kunnur. Hann er lögreglumaður af gamla skólanum, góðum tengslum við flesta þá sem í Miðbæ Reykja- víkur koma, seinþreyttur til vandræða og vinur allra. Eg ber und- ir hann þá tilfinn- ingu mínu að lög- reglu- menn séu ny ■s® 'l'Q orðnir sýnilegri í mið- bæ Reykjavíkur, hann segir það mestu vitleysu og vill ekki kannast við að það hafi orð- ið nein stefnubreyting, a.m.k. ekki hvað varðar miðbæjarstöð- ina þar sem hann starfar. Lík- lega er þetta því bara ímyndun mín, sprottin af allri umræðunni um nýja lögreglustjórann sem alltaf er í búningi og er eins og alþjóð veit nýfluttur í bæinn með alla búslóð sína. Hlýrra en í London Á Ingólfstorgi sitja tvær enskar konur og sóla sig. Þær eru syst- ur, heita Linda og Olive Goldsmith og komu hingað fyrr um daginn með lystiferðaskip- inu Castle of Edinborough. Þær höfðu farið í skoðunarferð um Það er greinilegt að ungiingunum íjafningjafræðslunni leiðist ekki mikið að fá að taka þátt ihug- myndavinnu jafningjafræðslunnar, sérstaklega þegar þau fá að leika ýmis dýr með tilheyrandi hljóðum og hreyfingum. myndir: pjetur sigurðsson manna frá Indónesíu sem allir vinna um borð í hinum fljótandi Edinborgarkastala. Kannski þeim finnist ekkert verra að komast f burtu frá heima- landinu, enda verið nokkuð órólegt þar undanfarnar vikur, þeir eru a.m.k. kátir og ánægðir með veðrið og lífið. Hagmyndavrnna á Austurvelli Á Austurvelli er hópur unglinga einhverjum einkennilegum leik. Mér sýnist þetta vera ung- Iingavinnukrakkar og fer að velta fyrir mér hvort þetta sé það sem þau fá borgað fyrir að gera í vinnutímanum. Það er öruggt merki um aldur þegar fólk fer að hneykslast á krökkunum í ung- lingavinnunni. Ég tek mig því á, vind mér að þeim sem virðist fara fyrir hópnum og spyr hann hvað hér sé um að vera. Maður- inn reynist heita Orri Páll Jó- hannesson og vera starfsmaður jafningjafræðslunnar. Hópurinn hafði verið að taka þátt í fræðsludegi sem nú er orðinn fastur Iiður í starfsemi Vinnu- skólans. Fræðslunni, sem sner- ist um forvarnarmál, var lokið þennan daginn og nú tóku krakkarnir þátt í hugmynda- vinnu. Það er greinilegt að ung- lingunum leiðist það ekki mikið að fá að taka þátt í hugmynda- vinnu jafningjafræðslunnar og þegar ég skil við þau er komið að því að fá að leika ýmis dýr með tilheyrandi hljóðum og hreyfingum. Ekki amalegt að geta verið úti allan daginn í góða veðrinu hugsa á leið aftur upp á ritstjórn. Reykjavík fyrr um daginn og fannst verst að geta ekki séð meira af landinu. Hins vegar voru þær ánægðar með veðrið og sögðu að það væri hlýrra hér en í London. Þar hefði verið kalt og rigningarveð- ur undanfarna daga og því gott að koma í hlýjuna á Islandi. Linda og Olive höfðu verið uppi á þilfari til klukkan eitt nóttina áður, því ekki vildu þær kveðja Island án þess að hafa séð mið- nætursólina. Þeim fannst gaman að fylgj- ast með hjólabrettastrákunum á torginu, sögðu þó að enn skemmti- legra væri að fylgjast með ungu mönnunum _ sem leika sér á hjólabrettum við Waterloo Station í London. „Þeir gera alls kyns kúnstir og eru ótrúlega flinkir, enda miklu eldri en strákarnir hér,“ flýta þær sér að bæta við, þegar þær sjá að ég er að byrja að móðgast fyrir hönd hjólabrettaíþróttarinnar á Is- landi. Aðaláfangastaður ferðar þeirra systra er Grænland en þar verður skipið í nokkra daga. En það voru fleiri en þær Linda og Olive á leiðinni til Grænlands, því skammt undan er hópur i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.