Dagur - 24.06.1998, Qupperneq 10
2£
MIÐVIKUDAGUR 24.
. ------5--;-;—i—r~
LÍFIÐ t LANDINU
i.
19 9 8
\ \ < .»■
Emifjölgar í
gæðingakeppnum
Nú hafa öll hesta-
mannafélög sem taka
þátt í landsmótinu á
Melgerðismelum valið
sína keppnishesta en
skráningarfrestur rann
út í fyrra dag.
Hér á eftir verður
skýrt frá úrslitum hjá
þremur félögum austan
Hellisheiðar.
Holtsmúlamæðgur í fremstu röð
knapa
Félagsmóti Geysis lauk 14. júní. Þar var
keppendum skipt í tvo flokka í gæðinga-
keppninni A-flokkur I og II og B-flokk-
ur I og II.
í A-flokki I sigraði Saga frá Holts-
múla knapi Katrín Sigurðardóttir, annar
varð Askur frá Hofi (stóðhestur) knapi
Hallgrímur Birkisson, þriðji varð Tinni
frá Ulfsstöðum knapi Auðunn Krist-
jánsson, fjórði Hávarður frá Hávarðar-
koti (stóðhestur) knapi Sigurbjörn
Bárðarson og fimmti Vigri knapi Her-
mann Ingason. A-flokk II vann Hrafn-
hildur frá Glæsibæ knapi Lísbet Sæ-
mundsson.
B-flokk I sigraði Álfheiður Björk frá
Lækjarbotnum knapi Maijolyn Tiepen,
annar varð Hjörtur frá Hjarðarhaga
knapi Sigurbjörn Bárðarson, þriðji varð
Hasar frá Þykkvabæ knapi Hallgrímur
Birkisson, íjórði Glanni frá Kálfholti
knapi ísleifur Jónasson og fimmti Sa-
brína frá Hamrahól knapi Friðþjófur Ö.
Vignison. B-flokk II vann Kári frá Ey I
knapi Karl G. Davíðsson en þessi hest-
ur hafði það háa einkunn að hann vann
sér rétt til að fara á landsmótið og þvi
fór hestur úr A-flokki I út í staðinn.
Ungmennaflokkinn sigraði Kristín
Þórðardóttir á Glanna frá Vindási, í
öðru sæti varð Erlendur Ingvarsson á
Vöku frá Strönd, í þriðja sæti Elvar
Þormarsson á Kát, £ Ijórða sæti Nanna
Jónsdóttir á Feyki frá Stóra Armóti og í
fimmta sæti Unnur Olga Ingvarsdóttir á
Gosa frá Asi. Unglingaflokkinn sigraði
Rakel Róbertsdóttir á Hersi frá Þverá í
Skíðadal, annar varð Heiðar Þormars-
son á Flugu frá Hvolsvelli, þriðji Ylfa
Sigurðardóttir á Litbrá frá Hamraholt-
um, fjórði Andri Leó Egilsson á Léttingi
frá Berustöðum og fimmti Daði Freyr
Bæringsson á Hildingi frá Asmundar-
stöðum. ^
Barnaflokkinn sigraði /Laufey G.
Kristinsdóttir á Kosti frá Tókastöðum,
önnur varð Katla Gísladóttir á Ulfi,
þriðja Elín Hrönyi Sigurðardóttir á Ósk
frá Ey I, fjórði Þórir Pálsson á
Helmimgi irá Hvolsvelli og fimmta
Kristín Hermundsdóttir á Rökkva frá
Strönd.
Það verður að segjast eins og er að
oft hafa Geysismenn teflt fram sterkara
Iiði í A og B flokki og er skemmst að
minnast fjórðungsmótsins 1996 þegar
Seimur frá Víðivöllum fremri keppti í A-
flokknum og Þyrill frá Vatnsleysu og
Næla frá Bakkakoti í B-flokknum.
Þrír stóðhestar í liði Smára
Um síðust helgi lauk úrtöku hjá Ijórum
félögum austan heiðar og voru þau
saman með keppnina á Gaddstaðaflöt-
um. Urslit hef ég fengið frá tveimur fé-
lögum, Smára og Sleipni.
A-flokkinn sigraði Dimma frá Hvítár-
holti knapi Guðmundur Einarsson í
öðru sæti Nökkvi frá Vestra Geldinga-
holti (stóðhestur) knapi Sigfús Guð-
mundsson og þriðja varð Hlýja frá
Vestra Geldingaholti knapi Rósmarie
Þorleifsdóttir.
B-flokkinn sigraði Nasi frá Hrepp-
hólum (stóðhestur) knapi Olil Amble.
Annar Garri frá Grund (stóðhestur)
knapi Atli Guðmundsson og þriðji
Bylgja frá Berghyl knapi Einar Öder
Magnússon.
í ungmennaflokki var einn keppandi
Sigfús B. Sigfússon á Vorsól frá Vestra-
Geldingaholti. Enginn keppandi var í
unglinga- eða barnaflokki svo ekki verð-
ur um að ræða þátttöku frá Smára í
þeim flokkum.
Hjá Sleipni var mun meiri þátttaka. I
A-flokki sigraði Gammur frá Hreiður-
borg knapi Vignir Siggeirson, annar
varð Roði frá Egilsstaðakoti knapi Hall-
dór Vilhjálmsson og þriðji Hrannar frá
Stokkseyri knapi Sigurður V. Matthías-
son.
B-flokkinn sigraði Kjarkur frá Horni
í Skorradal knapi Olil Amble, annar
varð Olíver frá Garðsauka knapi Ólafur
Asgeirsson og þriðji Heljar frá Skíð-
bakka I knapi Brynjar J. Stefánsson.
I barnaflokki sigraði Freyja Amble
Gísladóttir á Mugg frá Stangarholti,
önnur varð Sandra Hróbjartsdóttir á
Hlyn frá Selfossi og þriðji Daníel Ingi
Larsen á Jarp frá Lágafelli.
í unglingaflokki sigraði Ólöf Har-
aldsdóttir á Bagnsa ffá Gróimshúsum
S-Þing.
Ungmennaflokkinn sigraði Helgi Þór
Guðjónsson á Örvari frá Kirkjuhóli,
annar varð Haukur Hauksson á Höfða-
dís frá Heiðarbrún og þriðji Hjalti Vikt-
orsson á Eddu frá Arbakka.
I næstu tveimur þáttum verður um-
fjöllun um forskoðun kynbótahrossa á
Vestur- Norður- og Austurlandi.
Forvitnin
er góð - í hófi
Nýlega kom upp í hendurnar á mér ágætis bók, þar sem safn-
að er saman tilvitnunum í venjulegt fólk sem hefur komist að
raun um ýmislegt í lífinu. Bestu tilvitnanirnar eru frá þeim
yngstu - og þeim elstu. Meðal þess sem hinir eldri hafa að
segja er þetta: „Mér er orðið ljóst að sá sem haldinn er óseðj-
andi forvitni fær aldrei á tilfinninguna að hann sé orðinn
gamall.“ (71 árs). Þetta heillaði mig algjörlega, enda er ég
með forvitnari manneskjum. Það er líka staðreynd að fólk sem
heldur við áhuga á umhverfi sínu og því sem er að gerast í
kringum sig - er svolítið forvitið - það heldur sér betur við
andlega, en hinir sem eru áhugalausir um allt og alla. Kenn-
arar vita það líka að nemendurnir sem standa sig best, eru
þeir sem sýna mestan áhuga - eru forvitnastir. Hins vegar má
forvitnin ekki ganga of langt, það verður að virða einkamál og
einkalíf annarra.
SVOJMA
ER LIFID
Ingibjörg
Stefánsdóttir
skrifar
Ingibjörg
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Lesandi
hringdi og sagðist
alltaf vera jafii
hissa á því að Is-
lendingar skuli
ekki geta lært að
gefa sjens í um-
ferðinni. „Umferð-
in á að geta gengið
eins og tannhjól,
þar sem hver tekur
við af öðrum. Ef
hver og einn
hleypir einum bíl
inn á aðalbraut, þá
gengur umferðin
örugglega miklu
betur.“ Mæl þú
manna heillastur,
sjálf hef ég oft velt
þessu fyrir mér,
spurningin er bara
hvenær fólk fer að
fara eftir þessu.
Kynlíf karla og alduriim
H
Ég heiti Sveinn og er kominn vel á sextugs-
aldurinn. Mig langar til að vita hvort þú hef-
ur vitneskju um það hversu lengi ég get bú-
ist við að hafa kynlöngun eða kynþörf. Enn
sem komið er hefur ekki borið á því að löng-
unin hafi neitt minkað, en ég hef einhverstaðar lesið eða
heyrt að það sé óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að eldast.
Til allrar hamingju eru aðstæður mínar þannig að þær
hafa ekki valdið mér neinum vandkvæðum í þessum efn-
um, en þetta er mér dálítið hugstætt og ég vildi gjarnan
vita meira um málið.
Ég ræddi þetta mál við Halldóru Bjarnadóttur hjúkrunar-
fræðing og kynlífsráðgjafa Dags. Hún sagði að kynlöngun og
kynþörf væri mjög einstaklingsbundin og að það væri ekkert
sem segði það að karlar færu skyndilega inn á eitthvað skeið
þar sem þá hættir að langa í kynlíf. „Þannig eru til dæmi um
menn eins og Axel Clausen sem átti barn á níræðisaldri.“
Við þetta má bæta því að það er sitt hvað kyngeta og -löngun
og sagði Halldóra að kyngeta karla, færi m.a. eftir líkamlegu
formi, t.d. hefðu reykingar slæm áhrif. I framhaldi af þessu
má benda á ágæta grein Óttars Guðmundssonar læknis um
kynlíf eftir miðjan aldur f bókinni „Arin eftir sextugt“, sem
Blóðflokkar og mataræði
Nýlegar rannsóknir sérfræðinga við Oxford-háskóla hafa sýnt
fram á tengsl milli blóðflokka fólks og þeirra sjúkdóma sem
það er líklegt til að þjást af.
Blóð- flokkur Hætta á...
O gigt, magasári, bólguvaldandi sjúkdómum.
A krabbameini
og hjartasjúk- dómum,
B vírussjúkdóm-
um í tauga kerfi
Hvað á að borða/
hvað á að forðast?
Borðið kolvetnasnautt og prótein-
ríkt fæði - minnkið neyslu hveitis
og kornmetis og borðið mikið
af afmögru kjöti.
grænmetisfæðið hentar best,
borðið kolvetnaríka fæðu, t.d.
brauð, pasta og hrísgrjón, en
reynið að skera niður fituna í
fæðunni.
Fjölbreytt fæði hentar vel, en
gætið þess að fá nóg af kjöti og
mjólkurvörum.
AB þú hefur gott ónæmiskerfi, svo að þínir áhættuþættir
eru almennir og ekki meiri hætta á einum sjúkdómi
en öðrum
Þú þolir flestar fæðutegundir, en best fyrir þig er að
neyta kolvetnaríkrar og fitusnauðrar fæðu.
I