Dagur - 24.06.1998, Page 11

Dagur - 24.06.1998, Page 11
MIDVIKUDAGUR 2 3. JÚNt 1991 - 27 LÍFIÐ í LANDINU AKUREYRARBÆR Deiliskipulag á Eyrarlandsholti Með vísan til 25. greinar skipulagslaga nr. 73/1997 með síðari breytingum auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi íbúð- arhverfis á Eyrarlandsholti. Skipulagssvæðið afmarkast af Mímisbraut, Þórunnarstræti, væntanlegri tengibraut, opnu svæði sunnan Hörpulundar og lóð Verkmenntaskólans á Akureyri. [ skipulagstillögunni er gert ráð fyrir 23 einbýlishúsalóðum, þrem skipulagsreitum fyrir fjöleignarhús auk lóðar fyrir raðhús og tveggja lóða þar sem unnt er að reisa stærri byggingar svo sem fjölbýlishús fyrir aldraða og heimavist/sumarhótel. Skipulagsuppdráttur ásamt skýringarmyndum og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 5. ágúst 1998, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at- hugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 5. ágúst 1998 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæj- ar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna skipu- lagsgerðarinnar er bent á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Atvinna Vantar bifvélavirkja eða mann vanan bifvélavirkjun. Upplýsingar í síma 892 5801 eftir kl. 19.00. Nú getur þú lesið Dag í loftinu á öllum áætlunarleiðum Islandsflugs. ISLANDSFLUG gmrlr flmlrum tmrtmO njúga • Orðið „háeff- un“ er algjör- lega óþolandi og ólíðandi. Þetta er eitt af þeim orðskríp- um sem orðið hafa til vegna Ieti okkar við að segja að fyr- irtæki eða stofnun hafi verið breytt í hlutafélag ... það var háeff- að! Hryllilegt! • Óþolandi er hve miklar von- ir við íslending- ar bindum við Hvalfjarðar- göngin. Stund- um gæti maður haldið að í raun þyrftum við ekkert að gera sjálf, ekkert að leggja okkur fram, því „þetta breytist við til- komu gang- anna!“ Ótrúlega margt virðist eiga að batna þegar göngin verða opnuð. Jafnvel sam- göngur í §ar- Iægum lands- hlutum sem í áranna rás hafa alltaf setið á hakanum þegar fjárveitingar eru annars veg- ar. „Enga sá ég íslenska seðla og hafði orð á því. Hann sagðist eiga eitthvert lítilræði, en ekki hafa það með sér.“ Þegar anima var eftirlýst af Interpol Helga R. Eínarsdottir skrifar 600, Akureyri Þverholti Síminn lesendaþjónustu: 460 6111 Slmbréf: 460 6171/551 6270 Sumarið 1981 fórum við hjónin í utanlands- ferð með Karlakór Sel- foss, haldið var til Eng- lands og Wales, þar sem kórinn tók þátt í kóra- móti og söngkeppni sem haldin er árlega í Llangollen í Wales. Þarna vorum við í boði karlakórs, sem áður hafði heimsótt okkur. Eigi verða hér tíunduð afrek kórsins í þessari keppni, ekki heldur nákvæm lýsing á dvöl okkar í Wales, en þar ferðuðumst við víða og nutum mikillar gestrisni í um það bil vikutíma og kynntum okkur stórborgarlífið áður en heim var haldið. Þarna bjuggum við á notalegu hóteli nærri miðborginni, en þó var ekki langt að fara út í gróðursæla garða, sem óspart voru notaðir til upprifjunar sveitasælunnar heima. Við áttum þarna notalega daga, sem iiðu fljótt við skoð- unarferðir verslunar- og gönguferðir, kráarölt og hvíldarstundir. Iðandilíf Líklega var það næstsíðasta daginn er farið var að huga að flugi heim, að eitt- hvert vandamál kom upp í sambandi við það. Þar sem maðurinn minn var í ferðanefndinni fór hann ásamt Magnúsi fararstjóra á skrifstofu flugfélagsins til að leysa þennan vanda. Ég afréð að bíða þeirra á hótelinu, en ekki fysti mig að sitja ein uppi í herberg- inu, heldur tyllti ég mér í sófa niðri í anddyrinu og horfði á allt það iðandi líf er þar fór hjá. Ekki hafði ég lengi setið er ég heyrði kallað í hátalarakerfi af- greiðslunnar og spurt eftir fararstjóra ís- lenska hóspins, ég vissi að hann var úti með mínum manni, en sinnti ekld kall- inu. Skömmu síðar var aftur kallað, og sat ég og horfði á stúlkuna sem það gerði, þótti mér þá ekki saka þó ég segði til mín og það sem ég vissi um fjarveru Magnúsar. - Ég gerði dömunni þá Ijóst í leiðinni að ég skildi fullvel það sem hún sagði þó mælt væri á enska tungu. Hún þakkaði mér upplýsingarnar, en gaf ekkert í skyn hvað hún vildi Magnúsi. eir* vélrituð blaðslða, 1000-1200 tölvuslög. I tíl að stytta leagri bréf. Forvitni eða fróðleiks- fýsn Ég settist aftur í sófann og undi mér áfram við mína iðju. Það hef- ur lengi verið ein af mínum veiku hlið- um, allt að því óhóflegur áhugi á því sem fram fer f kringum mig. Forvitni segja sumir, en aðrir vilja gera gott úr þessu og kalla fróðleiksfysn. Litlu seinna sá ég mann koma gangandi í átt til mín, og átti hann greinilega við mig eitthvert erindi. Þetta var hávaxinn maður heldur lura- lega vaxinn og óttalega óheppinn í and- Iiti. Eigi sá ég þó ástæðu tií flótta, eng- an skal dæma eftir útlitinu einu saman og við vorum þarna í miðju fjölförnu anddyrinu. Hann heilsaði kurteislega og kynnti seg sem Antony Jones, síðan spurði hann hvort ég væri ein af Islend- ingunum, sem ég kvað rétt vera. Hann spurði hvort hann mætti tylla sér hjá mér og spjalla við mig, og sá ég enga ástæðu til að neita honum um það, ég hef að vísu ekki verið hraðmælsk á enska tungu, en get bærilega gert mig skiljanlega og allvel meðtekið það sem við mig er sagt. Hann fer nú að spyija um okkar ferðalag og einnig fysti hann að fræðast um ísland og virtist ekki vera allsendis ófróður um þann hólma. Þetta var bara kurteist spjall fróðleiksfúss útlendings. Hann var með einhverskonar skjaía- möppu meðferðis, og sagði mér eftir nokkra stund að hann væri safnari og ræki ásamt öðrum manni einhverskonar safnarabúð. Sameiginlegt áhugamál I möppunni var hann með sýnishorn af seðlum, allar mögulegar gerðir frá fjöldamörgum löndum. Það vildi svo til að þarna áttum við sameiginlegt áhuga- mál og fékk ég að skoða möppuna vel og vandlega. Enga sá ég íslenska seðla og hafði orð á því. Hann sagðist eiga eitt- hvert lítilræði, en ekki hafa það með sér. Svo spurði hann hvort ég ætti nokkuð sem ég myndi vilja skipta á og það vildi svo til að ég var með í veskinu gamlan tíu króna seðil, sem ég lét hann hafa og fékk í staðinn tvo kínverska seðla og þóttist geta vel við unað. Hann fór nú að spyija mig um myntbreytinguna, sem gerð hafði verið árið áður á íslandi, í því sambandi var hann helst að hugsa um gömlu, grænu hundrað krónu seðlana, hvort ég héldi að enn væri mögulegt að fá þá keypta, í bönkum eða safnarabúð- um. Þetta var hann að spyrjast fyrir um með sína verslun f huga. Ég taldi ekki vonlaust að þessir seðlar væru til og kvaðst vel geta kannað málið fyrir hann. I þeim tilgangi lét hann mig hafa 25 pund í seðlum og nafn sitt og heimilis- fang á blaði. Framhald hréfsins birtist í blaðinu á morgun. MEINHORIMIÐ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.