Dagur - 30.06.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 30.06.1998, Blaðsíða 5
ÞHIDJUDAGVR 3 0. J Újí'í 199 8 - 21 t^ur MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Krístján Ingimarsson, er metnaðarfullur ung- ur leikarí semfæst við tilraunaleiklist í Dan- mörku og ernú kom- inn heim tilAkureyrar til að leika fyrírbæjar- búa. Kristján Ingimarsson er ungur og metnaðarfullur leikari frá Ak- ureyri sem hefur fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn í Dan- mörku. Hann er nú kominn heim í stutt frí og ætlar að halda sýningu á einleik sem hann samdi og heitir Mike Attack. Kristján hefur nóg að gera í Danmörku og hefur fengið feiki- góða dóma danskra gagn- rýnenda. LeiMistin tekur völdin Kristján hélt til Danmerkur, sumarið 1992, ásamt danskri unnustu sinni Gitte Nielsen. Þar reyndi hann fyrir sér í í tvö ár í leiklistarskólum, í almennri Ieiklist, látbragðsleik, grímu og gamanleik, en þar voru einnig kenndir fimleikar og trúðaleikur. Kristján stofnaði síðan leikhóp með nokkrum samnemendum sínum sem komu frá öllum Norðurlöndunum. „Ári eftir að ég flutti út sá ég sýningu með leikhópi sem heitir Cantabile 2 og varð yfir mig hrifinn af þeirri sýningu. Síðan var það ekki fyrr en tveimur árum síðar að ég komst að því að leikhópurinn rekur skóla sem heitir „School of stage art“ þar sem leikstjóri hópsins, Nullo Facchini, er skólastjóri og kenn- ari. Þessi skóli er 100 km fyrir utan Kaupmannahöfn í Vording- borg í sveitasælu með túni fyrir utan skólann og beljum á beit, allt mjög yndislegt. Þetta nám skipti sköpum fyrir mig, en þetta var harður skóli. Þarna var kennd tilraunaleiklist og bæði kennarar og nemendur komu frá öllum hornum veraldarinnar og ég var eini Islendingurinn. Þar var kennd líkamstjáning, dans, spuni, japönsk hreyfilist sem heitir Butho, bardagalist, söngur og raddbeiting. Síðan var Iíka mikið fengist við gjörninga. Fyrsta árið var mjög almennt en annað árið síðan sérhæfðara." Pétur Gautur í lestarferð Eftir fyrsta árið í skólanum komst Kristján í leikhóp skólans Cantabile 2 og var eini fyrsta árs nemandinn það árið sem komst að. Leikhópurinn er mjög fram- arlega í tilraunaleiklist og notast mikið við rými í staðinn fyrir svið, þ.e. setur upp sýningar ut- andyra, í skemmum og gömlum verksmiðjum. Kristján lék Pétur Gaut í samnefndri sýningu og þá sátu áhorfendur í gamalli iárnbrautarlest sem ók þeim 40 km á meðan sýningin fór fram utan dyra meðfram járnbrautar- teinunum. „Ég þeyttist um í bíl eða á mótorhjóli eins og Indiana Jones og var á fleygiferð alla sýning- una.“ Sama sumar fékk Kristján hlutverk Hamlets í samnefndu leikriti sem sýnt var í kastalan- um á Helsingjaeyri þar sem sagt er að Hamlet hafi búið. Að námi loknu Kristján fékk síðan vinnu hjá Cantabile 2 eftir annað árið því Ieikstjórinn bauð honum vinnu áður en námi lauk. Samvinna Kristjáns og leik- stjórans hefur alltaf gegnið vel og eins og Krist- ján segir sjálfur, „hann veit hvað ég get og ég veit hvað hann vill.“ Kristján fékkst við ýmislegt til þess að fjár- magna námið sem ekki var lánshæft, vann á stöðum með náminu, seldi mót- orhjólið sitt auk þess sem for- eldrar hans styrktu hann. „Það er ómetanlegt að fá allan þenn- an stuðning sem ég fékk frá for- eldrum mínum og konunni minni sem hefur alltaf staðið mér við hlið. Annars hefði þetta aldrei gengið." En einnig fékk hann styrk frá KEA og Menn- ingarmálanefnd Akureyrarbæjar sem hann er mjög þakklátur fyr- ir. Eftir nám fékk hann lfka vinnu við fleiri Ieikhópa m.a. hópi sem kallar sig „Twenty Century Ghost" og er stýrt af leikstjóranum Rolf Heim sem nú leikstýrir við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hjá Twenty Century Ghost lék Kristján útgáfu af þöglu mynd- unum í leikriti um Nils Bohr, frægan danskan eðlisfræðing, og fékk góðar viðtökur. Með leik- hópunum hefur Kristján ferðast mjög mikið, m.a. hefur hóp- urinn sett upp stykki á Norður- Iöndunum og í Þýskalandi og fengið mjög góð- ar viðtökur. „Ég erbúinn að vera dunda við að koma þessu stykki saman síðan ískóla. Þetta er uppistand án orða “... hinum ýmsu Einleikuriim Mike Attack Eftir áramót stofnaði Kristján leikhópinn Neander og tók til við að semja einleikinn sinn, Mike Attack, sem frumsýndur var 16. apríl og fékk mjög góða dóma. Stykkinu sem Kristján samdi er leikstýrt af Rolf Heim, sem leikstýrir nú hjá konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfh. „Ég er búinn að vera að dunda við að koma þessu stykki saman síðan í skóla. Þetta er uppistand án orða, mikið af tónlist, lát- bragði, hljóðbútar úr bíómynd- um og ýmis áhrifahljóð. Ég var í þijá mánuði í hljóðveri að koma þessu saman við leikinn og það liggur ekki síst mikil vinna á bakvið þann þátt sýningarinnar. Þetta eru miklar tilraunir með gervi, mikið glens og gaman þar sem míkrófónninn tekur völdin, en það er best að upplýsa ekki of mikið um verkið fyrirfram. Ég er síðan með umboðsmann bæði í Danmörku og í Noregi sem eru búnir að bóka mig langt fram f tímann um hin Norðurlöndin og eitthvað í Þýskalandi og þannig kemst ég víðar með stykkið. Kristján fer aftur til Danmerk- ur í byrjun júlí og fer þá að æfa með Cantabile 2. „Það hefur gengið mjög vel hingað til og ég hef fengið mjög fína dóma, en það er alveg nauðsynlegt til þess að fá meira að gera og komast áfram. Ég hef alltaf stefnt á að geta Iifað af vinnunni minni og það er sem betur fer að takast núna. Ég er mjög ánægður með að vera kominn heim, því það er alltaf viss spenningur að sýna heima. Það veit enginn hvað maður hefur verið að fást við þarna úti og það er mjög gaman að leyfa bæjarbúum að kynnast því á renniverkstæðinu 1. júlí og 3. júlí nk.“ -Rut ■menningar LÍFIfl Þau Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikarar hafa átt mikið samstarf undanfarin ár. í tisku að spila fjórhent? Þau Þorsteinn Gauti Sig- urðsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikarar halda tónleika í Iðnó í kvöld. Þau spila fjórhent á þessum tónleikum, en slíkir tónleik- ar með þeim hafa alltaf vak- ið mikla athygli. Efnisskrá tónleikanna í kvöld er mjög íjölbreytt. Rómantísk verk í léttari kantimun Leikin verða verk í léttari kantinum, lengstu verkin eru frönsk, eftir þá Debussy og Fauret. „Þetta eru mjög rómantfsk og falleg verk,“ segir Þorsteinn Gauti, „við spilum einnig ungverska dansa og valsa eftir Brahms, og svo spilum við úr Hnotu- bijótnum eftir Tchaikovsky. Þorsteinn Gauti segir þau Steinunni Birnu hafa starfað mikið saman og haldið sam- an tónleika, bæði hér heima og erlendis, „við höfum stundum spilað á tvo flygla, en stundum fjórhent. Það er dálítið til af tónlist sem er skrifuð sérstaklega fyrir tvo píanóleikara sem leika fjór- hent, dæmi um það eru verkin sem við leikum eftir Brahms. Annars hef ég heyrt um fleiri en okkur sem eru að leika saman Ijórhent. Þetta er eitthvað í tísku þetta árið.“ Iðnó iðar af lífi - Hvemig Itst ykkur á þennan tónleikastað, er gott að spila í Iðnó? „Ég hef reyndar ekki mikla reynslu af því, spilaði einu sinni þarna fyrir nokkrum árum á Óháðu listahátíð- inni. Þetta er mjög skemmti- legt umhverfi og það er búið að gera þetta mjög skemmti- lega upp. Það er líka gaman hvað það er komin mikil starfsemi í húsið.“ Þess má geta að yfirlýst markmið Óháðu listahátíðarinnar var að Iðnó kæmist aftur í gagn- ið sem miðstöð lista og menningar. Það má því segja að forsvarsmönnum Óháðu listahátíðarinnar hafi að nokkru leyti tekist ætlunar- verk sitt, því ekki er hægt að segja annað en að Iðnó iði af lífi og list þessa dagana. Þetta eru aðrir tónleikarn- ir í tónleikaröð Iðnó, en þar verða tónleikar á hverju þriðjudagskvöldi í sumar, haust og vetur. Þau Ingveld- ur Yr og Gerrir Schuil komu fram á fyrstu tónleikunum fyrir viku. Magnús Geir Þórðarson umsjónarmaður tónleikaraðarinnar segir tón- leikana hafa gengið mjög vel og að það hafi verið nánast fullt hús. Tónleikarnir hefjast kl. ^20.30 og kostar 1.200 kr. y

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.