Dagur - 10.07.1998, Síða 5

Dagur - 10.07.1998, Síða 5
Ðagttr FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 - 5 FRÉTTIR L Playboyslær í gegn meðal Islendmga Gríðarlegur áhugi á nýjasta heftinu. Myndir af fáklæddum íslenskum konum. Út- gáfuhátíð á Astró. „Okkur finnst alveg gríðarlegur áhugi vera fyrir þessu. Síðast- liðna daga hafa margar konur, ungar stelpur og jaínvel full- orðnar konur verið að spyrjast fyrir hvort blaðið sé ekki komið,“ segir Oddný Sturludóttir hjá Ey- mundsson í Austurstræti. MildU áhugi Svo virðist sem töluverður áhugi sé fyrir nýútkomnu hefti banda- ríska tímaritsins Playboy sem m.a. er helgað íslenskum kon- um. I blaðinu eru fjölmargar myndir af fáklæddum íslenskum konum ásamt texta sem gefur til kynna að ekkert mál sé fyrir karl- menn að næla sér í íslenska ljósku með kynlíf í huga. Athygli vekur að áhuginn fyrir blaðinu er ekki aðeins bundinn við karl- menn heldur virðast konur einn- ig hafa mikinn áhuga. Hinsvegar hefur afgreiðslufólk bókabúða ekki orðið vart við að neinir öfuguggar hafi sýnt blaðinu áhuga, enn sem komið er. Sem dæmi um áhuga landans hafa nokkrir tugir manna ef ekki hundrað pantað tímaritið íyrir- fram til að vera vissir um að fá eintak af blaðinu. Til að mæta þessari eftirspurn verða flutt inn nokkur hundruð eintök af tíma- ritinu til að byrja með. Til sam- anburðar má geta þess að mán- aðarleg sala þessa tímarits er eitthvað á þriðja tug að öllu jöfnu en eintakið kostar um 900 krónur. Útgáfuteiti „Eg get ekki trúað að þetta hafi verri áhrif á landkynninguna en rigningin sem var markaðsett í þættinum Good Morning Amer- ica fyrir ári síðan,“ segir Einar Þór Bárðarson, sem unnið hefur að miklu útgáfuteiti á veitinga- húsinu Astró í kvöld í tilefni af útkomu blaðsins. Það er m.a. gert í samvinnu við Playboy, dreifingaraðila og þá sem sáu um ljósmyndun stúlknanna. Öllum stúlkunum hefur verið boðið í veisluna þar sem kampa- vínið mun fljóta að öllum líkind- um ásamt öðrum guðaveigum. Búist er við húsfylli en almenn- ingi gefst kostur á að sjá dýrðina eftir miðnætti. Veislustjóri verð- ur Berglind Olafsdóttir, sem sögð er upprennandi kvikmynda- stjarna í Los Angeles, en hún hefur m.a. komið fram í Strand- vörðum fyrir utan að hafa verið kjörin ungfrú Reykjavík. Þá mun Páll Óskar og hljómsveitin Casino skemmta til viðbótar við ýmisar aðrar uppákomur í anda Playboy. -grh Sjá bls. 19 í Lífinu í landinu. Sophia Hansen hitti Dagbjörtu og Rúnu i smáþorpi og háifgiidings her- stöð i háfjöiium Tyrklands. Fjölmiðlar áhugasamir um endurfundina. Loksins! „Ég hlakka til næstu endur- funda okkar,“ sagði Sophia Han- sen í tyrkneska sjónvarpinu NTV í fréttaútsendingu um hálfsex að staðartíma í gær. Sophia lýsti því hversu gleðilegt það væri lyrir sig að hitta dæt- urnar aftur. Fjölmiðlar í Tyrk- landi hafa fylgst grannt með ánægjulegum endurfundum mæðgnanna í háfjallaþoipinu Divrigi í Austur-Tyrklandi. I gær áttu þær góðan dag saman. Sophia hitti dætur sínar, Dag- björtu og Rúnu, í fyrradag, þeg- ar hún kom til þorpsins. Hæsti- réttur landsins í Ankara úr- skurðaði á síðasta ári að Sophia skyldi njóta umgengni við dæt- urnar í júlí og ágúst á hvetju ári innan Tyrklands. I fyrra var þessi réttur hennar brotinn, fyrrverandi eiginmaður hennar, Halim AI, fór til fjalla með dæt- urnar og þótti óráðlegt þá að fara þangað vegna öfgafullra múslíma. -JBP Smygl í Dettifossi. Nokkrir skipveijar á Dettifossi hafa játað að hafa staðið að smygltil- raun sem uppgvötaðist í fyrradag, þegar tollgæslan á Akureyri gerði upptækt töluvert af smyglvarningi um borð í skipinu. Teknar voru 253 flöskur af sterku áfengi, fimm bjórkassar og 73 hylki af sígarett- um. íslenskur bónusvinnmgur Islendingur var með fimm rétta og bónustölu í Víkingalottóinu í fyrrakvöld. Hann fékk rúmlega 1,2 milljóna króna bónusvinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í söluturninum við Grundar- stíg í Reykjavík. Enginn var með sex réttar tölur og verður fyrsti vinn- ingur því tvöfaldur á miðvikudaginn kemur. Fundust heil á jöklinum Fjórir Islendingar og 35 norskir ferðamenn fundust heilir í fyrrinótt eftir að hópur sem var á vélsleðum varð viðskila við snjóbíl og leið- angursstjórn á leið yfir jökulinn í fyrrakvöld. Ekkert amaði að hópn- um en hann hafðist við í skála Jöklarannsóknarfélagsins. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. I fréttatilkynningu frá Landsstjórn björgunarsveita kemur fram að vont veður hafi verið á þessum slóðum, 8-9 vindstig og lítið skyggni. Þrátt fyrir það gekk vel að komast á Ieitarsvæðið og voru björgunar- sveitarmenn komnir þangað um klukkan hálf eitt í nótt. GSM símamir yfir 50.000 Notendum GSM-síma á Islandi hef- ur fjölgað um tíu þúsund frá áramót- um og eru nú orðnir yfir 50.000 í dreifikerfí Landssímans. Samkvæmt Símafréttum tók Landsíminn fyrir nokkru á móti 50-þúsundasta GSM notandanum og leysti hann út með gjöfum: GSM-síma og 50.000 krón- um upp í væntanlega símareikninga. -hei Ovíst með val á lista Kratar hafa valið á framboðslista sína með galopnnm próf- kjörum. Alþýðu- baudalag og Kvernta- listi verið með innaii ilokks skoðaiiakaim auir. Eitt af því sem menn hafa velt mikið fyrir sér varðandi sameig- inlegt framboð A-flokkanna og Kvennalista við næstu alþingis- kosningar er hvernig stillt verður upp á framboðslistana. Alþýðu- bandalagið, og raunar Kvenna- listi líka, hafa ekki verið með bein prófkjör heldur einhvers- konar innanflokks skoðanakann- anir fyrir uppstillingarnefndir til að styðjast við. Hins vegar hefur Alþýðuflokkurinn verið með opnustu prófkjör allra flokka í mörg ár. En hvað verður nú? Kjördæmisráðin „Þetta er eitt af því sem við þurf- um að ræða en mér þykir afar líklegt að fylgi flokkanna og staða þeirra í dag ráði þar nokkru um. En eins og ég segi þetta á eftir að ræða í botn og það þarf að gera í kjördæmisráðunum í samráði við flokksforystuna," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, í samtali \áð Dag. Hún segir að auðvitað verði það síðan kjördæmisráðin í hver- ju kjördæmi sem hafí lokaorðið um hverning listarnir verða mannaðir og hvernig að því verð- ur staðið. Með ýmsu móti Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, tekur undir með Margréti um að þetta eigi eftir að ræða. Hann segir ljóst að það verði kjördæmisráðin í hver- ju kjördæmi sem taki ákvörðun um hvernig á listana verði skip- að. „Það þarf ekki endilega að vera með sama móti allsstaðar, frekar en verið hefur fyrir nokkrar síð- ustu kosningar," sagði Sighvatur Björg\ánsson. -S.DOR Kaupa 127 Subaru-blla Bflaleiga Akureyrar, sem er í eigu Höldurs hf., fékk á miðvikudag afhenta 127 bíla af Subaru-gerð, sem verða til notkunar fyrir við- skiptavini. „Þessir bílar eru af ýmsum gerðum og flestir ljór- hjóladrifnir. Okkar reynsla af svona bílum til útleigu er góð og fjórhjóladrif hefur gefið okkur forskot á keppinautana á þessum markaði," sagði Birgir Agústsson hjá Bílalcigu Akureyrar. - Fyrir- tækið á um 400 bíla af ýmsum gerðum og stærðum og reynt er að endurnýja bílana á um tveggja ára fresti. „Þetta er stærsta ein- staka bílapöntun sem við höfum afgreitt. Oft höfum við afgreitt Gengið frá kaupum á 127 Subaru-bíium. Birgir, t.v„ og Vilhelm Ágústssynir frá Bila- leigu Akureyrar.. Milli þeirra Helgi Ingvarsson, forstjóri Ingvars Helgasonar hf. um 100 bíla í einni pöntun til Bílaleigu Akureyrar, en aldrei hefa þeir verið jafn margir sem nú,“ sagði Helgi Ingvarsson, for- stjóri Ingvars Helgasonar hf., þeg- ar bílarnir voru afhentir. -SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.