Dagur - 10.07.1998, Page 6

Dagur - 10.07.1998, Page 6
6-FÖSTUDAGUR ÍO.JÚLI 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: wmmmmmmm DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. A MANUÐI Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (ReykjavíK)563-1615 Amundi Amundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjav(k) Bumbult af prófessoralaunum í fyrsta lagi Pétri Sigurðssyni er „bumbult" af launahækkun prófessora. Skiljanlegt: tölurnar fyrir þá og verkalýðinn á Vestfjörðum eru dálítið ólíkar. Annars vegar sex vikna verkfall fyrir lítið sem ekkert, hins vegar 50% launahækkun frá kjaranefnd. Alyktun verkalýðsforingjans fyrir vestan er sú að hreyfingin sem hann talar fyrir þurfi að taka sjálfa sig í gegn. Það er rökrétt ályktun í því andrúmslofti sem nú ríkir í gleðibankanum - allir að taka út, nema láglaunafólkið sem er læst í hlekkjum samninga. í öðru lagi Hitt er annað mál að löngu er tímabært að prófessorar við Há- skóla Islands fái laun. Breytingar kjaranefndar eru skynsam- legar og hugsunin á bakvið rétt. „Sveigjanlegt og afkastahvetj- andi kerfi sem gefur mönnum tækifæri á að helga sig starf- inu,“ eru orð formanns Félags prófessora. Nákvæmlega það sem þarf miklu víðar í hinu opinbera kerfi og veit vonandi á betri tíð í Háskóla Islands. Reikna má með að tekjuauki margra innan Háskólans verði umtalsverður, og þar með út- gjöld skólans. Fjárveitingarvaldið ætlar sér vonandi ekki að klípa þá upphæð af öðrum útgjaldaliðum skólans. í þriðja lagi I framhaldinu verður að koma gjörbreytt hugsun inn í Háskól- ann. Munu vel haldnir prófessorar helga sig starfinu? Þýðir „sveigjanlegt" eftirlitslaust? Hver sér um afkastamælingu í af- kastahvetjandi kerfi? Prófessorar hafa sumir unnið mikla aukavinnu utan skólans, rannsóknarskyldunni verið sinnt af lítilli alvöru af mörgum ef marka má námsmenn við skólann. Allt afsakað með lágum launum. Þegar sú afsökun er frá, hver fylgist þá með því að sveigjanlegt, afkastahvetjandi og starfs- helgandi launakerfi færi okkur þær umbætur sem við erum að borga fyrir? Stefán Jón Hafstein. Garri fór í gær til ffamkvæmda- stjóra Dags til að krefjast þess að fá yfirvinnugreiðslurnar færðar inn í dagvinnukaupið. Á móti var Garri tilbúinn til að setja þak á yfirvinnuna og skil- greina upp á nýtt hlutfallið á milli þess tíma sem hann eyðir í skriftir og þess tíma sem hann eyðir í rannsóknir fyrir skriftir. Af einhveijum ástæðum tók framkvæmdastjórinn þessu til- boði fálega. Garri tók þá að sjálfsögðu til við rökstuðning sinn, sem einkum fólst í tilvísun til úr- skurðar kjaranefhdar um launamál pró- fessora. Þar var upp- leggið nákvæmlega þetta sama: yfirvinn- an færð inn í dag- vinnuna og þak sett á yfirvinnu. Niður- staðan var 50% Iaunahækkun og það var auðvitað það sem Garri vildi ná! Ekkert veröur af engu Nú er þess að geta að Garri er ekki prófessor og kann ekki al- mennilega að setja fram hin „ontológísku argúment“ sem þarf til að sýna að eitthvað verði ekki til af engu og að það sé því nauðsynlegt að fá 50% launahækkun til að borga fyrir yfirvinnu sem hvort sem er hef- ur alltaf verið unnin í dag- vinnu. I það minnsta virtist þessi röksemdafærsla ekki hrífa vel á einkalaunafundi Garra og framkvæmdastjóra blaðsins. Framkvæmdastjórinn kom einfaldlega með gagntil- boð þar sem dagvinnulaunin yrðu öll færð inn í yfirvinnu- Iaunin og síðan yrði sett þak á Háskóli íslands. dagvinnuna, sem myndi þýða að Garri héldi sínum launum nær óskertum, en sleppti alfar- ið við dagvinnuna. Að sjálf- sögðu átti þetta heldur ekki að raska vinnutímanum heldur, þannig að niðurstaða yrði Garra óvenju hagstæð. „Það eru ekki margir sem fá tækifæri til að sleppa alveg dagvinn- unni,“ sagði ffamkvæmdastjór- inn, „en geta bara byrjað á yfir- vinnu kl. átta á morgnana!" YfLmnuu- skrif Þetta var náttúru- lega slíkt kostaboð að Garri hlaut að segja já. Enda er þessi pistill nú skrif- aður á yfirvinnu- kaupi, en ekki dag- vinnukaupi. Að vísu hækkar heildarkaupið ekki við að færa dagvinnukaupið inn í yfir- vinnukaupið eins og gerist þeg- ar yfirvinnukaupið er fært inn í dagvinnukaupið og þess vegna situr Garri eftir á sömu Iaunum og áður á meðan prófessorar fá 50% hækkun. Og sannast þarna enn einu sinni gildi lang- skólamenntunar. Hins vegar getur Garri þó alltént huggað sig við að vera ekki eins og sauðsvartur almúginn, sem þykist vera að gera einhveija heilmikla kaupmáttarsamninga og fer jafnvel í verkfall til að ná 1-3% kauphækkun á mörgum árum. Þá er nú betra að halda stöðu sinni í þjóðfélaginu og vera maður með mönnum sem færir yfirvinnukaup að dag- vinnukaupi eða dagvinnukaup að yfirvinnukaupi. GARRI. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Embætti ríkisendurskoðanda er skrýtið fyrir margra hluta sakir. Það starfar í umboði Alþingis og er kostað af ríkissjóði. En til skamms tíma greiddi það forset- um Alþingis föst laun! Samtímis þiggur ríkisendurskoðandi laun hjá ríkisbönkunum fyrir að endur- skoða þeirra rekstur. Þessi nómenklatúra stjórnmálamanna og embættismanna er að koma fram í dagsljósið þessa dagana. Það er vonandi ekki til of mikils mælst að ríkisendurskoðun upp- Iýsi hvort hér er um einangruð fyrirbæri að ræða, eða hvort fleiri áhrifamenn eru á launaskrá, eða hafa verið. Eða hitt, hvort það er alsiða að ríkisstofnanir greiði starfsmönnum rikisendurskoðun- ar fyrir að líta yfir bókhald sitt? Svo geta Pétur og Páll og Petr- ína og Páh'na úti í bæ velt fyrir sér hvers konar siðgæðishugmyndir það fólk hefur um sjálft sig sem leikur slíka refskák með opinbera fjármuni. MUdlvæg stofaun eða gagnslaus Sullumbull Núverandi þingforseti hefur fært margt til betri vegar og sýnt rögg- semi við endurskipulagningu þingstarfa. Strax eftir að hann var kosinn til starfa afnam hann greiðslur ríkis- endurskoðunar til sín. Sú tiltekt sýnir hve vafasamar greiðslur af þessu tagi eru. Þetta sullumbull rík- isendurskoðunar með launagreiðslur út og inn er hluti af varð- veislu láglaunakerfis- ins. Islenska nómenklatúran býr til bitlinga og sporslur fyr- ir sig til að fela raun- verulegar tekjur. Stjórnmála- menn og embættismenn eru Iagnir að kvarta yfir Iélegum laun- um sínum. En þeir bæta sér það upp með því að afhenda hver öðr- um laun og fríðindi undir borðið, eins og sífellt fleiri dæmi sýna og sanna. Við og hinir Nómenklatúran, eða launaaðall- inn, er óþreytandi að brýna það fyrir almúganum á lága kaupinu, hve skelfilegt ástand skapast ef kaupið hækkar. Þá fer stöðug- leikinn fjandans til og allt efnahagskerfið úr böndunum. Fólk fer að Iáta ýmislegt eftir sér til að auka lífsgæðin, svo sem að kaupa bíl og fara í ferðalag. Þetta veldur ráða- mönnum miklum áhyggjum og telja þeir góðærin sín í mikilli hættu ef kjör alþýðu verða bætt. Óþarfi ætti að vera að benda á, að allt það fólk sem hæst bylur í þegar verið er að vara við bílakaupum og ferðalögum fær alla sína bíla og ferðalög greidd af opinberu fé. Það er sama hvort um er að ræða samvisku efnahagskerfisins í bönkum eða öðrum stofnunum, hvort sem þar ráða húsum emb- ættismenn eða kjörnir fulltrúar. Ríkisendurskoðun er engin heilög kýr eða dómstóll sem kveð- ur upp úrskurði sem öðlast laga- gildi. En þá kröfu verður að gera að stofnunin sé heiðarleg og haf- in yfir allan grun um sukk og mis- ferli. Ella er hún gagnslaus og verri en það. Hún verður að gera háar siðferðiskröfur til sjálfrar sín þótt hún starfi oft f óheiðarlegu umhverfi. Nýbúið er að endurráða ríkis- endurskoðanda til margra ára og fer vel á að hann hefji endurskoð- un á eigin embætti og hreinsi það af grun um að greiða kaup og taka laun frá þeim sem síst skyldi. Ríkisendurskoðun er alltof mikil- væg stofnun til að vera partur af svikamyllu nómenklatúrunnar, sem lifir í sífelldu góðæri hvernig sem árar. Sigurður Þórðarson, launagreiðandi og launþegi. .Xfc^wr Ætlarþú aðfá þérsalí- bunu um Hvalfjarðar- göngin um helgina? Sigfús Sigfússon forstjóri Heklu hf. „Eg er búinn að fara og fannst meiriháttar. Sér- staklega dáist ég að vinnubrögð- um og frágangi við þessa fram- kvæmd. Þau eru verktakanum, Istaki hf., til mikils sóma. Eg var að fara norður í land um daginn og hringdi þá í vin minn sem gat bjargað því að ég fengi að renna í gegn og það þótti mér æði. Á suðurleið ók ég fyrir Hvalfjörð og þakkaði ég mínum sæla að þetta væri væntanlega í síðasta sinn sem ég færi þá Ieiðinlegu og hættulegu leið. Eg er viss um að í framtíðinni fara allir um göngin - og sjá ekki eftir þúsund kallin- um.“ Sif Friðleifsdóttir þingmaður. „Nei, ég ætla að fljúga með fjöl- skyldunni á 80 ára kaupstaðaraf- mæli Siglufjarð- arbæjar og 180 ára verslunaraf- mæli og hitta þar vini míni. Vera á Hótel Læk á laugardagskvöldið og fylgjast þar með hagyrðinga- kvöldi þingmanna. En ég mun örugglega fara göngin oft £ fram- tíðinni, tengdafólk mitt á sumar- bústað uppi í Borgarfirði og það styttir leiðina að renna sér um göngin, nú þegar þau eru kom- in.“ Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður. „Nei, ég á ekkert erindi og ætla því að koma mér frá því að lenda í því öngþveiti sem þarna verður um komandi helgi. Eg hef einu sinni farið niður í göngin, hálfa leið, en fékk ekki að fara alla leið í gegn. Sjálfur hef ég alla tíð verið mjög með- mæltur þessari framkvæmd og hef aldrei skilið andstöðuna sem hefur verið gegn þeim.“ Guðlaugur Bergmann ferðaþjónustubóndi í Snæfellsásamfé- laginu. „Nei, ég ætla að vera hér um helg- ina að taka á móti ferðamönnum, sem verða þá búnir að fá sér salíbunu. Hvað framtíðina varðar var það eitt það fyrsta sem ég lærði þegar ég byrj- aði sem sölumaður fyrir margt löngu að setja vegalengdir ekki fyrir mig og mér hefur aldrei leiðst að aka fyrir Hvalfjörð. Héð- an að vestan þarf ég oft að keyra í bæinn og á mínum díselbíl kost- ar eldsneytið fyrir þessa 400 km Ieið 800 til 1.000 krónur. Ef ég fer um göngin kostar það mig 1.600 kr. báðar leiðir, miðað við afsláttarkortin og þó spara ég mér aðeins hálftíma á hvorri leið. Því held ég áfram að keyra fyrir fjörð- inn og mér sýnist tímakaupið all- gott.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.