Dagur - 18.07.1998, Qupperneq 2
18-LAUGARDAGUR ía. JÚLÍ 1998
'Dwyvr
LÍFIÐ í LANDINU
Skemmtihúsið hennar Brynju Ben hefur
gert stormandi lukku enda fonnið óvenju-
legt og skemmtilegt af leikhúsi að vera.
Biynja hefur verið með Ferðir Guðríðar
(Þorhjamardóttur Eiríks konu rauða sem
að lokum gerðist nunna í Róm) á ensku á
fjölunum í sinnar og það er ekki búið,
ónei. Bára nokkur Lyngdal leikkona hef
ur verið að æfa stykkið til að setja það
upp á sænsku í Svíþjóð og Ragnhildur
Rúriksdóttir hér. Meiningin er að gera
víðreist og fara með ensku útgáfuna tíl Bandaríkjanna og ír-
lands enda er það í stíl við Guðríði. Hún var kona víðförul,
fór til Grænlands, Ameríku og alla leið tii Rómar.
Súpan í Iðnó gerir stormandi lukku
enda afar hressilegt og skemmtilegt
verk. Þjónn í súpunni var fmmsýnt
á fimmtudagskvöldið og þá var
margt um manninn í salnum í Iðnó
og þéttsetinn hekkurinn, mikið fjör
og mikið hlegið að óvæntum at-
burðum. Þegar fréttamaðurinn Jón
Ársæll Þórðarson gat ekki stillt
sig um að taka þátt í fjörinu og
læddi hendinni á einn kvenþjónimi
prakkaralegur á svip varð smá kjaft-
stopp. Það var greinilegt að leikaramir, sem öllu em vanir,
vissu ekki almennilega hvemig þeir ættu að bregðast við.
Það var Kjartan Guðjónsson sem sagði svo eitthvað á þessa
leið: Jón Ársæll, þú, þú, þú... Og svo tókbara næsta grín við.
Þcgar Guörún Kristjánsdóttir hætti sem ritstjóri Mannhfs
um síðustu mánaðamót var það til þess að taka við kymiing-
arstarfi fyríi tónleika Rolling Stones. Lítíð hefur heyrst af
tónleikunum síðan Guðrún tók við kynningunni, en það
mun ekki vera henni að kenna. Stones-meðlimir virðast eiga
erfitt með að ákveða hvort og hvenær þeir spila við sundin.
Margir hafa hins vegar velt því fyrir sér hvers vegna Guðrún
hætti í jafn ágætu starfi hjá Fróða og ritstjórastarf Mannlífs
er til að taka við tímabundnu verkefni. Við kunnmn skýr-
ingu á því. Hún ku ætla til fundar við ektamaka sinn i haust,
en hann er búsettur í Seattle í Bandaríkjunum.
Þar sem sumarheftí Mannlífs er nýkomið
út þurfa menn að bíða til haustsins eftir
nýju eintaki, sem jafnframt verðxn íýrsta
tölublað nýráðins ritstjóra, Gerðar
Kristnýjar. Fróði ætlar nefnilega ekki að
láta sér nægja að skipta um ritstjóra, eftir
sveiflukenndan rekstur síðustu missera.
Mannlíf hefur verið sent í róttæka andlits-
lyftmgu og má því búast við að það verði
illþekkjanlegt þegar það kemur í verslanir
í haust. Nýi ritstjórinn mun hafa fengist
til að hætta með burðargreinar, sem hing-
að til hafa selt blaðið, en leggja áherslu á stuttar grcinar og
stórar myndir. Menn velta því nú iyrir sér hvort í bígerð sé
glanspappírsútgáfa af Séð ogheyrt.
Jón Ársæll Þórðarson.
Brynja
Benediktsdóttir.
Það gengur fjöllunum hærra að aðalleikaramir í leikritínu
Grcase, þau Selma Bjömsdóttir og Rúnar Freyr Gislason
séu farin að gera anhað og meira en að dansa saman. Þau eru
sögð ástfangin upp íýrir haus en eitthvað virðast þau draga
það að opinbera sambandið. Hvort það var ómótstæðilegur
limaburður Rúnars eða eitthvað annað sem Selma féll íýrir
skal ósagt látíð en hann syngur nú eflaust „Ó Selma beibí,
can’tyousee..."
Margrét Örnólfsdóttir.
Lítið hefur frést af
henni undanfarið en
hún hefur verið að
vinna handrit að ís-
lenskri dans- og
söngvamynd í fullri
lengd ásamt félaga sín-
um, Sjón.
Datt í hausinn
ámér
Veríð erað vinna hand-
rítið að íslenskrí dans-
og söngvamynd. Ef
tekstað fullvinna
myndina verðurþað
sennilega ífyrsta sinn
sem slík mynd ergerð í
fullrí lengd.
Margrét Örnólfsdóttir tónlistar-
maður hefur verið að vinna
handritið í samvinnu við fjöl-
listamanninn Sjón. Myndin
verður óvenjuleg og hlutverk
dans og söngs ríkuleg eins og
títt er um dans- og söngvamynd-
ir. Hún fjallar um tíu ára stelpu
og átta ára strák, sem lenda í
ýmsum ævintýrum og þau leiða
áhorfendurna gegnum söguna.
„Aðalpersónan Regína upp-
götvar hjá sér ákveðna gáfu þegar
hún fær ekki að gera það sem
hún vill, eins og gjarnan tíðkast
meðal barna og fúllorðinna.
Regína uppgötvar að þegar hún
syngur um hlutina þá fer ýmis-
legt að gerast og þannig getur
hún haft áhrif á framgang mála.
Henni bætist Iiðsauki, Pétur, og
þegar þau Ieggja saman verða
kraftaverk. Þau lenda í vandræð-
um,“ segir Margrét. „Þetta er Iítil
glæpasaga og lítil ástarsaga - lítið
ævintýri í Vesturbænum í Reykja-
vík.“
Margrét seinur lögin
Það var Margrét sem fékk hug-
myndina upphaflega og fékk
Sjón til að skrifa handritið með
sér. „Eg taldi að þetta gæti orðið
skemmtilegt ef við legðum sam-
an,“ segir hún. Að sjálfsögðu
þarf að skrifa mikið af söngtext-
um í handritinu, Margrét kemur
til með að sjá um íónlistina en
Sjón um söngtextana. Þetta er
þó fyrst og fremst samstarf
þeirra tveggja.
Margrét og Sjón hafa ásamt
fjórum öðrum þegar fengið
styrki úr kvikmyndasjóði til að
vinna handritið og í haust kem-
ur í Ijós hvort þeirra handrit
hlýtur stóra vinninginn og hlýtur
framhaldsstyrk. Það verða nefni-
lega bara tvö handrit, sem kom-
ast áfram, eins og stundum er
sagt. Margrét segir þó að þau
muni örugglega ekki láta það á
sig fá þó þau hljóti ekki styrkinn
því að þau séu komin svo langt
með vinnuna og þau geti alltaf
sótt áfram um styrki.
Höfum trú á þessu sjálf
„Við erum komin svo Iangt með
handritið að við getum farið að
þreifa fyrir okkur á fleiri stöð-
um. Við þurfum að fá fleiri til
samstarfs við okkur. Handritið
er nokkuð fullmótað og við
myndum ekki Iáta þetta stoppa
okkur. Við höfum það mikla trú
á þessu sjálf. Við krossum bara
alla fingur," segir hún.
- En hvernig skyldi hugtnyndin
hafa fæðst?
„Þetta datt bara í hausinn á
mér. Eg hef alltaf verið hrifin af
þessu formi sem dans- og
söngvamyndir eru. Ég fór bara
að sjá fyrir mér þessa stelpu,
sem væri að galdra. Hugmyndin
hefur breyst mikið síðan en
grunnurinn er sá sami,“ svarar
Margrét Örnólfsdóttir. -GHS
Maður vikunnar
erhetja
Grafarvogsbúinn Baldur Heiðar Magnússon er
maður vikunnar fyrir hetjuskap sinn við að bjarga
börnum ogforeldrum úr reykkófi um síðustu helgi.
Baldur Heiðar brást hárrétt við á allan hátt þegar
hann kom að brennandi íbúðinni og var sjálfur
hætt kominn eftir að hafafarið inn í brennandi
íbúðina nokkrum sinnum.
Baldur Heiðar er hetja vikunnar. Baidur Heiðar Magnússon.
-U