Dagur - 18.07.1998, Side 6

Dagur - 18.07.1998, Side 6
22-LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU Nú er talað um sameig- inlegtframboð til vinstri, en hvers konar framboð? Dagurhóf leitina að sterkasta framboðslistajafnað- armanna, kvenfrelsis- sinna ogfélagshyggju- fólks. Til liðs við sig fékk blaðið vaska sveit þátttakenda sem allir þekkja stjómmálin. Hérem úrslitin. I þessari leit að draumaframboði jafnaðarmanna voru þátttakend- ur beðnir að raða þeim fram- bjóðendum sem þeim þóttu fysi- legasti kostur á lista. I Reykjavík og á Reykjanesi voru þátttakend- ur beðnir að nefna fimm efstu menn og í öðrum kjördæmum þá tvo efstu. Einnig voru þátt- takendur beðnir um að tilnefna forsætisráðherra og fjóra aðra ráðherra. Stigin voru síðan talin samviskusamlega og úrslitin birtast hér. Þátttakendur áttu upphaflega að vera fimmtán en einn datt úr leik á síðustu stundu þegar hann tilkynnti að hann treysti sér ekki til þátttöku þar sem hann væri sjálfur að íhuga framboð. Sigurvegari þessarar skoðana- könnunar hlýtur að tefjast vera borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Hún hefði malað alla aðra hugsan- Iega og óhugsanlega frambjóð- endur ef stór hluti viðmælenda hefði ekki talið hana úr leik - fasta í borginni. Atta þátttak- endur af fjórtán tilnefndu hana samt sem forsætisráðherraefni. „Næstbesti kostur er að aftur- kalla pólitískt orlof Jóns Bald- vins og kveðja hann heim frá Washington til forystu. Hann dauðsér eftir að hafa gert Sig- hvat að formanni en kemur samt hvergi," sagði einn þeirra sem vildi helst sjá borgarstjór- ann taka að sér starfann. Þrír þátttakendur nefndu Margréti Frímannsdóttur og einn til- nefndi Helga Hjörvar. Einn þátt- takandi, sem ekki vildi missa Ingibjörgu Sólrúnu úr stóli borgarstjóra, sagðist engan sjá sem gæti tekið að sér starfið. Annar viðmælandi sagði spurn- inguna óraunhæfa þar sem jafn- aðarmenn gætu ekki myndað ríkisstjórn án þess að fela Fram- sóknarflokknum forystu. Rétt er að taka fram að nokkrir þeirra sem vildu sjá Ingibjörgu Sólrúnu sem borgarstjóra settu hana ekki á framboðslista heldur vildu kalla hana til starfans. Þeir sem völdu Jón Baldvin Hannibalsson í starf utanríkisráðherra höfðu yfirleitt sama hátt á. Nokkuð var um að þátttak- endur færðu menn milli kjör- dæma. Þátttakandi sem vildi setja Jóhönnu Sigurðardóttur í framboð á Norðurlandi vestra færði fram eftirfarandi rök máli sínu til stuðnings: „Þar eru sagðar minnstar tekjur launa- fólks á öllu Iandinu og verk að vinna fyrir formann Þjóðvaka að byrja þarna á að sameina öreiga allra landa.“ Annar sem vildi senda Jóhönnu í framboð á Austurlandi gerði það með eftir- farandi rökum: „Það er eini staðurinn á landinu þar sem ég held að hún fái atkvæði.“ Þeir stjórnmálamenn sem röð- uðu sér í þrjú efstu sætin í Reykjavfk höfðu algjöra yfirburði yfir þá sem á eftir komu. Hið sama má segja um tvo efstu menn á Reykjanesi, þau Rann- veigu Guðmundsdóttur og Guð- mund Arna Stefánsson. Kristinn H. Gunnarsson og Sighvatur Björgvinsson voru efstir og jafnir á Vestfjörðum. A Norðurlandi eystra átti enginn möguleika gegn Svanfríði Jónasdóttur og Sigríði Stefánsdóttur. Svanfríður varð fyrir ofan Sigríði en einn þáttakandi sagði : „Ef Sigríður Stefánsdóttir gefur færi á sér til framboðs nær hún forystusæt- inu með glans, hvað sem Svan- fríði Jónasdóttur kann að finnast um slíkt.“ A Austfjörðum völt- uðu Smári Geirsson og Einar Már Sigurðsson yfir aðra sem tilnefndir voru og á Suðurlandi hlaut Margrét Frímannsdóttir yfirburðakosningu. A Suður- landi varð Lúðvík Bergvinsson að víkja fyrir Guðmuncíi Þ. B. Ólafssyni. Niðurstaðan varð þvf sú, svo vitnað sé í orð eins þátt- takandans, að: „Kjósendur biðja Lúðvík Bergvinsson kurteislega að finna sér aðra hillu í lífinu til að kúra á.“ Og svo er einungis að bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuð- um og hvort niðurstaðan verður á svipaðan hátt og í þessu vali á draumaliði jafnaðarmanna. Reykjavík: 1. Össur Skarphéðinsson 2. Bryndís Hlöðversdóttir 3. Ingibjörg Sólrún* 4. Jóhanna Sigurðardóttir 5. Svavar Gestsson *Hér ber að geta þess að enginn vafi leikur á að Ingibjörg Sólrún getur hirt fyrsta sætið ef hún vill, Össur er fremstur vegna fjarveru hennar. Jóhanna er í 4. sæti, talsvert Iangt á eftir Ingi- björgu sem fer í þriðja hvað sem tautar og raular. Einnig voru nefnd: Ari Skúla- son, Arthur Morthens, Arni Þór Sigurðsson, Asta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Brynhildur Flovenz, Guðný Guðbjörnsdótt- ir, Gylfi Þ. Gíslason, Helgi Hjörvar, Hreinn Hreinsson, 111- ugi Jökulsson, Ingvar Sverris- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristín Arnadóttir, Kristrún Heimisdóttir, Mörður Árnason, Skúli Helgason, Svanhildur Kon- ráðsdóttir, Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Ögmundur Jónasson. Reykjanes: 1. Rannveig Guðmundsdóttir 2. Guðmundur Arni Stefánsson 3. Magnús Jón Arnason 4. Agúst Einarsson 5. Kristín Halldórsdóttir Einnig voru nefnd: Ari Skúla- son, Brynhildur Flóvenz, Bubbi Morthens, Eggert Eggertsson, Flosi Eiríksson, Gestur G. Gestsson, Guðmundur Rúnar Arnason, Guðrún Jónsdóttir, Jó- hann Geirdal, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristín Guð- mundsdóttir, Lúðvík Bergvins- son, Lúðvík Geirsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Petrína Bald- ursdóttir, Sighvatur Björgvins- son, Sigrfður Jóhannsdóttir, Sig- rún Benediktsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Þóra Arnórsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vesturland: 1. Gísli S. Einarsson 2. Ari Skúlason Einnig voru nefnd: Drífa Skúla- dóttir, Eðvarð Ingólfsson, Guð- bjartur Hannesson, Guðný Guð- björnsdóttir, Guðrún Konný Pálmadóttir, Hervar Gunnars- son, Hólmfríður Sveinsdóttir,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.