Dagur - 18.07.1998, Side 9
hAVGARBAGVR 1 &. t V l í h998*ý25
LÍFIÐ í LANDINU
k a
Scott Sells er doktor í
félagsvísindumfrá
Bandaríkjunum og
hélt nýveriðfyrírlestur
um hegðunarvanda-
mál unglinga áAkur-
eyrí. Hann hefurstarf-
að í tíu árog hefur
reynslu afyfir 3 00
erfiðum málum. En
hann kom ekki bara til
að halda fyrírlestur...
Sit ekki bara á skrifstofiumi
„Eg legg mig allan fram í vinn-
unni og er til taks allan sólar-
hringinn. Foreldrar geta hringt í
mig hvenær sem er ef eitthvað
kemur uppá,“ segir dr. Scott
Sells og bætir við: „Það hefur
komið fyrir að ég hafi þurft að
fara á heimili um miðja nótt, en
í því felst mín vinna, að ég fylgi
mínu máli frá höfn og þangað til
við sjáum fyrir endann á vand-
anum og finnum að eitthvað sé
að breytast á jákvæðan hátt.“
Vandamál unglinga
Þegar unglingar eiga við vanda-
mál að stríða segir Scott að það
þurfi að virkja alla fjölskylduna í
að hjálpa unglingnum. Foreldrar
skilja ekki af hverju reglurnar
þeirra virki ekki og þau eru með
samviskubit, því það kenna allir
foreldrunum um hvernig barnið
þeirra hagar sér. „Eg reyni að
Ieysa vanda beggja með það í
huga að það sé ekki verið að
sakfella neinn eða kenna nein-
um um,“ segir Scott.
Vandamál foreldra
Það þarf að komast að því hvert
vandamálið er og foreldrar þurfa
að læra leiðir til að halda reglur
og láta unglingana ekki slá sig
útaf laginu með hótunum.
Unglingarnir geta blótað, hót-
að ofbeldi, sjálfsvígi, valdbeit-
ingu, skrópað í skólanum og ver-
ið með yfirlýsingar um að for-
eldrarnir elski þau ekki og jafn-
vel reynt að flytja að heiman, en
foreldrar verða halda ró sinni og
láta þau ekki slá sig útaf laginu
og sýna vilja til að koma til móts
við unglinginn með staðfestu,
jákvæðri athygli og ástúð. „Ef
unglingarnir skynja einlægan
válja foreldranna um að bæta
ástandið eru þau oftast afvopn-
uð,“ segir Scott.
Foreldrar imdirbúnir
„Eg kenni foreldrum að reyna
nálgast börnin sín og hefja
þannig á ný náið samband en á
sama tíma skilja að þetta sam-
band er við ungling sem er að
verða fullorðinn. Þetta getur
róað heimiliserjur og búið til
grundvöll fyrir yfirvegaðar um-
ræður," segir Scott.
Þegar vandamálin eru erfið
viðureignar getur oft þurft að
virkja utanaðkomandi aðila svo
sem nágranna, kennara og fleiri.
Þá talar Scott við þessa aðila og
kennir þeim aðferðir sem hann
hefur notað með viðkomandi
unglingi.
Þegar drykkja og fíkniefni eru
vandamál eru unglingarnir oft
undir eftirliti allan sólarhringinn
og það er athugað hvort þau
hafa neytt einhverra efna. Ef svo
er eru þau svipt frelsi sínu, fá
ekki að fara út, fá ekki að horfa
á sjónvarp og svo framvegis.
Þetta hefur gefið ágætis raun
þvf unglingar meta frelsi sitt
mun meira en það að mega vera
í neyslu. En á sama tíma fá þau
jákvæða uppörvun og ástúð.
Foreldrar verða að virða
bðmin
Fyrirlestrar foreldra virðast ýta
unglingum fjær, því án ástúðar
verða sífelldar áminningar að-
eins til þess að unglingurinn
sækir í þann félagsskap sem for-
eldrið vill síst, því þar fær hann
athygli. Það þarf að rjúfa hring-
inn, hugsa um gamlar góðar
stundir og faðmast. Foreldrar
eru oft að yfirfæra sín vandamál
á barnið, því þessir foreldrar
áttu oft sjálf við vandamál að
stríða sem aldrei voru leyst.
„Unglingar hugsa oftast bara
um núið, hvað sé gaman núna.
Það þýðir ekkert að „nöldra“ um
framtíðina við Jtau,“ segir Scott
og bætir við: „Eg reyni að kenna
foreldrum að koma fram við
börnin sín eins og manneskjur
en ekki „vandamál“ og Ieyfa
þeim að taka ábyrgð á sjálfum
sér. Sjálfstæði innan vissra
marka. Ef þau hafa of mikið
vald ráða þau ekki við neitt, þau
þurfa aga, reglur en fyrst og
fremst ást og jákvæða athygli.
Nokkrar ráðleggmgar
1. Hversu illa sem barnið hagar
sér faðmaðu það reglulega og
segðu því hvað þú elskir það,
þegar það hagar sér illa þarf
það helst á því að halda.
Gerðu alltaf eitthvað reglu-
lega í hverri viku sem er bara
fyrir barnið, alveg frá því að
barnið fæðist. Bara þið þtjú
eða tvö, bara fyrir barnið. Þó
að það sé ekki nema hálftími.
Og stattu við það. Hafðu
áhuga á Iífi barnsins þins.
2. Snerting er lífsnauðsynleg frá
upphafi, faðmaðu barnið á
hverjum degi, ekki hætta því
þegar það verður unglingur;
faðmlag og ást er besta for-
vörnin.
3. Ef að það eru slæmir tímar
reynið að fara til baka og
finna góðar minningar. Ef
það er ekki hægt reynið að
ímynda ykkur hvernig fram-
tíðin ætti að vera þanning að
ykkur líði sem best saman,
reynið að breyta eftir því.
„Afturhvarf er eðlilegt og ég
hef reynt að undirbúa foreldra
fyrir það þannig að þeir séu til-
búnir að takast á við það,“ segir
Dr. Scott Sells. - RUT
Prófessor í
eiginkonnleit
Dr. ScottSells erkominn
hingað til lands til að
haldafyrirlesturen notar
tækifærið til að auglýsa
eftirkonu með vináttu og
jafnvel giftingu í huga.
Hann hefur auglýst eftir konum
í blöðunum og vill gjarnan hitta
sent flestar.
„Eg ákvað að koma til Islands
til að halda fy'rirlesturinn, slappa
af og njóta náttúrunnar og ef ég
hitti einhverja konu sem mér lík-
ar vel við þá væri það ekkert
verra," segir Dr. Scott Sells, sem
hefur auglýst eftir konum í blöð-
unum og tekur á móti þeim á
gistiheimili á Akureyri um helg-
ina og Hótel Borg í Reykjavík
eftir helgi.
- Af hverju fann hann ekki
konu í sínu heimalandi?
„Eg hef verið svo önnum kaf-
inn í mínu námi og vinnu að ég
hef ekki haft neinn tíma til að
finna konu sem ég hef haft
áhuga á að kynnast betur, en nú
er annað uppi á teningnum,"
segir Scott. „Núna Iangar mig að
gifta mig og eignast börn, og
þegar ég las bók um Island þar
sem fólki var lýst sem einstak-
lega barngóðu og almennilegu í
alla staði, datt mér bara í hug að
kannski væri hægt að finna góða
og fallega konu hér.“
Scott Sells auglýsir eftir konum í
þeirri von að finna vænlegt eigin-
konuefni. Hann tekur á móti fram-
bjóðendum á Hótel Borg eftir helgi.
Vill venjulega konu
- En hvemig konu hýst hann við
að finna? Kom hann kannski út
afPlayboy stelpunum?
„Nei, alls ekki. Það er kannski
svolítið kaldhæðið að segja frá því
en ég vissi ekki af því að íslenskar
konur væru í Playboy, fyrr en
núna fyrir stuttu síðan þegar ég
heyrði um það hér,“ og bætir við:
„Eg var alls ekki að auglýsa eftir
einhverri draumadrottningu, bara
venjulegri konu.“
Hver er Björk?
Ég samþykkti þetta og sagði
honum stolt að enginn kippti sér
upp við að sitja við hliðina á
Björk á næsta kaffihúsi í Reykja-
vík, þrátt fyrir að hún væri
heimsfræg.
„Ha, Björk -hver er það?“
Stoltið fauk samstundis útí veð-
ur og vind.
- Enn sem komið er hefur eng-
in kona haft samband við hann,
en hvernig datt honum í hug að
auglýsa?
„A skemmtistöðum er algjör
kjötmarkaður og þar sjaldgæft að
maður finni þá konu sem mann
langar að giftast, þannig að þetta
er kannski bara heiðarlegasta að-
ferðin, af hverju ekki, allt í lagi
að prófa,“ segir Dr. Scott Sells
frá Bandaríkjunum. -RUT