Dagur - 18.07.1998, Page 14
30 — LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998
Eitt afþví sem skiptir máli
fyrírgóða líðan erað hafa
meltinguna í lagi. Stöðugur
niðurgangur þykir engum
skemmtilegur, en hægða-
tregða erannað vandmál,
sem stundum getur veríð
erfitt að skilgreina. Kjartan
B. Örvar meltingarfræðingur
siturfyrír svörum um málið.
Hvemig getur fólk vitað hvort og hvenær
það telst vera með hægðatregðu?
„Skilgreiningin á hægðatregðu byggist á
því hversu oft viðkomandi hefur hægðir.
Ef hægðir eru sjaldnar en þriðja hvern
dag, er talað um hægðatregðu.
Þetta er notað sem viðmiðun því
hægðatregða er ekki aðeins skilgreind eft-
ir því hve oft viðkomandi einstaklingur
losar sig við úrgang. Hún getur líka farið
eftir þvf hvort viðkomandi á erfitt með að
losa sig við hægðir. Það getur átt við þótt
losun sé tíð og hægðirnar þéttar og mjúk-
ar.
I þriðja lagi er talað um hægðatregðu ef
breyting verður á venjubundnu losunar-
ferli viðkomandi sjúklings.
Astæðan getur líka verið tímabundnar
aukaverkanir vegna lyfjatöku, því sum lyf
valda hægðatregðu."
Ónógur úxgangur í fæðunni
Getur sú sem þjúist af hægðatregðu gert
eitthvað sjálfur til að lækna sig?
„Ef við lítum á vandamálið í heild sinni
er óhætt að segja að í 95% tilfella tengist
hægðatregða ónógum úrgangi í fæðunni."
Hvað áttu við þegar þú talar um úrgang?
„Þá er ekki nógu mikið af trefjum í fæð-
unni, en þær er helst að finna í grænmeti,
ávöxtum og morgunkomi. Með einföldum
breytingum á mataræði ætti sá sem þjáist af
hægðatregðu að geta læknað sig sjálfur. En
svo er þetta auðvitað alltaf mismunandi.
Sumir eru slæmir og fá jafnvel aukaverkan-
ir af trefjunum og þá þarf að nota lyf.“
En geta þessi lyf ekki haft áhrif á melt-
ingarstarfsemina til langs tíma ef þau eru
tekin reglulega?
„Það á auðvitað ekki að kaupa þessi lyf
lon og don í búðum jafnvel þótt þau lyf
sem seld eru hér hafi ekki varanleg skað-
leg áhrif. Það eina sem gerist er að þú
færð niðurgang af sumum, en mörg þeir-
ra eru ágæt.
Ef fólk telur sig þurfa að taka þessi lyf
stöðugt ætti það að Ieita álits Iækna. Vissir
sjúkdómar geta orsakað hægðatregðu. Þess
vegna á enginn að taka inn lyf til langs tíma
án þess að láta athuga sig nánar.“
Getur þýtt sjukdóm
Hefur meltingin áhrif á holdafar, þannig
að þeir sem hafa sjaldan hægðir eigi frekar
á hættu aðfitna og öfugt? „Eg hef enga trú
á því og hef aldrei heyrt nein vísindaleg
rök sem styðja þessa kenningu.
Hægðirnir endurspegla úrgangsinni-
hald fæðunnar, vökvann sem drukkinn er
og þá hreyfingu sem stunduð er. Þeir sem
hreyfa sig lítið hafa til dæmis tregari
hægðir.
Við erum líka misjöfn af guði gerð. Það
er til dæmis sveifla í hægðum kvenna eft-
ir tíðahringnum. Það er ekkert óeðliegt
við það að konur hafi tregar hægðir sköm-
mu fyrir blæðingar, en að svo verði eins-
konar losun um leið og blæðingar byrja.
Síðan má ekki gleyma því að aldurinn
skiptir máli. Hægðatregða hjá ungu fólki
þarf ekki að vera tákn um neitt sérstakt,
en getur þýtt sjúkdóm ef viðkomandi er
kominn yfir sjötugt.1' - MEÓ
HEILSUMOLAR
Að gefa egg
Barnlaus hjón geta þurft að leita ýmissa
leiða ef þau vilja eignast barn. Ef egg
konunnar eru óheilbrigð eiga þau þess
kost að finna eggjagjafa. Flestir gjafarn-
ir eru ógiftar og barnlauar ungar konur,
sem sjálfar eru ekki farnar að huga að
barneignum. Gefandinn þarf að stand-
ast læknis- og geðrannsókn, auk þess
sem gen hennar eru skoðuð.
Gefandinn þarf að taka inn hormón
sem örvar egglos og síðan gangast und-
ir skurðaðgerð, þar sem vökvi með eggj-
um er fjarlægður úr eggjastokkunum.
Vökvinn er síðan fluttur í rannsóknar-
stofu þar sem læknar nota smásjá til að
finna egg, sem síðan er blandað sæði.
Nokkrum dögum síðar er fóstrinu kom-
ið fyrir í legi viðtakands.
Eggjagjöf er ekki án áhættu. Ymsar
aukaverkanir geta fylgt í kjölfar aðgerð-
arinnar, en Iangvarandi áhrif eru
óþekkt. Til dæmis er ekki vitað hvort
eggjagjöf hefur áhrif á frjósemi viðkom-
andi konu í framtíðinni.
Gæludýradráp
Margir gæludýraeigendur í Bandaríkj-
unum halda að besta Ieiðin til að sanna
gæludýrum ást sína sé að næra þau á
matarleifum. Þetta ku þó vera misskiln-
ingur því slík góðsemi hefur áhrif á
lífslíkur dýranna; gæludýraeigendur í
Bandaríkjunum eru að drepa dýrin sín
úr ofáti.
Lyf á bannlista
Á síðata ári setti Alþjóða matvæla- og
lyljastofnunin jafn mörg lyf á bannlista
og allan síðasta áratug. Lyfin sem lentu
á listanum í fyrra eru: - Verkjalyfið
Duract, sem hefur skaðleg áhrif á Iifr-
ina og hefur valdið fjórum dauðsföllum
og átta lifrarígræðslum.
- Blóðþrýstingsinslyfið Prosicor, sem
hefur valdið 400 meiðslum og 24
dauðsföilum vegna hættulegra víxlverk-
ana við önnur lyf.
- Megrunarlyfin Fenfluramine og
Redux, vegna skaðlegra áhrifa þeirra á
hjartað.
- Ofnæmislyfið Seldane þar sem víxl-
verkandi áhrif þess ásamt inntöku ann-
arra lyfja hefur reynst banvæn.
Áí’engi og kynlíf
Áfengi hefur löngum verið talið til ástar-
lyfja og sjálfsagt er það álit til komið
vegna þess að í litlu magni getur það
minnkað kvíða og losað um hömlur. Fyr-
ir bragðið hefur það auðveldað fólki að
kynnast öðru fólki og í framhaldi af því
getur það síðan bryddað upp á kynlífi.
Magn áfengisins sem innbyrt er skiptir
þá nánast öllu máli, því of mikið magn
getur haft þveröfug áhrif á kyngetu fólks.
Of mikið magn dregur úr öllum taugavið-
brögðum og getur valdið tímabundnu
getuleysi og mikil áfengisneysla getur
valdið varanlegum skaða á kyngetu fólks.
Það eru ýmsir hlutir sem geta haft áhrif á magn áfengis í
blóði fólks. Hlutir eins og kynferði, aldur, þyngd, magn
áfengis sem innbyrt er og á hvað löngum tíma áfengið er
innbyrt, það hvort matur er í maganum eða ekki og ýmis
sérkenni í líkamsstarfsemi þess sem drekkur.
Áfengisáhrif
Ég rakst á athyglisverða töflu um áhrif áfengis eftir magni
á kyngetu fólks. Þar var stuðst við sjússamæli sem mæli-
einingu. Talað var um magn annarsvegar og kynferðisleg
viðbrögð hinsvegar. Áhrif af einum tvöföldum eru:
Afslöppun, minni félagslegar hömlur og væg örvun. Kyn-
ferðisleg örvun veitir aukið blóðstreymi, sem auðveldar
stinningu.
Tveir tvöfaldir leiddu til óskýrs málfars, erfiðleika í
samhæfingu hreyfingar og aukins kynferðislegs áreitis.
Kynferðisleg viðbrögð voru áhrif á heilastöðvar sem stjór-
na fullnægingu sem þýðir að þörf er á aukinni ertingu fyr-
ir fullnægingu eigi hún að nást.
Þrír tvöfaldir valda klaufalegum hreyfingum. Maður-
inn/konan slagar og tilfinningar verða ýktar. Kynferðisleg
viðbrögð eru þau, að margar konur eiga erfiðara með að
fá fullnægingu og mögulega er líka um fullnægingarerfið-
leika að ræða hjá karlmönnum.
Fjórir tvöfaldir valda óskýrri hugsun og stjórnlausum
hreyfingum. Kynferðisleg viðbrögð eru þá sífellt meiri
erfiðleikar karla við að halda stinningu og fullnæging oft
útilokuð.
Ýmsar rannsóknir
Margar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á áhrifum
áfengis á kyngetu manna. Talað er aðallega um tvenns-
konar áhrif. Annarsvegar bráð eiturverkun ölvunar, sem
veldur því að mönnum getur ekki staðið í því ástandi og
hinsvegar langtíma varanleg áhrif á hormónajafnvægi lík-
amans. Gerð var rannsókn á eitthundrað dönskum of-
drykkjumönnum að meðalaldri kringum fjörutíu ára, sem
höfðu drukkið frá unga aldri og kom í ljós að 15% voru
með öllu getulausir og 63% kvörtuðu yfir allskyns kynlífs-
vandræðum, svo sem skorti á löngun, yfir því að ekki
kæmi neitt sæði eða yfir of bráðu sáðláti, jafnvel þó þeir
væru hættir að drekka áfengi. Það verður þó að hafa í
huga, að mörg kynlífsvandamál fólks sem á við áfengis-
vanda að stríða, stafa ekki bara af áfengisneyslunni, held-
ur ekki síður af minnimáttarkennd þeirra og samskipta-
örðugleikum almennt við annað fólk.
Hér á landi hafa mér vitanlega ekki verið gerðar rann-
sóknir á kynlífsvanda áfengissjúklinga, en hitt er almennt
vitað og viðurkennt, að getuleysi er oft fylgikvilli langvar-
andi og mikils drykkjuskapar. Stundum er þetta líka
spurning um áhugamál. Sumt fólk kann að hafa meiri
áhuga á því að þamba brennivín, en að stunda kynlíf og
hverjum er jú í sjálfsvald sett hvaða áhugamál hann/hún
kýs að stunda. Uppskriftin að vel heppnuðu ástarlífi er
hinsvegar örugglega frekar sú að stunda edrúmennsku en
fyllerí.
Halldóra Bjarnadóttir er hjúkrunarfræðingur og skrifar
um kynlíf fyrir Dag.
KYNLIF
Halldóra
Bjarnadóttir
skrifar